Dagblaðið Vísir - DV - 20.06.2012, Side 16

Dagblaðið Vísir - DV - 20.06.2012, Side 16
Sandkorn O bbosí, sagði kynnirinn á kappaksturskeppninni á Bíladögum á Akureyri, þegar sportbíl var ekið inn í áhorf- endahópinn, sem var óvar- inn fyrir bílum sem spóluðu á braut- inni. Næst bannaði hann fólki að taka myndir af slysinu. „Forvitni á ekki heima í svona óheppni,“ sagði hann og kom þannig tveimur algengum skilaboðum á framfæri: 1. Ykkur kem- ur þetta ekki við. 2. Við berum enga ábyrgð á þessu. Aðeins tveir úr áhorfendahópnum fóru á sjúkrahús, en voru sem betur fer ekki alvarlega slasaðir. „Slys eru bara slys,“ voru viðbrögð aðstandanda keppninnar. „Mistök“ er eitt mikilvægasta hug- tak síðustu fjögurra ára. Þeir sem viðurkenna mistök viðurkenna ábyrgð sína. Því fleiri sem gera það, því bet- ur getum við séð hvað fór afvega og komið í veg fyrir að það endurtaki sig. Afsökunarbeiðnir eru þjóðhagslega hagkvæmar. Þess vegna var erfitt að sætta sig við að enginn bæri ábyrgð á neinu þegar efnahagslífið hrundi. Ekki einu sinni æðsti stjórnandi ríkisins, sem bað fólk um að kjósa sig út á „trausta efnahagsstjórn.“ Á endanum var hann dæmdur fyrir hluta mistaka sinna, en reiddist, iðraðist einskis og úthrópaði aðra fyrir að gera alvarleg mistök með því að fá hann dæmdan fyrir hans mistök. Verstir eru þeir sem kenna bara öðrum um en axla enga ábyrgð sjálfir. Oft er talað um að þeir kunni ekki að skammast sín. Þeir grafa undan því að aðrir viður- kenni raunveruleg mistök. Nafnlaus- ar greinar Morgunblaðsins í ritstjórn Davíðs Oddssonar snúast flestar um að kenna öðrum en honum og Sjálf- stæðisflokknum um mistök sem flokk- urinn og hann báru mikla ábyrgð á. Þegar hann var spurður út í stærstu mistök sín, árið 2000, benti hann á eitthvert tilfelli þar sem hann treysti því að ákveðnir fimm aðilar gætu unnið saman, en sá eini sem „tók skjótar ákvarðanir“ var hann. Í raun gerðu aðrir stærstu mistökin hans. Því fleiri sem eru óskammfeiln- ir, þess erfiðara er fyrir fólk að játa mistök sín. Það myndast menning ábyrgðarleysis. Mistök eru afstæð eftir lífssýn og sjálfskipuðu ábyrgðarsviði hvers og eins. Sá sem fylgir harðri frjálshyggju trúir því að hver beri ábyrgð á sjálf- um sér. Harðir frjálshyggjumenn sem stunda viðskipti stýrast þess vegna síður af siðferði sem felur í sér ábyrgð gagnvart öðrum. Hreiðar Már Sigurðsson, forstjóri Kaupþings, bað eigendur bankans afsökunar, en sagðist ekki skulda ís- lensku þjóðinni afsökunarbeiðni. Bjarni Ármannsson taldi það vera skyldu sína að láta afskrifa 800 millj- óna króna skuld einkahlutafélags hans, þótt hann ætti fyrir henni, bara vegna þess að hann gat það. „Enda væri það náttúrulega bara óábyrg meðferð á fé af minni hálfu,“ að borga skuld sem hann gæti feng- ið afskrifaða, sagði Bjarni. Í siðferði frjálshyggjumanna er ábyrgðin gagn- vart heildinni oft afskrifuð. Eftir hrun var krafa um að við- skiptamenn og stjórnmálamenn öxluðu meiri ábyrgð gagnvart al- menningi. Athafnamenn áttu erfitt með að meðtaka þessa kröfu, enda gengur fjármálakerfið út á að veita þeim visst frelsi til athafna, sem telj- ast ósiðlegar út frá siðferði venjulegs fólks. Þeim mislíkar til dæmis þegar DV fjallar um kennitöluflakk og