Dagblaðið Vísir - DV - 20.06.2012, Page 14
Fjölmiðlar leiksoppar Satans
n Næst valdamesti maður kaþólsku kirkjunnar ræðst á fjölmiðla
T
arciso Bertone kardínáli í
Vatíkaninu í Róm og næst
valdamesti maður kaþólsku
kirkjunnar á eftir Benedikt
páfa, sakar fjölmiðla um að herma
eftir rithöfundinum Dan Brown
vegna umfjöllunar þeirra um hið
svokallaða „VatiLeaks“ mál. Talið
er að einkaþjónn páfans hafi lek-
ið gögnum til fjölmiðla sem benda
til spillingar í Vatíkaninu vegna við-
skipta við ítölsk fyrirtæki sem unnu
fyrir Vatíkanið. Þá varpa skjölin ljósi
á deilur á milli á kardínála og valda-
baráttu innan banka Vatíkansins.
Bertoni kardínáli segir í viðtali við
ítalskt tímarit að fjölmiðlaumfjöll-
unin sé hluti af herferð djöfulsins til
þess að sundra kaþólsku kirkjunni.
Viðtalið er hluti af fjölmiðlaherferð
kirkjunnar til þess að reyna að milda
skaðann af umfjöllun fjölmiðla um
meinta spillingu og sundurlyndi. Í
viðtalinu sakar hann fjölmiðla um
að hundsa vísvitandi alla þá góðu
hluti sem kirkjan hefur staðið fyrir.
„Margir blaðamenn eru að reyna að
leika sama leik og Dan Brown,“ seg-
ir kardínálinn, en Brown er höfund-
ur bóka á borð við Davinci lykilinn
og Englar og djöflar. „Blaðamennirn-
ir reyna sífellt að skrifa ævintýri og
endurtaka flökkusögur,“ segir hann.
„Staðreynd málsins er sú að nú
er reynt að sundra kirkjunni, það
er djöfullinn sem stendur á bak við
það.“
14 Erlent 20. júní 2012 Miðvikudagur
Tarciso Bertone Fjölmiðlar eru
notaðir af djöflinum til þess að
ýta undir sundurlyndi í kaþólsku
kirkjunni að mati kardínálans.
AlheimsátAk gegn
skuldAkreppunni
L
eiðtogar stærstu iðnríkja
heims, G20, sem hittust á ráð-
stefnu í Los Cabos í Mexíkó
á þriðjudaginn, segja að
Evrópuríki verði að grípa til
allra mögulegra aðgerða til þess að
ná tökum á skuldakrísunni á evru-
svæðinu.
Talsmaður G20-ráðstefnunn-
ar segir að evrukrísan sé „stærsta
einstaka hættan sem efnahag-
ur heimsins stendur frammi fyrir.“
Jose Manuel Barroso, forseti fram-
kvæmdastjórnar Evrópusambands-
ins, segir að kreppan sé ekki aðeins
vandamál Evrópu heldur heimsins
alls.
Sigur Nýs lýðræðis í kosningun-
um í Grikklandi, sem er stjórnmála-
afl sem vill halda í evruna, hefur ekki
orðið lyftistöng á mörkuðum eins og
vonir stóðu til. Antonio Samaras,
leiðtogi flokksins, fundar nú stíft
með leiðtogum Sósíalistaflokksins
og annars vinstri flokks um myndun
samsteypustjórnar í Grikklandi.
Samaras hefur sagt að gera þurfi
nauðsynlegar breytingar á skilmál-
um í samningi Alþjóðagjaldeyris-
sjóðsins og Grikklands til að koma í
veg fyrir að efnahagurinn þar í landi
leggist endanlega í rúst.
Angela Merkel, kanslari Þýska-
lands, leggst hins vegar alfarið
gegn því og vill engar breytingar á
samkomulaginu. „Hin nýja ríkis-
stjórn Grikklands verður að heiðra
skuldbindingar sem Grikkland hef-
ur undirgengist. Það verður að halda
rammann utan um samkomulagið.“
Bíða eftir úrlausn
Á fundi G20 á mánudaginn lýstu
margir þjóðarleiðtogar áhyggjum
sínum yfir því að úrlausn vandans á
evrusvæðinu gengi allt of hægt. „Við
erum að bíða eftir því að Evrópa segi
okkur hvað hún ætlar að gera,“ seg-
ir Robert Zoellick, forstjóri Alþjóða-
bankans. Pascal Lamty, leiðtogi Al-
þjóðaefnahagsráðsins, tekur undir
með Zoellick og lýsir yfir áhyggjum
sínum af að ef ekki verði brugðist
við strax muni krísan á evrusvæðinu
smitast til fleiri ríkja utan þess.
Stephen Harper, forsætisráð-
herra Kanada, hvatti leiðtoga
evruríkja til þess að ráðast í rót-
tækar breytingar til þess að greiða
úr vandanum. Barosso tók hins
vegar til varna fyrir Evrópusam-
bandið og svaraði spurningum
kanadísks blaðamanns, sem spurði
hvers vegna Ameríkuríkin ættu að
hætta eignum sínum til þess að
bjarga Evrópu. „Við erum ekki kom-
in á þessa ráðstefnu til þess að fá
kennslu í hvernig á að stjórna efna-
hag ríkja. Þessi vandi er ekki upp-
runninn í Evrópu. Þessi vandi byrj-
aði í Ameríku og fjármálakerfið
okkar smitaðist af – hvernig á ég að
orða það – óhefðbundnum starfsað-
ferðum í fjármálakerfinu þar.“
Kalla eftir alheimsátaki
Herman Van Rompuy, forseti
Evrópuráðsins, var hins vegar var-
færnari í tali en kollegi hans hjá
framkvæmdastjórninni og sagði að
G20-fundurinn sýndi „stuðning og
hvatningu fyrir evruríkin og leiðtoga
þeirra sem og Evrópusambandið í
heild til að ná tökum á vandanum.“
Vandi Evrópu er þó langt frá
því að vera eini vandi á fjármálum
heimsins. Blikur eru á lofti í efna-
hag Indlands og Kína auk þess sem
Bandaríkin eru langt frá því að vera
komin í gegnum skaflinn.
