Dagblaðið Vísir - DV - 20.06.2012, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 20.06.2012, Blaðsíða 8
8 Fréttir 20. júní 2012 Miðvikudagur M ér leið ömurlega að vita af því,“ segir Guðrún Ósk Valþórsdóttir um það þegar hún fékk fregnir af því að einhver óprúttinn aðili hefði tekið myndir af dóttur hennar á samskiptasíðunni Face- book og sagði þær vera myndir af dóttur sinni. Ekki nóg með að hann hefði nánast „eignað“ sér tveggja ára dóttur Guðrúnar Ástu á Facebook heldur segist hann vera kvæntur ís- lenskri konu en komið hefur í ljós að á Facebook-síðu eiginkonu hans eru notaðar myndir sem fengnar voru af Facebook-síðu annarrar íslenskrar konu sem þessi aðili hefur áreitt staf- rænt síðan árið 2010 að sögn Guð- rúnar Óskar. Biður fólk að gæta sín Guðrún Ósk vill biðja fólk að gæta öryggis á Facebook. „Ég og fjöl- skylda mín erum með Facebook- síðurnar okkar læstar. Það dugar þó skammt því ef þú merkir vini þína á myndum sem þú birtir á Facebook þá geta vinir þeirra séð myndirnar og þannig geta þær komist í hendur svikara á Facebook ef fólk gáir ekki að sér. Og alls ekki vera með börn- in í forsíðumynd á Facebook,“ seg- ir Guðrún Ásta sem hefur haft sam- band við lögregluna vegna málsins sem taldi þetta alls ekki eðlilegt og þá sérstaklega vegna þess að barn er viðriðið málið. Virðist tjá sig með þýðingarvél Vinkona föður Guðrúnar hefur verið í samskiptum við svikarann á Facebook og spurt hann hvernig hann hafi komist yfir myndir af dóttur Guðrúnar. Maðurinn svar- aði því til að þetta væri í raun dótt- ir hans. Guðrún segir hann hafa talað ensku við vinkonu föður síns en þegar Facebook-síða hans er skoðuð þá virðist sem hann not- ist við þýðingarvél Google-leitar- vélarinnar til þess að tjá sig á ís- lensku. Fannst þetta hræðilegt Líkt og fyrr segir þá leið Guðrúnu Ósk ömurlega þegar hún frétti af því að einhver væri að nota myndir af dóttur hennar á Face- book. „Mér var skapi næst að fara ekki með hana út því ég veit ekk- ert hvort það sé einhver maður standandi úti á horni að fylgjast með barninu mínu og hvort hann vilji ræna því eða hvað? Mér fannst þetta hræðilegt og finnst hræðilegt að vita til þess að einhver maður sé með myndir af barninu mínu og er hann með fleiri börn? Það er ekki gott að vita af því að það gæti verið einhver barnaníðingur með myndir af barninu og ætli sér að gera eitthvað við það. Maður veit aldrei hvað gæti gerst. Maður ætlar kannski að sækja barnið á leik- skóla og þá er það ekki þar,“ segir Guðrún Ósk. Svikari eignaði sér barnið á Facebook n „Hræðilegt að vita til þess að einhver maður sé með myndir af barninu mínu“„Mér var skapi næst að fara ekki með hana út því ég veit ekk- ert hvort það sé einhver maður standandi úti á horni að fylgjast með barninu mínu. Birgir Olgeirsson blaðamaður skrifar birgir@dv.is Guðrún Ósk Valþórsdóttir „Það er ekki gott að vita af því að það gæti verið einhver barnaníðingur með myndir af barninu og ætli sér að gera eitthvað við það.“ Mynd siGtryGGur ari Vilja ekki rannsókn „Við vorum með breytingatillögu um að rannsóknin næði fram á daginn í dag og tæki við síð- ari einkavæðingu núverandi rík- isstjórnar,“ segir Gunnar Bragi Sveinsson þingflokksformaður um samkomulag þingmanna um þinglok. Sem hluti af samkomu- laginu verður tillaga um rannsókn á einkavæðingu bankanna ekki afgreidd. Það er að kröfu fulltrúa Sjálfstæðisflokks og Framsóknar. Gunnar Bragi segir að eðlilegt sé að rannsaka alla einkavæðingu. „Ég skil ekki af hverju stjórnar- flokkarnir eru hræddir við það.“ Aðspurður hvers vegna fram- sóknarmenn væru hræddir við rannsóknina svaraði hann: „Það er enginn hræddur við það. Það er bara eðlilegt að rannsaka þetta í sömu ferðinni fyrst það á að fara að eyða peningum í rannsókn.“ Hvort hægt sé að bera saman einkavæðingu ríkisbankanna á ár- unum 1998 til 2003 annars vegar og svo sölu bankanna til kröfuhafa eftir hrunið hins vegar í því ljósi að efnahagshrunið hefur meðal annars verið tengt við einkavæð- inguna fyrir hrun, segir Gunnar Bragi: „Það er náttúrulega bara rugl að þessi einkavæðing sé for- saga hrunsins. Það vita allir sem eitthvað reyna að skoða málin.“ Álfheiður Ingadóttir, þing- kona VG, segir viðbrögð stjórn- arandstöðuflokkanna sýndar- mennsku. „Það sem þeir kalla síðari einkavæðingu er auðvitað sýndarmennska. Kröfuhafar yfir- tóku þrotabú gömlu bankanna. Það er engin einkavæðing að skipti á þrotabúi séu á forsendum kröfu- hafa.“ Álfheiður bætir við að sé vilji til að rannsaka yfirtöku kröfuhafa á föllnu bönkunum sé eðlilegt að skiptum á búum þeirra ljúki fyrst. „Það á allavega ekki að gera það fyrr en skiptum er lokið.“ Álfheiður segir að rannsóknin verði tekin fyrir strax á næsta þingi. „Það er augljóst að fram- sóknarmenn og sjálfstæðismenn skiptu á milli sín íslenska banka- kerfinu. Auðvitað þora fulltrúar þessara flokka ekki í þessa rann- sókn. Einkavæðingin er þó skýrasta táknið um óheilbrigt samspil fjármálalífs og stjórn- málalífs og hana þarf að rann- saka.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.