Dagblaðið Vísir - DV - 20.06.2012, Síða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 20.06.2012, Síða 17
Svo hissa á því að einhver vildi ríða grátandi stelpu Erla Hlynsdóttir segir frá reynslu sinni af nauðgunartilraun. – Fréttablaðið Ofbeldi í orðum Spurningin „Já, ég er að fara til Danmerkur á Roskilde-hátíðina.“ Stacey Picard 22 ára skiptinemi frá Kanada „Kannski, ég var að pæla í að taka helgarferð til London.“ Karl Kolbeinn Karlsson 18 ára grillmeistari á Hamborgara- búllunni „Já, ég fer til Spánar í tvær vikur og kannski eitthvert út á land.“ Stefán Freyr Gunnlaugsson 18 ára þjónn „Ég reikna ekki með að ferðast erlendis en ég ætla að ferðast um Vestfirði.“ Björk Leifsdóttir 46 ára eigandi Pétursbúðar „Já, ég ætla í útilegu.Vinkona mín er að vinna á Laugarvatni og ég ætla að heimsækja hana.“ Birgitta Rún Sveinbjörnsdóttir 20 ára vinnur í ísbúð og í Zöru í Kringlunni Ætlar þú að ferðast í sumar? 1 „Svo hissa á því að einhver vildi ríða grátandi stelpu“ Erla Hlynsdóttir segir frá reynslu sinni af nauðgunartilraun. 2 Synjað um skólagöngu Karli Olsen var synjað um skólagöngu í FÁ vegna aldurs. 3 „Sami skríll bjó til Gillz og rústaði honum“ Eiríkur Örn Norðdahl rithöfundur kemur Guðbergi Bergssyni til varnar. 4 „Hver hefði trúað því að við gætum virkilega lent í svona martröð“ Íslensk fjölskylda fær ekki að fara með ættleiddar stúlkur heim frá Kólumbíu. 5 Bændurnir bjarga Hrafnhildi Hrafnhildur Hafsteinsdóttir eiginkona Bubba Morthens spjallar um lífið í Kjósinni í viðtali í Lífinu. 6 „Málið var fellt niður þar sem málið þótti ekki nægilegt eða líklegt til sakfellis“ Saksóknari tjáir sig um kærurnar á hendur Agli „Gillzenegger“ Einarssyni. 7 Kynlíf selur Kynferðislegum auglýsingum fjölgar með árunum. Mest lesið á DV.is M aður er kærður fyrir nauðg- un. Ákæruvaldið fellir mál- ið niður og gefur ekki út ákæru. Þar með er málinu ekki lokið því nú hefjast réttarhöld í fjölmiðlum. Ekki um efnisatriði einstaks máls heldur almennt um tengd málefni. Margir blanda sér í umræðuna. Þekktur rithöfund- ur skrifar skáldlega grein, fulla af meiðingum. Smám saman þróast umræðan þannig að engum verður í henni vært. Þar með er málfrelsið fyrir bí, orðræðan orðin að ofbeldi. Lifandi líf eða bók í hillu? Fyrir nokkrum árum skrifaði ég greinar í blöð til að andæfa ofbeldi í orðum. Þannig var að nokkrir einstaklingar höfðu haft í hótunum á netinu um að nauðga og meiða konur sem töluðu fyrir kvenfrelsi. Ég hef oft velt því fyrir mér hvort þessir ungu menn vissu hvað þeir voru að gera. Eða hvort þetta var þeirra veruleiki; ofbeldisheimur og hugarfar, orðið svo hversdagslegt að þeir voru hættir að sjá orð sín í réttu ljósi. Ef til vill getur hið sama hent rit- höfunda, að þeir greini ekki á milli hins skáldaða veruleika, veruleika bókarinnar, sem sett er upp í hillu að loknum lestri og hins vegar skila- boða sem komið er til þátttakenda í alvöru harmleikjum hér og nú? Þegar umræðunni er útskúfað Til eru einræðisríki án einræðis- herra. Það eru ríki þar sem umræðu hefur verið útskúfað. Þegar vana- hugsun er ógnað er brugðist við með lítilsvirðingu og háðsglósum, stundum offorsi og hótunum, jafn- vel ofbeldi. Í tímans rás hefur fólk, sem troð- ið hefur verið undir einræðishæl, spurt hvernig það hafi getað átt sér stað. Hvernig gat þetta gerst, er spurt eftir á? Eflaust verða einræðis- ríki og ofbeldismenning til fyrir ásetning. En slík ómenning verður líka til fyrir andvaraleysi hinna sem í aðgerðaleysi sínu létu ofbeldi við- gangast þegar það var í fæðingu, að skjóta rótum. Gegn einelti Við megum aldrei láta það viðgang- ast að þaggað verði niður í fólki sem berst fyrir mannréttindum með málfrelsið eitt að vopni. Aðgerðaleysi gagnvart ofbeldi á ekki rétt á sér. Ekki heldur andvara- leysi. Þannig verður einræðismenn- ingin til. Ekki aðeins vegna þess að ofbeldismenn gerast fyrirferðar- miklir og hrifsa til sín völdin heldur vegna hins að þeir eru látnir komast upp með það. Það á að verða þjóð- félaginu öllu til umhugsunar ef hér er að myndast andrúmsloft þar sem það líðst að allir þeir sem hreyfa við ranglæti í samfélaginu eru látn- ir sæta einelti og hótunum! Af slíku stafar sjálfu lýðræðinu ógn. Skáldin kunna á orðin Ef til vill á að gera sömu kröfur til allra, ofbeldisbloggara og eðal- skálda. Ég vil gera á þeim greinar- mun. Ég þykist nefnilega vita að enginn þekkir betur til þess hver er máttur orðanna en skáldin. Og Guðbergur Bergsson kann betur á orð en flestir menn. „Þegar vanahugsun er ógnað er brugðist við með lítilsvirðingu og háðsglósum, stundum offorsi og hótunum, jafnvel ofbeldi. Á æfingu Þessir ungu menn í Reykjanesbæ kvörtuðu ekki yfir hlutskipti sínu, á knattspyrnuæfingu í skólafríinu. Mynd SiGtRyGGuR aRi jóhannSSon Myndin Umræða 17Miðvikudagur 20. júní 2012 Hver hefði trúað því að við gæt- um virkilega lent í svona martröð Bjarnhildur Hrönn Níelsdóttir og Friðrik Kristinsson fá ekki að koma með ættleidd börn sín heim. – DV Kjallari Ögmundur Jónasson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.