Dagblaðið Vísir - DV - 30.07.2012, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 30.07.2012, Blaðsíða 6
„Þetta er hans skoðun“ n Umdeildur málflutningur talsmanns Eimskips Þ að hefur enginn komið að nein­ um látnum ennþá,“ segir Ólafur William Hand, upplýsingafull­ trúi Eimskips, um laumufar­ þega sem reynt hafa að undanförnu að komast með skipum félagsins til Bandaríkjanna og Kanada. Í samtali við Vísi hvatti Ólafur nýlega til þess að hælisleitendur sem slíkt gera væru sviptir stöðu hælisleitanda. Þá sagði hann að „ekkert skemmtilegt“ væri fyr­ ir skipverja að koma að frosnum líkum í skipsstefni um miðjan vetur. Aðspurður hvort orðalag hans hafi ekki verið óheppilegt segir Ólafur svo ekki vera. „Ég hef sjálfur tekið þátt í að grafa upp 14 látnar manneskj­ ur á Flateyri eftir snjóflóð og það var ekki skemmtileg lífsreynsla. Hvern­ ig færðu það út að þetta sé óheppi­ legt orðalag?“ Ólafur útskýrir orð sín á þessa leið: „Þeir kjósa sjálfir að gera þetta, en þeir sem koma að slysun­ um, þeir kjósa það ekki sjálfir.“ Um málefni laumufarþeganna almennt segir Ólafur: „Persónulega lít ég ekki á þessa menn sem eru að fara ólög­ lega úr landi sem hælisleitendur. Ég meina, af hverju eru mennirnir að sækjast eftir hæli hér ef þeir vilja ekki vera hérna?“ Ólafur Helgi Ólafsson er varafor­ maður Eimskips. Aðspurður hvort honum þyki málflutningur nafna síns ásættanlegur segir hann: „Þetta er hans skoðun. Þetta segir hann ekki fyrir hönd stjórnar Eimskips.“ En fyrir hvers hönd talar talsmaður Eimskips þá? „Hann túlkar sína skoðun þegar hann talar um það hvaða lögum ætti að breyta. En varðandi alvarleika þess máls að Eimskip þurfi að verjast inn­ rásum laumufarþega þá talar hann auðvitað í nafni fyrirtækisins,“ segir Ólafur. 6 Fréttir 30. júlí 2012 Mánudagur Vill koma í veg fyrir útburð: Grét þegar hún las viðtalið „Ég grét á meðan ég las í gegn­ um viðtalið,“ segir Margrét Guð­ mundsdóttir, innanhússarki­ tekt, kennari, og gamall Gaflari, í samtali við DV. Margrét vís­ ar þarna til viðtals við Guð­ rúnu Maríu Óskarsdóttur, sem er óvinnufær öryrki og einstæð móðir, og stendur frammi fyrir því að missa heimili sitt. Viðtalið birtist í DV þann 16. júlí síðast­ liðinn en Hafnarfjarðarbær dró hana fyrir dóm og gerði þá kröfu að hún og sonur hennar yrðu borin út af heimili sínu vegna skuldar hennar við bæinn. Margrét setti sig í samband við DV eftir að hafa lesið við­ talið en hún hafði aldrei áður heyrt á Guðrúnu minnst. Hún ákvað samt að hafa samband við hana. Margrét ákvað svo í kjölfar samtals þeirra að hrinda af stað söfnun til styrktar Guðrúnu. Guðrún var, að eigin sögn mjög hrærð eftir að hafa fengið sím­ talið frá þessari ókunnugu konu. „Tilfinningar mínar tóku öll völd og ég grét og grét – að til væri fólk svo fullt af mannkærleika.“ Í tilkynningu sem Margrét afhenti blaðamanni DV kemur eftirfarandi fram:  „Dokum við! Þarf ekki að fara betur yfir þetta mál? Lesið viðtalið! Hver er ykkar skoðun? Getur t.d. 300.000 krónu styrk­ ur árið 2000 orðið að 1.6 milljón króna skuld í janúar 2010? Hver hefur rétt á að breyta styrk í lán?  Kæru landsmenn. Komum í veg fyrir að bæjaryfirvöld beri einstæða móður og veikan son hennar út af heimili sínu. Margt smátt gerir eitt stórt!“ Að sögn Margrétar verð­ ur fljótlega opnuð fréttasíða á Facebook með upplýsing­ um um framgang málsins. Að­ spurð hvort hún haldi að fólk muni taka vel í söfnunina seg­ ir Margrét: „Ég trúi ekki öðru. Ég hef trú á því að allt heiðar­ legt og hugsandi fólk finni hjá sér löngun til að leggja söfnun­ inni lið. Hver þúsundkall skiptir máli. Mæðginin mega ekki enda á götunni.