Dagblaðið Vísir - DV - 30.07.2012, Blaðsíða 19
n Neysla á sælgæti hefur tvöfaldast
Bland í poka
ódýrast
á íslandi
Hvað borðar þú mikið nammi
í hverri viku?
„Ég borða nammi einu sinni til tvisvar í viku
að meðaltali og þá ekki mikið í einu. Við
borðum oftar nammi í sumarfríi og á hátíð-
isdögum en sjaldnar yfir veturinn.“
Færðu laugardagsnammi?
„Nei, við fáum okkur nammi þegar okkur
langar í það eða það er eitthvað sérstakt að
gerast, ekki eftir því hvaða dagur er.“
Borðar þú stundum nammi
á kvöldin?
„Nei, ekki hversdags.“
Drekkur þú gos?
„Já.“
Hvað drekkur þú mörg vatnsglös
á dag?
„3 glös, heima og í skólanum.“
Hvað borðar þú í morgunmat?
„Kornflögur eða Cheerios með mjólk.“
Hvað færðu þér milli mála?
„Ávexti eða núðlusúpur.“
Ferðu stundum á nammibari
í stórmörkuðum?
„Nei, mjög sjaldan.“
Hvað máttu fá mikið nammi
í hvert skipti?
„Það er mismunandi eftir aðstæðum. Oft
kaupum við saman nammi eða snakk og
deilum því. Þegar ég kaupi nammi er það
fyrir á bilinu 200–500 krónur.“
Færðu fimm skammta af grænmeti
og ávöxtum á dag?
„Já, ég fæ það, mest tómata, gúrkur,
papriku, salat, epli, banana og perur.“
Finnst þér fiskur góður?
„Já.“
Borðar þú hann oft?
„Já, nokkuð oft, heima og í skólanum.“
Hvað drekkur þú með matnum?
„Oftast vatn en stundum mjólk.“
Fylgir þú viðmiðum um hollt
mataræði?
„Já, það geri ég og hef alltaf gert, enda
finnst mér mikilvægt að vera góð fyrir-
mynd.“
Fylgist þú með því hvað barnið
þitt borðar?
„Já, það geri ég og reyni eftir bestu getu að
hafa áhrif með því að kaupa skynsamlega
inn.“
Hvað fær barnið í nesti í skólann?
„Þórbergur hefur ekki verið með nesti í vetur
enda verið í mat í skólanum en fengið með
sér ávöxt endrum og sinnum.“
Farið þið oft út að borða?
„Nei, alls ekki. Í þau skipti sem við gerum
það höfum við farið á American Style.“
Hvað er dæmigert kvöldnasl
á heimilinu?
„Við eigum það til að poppa eða kaupa
maísflögur til að borða saman ef eitthvað
sérstakt stendur til.“
Hversu oft fáið þið ykkur slíkt?
„Það er nú ekki algengt, einu sinni til tvisvar
í mánuði.“
Hvað er í ísskápnum hjá þér?
„Þar sem nú er sumarleyfistími og við á leið í
útilegu er hann nú nokkuð fátæklegur. Þar er
hálf hvítvínsflaska, sódavatn, eplasafi, hrís-
mjólk, d-vítamínbætt mjólk, smjör, kartöflur,
laukur, hvítlaukur, sprauturjómi, sýrður rjómi,
skinka, ostur, sultur og sósur og appelsínur.“
Í
flestum matvöruverslunum og
nær öllum sjoppum landsins er
mikið framboð af sælgæti. Stór-
ir sælgætisbarir stórmarkaðanna
eru með gylliboð um helgar og
hér á landi er sá siður ríkjandi að
bjóða börnum bland í poka á laugar-
degi. Á Íslandi er bland í poka ódýr-
ast á öllum Norðurlöndunum sam-
kvæmt verðkönnun DV. Á sama tíma
standa Íslendingar illa meðal sömu
þjóða þegar kemur að offituvandan-
um. DV ræddi við foreldra og börn
um sykurneyslu og matarvenjur.
Þórbergur Guðmundsson
Borðar ekki nammi hversdags
Gerður Magnúsdóttir
Mikilvægt að vera góð fyrirmynd
Hvað borðar þú mikið af nammi
í hverri viku?
„Það er misjafnt. Fer eftir því hvort það sé
kósíkvöld eða afmælisveislur. En það er
aldrei mikið nammi í einu og oftast popp og
sódavatn.“
Færðu laugardagsnammi?
„Nei.“
Borðar þú stundum nammi
á kvöldin?
„Já, stöku sinnum.“
Drekkur þú gos?
„Já. Oftast sódavatn en fæ stundum Pepsí
Max.“
Hvað drekkur þú mörg vatnsglös
á dag?
„5.“
Hvað borðar þú í morgunmat?
„Brauð eða morgunkorn með mjólk.“
Hvað færðu þér milli mála?
„Brauð, haustkex eða mjólkurkex.“
Ferðu stundum á nammibari
í stórmörkuðum?
„Mjög sjaldan. Þrisvar á ári.“
Hvað máttu fá mikið nammi
í hvert skipti?
„Einn poka fyrir 200 kr.“
Finnst þér fiskur góður?
„Nei.“
Borðar þú hann oft?
„Já.“
Hvað drekkur þú með matnum?
„Sódavatn, vatn eða mjólk.“
Fylgir þú viðmiðum um hollt
mataræði?
„Já, ég hef fylgt ráðleggingum Mann-
eldisráðs og síðar Lýðheilsustöðvar af
kostgæfni.“
Fylgist þú með því hvað barnið
þitt borðar?
„Ég fylgist náið með því að hvað öll börnin
mín borða. Sérstaklega í gegnum innkaupin.“
Hvað fær barnið í nesti í skólann?
