Dagblaðið Vísir - DV - 13.02.2012, Page 14

Dagblaðið Vísir - DV - 13.02.2012, Page 14
E ld sn ey ti Bensín Dísilolía Algengt verð 248,6 kr. 256,1 kr. Algengt verð 248,4 kr. 255,9 kr. Höfuðborgarsv. 243,8 kr. 255,8 kr. Algengt verð 248,6 kr. 256,1 kr. Algengt verð 250,4 kr. 256,3 kr. Melabraut 248,4 kr. 255,9 kr. 14 Neytendur 13. febrúar 2012 Mánudagur Inneignarnóta send norður n Lofið að þessu sinni fær Debenhams en viðskipta- vinur sendi eftirfarandi: „Ég vil fá að lofa Debenhams en ég fékk góða þjónustu hjá þeim þegar ég gat skilað skyrtu í Reykja- vík og inneignarnótan var send til Akureyrar þar sem eigandi vör- unnar var staðsettur.“ Mátti ekki fá götumál n Lastið fær Kaffitár í Kringlunni. „Ég fékk ekki götumál fyrir barna- kakó nema ég yfirgæfi kaffihúsið. Tveggja ára barn átti því að drekka kakó úr bolla ef við vildum vera innan ramma kaffi- hússins,“ segir viðskiptavin- urinn ósátti. DV hafði samband við Mörtu Pálsdóttur, verslunar- stjóra Kaffitárs í Kringlunni, og bar lastið undir hana. „Ástæðan fyrir þessu er að við erum með Svans- vottun sem er norræn umhverfis- vottun og bjóðum því ekki upp á einnota bolla inni á kaffihúsinu. Í rauninni reynum við að takmarka notkun á einnota umbúðum eins og við getum þar sem það er sam- kvæmt reglum vottunarinnar. Við erum hins vegar með barnamál fyr- ir börn sem geta ekki eða eiga erfitt með að drekka úr venjulegum boll- um en það hefur fyrirfarist að bjóða það þetta í skiptið,“ sagði Marta. SENDIÐ LOF EÐA LAST Á NEYTENDUR@DV.IS Lof&Last Sparaðu með kaupum á netinu F atnaður, verkfæri, ýmiss kon- ar íþróttavörur og barna- vörur eru þeir hlutir sem má spara töluvert á að kaupa á netinu. Netverslun er sífellt að aukast og Íslendingar eru í meira mæli farnir að notfæra sér þetta og kaupa vörur að utan í gegnum net- ið. Það þarf þó að hafa í huga að sendingarkostnaður, tollar og skatt- ar bætast við verðið. DV tók saman verð á nokkrum hlutum í Bandaríkj- unum til að athuga hvort netversl- un sé í raun ódýrari þegar allt er lagt saman. Signý Sigurðardóttir, rekstr- arstjóri ShopUSA, útskýrir hvernig best er að bera sig að þegar kemur að verslun á netinu. Getur fundið hvað sem er „Hvað varðar verslun á netinu al- mennt þá höfum við á Íslandi verið lengi að taka við okkur sem er mjög merkilegt miðað við hvað við erum alltaf nýjungagjörn. Það virðist þó vera einhver aukning í þessu núna og þú getur gert ótrúleg kaup á net- inu. Ekki einungis getur þú feng- ið ódýrari vörur heldur er úrvalið miklu meira. Við erum svo misjöfn og úrvalið hér heima mjög takmark- að á mörgum sviðum. Í Bandaríkj- unum er gert ráð fyrir því að fólk sé af öllum stærðum og gerðum. Þú getur fundið hvað sem er þar enda eru allar stóru verslanirnar farnar að selja vörur á netinu,“ segir Signý en bætir við að verslun á netinu sé ákveðið lærdómsferli. Þetta sé eins og með margt annað sem er manni framandi og til að byrja með virð- ist þetta vera ógurlegur frumskógur upplýsinga. „Maður þarf að læra á þetta, síðurnar eru mismunandi en það er mikil þróun í þessu.“ Fjölmargar leitarsíður í boði Signý bendir á síðuna froogle.com sem lykiltæki í þessari leit. „Það eru til fjölmargar leitarsíður og þær eru lykillinn að þessum heimi. Um leið og maður er búinn að fatta leitarvél- arnar þá gengur þetta betur. Þegar maður fer netið að leita að ákveðn- um hlut en veit ekki hvar maður á leita þá virðist það óyfirstíganlegt. Með hjálp þessara síðna gengur það betur. Þú getur sett í leit nánast hvað sem er og þú færð endalaust úrval og getur borið saman verð og gæði. Þeir eru í raun með öll tæki til að gera þér þetta eins auðvelt og mögulegt er.