“ Eimskip Talsmenn Eimskips harma óþægindi af völdum laumufarþega. Þ etta er allt á mjög viðkvæmu stigi,“ segir Helgi Þorsteins­ son fulltrúi hóps fjárfesta sem lýst hefur áhuga á að kaupa vikublaðið Frétta­ tímann. Helgi vildi ekkert segja um hugsanlegt kaupverð. Heimildir DV herma þó að núverandi eigendum Fréttatímans bjóðist 65 til 70 millj­ ónir fyrir blaðið. Væntanlegir kaup­ endur Fréttatímans hafa samkvæmt heimildum DV frest fram í miðjan ágúst til að ganga frá fjármögnun kauptilboðsins. DV hefur heimild­ ir fyrir því að eigendur Fréttatímans hafi fyrst leitast eftir að selja blað­ ið fyrir síðustu áramót. Þá hafi hins vegar verið farið fram á verð nokkuð yfir hundrað milljónum en það verð hafi fælt kaupendur frá. Verð er trúnaðarmál „Verð og annað er trúnaðarmál og ég ítreka að þetta er á viðkvæmu stigi hjá okkur,“ segir Helgi spurður hvort hann telji útgáfuna allt að sjötíu millj­ óna króna virði. Aðspurður um hvað­ an peningarnir komi segist Helgi ætla að upplýsa það, gangi fjármögn­ un eftir. „Það mun ég upplýsa seinna, um leið og fjárfestar hafa klárað en ég hef ekki klárað það mál.“ Sjálfur hef­ ur Helgi nokkra reynslu af fjölmiðl­ um og hefur meðal annars starfað við auglýsingasölu hjá 365 miðlum. Þá er Helgi framkvæmdastjóri Útgáfufélags Tímans en varnarþing félagsins er að Hverfisgötu 33 á skrifstofu Fram­ sóknarflokksins. Tími fyrir framsókn Útgáfufélag Tímans rak vefinn tim­ inn.is. Lénið er í eigu Framsóknar­ flokksins en engin starfsemi hefur verið í félaginu um nokkuð skeið. Þá er vefurinn ekki lengur aðgengi­ legur hjá hýsingaraðila. Fyrirtæk­ ið er í eigu Snorra Sturlusonar, lög­ manns. Snorri hefur meðal annars starfað sem lögmaður flokksins og meðal annars séð um samninga vegna skuldamála. Fréttir bárust af því í febrúar að JCDecaux, sem á og rekur strætóskýli Reykjavíkurborgar ætlaði að fara fram á fjárnám hjá Fram sóknar flokknum vegna aug­ lýsingaskuldar frá árinu 2009. „Út­ gáfufélagið tengist þessu ekki,“ seg­ ir Snorri í samtali við DV en vildi annars ekki ræða við blaðið. Helgi segir Framsóknarflokkinn ekki standa að kaupunum né aðil­ ar tengdir flokknum. „Ég get neitað þessu strax. Kaupin eru ekki í tengsl­ um við Framsókn. Þeir fjárfestar sem ég hef rætt við er ég ekki viss um hvar standa en ég mun upplýsa um það ef af verður,“ svarar Helgi spurningum um tengsl við Framsóknarflokkinn. Hann vildi að öðru leyti ekki ræða hvaðan peningarnir kæmu. Allir viðmælendur DV telja afar ólíklegt að Helgi geti sjálfur safnað fé til kaupanna og telja að bakvið hann hljóti að vera aðilar með mikið fé. Tjáir sig ekki „Ég tjái mig ekki um þetta né önnur málefni Fréttatímans,“ segir Teitur Jónasson framkvæmdastjóri Frétta­ tímans og stærsti einstaki eigandi Miðopnu ehf. eiganda Morgundags, útgáfufélags Fréttatímans. Teitur fer með um það bil þriðjung af hluta­ fé fyrirtækisins og leiðir, samkvæmt heimildum DV, viðræður eigenda við hóp Helga. Teitur vill hvorki neita né staðfesta að Fréttatíminn sé í sölu­ ferli.„ Ég skil ekki einu sinni spurn­ inguna,“ sagði hann aðspurður um ástæðu þess að útgáfan væri til sölu. „Ég er bundinn trúnaði sem lögmað­ ur og get ekki neitað né staðfest,“ seg­ ir Steinbergur Finnbogason lögmað­ urinn sem samkvæmt heimildum DV sér um samningagerð og vinnur að söluferli Fréttatímans. Kannast ekki við tilboð Valdimar Birgisson, auglýsingastjóri Fréttatímans og hluthafi í Miðopnu ehf., kannast ekki við að söluferli Fréttatímans sé á þessu stigi. Hann segist ekkert kannast við að Helgi Þorsteinsson sé í forsvari fjárfesta sem hafi gert tilboð í blaðið. Þá seg­ ist hann ekki kannast við að hópur­ inn hafi frest fram í ágúst til að ganga frá kaupunum. Valdimar á 13 pró­ senta hlut í Miðopnu. Óskar Hrafn Þorvaldsson, fyrrverandi fréttastjóri blaðsins, sagðist ekkert vita af mál­ inu og sagðist ekki koma að málefn­ um blaðsins lengur þótt vissulega væri hann hluthafi. Óskar á líkt og Valdimar 13 prósent hlut í blaðinu. n Bjóða 65 til 70 milljónir n Hafa tvær vikur til að ganga frá fjármögnun Gera tilboð í Fréttatímann „Verð og annað er trúnaðarmál og ég ítreka að þetta er á við- kvæmu stigi hjá okkur. Á viðkvæmu stigi Helgi er fulltrúi hóps fjárfesta sem hefur falast eftir Fréttatímanum. Heimildir DV herma að núverandi eigendum Fréttatímans bjóðist 65 til 70 milljónir. Tíminn og Framsókn Helgi Þorsteinsson, fulltrúi fjárfesta, er framkvæmdastjóri útgáfu- félags Tímans. Félagið er með varnarþing á Hverfisgötu 33, þar sem skrifstofur Framsóknar- flokksins eru til húsa. Snorri Sturluson lögmaður Framsóknarflokksins er eigandi félagsins. Atli Þór Fanndal blaðamaður skrifar atli@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.