við- skiptafléttur þeirra, vegna þess að það eru til stofnanir sem taka á slíku og íslenskum almenningi kemur þetta ekki við. Fólk hætti að treysta stjórnmála- mönnum þegar það kom í ljós að þeir rugluðu saman eigin hagsmunum og hagsmunum bankanna og þeim mistókst að stórum hluta að gæta hagsmuna almennings í góðærinu. Þeir stunduðu að beina peningum í eigin vasa með því að taka við styrkj- um frá stórfyrirtækjum sem vantaði vini, eða koma sér í alls kyns stjórnir fyrirtækja í eigu almennings til að fá stjórnarlaun. Þegar einhver viðurkennir mis- tök sín fyrir öðrum staðfestir hann að hann ætli að uppfylla ábyrgðarsviðið. Þeir sem viðurkenna ekki augljós mis- tök uppfylla ekki lágmarkskröfuna til að verða treyst af öðrum. Lífssýn þeirra er full af óhöppum, slæmum aðstæðum og mistökum annarra. Jóhanna Sigurðardóttir forsætis- ráðherra fór þá fáförnu leið á 17. júní að viðurkenna mistök. „Ábyrgð- ina berum við, kjörnir fulltrúar þjóðarinnar og enn sem komið er hefur okkur að miklu leyti mistek- ist í þessu mikilvæga verkefni, að endurvinna traust þjóðarinnar. Þetta þykir mér mjög miður. Úr þessu verðum við að bæta …“ Þótt það sé undarlegt takmark í sjálfu sér að reyna að láta aðra treysta sér er það samt mikilvægur áfangi að íslensk- ir stjórnmálamenn séu byrjaðir að þora að viðurkenna mistök. Svavar verst tengdaömmu n Svavar Halldórsson, eigin- maður forsetaframbjóðand- ans Þóru Arnórsdóttur, verst nú ásökunum fyrrverandi eiginkonu, tengda- mömmu og tengda- ömmu. Fyrr- verandi eiginkona Svavars birtist í sjónvarpsviðtali við Eirík Jóns- son á vefsíðu hans. Sam- kvæmt heimildum DV hafa þær einnig, í kjölfar forseta- framboðs Þóru, meðal annars krafið hann um greiðslu vegna íbúðar sem hann átti. Hann mun ekki telja sig eiga að borga. Svavar vildi ekki ræða málið í samtali við DV. Í herbúðum Þóru er slúðr- að um að málið tengist því að Dögg Pálsdóttir, kosninga- stjóri Herdísar Þorgeirsdóttur, var skilnaðarlögfræðingur fyrrverandi eiginkonu Svav- ars. Gillz- límmiðinn n Eftir að Egill Einarsson var kærður fyrir nauðgun bauð Sigríður Margrét Oddsdóttir, forstjóri Já.is, lesendum símaskrár- innar upp á límmiða til að líma ofan á kápumynd af Agli og hylja ásjónu hans. Nú, eftir að málið var látið niður falla, er þess beðið að Sigríður Mar- grét bjóði upp á Gillzenegger- límmiða til að líma aftur yfir þær símaskrár sem enn eru í notkun. Auglýsir borgara n Guðlaugur Þór Þórðarson alþingismaður er einn af viðmælendunum í kynn- ingarblaði hamborgara- staðarins Metró, sem hét McDon- ald’s áður en skyndibita- risinn yfir- gaf Ísland. Í viðtali í blaðinu prísar hann fyrirtækið fyrir að veita næringarupplýsingar. Ólíklegt þykir að Guðlaugur hafi fengið greitt fyrir vikið, enda þingmaður. Aðrir í blað- inu voru Siv Friðleifsdóttir og Guðni Ágústsson, sem hrósaði ís, vegna mjólkurinnihalds. Tæknileg spilling n Þingmaðurinn og fyrrver- andi samgönguráðherrann, Kristján Möller, var skráður stjórnarmaður í hlutafélaginu Vaðlaheiðargöng ehf. á sama tíma og hann samþykkti níu milljarða króna lánveitingu í ríkissjóði til fyrirtækisins. Kristján hafði reynt að segja sig úr stjórninni en gerði það vitlaust. Því vill hægrivefur- inn andriki.is kanna hvort hann hafi