Dagblaðið Vísir - DV - 30.07.2012, Blaðsíða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 30.07.2012, Blaðsíða 21
Verstu mistök lífsins Lífsstíll 21Mánudagur 30. júlí 2012 n Hver eru verstu og afdrifaríkustu mistök sem einstaklingar gera? n DV krufði málið til mergjar og ræddi við nokkra sérfræðinga á helstu sviðum lífsins G agnrýnin sjálfsskoðun gefur okkur innsýn í hver við erum, hvaða afleiðingar hegðun okk- ar hefur og einnig hvað það er sem dregur úr árangrinum sem við náum,“ segir Ingrid Kuhlman fram- kvæmdastjóri Þekkingarmiðlunar, sem telur veigamestu mistökin sem við getum gert á eigin starfsferli vera þau að gera okkur ekki grein fyrir styrkleikum okkar. Lítil sjálfsþekking skaðar þannig starfsferilinn. 7 mistök – Starfsframi 1 Að gera okkur ekki grein fyrir styrkleikum okkar og hvar þeir nýtast best. 2 Að láta hendingu ráða því hvar við endum, í stað þess að setja okkur markmið hvað varðar eigin starfsþróun og vinna markvisst að þeim. Við verjum of stórum hluta lífs okkar á vinnustað til að láta tilviljun ráða því hvert við stefnum. 3 Að sofna á verðinum og gleyma að halda áfram að þróast í starfi og afla þekkingar. Áframhaldandi og stöðug (endur) menntun er nauðsynleg til að sjá okkur fyrir færni, hæfni og nauðsynlegu sjálfstrausti til að búa okk- ur undir framtíðina og auka samkeppn- ishæfni okkar og þroska. 4 Að bíða eftir tækifærum í stað þess að sýna frumkvæði og láta þarfir okkar eða langanir í ljós, til dæmis þegar kemur að stöðuhækkun eða tilfærslu í starfi. Sá sem bíður eftir draumastarfinu getur þurft að bíða lengi. Þeir fiska sem róa. 5 Að yfirgefa ekki vinnustað þar sem við getum ekki (lengur) látið ljós okkar skína. Við þorum stundum ekki að sleppa því sem við höfum, af ótta við það sem við höldum að við fáum. 6 Að trúa á eigin takmörk. Takmark-anir þess sem hægt er að öðlast eru fáar og flestar eru þær sjálfskapaðar og afleiðingar ótta og efa um eigin ágæti. 7 Að vera of mikið í þægindahringn-um og gera bara það sem við kunn- um. Það er engin velgengni án áhættu. I ngrid hefur einnig töluvert velt fyrir sér lífsfyllingu og þar kem- ur sjálfsþekkingarleit aftur inn sem mikilvæg varða í lífi fólks. „Stærstu mistök sem við gerum hvað það varðar að sækja okkur lífsfyllingu er að átta okkur ekki á því hver við erum og hvað við viljum gera. Önnur stór mistök sem fólk virðist gera sem það sér eftir, er að fresta ánægjuleg- um hlutum til morgundagsins og njóta ekki augnabliksins. 7 mistök – Lífsfylling 1 Að átta okkur ekki á því hver við erum, hvað við gerum og hvað við viljum gera. Það er mikilvægt að komast í tengsl við innri gildi okkar og það sem skiptir okkur raunverulega máli í lífinu. 2 Að fresta því til morguns sem við gætum gert í dag af því að við höldum alltaf að við höfum nægan tíma. Margir óska þess á dánarbeði að þeir hefðu tekið aðrar ákvarðanir um líf sitt. 3 Að njóta ekki augnabliksins og halda að við verðum hamingju- söm þegar við verðum búin að mennta okkur, flytja í stærra hús, léttast um 10 kíló, finna draumaprinsinn og svo framvegis. Lífið gerist í núinu. En allt of oft látum við núið renna okkur úr greipum með því að hraða okkur framhjá mikilvægum augnablikum í dag og eyða dýrmætum tíma lífs okkar í áhyggjur af framtíðinni eða vangaveltur um fortíðina. 4 Að gera ekki nóg af því sem færir okkur ánægju, gleði og orku. Það getur verið eitthvað einfalt eins og að lesa bók, fara í heitt bað, borða það sem okkur finnst gott, eða fara í zumba-tíma eða góða göngu. 5 Að gera okkur ekki grein fyrir því að við sjálf sköpum og höfum áhrif á val okkar og aðgerðir. Við sjálf berum ábyrgð á lífi okkar, hugsunum, tilfinningum og gjörðum. 6 Að hafa of miklar áhyggjur af því hvað öðrum finnst um okkur eða hafa það sem markmið að þóknast öðrum. Við þurfum að umgangast eigin gildi og sjálf okkur með virðingu, hafa kjark til að vera það sem við erum og hafa í heiðri það sem við stöndum fyrir. 7 Að gleyma að forgangsraða. Við höfum aldrei nægan tíma fyrir allt, en við höfum alltaf tíma til að gera það sem skiptir okkur mestu máli. Eina leiðin til að fá tíma til að gera það sem okkur langar til að gera er að taka hann. Tíminn flýgur, um það höfum við ekkert val. En við getum valið hvort við erum farþegar eða flugmenn. V ið vanrækjum allt of oft okkur sjálf og nánustu vini í amstri dagsins. Kvíði og þunglyndi tengjast oft sundurlyndi og óeiningu en offita og fylgikvillar svokallaðra lífsstílssjúkdóma slæmu mataræði og langvarandi hreyf- ingarleysi,“ segir Vilhjálmur Ari Ara- son læknir. „Alltof algengar stað- reyndir lífsgöngunnar hjá mörgum okkar. Flestir fá þó nokkrar viðvar- anir áður en allt verður um sein- an. Að hætta reykingum er líka dæmi um valkost sem við tökumst oft of seint á við. Sem ræður síð- an miklu hvort við lifum stutt eða lengi eða endum sem öryrkjar fyr- ir aldur fram. Sama er að segja um óhóflega áfengisneyslu og alla aðra vímuefnanotkun. Vellíðan og ham- ingja er einfaldlega aldrei tryggð til lengdar, án heilsusamlegs lífernis til sálar og líkama sem er mest á okkar eigin ábyrgð. Nokkuð sem ungt, og framan af hraust fólk, er líka gjarnt á að gleyma eða horfa framhjá meðan allt leikur í lyndi.“ 7 mistök – Heilsa 1 Erum ekki nógu góð hvert við ann-að, sem veldur kvíða, þunglyndi og stressi. 2 Hreyfum okkur ekki nóg. 3 Borðum ekki nógu hollt fæði, sér-staklega ekki grænmeti og ávexti. 4 Neytum allt of mikið af hvítum sykri. 5 Borðum ekki nógu mikið af fiski (og það á sjálfu Íslandi). 6 Stöndum oft illa að slysavörnum og umferðaröryggi. 7 Nýtum ekki þá útivistarmöguleika sem landið býður upp á. Heilsa: Sundurlyndi og óeining er skaðlegt heilsunni Vilhjálmur Ari Arason, heimilislæknir Starfsferillinn: Lítil sjálfsþekking skaðar starfsferilinn Ingrid Kuhlman, framkvæmdastjóri Þekkingarmiðlunar Lífsfyllingin: Að sjá eftir lífinu á dánarbeði Ingrid Kuhlman, framkvæmdastjóri Þekkingarmiðlunar

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.