„Það er heitur matur í skólanum en hann
hefur yfirleitt tekið með sér safa og þá
kornstöng sem er minnst óholl.“
Farið þið oft út að borða? Hvert þá?
„Við förum aldrei út að borða. Það er svo
mikið af litlum börnum á heimilinu að við
einfaldlega nennum því ekki.“
Hvað er dæmigert kvöldnasl á heim
ilinu? Hversu oft fáið þið ykkur slíkt?
„Börnin fá sér gjarnan jógúrt eða ristað
brauð. Það er undir hælinn lagt hvað
foreldrarnir gera.“
Hvað er til í ísskápnum hjá þér?
„Mjólk, brauð, ostur, grænmeti, jógúrt og
skyr, grænmeti og ávextir, smjörlíki, egg,
kaldar sósur og sitthvað smálegt.“
Hvað borðið þið fisk oft í viku?
„Það er afar misjafnt en við reynum að hafa
fisk allt að þrisvar sinnum.“
Hvað drekkur barnið þitt mörg
vatnsglös á dag?
„Hef ekki hugmynd um það. En ég hef engar
áhyggjur af því að hann drekki ekki nóg.“
Hvernig er dæmigerður
kvöldverður?
„Að jafnaði er kjöt, fiskur eða baunaréttur
með kartöflum eða hrísgrjónum og salati.“
Borðar barnið einhver bætiefni?
„Við höfum ekki gefið börnunum annað en
lýsi.“
Dagur Ari Kristjánsson
Fer þrisvar á ári á nammibarinn
Snorri Stefánsson
Fylgist með því sem börnin borða
Kristjana Guðbrandsdóttir
blaðamaður skrifar kristjana@dv.is
Reykjavík
99 krónur
Osló
320 krónur
Stokkhólmur
140 krónur
Helsinki
185 krónur
Kaupmannahöfn
244 krónur
Þórshöfn
366 krónur
Grænland
180 krónur
Hvað kosta 100 grömm
af blandi í poka?
UpplýSinGAR: BónUS, HAGKAUp, Kiwi, ReMA, HeMKöp, S
MARKet, ÁSDíS HAnSen í ÞóRSHöFn.
Fá 7 prósent orkunnar úr sykri
Þriggja ára börn fá
sykur úr mjólkurvörum
Allnokkrar kannanir hafa verið gerðar á
Íslandi á undanförnum árum sem gefa
upplýsingar um sykurneyslu barna og
unglinga.
Háskóli Íslands og rannsóknarstofa
Landspítalans hafa staðið fyrir fjölda
rannsókna á næringu barna og unglinga.
Frá árinu 2007 hefur mataræði þriggja
og fimm ára barna verið rannsakað. Sú
rannsókn leiddi í ljós að þriggja ára börn
fengu að meðaltali 7 prósent orkunnar
úr viðbættum sykri og fimm ára börn um
9 prósent.
Önnur rannsókn var gerð 2003–2004
þar sem mataræði 9 og 15 ára barna var
rannsakað. Þar kemur fram að 9 ára börn
fá um 13 prósent orkunnar úr viðbættum
sykri og 15 ára börn um 16 prósent. Nú
stendur yfir könnun á mataræði sex ára
barna og niðurstöður eiga að liggja fyrir
næsta vor.
Ráðlagt er að viðbættur sykur sé
að algeru hámarki 10 prósent orkunnar
á dag og er því ljóst samkvæmt rann-
sóknum að íslensk börn neyta of mikils
sykurs.
Þegar skoðað er úr hvaða fæðuflokk-
um eða fæðutegundum börn og ung-
lingar fá mestan viðbættan sykur, sést
að 9 og 15 ára börn fá viðbættan sykur úr
sykruðum gos- og svaladrykkjum og úr
sælgæti og ís. Fimm ára börn fá mestan
viðbættan sykur úr kexi og kökum og
þriggja ára börn úr mjólkurvörum.
Neytendur 19Mánudagur 30. júlí 2012
Sælgætisskammtur fer eftir aldri
Nammibarir
og litarefni
Skilaboð tannlækna um að betra sé
að hafa einn nammidag í viku frekar
en að fá sér sælgætismola á hverjum
degi voru skynsamleg og hefðin um
laugardagsnammið hefur að einhverju
leyti fest rætur hér á landi. En eftir að
verslanir hófu að bjóða 50 prósenta
afslátt á nammibörum á laugardögum
hefur þróunin orðið sú að frekar en að
spara 50 prósent hefur neyslan tvö-
faldast. Þá borða mörg börn sætindi og
gos mun oftar en einu sinni í viku.
Nú hafa nokkrar verslanir sett upp
veggspjöld sem segja til um hóflegan
sælgætisskammt og fer hann eftir
aldri barna. Það var Krónan í samvinnu
við Matís sem sáu um gerð þessara
spjalda. Þar er reglan einföld; einn moli
fyrir hvert aldursár barnsins. Magnið
byggist á meðalgildum fyrir daglega
orkuþörf nokkurra aldursskeiða þar
sem miðað er við meðal líkamsþyngd
og hreyfingu.
Neytendasamtökin fagna þessu
framtaki enda ljóst að sykurneysla
Íslendinga er alltof mikil og slæm
tannheilsa barna er einnig áhyggjuefni.
Fréttir hafa borist af því að Víðir sé ekki
með nammibari í sínum verslunum og
að í Hagkaupum verði settar upp sam-
bærilegar leiðbeiningar og í Krónunni.
Gerður og Þórbergur Gerður reynir
að vera syni sínum góð fyrirmynd og
þau fá sér sjaldan óhollt nasl.
Hófsamir Snorri og Dagur borða
sjaldan sælgæti á laugardögum.