Leiðtogar G20-ríkjanna ætla að
gefa út sameiginlega yfirlýsingu í lok
ráðstefnunnar þar sem þeir hvetja
til þess að ráðist verði í sameiginlegt
átak allra stærstu ríkja heims til þess
að leysa vandann.
Pútín vill höft
Vladimír Pútín, forseti Rússlands, er
á öðru máli en leiðtogar Evrópusam-
bandsríkja og Ameríkuríkja. Pútín
talar fyrir því að ríki sem glíma við
mikinn skuldavanda geti í auknum
mæli tekið upp verndartolla. „Það er
kominn tími til að hætta að þykjast
og komast frekar að samkomulagi
sem gerir ríkjum kleift að taka upp
verndartolla til þess að verja störf
á tímum alþjóðlegrar efnahags-
kreppu,“ sagði Pútín.
„Þetta er sérstaklega mikilvægt
fyrir Rússland, þar sem við mun-
um ganga í Alþjóðaefnahagsráðið
á þessu ári og við ætlum okkur að
vera virkir þátttakendur í umræðun-
um um hvernig alþjóðaviðskiptum
verður háttað í framtíðinni.“
Barack Obama, forseti Banda-
ríkjanna, hefur hins vegar lýst sig
algjörlega ósammála Pútín og talar
fyrir mikilvægi þess að verndartoll-
ar og haftastefnur verði ekki teknar
upp.
„Það er kominn tími
til að hætta að
þykjast og komast frekar
að samkomulagi sem
gerir ríkjum kleift að taka
upp verndartolla til þess
að verja störf á tímum
alþjóðlegrar efnahags-
kreppu.
n Leiðtogar G20-ríkjanna ósammála um hvernig taka eigi á efnahagsvandanum
Valgeir Örn Ragnarsson
blaðamaður skrifar valgeir@dv.is
G20 Vladimír Pútín, forseti
Rússlands, vill taka upp hafta-
stefnu á meðan forseti Banda-
ríkjanna berst gegn henni.
Ritskoðun
á Google
Ríkisstjórnir Vesturlanda, þar með
talið Bandaríkjanna, virðast vera
að herða ritskoðun á niðurstöð-
um leitarvélarinnar Google, sam-
kvæmt nýrri skýrslu fyrirtækisins.
„Þetta veldur okkur áhyggjum,
ekki aðeins vegna þess að mál-
frelsi á undir högg að sækja, held-
ur líka vegna þess að við erum að
fá beiðnir frá ríkjum sem fólk telur
að stundi ekki ritskoðun,“ segir í
skýrslu Google.
„Til dæmis fengum við á seinni
helmingi síðasta árs, beiðnir frá
spænskum yfirvöldum um að fjar-
lægja 270 niðurstöður úr leitarvél-
inni. Þetta eru tenglar á bloggsíður
og blaðagreinar þar sem nafn-
greindir einstaklingar á Spáni eru
gagnrýndir. Pólsk ríkisstofnun bað
okkur um að fjarlægja tengla á síð-
ur sem gagnrýna stofnunina.“
Á síðari hluta ársins 2011 ósk-
uðu bandarísk stjórnvöld eftir því
að Google fjarlægði 6.192 leitar-
niðurstöður.
Tengsl á milli
tedrykkju og
krabbameins
Karlmenn sem drekka mikið te
eru líklegri til þess að fá krabba-
mein í blöðruhálskirtli, samkvæmt
nýrri rannsókn. Teymi frá háskól-
anum í Glasgow rannsakaði heilsu
meira en sex þúsund karlmanna
á 37 ára tímabili. Niðurstöðurn-
ar voru að karlmenn sem drekka
meira en sjö bolla af tei á dag eiga
í 50 prósent meiri hættu að fá
krabbamein heldur en þeir sem
drekka ekki te. Í niðurstöðunum
er því hins vegar ekki slegið föstu
að tedrykkja valdi krabbameini
eða hvort að krabbameinið stafi
einfaldlega af því að karlarnir hafi
náð ákveðnum aldri.
Forsætisráð-
herra rekinn
Hæstiréttur Pakistan hefur úr-
skurðað að Yousuf Raza Giliani,
forsætisráðherra landsins, geti
ekki gegnt embætti lengur. Hann
muni einnig víkja af þingi.
Sjö manna dómur hefur ógilt
afturvirk lög frá 26. apríl síð-
astliðnum, sama dag og hann
var sakfelldur af ákæru vegna
spillingarmála. Fyrir tveimur
mánuðum var Gilani dæmdur í
hæstarétti fyrir að hlíta ekki dóms-
úrskurði. Hann hafnaði því að fara
þess á leit við svissnesk stjórn-
völd að þau rannsökuðu ásakanir
á hendur forseta landsins um að
hann væri sekur um spillingu. Gil-
iani vildi meina að forsetinn, sem
er grunaður um peningaþvætti,
nyti friðhelgi.