Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 30.11.2012, Qupperneq 3

Dagblaðið Vísir - DV - 30.11.2012, Qupperneq 3
É g hef verið að gera aðventu- kransa frá því um miðjan október og svo byrjaði ég að skreyta fyrir um tveimur vikum og er alltaf að bæta við. Svo já, það er alveg orðið jóla- legt hjá mér,“ segir stílistinn, jóla- barnið og ritstjóri veftímaritsins Nude Home, Þórunn Högnadóttir. Þórunn segir aðra í fjöl- skyldunni sátta við að byrja svo snemma að skreyta fyrir jólin. „Þau eru orðin vön þessu auk þess sem þau eru líka mikil jólabörn,“ segir hún brosandi og bætir við að hún muni ekki eftir öðru en að hafa alltaf hlakkað mikið til jól- anna. „Mamma bakaði alltaf og skreytti mikið og jólaboðin hjá ömmu eru mér minnisstæð. Þessi jólaáhugi hefur samt bara aukist með hverju árinu,“ segir hún bros- andi og bætir við að aðventan sé í sérstöku uppáhaldi hjá henni. „Þessi tími, þegar farið er að rökkva og maður getur far- ið að kveikja á kertum og kveikt upp í arninum, er svo yndisleg- ur. Það er svo margt skemmti- legt að gerast í desember, matur- inn, aðventu hlaðborðin, tónlistin og svo eru næstum allar helgar bókaðar hjá okkur út desember. Við hittum fjölskyldu og vini og höldum í ýmsar hefðir. Ég baka til dæmis alltaf með systur minni og mömmu og svo förum við fjöl- skyldan alltaf á Vox í hádeginu á Þorláksmessu með mágkonu minni og hennar fjölskyldu. Svo höfum við líka farið fimm eða sex síðustu árin á Geysi í Haukadal þrjár fjölskyldur saman. Þá leigj- um bústaði og förum á jólahlað- borð. Þetta er alltaf jafn gaman og krakkarnir hlakka alltaf jafn mikið til.“ Þórunn segist eiga mikið af jólaskrauti sem hún haldi sérstak- lega upp á. „Í augnablikinu eru það loðin hreindýr sem ég var að kaupa í Tekk. Þetta eru alveg guðdóm- lega falleg hreindýr og alveg eins og ekta. Þau eru í sérstöku uppá- haldi hjá mér þetta árið. Svo þykir mér alltaf jafn vænt um hreindýr- ið Rúdolf sem er kertastjaki sem ég keypti í Ameríku fyrir 14 árum. Hann er ofsalega fallegur og mér hafa verið boðnar háar upphæðir fyrir hann. Sem er fyndið því hann er alls ekki falur.“ Þegar hún er spurð hvort hún leyfi krökkunum að skreyta mér sér hlær hún dátt. „Á meðan krakkarnir voru litlir fengu þeir sitt jólatré inn í herbergin sín sem þeir fengu að skreyta að vild. Þá fékk ég að hafa mitt stóra tré inni í stofu eins og ég vildi hafa það. Í dag eru þau svo stór að þeim er í rauninni slétt sama en þetta var góð lending. Þau völdu sitt skraut og seríu og ég mitt og allir voru sáttir.“ indiana@dv.is Aðventan 3Helgarblað 30. nóvember – 2. desember 2012 „Mamma bakaði alltaf og skreytti mikið „Þetta eru alveg gudóm- lega falleg hreindýr Rúdolf Fallegi kertastjak- inn er frá Pottery Barn. Ró og friður Þórunn elskar aðventuna. Í uppáhaldi Hreindýrin flottu eru frá Tekk.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.