“ Íþróttavörur og varahlutir Annað ráð sem Signý gefur er að taka þessu ekki of hátíðlega og reyna að stressa sig ekki um of á leitinni. „Þú þarft að horfa á þetta lógískt og prófa þig áfram. Þegar hún er beð- in um að nefna þær vörur sem hag- kvæmast er að kaupa á netinu nefnir hún sem dæmi íþróttavörur, skó og fatnað og ýmiss konar varning fyrir börn. „Hjá okkur er langmest keypt af varahlutum og fatnaði. Bílavara- hlutir eru dæmi um hluti sem þú getur gert ótrúlega góð kaup á.“ Reiknivél sem áætlar heildarverð Sem fyrr segir er Signý rekstrarstjóri ShopUSA sem er eina íslenska fyr- irtækið sem veitir þá þjónustu að sjá um flutning á vörunni heim að dyrum og innifalið í verðinu eru öll flutningsgjöld, vöruhúsakostn- aður í Bandaríkjunum, allir tollar og skattar og loks dreifingarkostn- aður á Íslandi. Á síðu fyrirtækis- ins er reiknivél sem reiknar hve mikið varan mun kosta þig alla leið heim að dyrum. „Reiknivél- in byggir á jöfnun, áætlar heildar- verð með jöfnunaraðferð. Við tök- um ekki ákveðna prósentu en það mundi ekki ganga upp því flutn- ingskostnaður vörunnar fer eftir þyngd hennar og rúmmáli.“ Signý tekur fram að með reikni- vélinni á heimasíðu ShopUSA sértu með verkfæri til að gera verðsam- anburð. Þú setur inn innkaups- verð vörunnar í dollurum og færð í staðinn upplýsingar um gjöld við innflutning, sem eru annars veg- ar flutningsgjöld, opinber gjöld og umsýslugjöld, og hins vegar heild- arverð vörunnar. Hún bendir fólki á að skoða Spurt og svarað á heima- síðu fyrirtækisins en þar er að finna mikið af gagnlegum upplýsingum sem gott er að hafa í huga áður en maður byrjar. Íslendingar njóta bandarísks vöruúrvals Það sem margir reka sig á þegar þeir hafa fundið ákveðna vöru er Gunnhildur Steinarsdóttir blaðamaður skrifar gunnhildur@dv.is n Margar verslanir selja vörur sínar á netinu n Hægt að gera góð kaup n Meira vöruúrval n Kauptu barnavörur á netinu og sparaðu mikið Finnur ódýrari hluti á netinu Jón Kjartan Kristinsson er einn þeirra sem verslar töluvert á netinu og lætur senda vörurnar heim. Aðspurður um ástæðuna segir Jón Kjartan að honum finnist aðallega skemmtilegt að versla á netinu. „Ég hef keypt varahluti, verkfæri, ljósmyndavörur, barna- vörur og margt fleira en ég kaupi bara það sem mig vantar hverju sinni, það er að segja ef mig vantar eitthvað þá kanna ég hvort ég geti fengið það á betra verði með því að panta að utan. Það þarf að reikna og pæla áður en maður kaupir eitthvað. Hann segir að suma hluti borgi sig ekki að kaupa á netinu og láta senda til Íslands. „Það er mikilvægt að skoða hlutina vel áður en maður kaupir. Ég heyrði til dæmis um mann sem keypti barnavagn á netinu og endaði með þrisvar sinnum dýrari vagn en ef hann hefði keypt hann hér. Ég tók hins vegar barnavagn að utan sem kom hingað heim á mjög góðu verði. Það var að sjálfsögðu vegna þess að hann var á góðu verði úti.“ Jóni Kjartani finnst þægilegt að nota ShopUSA og mælir með því. Aðspurður hvað fólk eigi að varast þegar kemur að netverslun bendir hann á að gott sé að hafa í huga að raftæki eru ekki alltaf 230 volt og símtæki frá Bandaríkjunum virka sjaldnast á Íslandi. Netverslun Hægt er að gera verulega góð kaup á netinu. MYND PhOTOS.cOMSigný Sigurðardóttir segir Íslendinga vera seina í verslun á netinu. Það kemur henni á óvart. „Maður þarf að læra á þetta, síðurnar eru mismunandi en það er mikil þróun í þessu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.