Dagblaðið Vísir - DV - 30.07.2012, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 30.07.2012, Blaðsíða 22
22 Menning 30. júlí 2012 Mánudagur Íslenskt Twin Peaks n Tími nornarinnar slær í gegn í Svíþjóð T ími nornarinnar, sjón- varpsþáttaröð Friðriks Þórs Friðrikssonar eft- ir samnefndri skáldsögu Árna Þórarinssonar, hefur verið sýnd í sænska ríkissjónvarpinu, SVT 1, á sunnudagskvöldum nú í júlí. Häxans tid, eins og hún heit- ir á sænsku, virðist hafa farið vel í Svía, því áhorf var gott sam- kvæmt mælingum og þættirn- ir fóru í efsta sæti á Play TV, vefsjónvarps„voddi“ sænska sjón varps ins. Í blaðinu Helsingborg Dag- blad birtist umsögn undir fyr- irsögninni Ísköld morð á Ís- landi. Þar vekur gagnrýnandi athygli á því að í þáttunum sé allt önnur stemning en í bók- um Arn aldar Indriðasonar og fannfergið í þeim eigi betur við á slæmu sænsku sumri en þeir sem gerast í sól og blíðu. „Smá- bæjarkomplexinn, músíkin og mystíkin í Häxans tid minn- ir mig ósjálfrátt á Twin Peaks ... og serían virkar framúrskar- andi þegar maður hefur horft á hundrað þáttum of mikið af Midsomer Murders (Barnaby lögregluforingja).“ Samkvæmt mælingum Capacent Gallups var Tími nornarinnar vinsælasta leikna þáttaröðin í íslensku sjónvarpi í fyrra. Aðalhlutverkið, Einar blaðamaður, er leikið af Hjálm- ari Hjálmarssyni. Söguþráðurinn er á þá leið að Einar, blaðamaður Síðdeg- isblaðsins, hefur yfirgefið sín- ar fornu veiðilendur, löggufrétt- ir af höfuðborgarsvæðinu, og er fluttur til Akureyrar því auka skal útbreiðslu blaðsins á upp- gangstímum á Norðurlandi. Fyrsta verk Einars fyrir norð- an er að skrifa um konu sem deyr af slysförum í flúðasiglingu og rannsókn á hvarfi ungs leik- ara sem seinna finnst myrtur. Atburðarásin þróast í marg- slungna fléttu þar sem hver gátan rekur aðra. Bókin, Tími nornarinnar, var tilnefnd til Ís- lensku bókmenntaverðlaun- anna árið 2005. Ádeila á illsku Hið vinsæla ævintýri um Pétur Pan er sett í nýjan búning í spunasögu sem kom nýlega út hjá bókafor- laginu Óðinsauga. Höfundurinn, Huginn Grétarsson, segist hafa skrif- að söguna sem ádeilu á þá illsku sem fyrirfinnst í mörg- um barnasögum. „Ég og börnin erum hálfþreytt á öll- um þessum illmennum sem vaða uppi í barnaefni. Mig langaði því að mýkja aðeins ímynd þessa fræga illmenn- is, Kobba klóar. Hann er hálf misheppnaður greyið. Bæði hræddur og stríðir við sjálfsmyndarvanda,“ segir Huginn. Dropi við dropa Sýningaropnun var um helgina í anddyri Norræna hússins. Á sýningunni eru 20 prentaðar auglýsingar sem vekja athygli á vatns- skorti í heiminum og hag- kvæmri nýtingu auðlinda en tilgangur sýningarinnar, sem ber heitið Dropi við dropa, er að draga athygli að vax- andi vatnskrísu í heiminum. Sameinuðu Þjóðirnar skipu- lögðu samkeppni þar sem hanna átti auglýsingu sem veitti öðrum innblástur til að spara vatnið – nú og fyrir komandi kynslóðir. „Hrafnhildur“ frumsýnd „Kynleiðrétting er ekki val, hún er nauðsyn,“ seg- ir Hrafnhildur sem eftir 26 ára þögn tilkynnti fjölskyldu sinni og vinum að hún væri ekki strákur – heldur stelpa. Hún hafði þá lengi reynt að bæla niður tilf- inningar sínar og lifa sem strákurinn Halldór Hrafn. Heimildamynd fjölmiðla- konunnar Ragnhildar Steinunnar Jónsdóttur, þar sem fylgst er með Hrafn- hildi leiðrétta kyn sitt verð- ur frumsýnd í Bíó Paradís á fyrsta degi Hinsegin daga í Reykjavík, þriðjudaginn 