brotið lög sem banna að þingmaður greiði atkvæði með fjárveitingu til sjálfs sín. Hann var hins vegar fulltrúi ríkisins í stjórn og átti ekki persónulegra hagsmuna að gæta. Því er um tæknilega spillingu að ræða. Sami skríll bjó til Gillz og rústaði honum Ég er mjög stoltur pabbi Eiríkur Örn Norðdahl rithöfundur tjáði sig um mál Egils Einarssonar. – norddahl.org/ Garðar Gunnlaugsson nýtur þess að horfa á EM með syni sínum. – DV Þeir sem gera engin mistök„Því fleiri sem eru óskammfeilnir, þess erfiðara er fyrir fólk að játa mistök sín. Besta land í heimi U ndanfarin ár hafa margir Ís- lendingar flutt til Noregs og fleiri draumalanda. 40 prósent Íslendinga hafa íhugað að flytja úr landi síðasta árið eða svo, sam- kvæmt könnun í nóvember í fyrra. Stór hluti þjóðarinnar trúir því að grasið sé grænna hinum megin við hafið. En það er tálsýn. Ísland er nefnilega besta land í heimi. Hér eru 13 ástæður: 1. Þótt þú hafir dyrnar að sumar- bústaðnum þín- um opnar þarftu ekki að óttast að skógarbjörn komi í heimsókn. 2. Þótt þú leggist í gras eða gangir í skóginum þarftu ekki að óttast að skógarmítill bíti þig og bori sig inn í lík- ama þinn, og beri með sér „lyme- disease“ sem veldur síþreytu. 3. Þegar kjarnorkustríðið kemur mun enginn nenna að sprengja Ísland. 4. Eitt mesta vanda- mál mannkyns, gróð- urhúsaáhrifin, hljóma eins og draumur í dós á Íslandi. 5. Hættulegasta dýr Ís- lands er geitungurinn. 6. Íslenska mýflugan er eins og kelinn kettlingur í samanburði við moskító- flugur annars staðar. 7. Prumpulyktin af heita vatninu hér er ekki vegna saurmeng- unar. 8. Alvarlegasta hryðjuverkaárásin á Ísland og íslenska menningu var sjónvarpsþátturinn Nonni sprengja á Skjá Einum árið 1999. 9. Síðasta stríð á Íslandi var fyrir átta öldum. Þá voru notuð bitlaus sverð og grjót. 10. Þegar Íslendingar lentu í átökum við erlenda stórþjóð, í þorskastríðunum, þóttum við svo litlir og krúttlegir að þeir vildu ekki skjóta á okkur. 11. Það þarf ekki nema 14 gráðu hita til að búa til bongóblíðu á Íslandi. 12. Forsætisráðherr- ann býr í fjölbýlis- húsi, eins og hinir. 13. Ísland er krúttland. Mesta deilan í þjóðfélaginu snýst um hver sé besta sameiningartáknið. Svarthöfði Útgáfufélag: DV ehf. Stjórnarformaður: Ólafur M. Magnússon Ritstjórar: Jón Trausti Reynisson (jontrausti@dv.is) og Reynir Traustason (rt@dv.is) Fréttastjóri: Ingi Freyr Vilhjálmsson (ingi@dv.is) Umsjón helgarblaðs: Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir (ingibjorg@dv.is) Umsjón innblaðs: Kristjana Guðbrandsdóttir (kristjana@dv.is) Framkvæmdastjóri: Stefán T. Sigurðsson (sts@dv.is) Sölu- og markaðsstjóri: Heiða B. Heiðarsdóttir (heida@dv.is) Hönnunarstjóri: Jón Ingi Stefánsson (joningi@dv.is) Umbrot: DV Prentun: Landsprent Dreifing: Árvakur DV á netinu: DV.is F R J Á L S T, Ó H Á Ð D A G B L A Ð Heimilisfang Tryggvagötu 11 Hafnarhvoli, 2. hæð 101 Reykjavík FRéTTASkoT 512 70 70 DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. Notkun á efni blaðsins er óheimil án samþykkis. 512 7000 512 7010 512 7080 512 7050 AÐALnúmeR RiTSTJÓRn ÁSkRiFTARSími AuGLýSinGAR 16 20. júní 2012 Miðvikudagur Leiðari Jón Trausti Reynisson jontrausti@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.