Dagblaðið Vísir - DV - 30.07.2012, Blaðsíða 14
10.000 netníðingar
handteknir í rassíu
K
ínversk stjórnvöld segjast
hafa handtekið rúmlega tíu
þúsund grunaða netglæpa
menn í landinu í umfangs
mikilli fjögurra mánaða
rassíu til að sporna við meintum
netglæpum. Fylgir það sögunni að
stjórnvöld hafi í aðgerðum sínum
upprætt rúmlega 600 netglæpagengi
í kjölfarið.
Hóta hörðum refsingum
Á sama tíma hótar lögreglan í Pek
ing að refsa öllum harkalega sem
leyfa sér að skrifa pólitískt slúður eða
ráðast með orðum að Kommúnista
flokknum, leiðtoga þeirra, hinu kín
verska kerfi eða hugsjónum. Banda
ríska dagblaðið USA Today segir að
mjög sé óttast að enn eigi að þrengja
að málfrelsi þeirra 538 milljóna
manna sem nota veraldarvefinn,
með talsverðum takmörkunum þó, í
landinu.
Almenningsöryggisráðuneytið (á
ensku: Ministry of Public Security)
segir að í netglæparassíunni hafi
stórfelld glæpastarfsemi verið af
hjúpuð og upprætt á landsvísu.
Meðal þess sem hinum handteknu
er gefið að sök er að dreifa klámi,
sinna vopnasölu, hlera, falsa og stela
persónuupplýsingum að því er ríkis
fjölmiðillinn Xinhua News Agency
greinir frá.
Netlöggan eyddi einnig 3,2 millj
ónum netskilaboða sem skilgreind
voru sem hættuleg. Þá lokaði hún
hundruð netkaffistöðum og var yfir
30 fjarskiptafyrirtækjum refsað fyrir
að veita aðgang að síðum og efni sem
skilgreint er sem ólöglegt í landinu.
Einnig var 62 vefsíðum og spjallsíð
um á netinu gert að fjarlægja „óvið
eigandi efni“ að því er BBC greinir frá.
Njósnað um náungann
Í suðurhluta Kína mun lögreglan
hafa handtekið tölvuhakkaragengi
sem talið er að beri ábyrgð á tölvu
árás á 185 vefsíður á vegum stjórn
valda samkvæmt frétt China Daily.
Yfirmaður þessa ráðuneytis
sem fer með öryggi almennings, Fu
Zhenghua, segir að lögreglan hafi
nú komið á laggirnar vettvangi fyrir
almenning til að tilkynna brot sam
borgara sinna á netinu og þá sérstak
lega á samskiptavefjum á borð við
Weibo, sem oft hefur verið kallaður
hinn kínverski Facebook. „Það mun
tryggja yfirsýn okkar,“ sagði Zheng
hua, en tiltók ekki nákvæmlega
hvað yrði túlkað sem árásir eða póli
tísk slúðurskrif. Það mun því að öllu
óbreyttu ráðast af túlkun stjórnvalda
hverju sinni sem gagnrýnendur segja
að opni flóðgáttir frekari ritskoðun
ar og takmarkana á tjáningarfrelsi
einstaklingsins en Kína hefur hingað
til ekki verið annálað fyrir mikið frelsi
til tjáningar. Fyrr á þessu ári voru
kínverskir Weibonotendur neydd
ir til að skrá sig undir raunverulegu
nafni og mynd ellegar áttu þeir yfir
höfði sér þungar refsingar.
„Það verður sífellt erfiðara fyr
ir yfirvöld að stjórna því sem sagt
er með tilkomu og aukningu á
svokölluðum „netizens“ það er
einstaklingum sem segja skoðun
sína á Internetinu,“ hefur BBC eft
ir ónefndum fjárfestingarbanka
manni. „Fólk hefur talið sig geta sagt
hug sinn vegna þess nafnleysis sem
netið býður upp á en það er einmitt
þess vegna sem stjórnvöld eru að
skera upp herör gegn því nú.“
Strætósætisætu leitað
n Furðuleg skemmdarfýsn manns í Bretlandi
L
ögreglan í Devon í Bretlandi
leitar nú að manni sem sást
á öryggismyndavél strætis
vagns við býsna undarlegt
athæfi. Maðurinn stórskemmdi
nefnilega sæti í strætisvagninum
með því að leggja sér hluta þess til
munns.
Eftir að hafa verið um tuttugu
mínútur um borð í vagninum sést
hvar maðurinn byrjar að borða
sætið og tekur hann sér meira að
segja pásu til að skola hinni undar
legu máltíð niður með gosdrykk.
