Dagblaðið Vísir - DV - 30.07.2012, Blaðsíða 3
Öruggast
á álftanesi
Fréttir 3Mánudagur 30. júlí 2012
n Innbrotum fækkar talsvert á höfuðborgarsvæðinu n Hlutfallslega fleiri innbrot í Laugardal en í Kópavogi
Miðborgin hættulegust
Flest hegningarlagabrot eru
framin í miðborg Reykjavíkur
en hlutfallslega eru flest brot
framin í Laugardal.
Mynd Sigtryggur Ari
enginn nær því að verða svo gamall.
Fæstir lenda því í því að brotist sé
inn hjá þeim. Einhver hluti innbrot-
anna er líka í fyrirtæki og má gera
ráð fyrir því að enn lengra líði að
meðaltali á milli innbrota sem og
að ekki er sérstaklega tekið tillit til
þess að brotist sé inn tvisvar á sama
stað. Íbúar á Álftanesi mega hins-
vegar gera ráð fyrir því að brotist sé
inn til þeirra á um það bil fjögur-
hundruð og níutíu ára fresti. n
grafarvogur
72 innbrot
309 hegningarlagabrot
grafarholt
27 innbrot
151 hegningarlagabrot
Breiðholt
63 innbrot
369 hegningarlagabrot
Mosfellsbær
33 innbrot
169 hegningarlagabrot
Árbær
78 innbrot
408 hegningarlagabrot
Moldríkir
þingmenn
S
igmundur Davíð Gunnlaugs-
son er langríkasti þingmað-
urinn og fjórir þingmenn
eru með meira en eina millj-
ón króna í mánaðarlaun.
Þetta má lesa úr álagningarskrá rík-
isskattstjóra sem birt var síðastliðinn
miðvikudag. Jóhanna Sigurðardóttir
forsætisráðherra er launahæsti þing-
maðurinn en hún er með 1.296 þús-
und krónur í mánaðarlaun. Það er í
samræmi við tilmæli sem gefin voru
út um að enginn hjá ríkinu ætti að
vera með hærri laun en forsætisráð-
herra. Það er þó svo að til eru dæmi
um að starfsmenn í ríkisfyrirtækjum
séu með hærri laun en það er ekki til-
fellið á þingi.
Forseti þingsins í öðru sæti
Bjarni Benediktsson, formaður Sjálf-
stæðisflokksins, er næst launahæsti
þingmaðurinn samkvæmt álagn-
ingarskránni. Hann var með 1.167
þúsund krónur í mánaðarlaun á síð-
asta ári. Bjarni er launahæsti óbreytti
þingmaðurinn en næstu þingmenn
á eftir voru annaðhvort ráðherrar á
tímabilinu eða forseti þingsins. Ásta
Ragnheiður Jóhannesdóttir, forseti
Alþingis, er þriðja í röðinni yfir tekju-
hæstu þingmennina með 1.143 þús-
und krónur í mánaðarlaun.
Auk Bjarna eru aðeins þrír óbreytt-
ir þingmenn með meira en eina millj-
ón króna í mánaðartekjur en þeir voru
báðir ráðherrar á skattatímabilinu
sem hér um ræðir. Það eru þeir Árni
Páll Árnason, fyrrverandi efnahags-
og viðskiptaráðherra, sem var með
1.134 þúsund krónur á mánuði og Jón
Bjarnason, fyrrverandi sjávarútvegs-
og landbúnaðarráðherra, sem var með
1.004 þúsund krónur á mánuði. Átta
þingmenn komast yfir milljón króna
múrinn.
Sigmundur ríkastur
Himinn og haf er á milli auðs Sig-
mundar Davíðs Gunnlaugssonar og
eiginkonu hans og næstríkasta þing-
mannsins. Samkvæmt því sem Sig-
mundur greiddi í auðlegðarskatt, sem
leggst aðeins á hreina eign hjóna um-
fram hundrað milljónir, á hann 1.115
milljónir króna umfram skuldir. Gera
má ráð fyrir að auðæfi Sigmundar séu
í raun eiginkonu hans, Önnu Sigur-
laugar Pálsdóttur. Hún er dóttir Páls
Samúelssonar sem hagnaðist mikið
þegar hann seldi útgerðarmanninum
Magnúsi Kristinssyni í Vestmanna-
eyjum Toyota-umboðið fyrir um sjö
milljarða króna árið 2005. Líklegt er að
Anna hafi í kjölfarið fengið fyrirfram-
greiddan arf frá föður sínum.
Atli Gíslason, þingmaður utan
flokka, er næstríkasti þingmaðurinn
en hrein eign hans nemur tæpum
140 milljónum króna. Jón Gunnars-
son, þingmaður Sjálfstæðisflokks-
ins, er þriðji ríkasti þingmaðurinn
með hreina eign upp á 111 milljón-
ir króna og Pétur H. Blöndal, þing-
maður Sjálfstæðisflokksins, kemur á
eftir honum með 102 milljóna króna
hreina eign.
n Jóhanna Sigurðardóttir með hæstu launin á Alþingi
Aðalsteinn Kjartansson
blaðamaður skrifar adalsteinn@dv.is
„ Jón Gunnarsson,
þingmaður Sjálf-
stæðisflokksins, er þriðji
ríkasti þingmaðurinn.
Launahæst Jóhanna forsætisráðherra
er launahæsti þingmaðurinn samkvæmt
álagningarskrá ríkisskattstjóra.
Mynd Sigtryggur Ari
ríkastur Sigmundur er
langríkasti þingmaðurinn
sem er á þingi í dag. Hann
og eiginkona hans eiga
meira en milljarð umfram
skuldir. Mynd róBert reyniSSon