Dagblaðið Vísir - DV - 30.07.2012, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 30.07.2012, Blaðsíða 20
Verstu mistök lífsins Í nútímaþjóðfélagi er mikill hraði og án skipulags á mataræði er mjög erfitt að neyta heilsusam­ legs fæðis,“ segir Davíð Kristins­ son næringarráðgjafi sem telur mjög mikilvægt að skipuleggja neysluna svo ekki fari í óefni. „Á okkar heimili er mataræðið skipulagt viku eða mánuð fram í tím­ ann,“ segir hann og segist með því spara tíma og peninga. Á sunnudög­ um er gott að elda fjórfalda uppskrift af einhverjum matarmiklum súpum eða til dæmis fiskibollum. Þá er gott að elda meira í kvöldmat svo þú get­ ir tekið með þér afganga í vinnuna daginn eftir. Ég mæli með að all­ ir mínir viðskiptavinir eigi 3–5 mis­ munandi „skyndibita” í frystinum. Við erum of föst í hveiti/glúteni og mjólkuráti. Allar mjólkurvör­ ur frá MS eru gerilsneyddar og fitu­ sprengdar til að auka geymsluþol. Við gerilsneyðingu eyðileggjast við­ kvæm vítamín og meltingarensím. Gerilsneyðing þýðir einfaldlega að allt sem er lifandi í mjólkinni er drep­ ið með suðunni. Þegar við borðum gerilsneyddar mjólkurvörur þarf líkaminn að vinna yfirvinnu, vegna þess að það vant­ ar meltingarensím til að melta mat­ inn. Mjög stórt hlutfall af þeim sem eru með mjólkuróþol þola ógeril­ sneydda mjólk. MS er einn af stærstu innflytjendum á hvítum sykri. Hveiti er matvara sem er einna mest unnin af þeim sem hægt er að kaupa og deilir mörgum af sínum áhrifum með sykri. Fyrir utan það að hveiti í dag er komið langt frá því sem það var fyr­ ir 40 árum síðan. Þá var það malað í steinmyllum og nánast engin eitur­ efni notuð til ræktunar. Í dag er hveiti klórað, erfðabreytt, eitrað, malað í duft með vélum sem mynda það mikinn hita að öll meltingarensím, vítamín og steinefni hverfa nánast alveg. Ef þú ert með þurra húð eða hár, litla orku, veika vöðva, lélegt ónæmiskerfi, of háan blóðþrýsting, þyngri eða léttari en þú átt að vera þá berð þú ábyrgð á því. Það er ekki ætlun mín að særa neinn en aldrei er nógu oft sagt: þú berð ábyrgð á eigin heilsu. Það má vera að við vill umst í frumskógi ráðlegginga og auglýsinga. En við berum samt ábyrgð á okkar heilsu, ekki heil­ brigðiskerfið og ekki stjórnvöld. Þess vegna er eitt sem þú skalt hafa hugfast. Því minna sem vara er unnin því betri er hún og því nær náttúrunni sem hún er, því betra. Þetta er ekki svo flókið. Það er ótrú­ legt hvað auglýsingamarkaðurinn getur blekkt okkur til að kaupa nán­ ast hvað sem er. 7 mistök – Mataræði 1 Mataræði án skipulags er eins og bygging án arkitekts. 2 Borðum of einhæft, mjög margir borða sama matinn dag eftir dag. 3 Förum að versla án þess að vera með innkaupalista. 4 Forðumst alla fitu, holl fita er nauðsynleg fyrir líkamann. Og án fitu neytum við of mikið af kolvetnum. 5 Borðum meira af kjúklingi en fiskafurðum. 6 Borðum of mikið af unninni matvöru, sykri, aukaefnum, sætu- efnum, mjólk, hveiti, transfitusýrum og sojavörum. 7 Of mikið af unnum kornvörum í mataræði okkar. 20 Lífsstíll 30. júlí 2012 Mánudagur n Hver eru verstu og afdrifaríkustu mistök sem einstaklingar gera? n DV krufði málið til mergjar og ræddi við nokkra sérfræðinga á helstu sviðum lífsins E f ekki er til sparnaður eða vara­ sjóður er eina leiðin til þess að bregðast við óvæntum út­ gjöldum eða að leyfa sér eitt­ hvað umfram daglegar nauðsynjar að taka lán. Sá sem tekur lán mun fyrr en síðar nota stóran hluta tekna sinna í afborganir og vexti en sá sem byggir upp sparnað getur bæði not­ að tekjurnar og sparnaðinn til þess að láta drauma sína rætast,“ seg­ ir Ingólfur Bjarnason hjá spara.is sem segir almenning hafa geta drýgt tekjur sínar með neyslulánum síð­ ustu þrjátíu ár. Þetta hafi skipt sam­ félaginu upp í tvær nýjar höfuðstéttir með ólíka hagsmuni: lánadrottna og skuldunauta – þá sem eiga peninga og hina sem taka þá að láni. „Við ráð­ um því í hvorum hópnum við viljum vera,“ leggur Ingólfur áherslu á. 7 mistök – Fjármál 1 Að byggja ekki upp sparnað. 2 Að taka neyslulán. 3 Að láta stýrast af skyndikaupum. 4 Að halda að tekjurnar skipti meira máli en útgjöldin. 5 Að halda að það sé ekki einnar mínútu virði að hugsa um pen- ingana. 6 Að ætla að græða peninga með því að stofna ehf. 7 Að halda að peningar hafi ekkert með hamingju eða ást að gera. V erstu mistökin er varða skynj­ un okkar á umhverfi eru að trúa ekki eigin augum,“ segir Guðmundur Oddur Magnús­ son, stundum kallaður Goddur, pró­ fessor í Listaháskóla Íslands. „Þetta varðar bæði manngert umhverfi og náttúrulegt. Ég veit að ég er ekki á góðum stað þegar ég – gegn sam­ færingu minni – fer að taka mark á smekk eða fylgja samvisku annarra. Láta aðra hafa vit fyrir mér á fatn­ aði, húsnæði, myndlist, bókmennt­ um, fossum, jöklum og svo framveg­ is. Verð hræddur við almenningsálit eða bara álit annarra. Lendi í þeim pytti að fara þóknast öðrum. Það sem er svo mikilvægt er að kannast við sjálfan sig – vera hljómspegill eigin tilfinninga og reynslu. Þá fer manni að líða vel. Hins vegar er í mjög góðu lagi að benda öðrum á fallega hluti eða vonda í umhverfinu. Ég hef oft opnast eftir ábendingar. Það er ekki hægt að kenna smekk en það er ekki þar með sagt að ekki sé hægt að læra á hann og þroskast.“ 7 mistök – Skynjun 1 Notkun geðlyfja 2 Afneitun 3 Vantrú 4 Kæruleysi 5 Sofandaháttur 6 Vanvirðing 7 Hroki Fjármál: Verst að leggja ekkert til hliðar Ingólfur Bjarnason hjá spara.is Skynjun á umhverfi: Verst að trúa ekki eigin augum Guðmundur Oddur Magnússon, listamaður og prófessor í hönnun við Lista- háskóla Íslands Mataræði: Borðum of mikið af glúteni og mjólk Davíð Kristinsson, næringarráðgjafi

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.