Lögreglan birti mynd af
skemmdar varginum og sendi fjöl
miðlum í von um að hafa uppi á
honum en tjónið á sætinu er metið
á um 200 pund, eða sem nem
ur tæplega 40 þúsund krónum ís
lenskum.
„Þetta er augljóslega ekki alvar
legasta málið sem komið hefur upp
hjá okkur með tilliti til umfangs
skemmda en þetta er vissulega
furðulegt,“ segir talsmaður strætis
vagnafyrirtækisins Stagecoach í
samtali við Daily Mail.
Kaldhæðnin er auðvitað sú að
neysla matar og drykkjar um borð
í vögnum Stagecoach er með öllu
bönnuð.
mikael@dv.is
14 Erlent 30. júlí 2012 Mánudagur
Eftirlýstur glæpon
Hinn óþekkti strætósætis-
skemmdarvargur sést hér
skola niður einum bita með
svalandi gosdrykk. Klárlega
furðulegasta máltíð dagsins.
„Fólk hefur talið sig
geta sagt hug sinn
vegna þess nafnleysis sem
netið býður upp á en það
er einmitt þess vegna sem
stjórnvöld eru að skera
upp herör gegn því nú.
n 600 gengi upprætt n Harðar refsingar við að slúðra um stjórnina
Sigurður Mikael Jónsson
blaðamaður skrifar mikael@dv.is
Varlega nú Kínverskir netverjar mega hafa sig alla við þessa dagana svo þeir skrifi ekki eitthvað sem túlka mætti sem andspyrnu við
kommúnistastjórnina í Kína.
Weibo Síðan nýtur gríðarlegra vinsælda víða í Asíu. Kínversk stjórnvöld hafa hinsvegar sett
verulegar takmarkanir á notkun þegna sinna á henni.
Bjó með kúm
í fimm ár
Lögreglan í Rússlandi fann á
dögunum fimm ára stúlku sem
talið er að hafi nánast alla sína
ævi búið með kúm. Breska blað
ið Telegraph greinir frá þessu og
samkvæmt frétt blaðsins fékk lög
reglan tilkynningu frá áhyggju
fullum nágranna. Stúlkan bjó á
bóndabæ með fjölskyldu sinni í
Solikamskhéraði í Úralfjöllum.
Í tilkynningu sem lögregla fékk
lýsti nágranninn yfir áhyggjum af
velferð stúlkunnar og sagði hana
hafast við á sama stað og kýrnar á
bóndabænum. Ófögur sjón blasti
við þegar lögreglumenn komu á
staðinn. Stúlkan gat til að mynda
ekki tjáð sig á mannamáli og
baulaði líkt og kýrnar. Málið er nú
í rannsókn hjá lögreglu.
Missti fóstur
eftir skotárás
Ashley Moser, 25 ára kona sem
varð fyrir byssukúlu morðingjans
James Holmes í Colorado þann
20. júlí síðastliðinn, missti fóstur
um helgina. Moser var komin átta
vikur á leið og er fjöldi látinna eft
ir skotárásina nú kominn í þrett
án. Sex ára dóttir Moser, Veronica
MoserSullivan, lést í skotárásinni.
Moser fór í aðgerð um helgina og
tókst læknum ekki að bjarga fóstr
inu. Í yfirlýsingu sem fjölskylda
Ashley sendi um helgina er lög
gæslumönnum og öðrum þeim
sem aðstoðuðu í kjölfar ódæðisins
þakkað sérstaklega. Ashley slasað
ist alvarlega í árásinni og er óttast
að hún verði bundin við hjólastól
það sem eftir er.
Ekki til Noregs
næstu tvö árin
Bandaríski rapparinn Snoop Dogg
má ekki koma til Noregs næstu tvö
árin. Ástæðan er sú að átta grömm
af kannabisefnum fundust í fórum
hans þegar hann var stöðvaður á
Kjevikflugvelli í síðasta mánuði.
Snoop Dogg var í Noregi þar sem
hann spilaði á tónlistarhátíð.
Breska ríkisútvarpið, BBC, hefur
eftir lögmanni rapparins að ekki
liggi fyrir hvort úrskurði norskra
yfirvalda verði áfrýjað. Þá var
hann einnig með of mikið magn af
reiðufé þegar hann kom til lands
ins. Snoop Dogg var sektaður um
52 þúsund norskar krónur, eða
rúma eina milljón íslenskra króna,
fyrir brotin tvö.