Dagblaðið Vísir - DV - 20.06.2012, Page 11

Dagblaðið Vísir - DV - 20.06.2012, Page 11
Fréttir 11Miðvikudagur 20. júní 2012 Enn í stjórninni K ristján L. Möller, þingmaður Samfylkingarinnar, er enn í stjórn Vaðlaheiðarganga hf. samkvæmt skilningi Fyrir­ tækjaskrár. Engin tilkynning var send Fyrirtækjaskrá þegar Krist­ ján sagði sig úr stjórninni með bréfi til Oddnýjar G. Harðardóttur fjár­ málaráðherra 17. apríl síðastliðinn, sem einnig var sent sem óundirskrif­ að afrit á stjórnarformann félagsins. Í lögum um hlutafélög er skýrt kveðið á um að allar breytingar á stjórnum félaga þurfi að tilkynna Fyrirtækja­ skrá í síðasta lagi mánuði eftir að breytingarnar eru gerðar. Kristín H. Sigurbjörnsdóttir, stjórnarformaður Vaðlaheiðaganga, staðfestir í samtali við DV að það hafi ekki verið gert. Í raun hefur ekki enn verið tilkynnt um breytingar á stjórn félagsins sem gerðar voru á aðalfundi þess í maí síðastliðnum. Hafa ekki sent neina tilkynningu „Við erum ekki búin að senda breytingu á stjórninni sem varð núna 31. maí,“ segir Kristín sem segist hafa kallað inn varamann í stað Kristjáns fram að aðalfundinum eftir að hann sagði sig úr stjórninni. Hún segir heldur engan vafa leika á því að hann hafi sagt sig úr stjórninni þó að Fyrir­ tækjaskrá hefði ekki verið tilkynnt um það. „Hann sagði sig úr stjórn, hann getur sýnt fram á bréf sem hann sendi á Oddnýju,“ segir hún og bætir við að hún sjálf hafi fengið afrit af bréfinu sent í tölvupósti. Kristín segir að stjórnin hafi ekki tilkynnt um brotthvarf Kristjáns úr stjórninni en hún furðar sig á því að Kristján hafi ekki gert það sjálfur. Samkvæmt bréfi sem Kristján sendi á fjölmiðla vegna umfjöllunar um stjórnarsetu hans í félaginu í vik­ unni sagðist hann sjálfur ekki hafa tilkynnt um úrsögnina. Kristín segir stjórnina ekki heldur hafa gert það en að eftir að tilkynningin barst frá Kristjáni hafi varamaður verið kall­ aður inn í hans stað á stjórnarfund­ um þangað til ný stjórn var kjör­ in. Enn eru nokkrir dagar þangað til frestur til að tilkynna um stjórn­ arskipti rennur út eftir aðalfund fé­ lagsins en Fyrirtækjaskrá tekur ekki við upplýsingum sem eru eldri en mánaðargamlar. Þó er hægt að kalla saman hluthafafund til að staðfesta fyrra kjör stjórnarinnar og tilkynna breytingar í framhaldinu til Fyrir­ tækjaskrár. Ríkið fjármagnar níu milljarða Seta Kristjáns í stjórn félagsins hef­ ur verið til umræðu vegna ákvörðun­ ar Alþingis að lána fyrirtækinu, sem er að helmingi í eigu ríkisins, vegna Vaðlaheiðarganga. Kristján sat í raun beggja vegna borðs þegar kom að af­ greiðslu málsins þar sem hann var bæði þingmaður og stjórnarmaður í félaginu sem þingið ákvað að veita lán. Hann var þó í stjórninni að ósk fjármálaráðherra og var það líklega þess vegna sem hann tilkynnti Odd­ nýju um úrsögn sína úr stjórninni. Samþykkt hefur verið að Vaðlaheiðargöng hf. fái 8,7 milljarða króna lán frá ríkinu vegna ganganna. Göngin eru afskaplega umdeild og var þverpólitískur ágreiningur um málið á þingi. n Tilkynntu Fyrirtækjaskrá ekki um úrsögnina Aðalsteinn Kjartansson blaðamaður skrifar adalsteinn@dv.is Sendi póst Kristján Möller tilkynnti Fyrirtækjaskrá ekki um úrsögn sína. Mynd Stefán KaRlSSon „Við erum ekki búin að senda breytingu á stjórninni sem varð núna 31. maí. Aldrei fleiri túristar komið á einum degi n Ríflega 6.000 erlendir farþegar og 2.300 áhafnarmeðlimir stigu á land í Sundahöfn á mánudaginn Manuela og Max eru leiðsögu­menn hvers starf er að sýna ferþegum um borð í Art­ ania það sem Ísland hefur upp á að bjóða. „Við höfum oft komið til Íslands en aldrei fengið jafn gott veður,“ seg­ ir Max. Þau segja að skipið sé í klass­ ískum leiðangri: „Við fórum til Sval­ barða, svo Íslands og loks förum við til Noregs.“ Manuela og Max Leiðsögumenn í góðum gír.Ánægð með veðrið Er hverrar evru virði! Kærustuparið Susanna og Jan eru koma frá Frankfurt og starfa bæði við áhættustýr­ ingu. Þau segja að um borð sé allt til alls; allt frá frá kvikmyndasölum til sundlauga. „Þjónustan gæti verið betri en við erum ánægð með matinn og við höfum verið heppin með veður.“ Parið er með káetu á besta stað – með svölum. En er þetta ekki dýrt? „Jú, en þetta er þess virði!“ svarar Susanne. Spurð nánar út í kostnaðinn svara þau einum rómi: „Við tölum ekki um peninga! (e. we don´t talk money!)“ Susanna og Jan Óánægð með þjón- ustuna. Hjónaleysi á tunglinu H jónaleysin Bernd og Andr­ ea eru um borð í Costa Pacifica. „Við höfum farið í fjöl­ margar ferðir af þessu tagi. Þetta er tiltölulega ódýr leið til að skoða heiminn – og nú er komið að norð­ urslóðunum,“ segir Bernd en lysti­ skipið hafði áður verið í Skotlandi og siglir næst til Svalbarða og loks til Noregs. Andrea var hrifin af Skotlandi en segir Ísland bera höfuð og herðar yfir önnur lönd sem hún hafi heimsótt hvað náttúrufegurð varðar. „Mér líður stundum eins og ég sé stödd á tunglinu,“ segir hún. Ísland best Þau segja Ísland bera höfuð og herðar yfir önnur lönd.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.