7. ágúst kl. 19:30. Svíar sólgnir í glæpasögur Häxans tid, eins og hún heitir á sænsku, virðist hafa farið vel í Svía. Þ að var allt sett í botn og fólkið hékk bara í sætunum á meðan við reyndum að syngja,“ segir Bjartur „Beatur“ Guðjónsson í hljómsveitinni Þrjár raddir og Beatur sem hafa gert það gott í Noregi undanfarin misseri. Bjartur og raddirnar þrjár, þær Sand- ra Þórðardóttir, Inga Þyrí Þórðardóttir og Kenya Emil, hafa upplifað ýmislegt og meðal annars að syngja um borð í hraðskreiðustu snekkju heims. „Kampavíns glösin rúlluðu út í sjó og jarðarber út um allt,“ heldur Bjartur áfram en hann söng ásamt hljómsveitinni um borð í snekkjunni á veg- um lúxusklúbbsins Quintes- sentially en hann sérhæfir sig í túrisma fyrir milljónamær- inga frá öllum heimshornum og þar á meðal Noregi. „Við vorum að syngja um borð á meðan það var verið að sýna fólki þessa snekkju og svo var allt sett í botn og enginn heyrði neitt í okkur á meðan. Þetta var frekar fyndið.“ Eins og þeir sem til sveitar- innar þekkja þá notast Bjartur og dömurnar ekki við nein hljóðfæri heldur aðeins radd- irnar. Sandra, Inga og Kenya syngja á meðan Bjartur, sem er taktkjaftur eins og það kall- ast á íslensku, er oft í hlut- verki heillar hljómsveitar. At- riðið hentar því vel um borð í snekkjunni en sveitin hef- ur verið eftirsótt hjá fræga og fína fólkinu í Noregi. „Það byrjaði bara fyrir til- viljun, þannig séð,“ en þegar Bjartur og raddirnar komu til Noregs lögðu þau mikla vinnu í að koma sér á framfæri. „Við bjuggum á einhverju ógeðs- legu farfuglaheimili. Fórum svo á milli umboðsskrifstofa, sungum lag og kynntum okk- ur. Stelpurnar klæddar upp í eins kjólum og ég í jakkaföt- um. Svo vorum við á stað sem heitir Aker Brygge og er í Osló. Það er svona mest „posh“ staðurinn í Osló þar sem all- ir eru á snekkjum, með plat- ínum kortið og 80.000 króna sólgleraugun. Vorum að syngja á umboðsskirfstofu þar og konan sem var að vinna þar var einmitt að sjá um þetta gigg á snekkjunni. Þar sem stelpurnar voru klæddar í einskonar sjóliðakjóla þá var þetta alveg tilvalið.“ Bjartur ætlaði að dvelja í Noregi í þrjá mánuði til að byrja með en hefur nú búið þar í tvö ár og hefur meðal annars komið fram í norsku óperunni þar sem hann mun aftur koma fram með hljóm- sveitinni næsta vor. „Þetta var alveg óvart. Ég ætlaði ekkert að flytja hingað.“ Auk þess að koma fram í norsku Óperunni í vor voru þau að ljúka við tökur fyr- ir einn vinsælasta sjónvarps- þátt Noregs. „Hann heitir Beat for beat og er svona eins og Það var lagið með Hemma Gunn var. Nema hérna er þetta í gangi ár eftir ár og fá- ránlega vinsælt.“ Þó að tilviljun hafi ráðið því Bjartur, Sandra, Inga og Kenya fóru að skemmta fyr- ir ríka og fræga fólkið hef- ur sveitin náð að markaðs- setja sig fyrir þann hóp og því nóg að gera. „Einhverra hluta vegna erum við dugleg í að koma okkur í einhver þannig gigg og erum oft að syngja í kastölum og einhverjum speis uðum stöðum.“ Hægt er að fylgjast með hljómsveitinni og nálgast tón- list hennar á vefsíðunum face- book.com/3voicesbeatur og 3raddir.is. asgeir@dv.is 3 raddir og Beatur Skemmtu um borð í hraðskreiðustu snekkju heims. Kampavíns- glösin rúlluðu n Þrjár raddir og Beatur n Skemmtu í hraðskreiðustu snekkju heims Koma fram í norsku Óperunni Bjartur kemur þar fram öðru sinni næsta vor.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.