Dagblaðið Vísir - DV - 20.06.2012, Qupperneq 6
Sögðu brandara í dómsal
n Fagnaðarfundir voru með þeim ákærðu í réttarsalnum
Ö
nnur fyrirtaka í máli Annþórs
Kristjáns Karlssonar og Bark-
ar Birgissonar var í Héraðs-
dómi Reykjaness á þriðju-
dag. Að þessu sinni voru þeir báðir
mættir í dómsal til að taka afstöðu til
ákærunnar en þeir höfðu ekki mátt
mæta við fyrri fyrirtöku málsins þar
sem þeir sátu í einangrun grunaðir
um morð á samfanga sínum.
Gríðarleg öryggisgæsla var við
dómhúsið og einnig sátu óeinkennis-
klæddir lögreglumenn inni í dómsal.
Annþór og Börkur neituðu báðir sök
fyrir dómi en þeir eru meðal annars
ákærðir fyrir fjölda alvarlegra ofbeld-
isverka og fjárkúgun. Málinu var frest-
að til 16. ágúst en verjendur ákærðu
fengu frest til að skila greinargerð
vegna málsins.
Samkvæmt heimildum DV báru
Annþór og Börkur sig vel í dómsal og
fagnaðarfundir voru með þeim og sex
öðrum einstaklingum sem einnig eru
ákærðir í málunum. Eiga þeir að hafa
sagt brandara, yngri vinum sínum og
samákærðu til mikillar gleði.
Börkur er einnig ákærður fyr-
ir brot gegn valdstjórninni með því
að hafa hrækt að dómara í Héraðs-
dómi Reykjaness á dögunum. Það
mál verður tekið fyrir í Héraðsdómi
Reykjavíkur. Samkvæmt heimildum
DV eru líkur á því að allir dómarar
við Héraðsdóm Reykjaness muni lýsa
sig vanhæfa til að dæma í máli þeirra
Annþórs og Barkar þar sem Börkur
er ákærður fyrir að ráðast gegn sam-
starfsfélaga þeirra. Mun málið þá að
öllum líkindum verða sent annað og
tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur.
n Ísland eitt örfárra Evrópulýðvelda með engar takmarkanir á setu forseta
Í
sland er í hópi fjögurra lýðvelda í
Evrópu þar sem engar takmarkanir
er að finna varðandi hve lengi þjóð-
höfðingi getur setið. Langalgengast
er að ríki takmarki setuna við tvö
fjögur til sex ára kjörtímabil. Aðeins Ís-
land, Aserbaídsjan, Hvíta-Rússland og
Ítalía hafa engar takmarkanir á þessu.
Ólafur Ragnar Grímsson er nú
í framboði til forseta fimmta kjör-
tímabilið í röð. Ef hann nær kjöri, sem
flest bendir til, mun hann að líkindum
sitja samfellt sem forseti Íslands í 20 ár.
Fáir setið lengur
DV greindi frá því á dögunum að
aðeins í einu lýðræðisríki í heim-
inum hefur lýðræðislega kjörinn
þjóðarleiðtogi setið lengur en Ólafur
Ragnar, en það Jean-Claude Juncker,
forseti Lúxemborgar, sem hef-
ur ríkt í rúm 17 ár. Af 25 þaulsætn-
ustu þjóðarleiðtogum heims skera
þeir tveir sig því alveg úr. Enginn
lýðræðislega kjörinn þjóðarleið-
togi Evrópu, eða annarra vestrænna
ríkja, hefur nú setið að völdum í 20
ár líkt og Ólafur Ragnar sækist eftir
að gera.
Arfgengt embætti
Í Evrópu eru tólf ríki sem eru kon-
ung- eða furstadæmi. Í þeim ríkjum
gengur embætti þjóðhöfðingja í arf.
