Dagblaðið Vísir - DV - 20.06.2012, Page 25

Dagblaðið Vísir - DV - 20.06.2012, Page 25
Herra Áreiðanlegur Eins og áður sagði vakti Gómez fyrst athygli hjá Stuttgart. Hann stóð sig vel með varaliðinu og raðaði þar inn mörkum. Hann fékk fyrst tækifæri með aðal­ liðinu leiktíðina 2003 til 2004 en leiktíðina 2005 til 2006 var hann orðinn fastamaður í aðal­ liðinu. Hann skoraði 6 mörk í 30 leikjum þá leiktíð en 14 mörk, 19 og svo 24 næstu þrjár leik­ tíðir. Hann hlaut viðurnefnið „Mr. Zuverlässig“ eða Herra Áreiðanlegur. Hann var orðinn of stór fyrir Stuttgart og svo fór að risarnir í Bayern München keyptu hann á um 5 milljarða íslenskra króna í maí 2009, þar sem hann skrifaði undir fjögurra ára samning. Gómez er dýrasti leikmaður sem keyptur hefur verið í þýsku Bundesligunni. Draumaframherji Hann byrjaði ekki nógu vel hjá Bayern og skoraði aðeins 10 mörk í 29 leikjum fyrstu leik­ tíðina. Þrátt fyrir það var hann fastamaður í byrjunarliðinu á næstu leiktíð, líklega vegna meiðsla Ivica Olic, og lék við hlið þýsku goðsagnarinnar Miroslav Klose í framlínunni. Hann sló í gegn og skoraði 28 mörk í deildinni. Hann skor­ aði 39 mörk í öllum keppn­ um. Síðan þá hefur hann ver­ ið óstöðvandi og er einn allra eftirsóttasti leikmaðurinn í heiminum í dag. Mario Gómez hefur allt til að bera sem prýðir góðan framherja. Hann getur skor­ að mörk með báðum fótum og þykir einnig góður í loft­ inu. „Hann er frábær í því að klára færin sín og er oftar en ekki réttur maður á réttum stað,“ hefur Arsene Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal, látið hafa eftir sér um leik­ manninn – í lauslegri þýð­ ingu. Gómez þykir einmitt sérlega lunkinn við að vera á réttum stað; hann er góð­ ur í að lesa leikinn og er þess vegna draumaframherji allra þjálfara sem treysta á fyrir­ gjafir. Herra Áreiðanlegur „Hann er frá- bær í því að klára færin sín og er oftar en ekki réttur maður á réttum stað. n Er hálfur Spánverji n Hefur barist fyrir rétti samkynhneigðra Með kærustunni Gómez hefur þurft að bera til baka rangfærslur um kynhneigð sína. Sport 25Miðvikudagur 20. júní 2012 Nú sluppu Englendingar n Úkraínumenn skoruðu mark sem ekki stóð Þ að voru Englendingar og Frakkar sem tryggðu sér síðustu sæt in í 8 liða úrslitin á Evrópu mótinu í knatt spyrnu sem fram fer í Póllandi og Úkraínu. Englendingar voru stálheppnir að leggja Úkra­ ínu að velli þegar Wayne Rooney, sem hafði verið í banni í fyrstu tveimur leikj­ unum, skoraði af stuttu færi eftir að fyrirgjöf frá sam herja hans hafði haft viðkomu í tveimur varnarmönn­ um og mark verði Úkra ínska liðsins. Skömmu síðar skall hurð sannarlega nærri hæl­ um Eng lendinga þegar John Terry virtist bjarga á línu. Í endursýningum sást hins vegar að boltinn fór allur yfir línuna og hefði markið því átt að standa. Skemmst er að minnast þess að á síð­ asta Heims meistara móti sátu Englendingar hinum megin borðsins; skor uðu mark gegn Þjóðverjum sem ekki fékkst dæmt gilt eftir að Manuel Neuer virtist ná að verja skotið. Upptökur sýndu hins vegar að boltinn fór yfir línuna. Það atvik reyndist Eng lendingum dýrkeypt en þess má geta að jafnvel þó mark Úkraínu hefði staðið hefðu Englendingar unnið riðilinn. Frakkar máttu á sama tíma þola 2–0 tap gegn Sví­ um en það kom þó ekki í veg fyrir að þeir næðu öðru sætinu í riðlinum. Zlatan Ibrahimovic skoraði fyrra mark Svía sem náðu sér ekki á strik á mótinu en Sebastian Larsson hið síðara, skömmu fyrir leikslok. Englendingar mæta Ítöl­ um í 8 liða úrslitum en Frakk­ ar mæta Evrópumeistur­ um Spánverja. Þjóðverjar mæta Grikkjum en Tékkar og Portúgalar eigast fyrstir við, á fimmtudaginn. baldur@dv.is Úrslit ÚRSLIT EM Króatía - Spánn 0-1 0–1 (Navas 87.) Ítalía - Írland 2-0 1–0 (Cassano 35.), 2-0 (Balotelli 90.) England - Úkraína 1-0 1–0 (Rooney 48.) Svíþjóð - Frakkland 2-0 1–0 (Zlatan Ibrahimovic 54.), 2–0 (Sebastian Larsson 90.) A riðill 1. Tékkland 3 2 0 1 4:5 6 2. Grikkland 3 1 1 1 3:3 4 3. Rússland 3 1 1 1 5:3 4 4. Pólland 3 0 2 1 2:3 2 B riðill 1. Þýskaland 3 3 0 0 5:2 9 2. Portúgal 3 2 0 1 5:4 6 3. Danmörk 3 1 0 2 4:5 3 4. Holland 3 0 0 3 2:5 0 C riðill 1. Spánn 3 2 1 0 6:1 7 2. Ítalía 3 1 2 0 4:2 5 3. Króatía 3 1 1 1 4:3 4 4. Írland 3 0 0 3 1:9 0 D riðill 1. England 3 2 1 0 5:3 7 2. Frakkland 3 1 1 1 3:3 4 3. Úkraína 3 1 0 2 2:4 3 4. Svíþjóð 3 1 0 2 5:5 3 Hetja Rooney sneri aftur eftir leikbann og skoraði eina mark leiksins. Ronaldo reyndi oftast að skora Cristiano Ronaldo, leik­ maður Portúgals, átti flestar marktilraunir í riðlakeppn­ inni á Evrópumótinu í knattspyrnu en henni lauk í gær. Ronaldo reyndi þrettán sinnum að skora en Spán­ verjinn Andrés Iniesta skaut tíu sinnum á markið. Listinn yfir fjölda mark­ tilrauna endurspeglar þó ekki listann yfir markahæstu mennina. Þannig voru Þjóðverjinn Mario Gómez, Rússinn Alan Dzagoev og Króatinn Mario Mandzukic markahæstir í riðlakeppn­ inni. Þeir skoruðu þrjú mörk hver. Rússar og Króatar eru þó úr leik á mótinu. Spán­ verjinn David Silva og Rúss­ inn Andrei Arshavin lögðu upp flest mörk eða þrjú hvor. Ekki verður leikið á miðviku­ dag á mótinu en átta liða úr­ slit hefjast á fimmtudag. Golfdagur haldinn hátíðlegur Golfsamband Íslands hef­ ur skipulagt svokallaðan golfdag sem haldinn verð­ ur hátíðlegur víða um land í dag, miðvikudag. Fram kemur í fréttatilkynningu frá sambandinu að í tilefni af Ólympíuviku ÍSÍ standi til að kynna golf fyrir Íslending­ um. Opið verður frá klukkan 16–19 á æfingasvæði golf­ klúbba um allt land og býðst börnum og unglingum að læra undirstöðuatriði íþrótt­ arinnar. Áhugasamir eru hvattir til að kynna sér golf­ klúbba í sínu nágrenni.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.