Í lýðveldisríkjum eru langflest lönd
hins vegar með reglur um að þjóð-
höfðingjar geti bara gegnt embætti
þjóðhöfðingja í tvö kjörtímabil. Lýð-
veldi er tegund stjórnarfars þar sem
þjóðhöfðinginn er kjörinn eða út-
nefndur. Oftast eru þjóðhöfðingjar
kjörnir en sums staðar er það þannig
að hann er valinn af þingi eða fá-
mennri valdaklíku.
Pútín tvisvar forseti
Sums staðar, eins og í Rússlandi, er
það þannig að sami maðurinn get-
ur gegnt forsetaembættinu oftar en
einu sinni. Þannig var Vladimír Pútín
kjörinn forseti í vor eftir að hafa gegnt
stöðunni árin 2000 til 2008. Í milli-
tíðinni gegndi hann stöðu forsætis-
ráðherra landsins. Í smáríkinu San
Marínó ræður sá sem fer með forseta-
vald, kjörinn af þinginu, í sex mánuði
í senn en hann má stýra landinu oftar
en einu sinni.
Mun breytast
Eins og áður segir er Ísland í hópi
fárra landa sem hafa engar tak-
markanir á setu þjóðhöfðingja. Þetta
kann þó að breytast nái stjórnarskrá
stjórnlagaráðs fram að ganga. Þar
segir að forseti skuli ekki sitja lengur
en þrjú kjörtímabil. Nái frumvarpið
um stjórnarskrána fram að ganga er
ljóst að Ólafur Ragnar er síðasti for-
setinn til að gegna embættinu leng-
ur en 12 ár.
Baldur Guðmundsson
blaðamaður skrifar baldur@dv.is
Reglur um þjóðhöfðingja
innan Evrópulanda
6 Fréttir 20. júní 2012 Miðvikudagur
Konungdæmi/furstadæmiEngar reglur
Tvö kjörtímabil (fjögur til sjö ár í senn)
Þjóðhöfðingi valinn til hálfs eða eins árs í senn
(ótakmarkað oft, en ekki tvisvar í röð)
Ólafur Ragnar
Grímsson
15 ár
Vladimir Putin
Rússland,
8 ár
Silvio Berlusconi
Ítalía,
9 ár
Flest ríki banna
langa valdasetu
Umfjöllun 8. júní 2012
Nursultan
Nazarbayev
Kasakstan,
22 ár
(Fyrsti þjóðhöfðingi
landsins. Reglurnar
gilda ekki á meðan
hann situr.)
Alexander
Lukashenko
Hvíta-Rússland,
17 ár
Grunaðir Annþór og
Börkur eru ákærðir fyrir
ofbeldisbrot.
Íslandsbanki
styrkir
hestamenn
Íslandsbanki og Ergó, fjármögn-
unarþjónusta bankans, hafa
gert samning við Landssam-
band Hestamannafélaga sem
felur í sér að bankinn verði aðal-
styrktaraðili sambandsins næstu
þrjú árin. Sambandið er þriðja
stærsta sérsambandið innan
Íþrótta- og Ólympíusambands
Íslands. Bankinn mun í gegn-
um samstarfssamninginn styðja
Landsmót hestamanna sem
fram fer síðar í mánuðinum auk
þess sem viðskiptavinir bankans
fá 20 prósenta afslátt á dagmiða-
verði á Landsmótið. Þetta kemur
fram í tilkynningu frá bankan-
um.
Braut glugga á
barnaherbergi
Á þriðjudagsmorgun fékk lög-
reglan á höfuðborgarsvæðinu
tilkynningu um að maður væri
að berja á glugga í íbúðarhúsi í
austurborginni. Þegar lögreglu-
menn komu á staðinn var búið
að brjóta rúðu í svefnherbergis-
glugga þar sem barn svaf fyrir
innan. Fyrir utan húsið sat ungur
maður í tröppum og var hann illa
áttaður vegna vímuefnaneyslu.
Hann var handtekinn og færður
á lögreglustöð þar sem hann var
vistaður í fangageymslu þar til
hægt var að taka af honum
skýrslu, segir í tilkynningu frá
lögreglunni.