Dagblaðið Vísir - DV - 30.11.2012, Side 14

Dagblaðið Vísir - DV - 30.11.2012, Side 14
14 Aðventan 30. nóvember – 2. desember 2012 Helgarblað Felldu eigið tré n Finndu jólatréð í jólaskóginum Þ að er að verða hluti af jóla- undirbúningi hjá mörgum að höggva jólatréð sjálfir en það má gera til dæmis í Grýlu- skógi í Heiðmörk. Þar gefst fólki færi á að höggva sitt eigið jólatré. Skóg- urinn verður opnaður þann 8. des- ember og verður opinn um helg- ar fram að jólum. Það verður Jón Gnarr borgarstjóri sem heggur fyrsta tréð á opnunardaginn. Eigi fólk í erfið leikum með að finna tréð sem það leitar að þá getur það leitað til skógarvarðarins. Jólaskógurinn er opinn frá klukkan 11 til 16 og er þar boðið upp á kakó og kaffi. Í Heiðmörk verður einnig jóla- markaður sem verður staðsettur við Elliðavatnsbæinn. Markaður- inn verður opnaður nú um helgina og verður opinn frá klukkan 11 til 16 um helgar á aðventunni. Þar verður kaffisala, upplestur rithöfunda, tón- listaratriði, handverksfólk selur vörur sínar auk þess sem afskor- in jólatré verða til sölu. Það verður því varla hægt annað en að komast í jólaskap í Heiðmörk á aðventunni. Dásamlegt eftirmiðdegi Nú þegar aðventan gengur í garð, það húmar að og kólnar hafa margir gaman af því að hafa það notalegt heima við eitt eftir- miðdegi. Einhverjir vilja jafnvel skreyta heimili sitt með heima- gerðum gersemum og ekki er verra ef þær eru ætar. Hér á eftir fer ágætis piparkökuuppskrift , en piparkökur eru tilvaldar til þess að baka og skreyta þær svo með glassúr eftir hugmyndaflugi hvers og eins. Með þessu má galdra fram alls kyns kynjaverur sem geta glætt heimilið hátíðlegum blæ. Það sem er kannski ekki verra er að þeir sem ekki kunna að meta jólaskrautið geta skorið út eitthvað allt annað og sýnt í verki mótmæli sín. Hér ræður hugmyndaflugið. Piparkökur n 600 gr hveiti n 1½ dl síróp n 75 gr smjörlíki n 1½ dl sykur n 1½ dl púðursykur n 1½ dl mjólk n 3 tsk. kanilduft n 2 tsk. engiferduft n 3 tsk. negulduft n ½ tsk. pipar n 4 tsk. natrón Smjörlíki og síróp er brætt saman við mjög vægan hita. Það er síðan hrært út í hin hráefnin og deigið slegið saman. Nauðsynlegt er að kæla deigið og best er að ná að kæla það yfir nóttu. Piparkökurnar eru svo flattar út í litlum skömmtum og hafðar frekar þunnar, en þó ekki um of. Þær eru svo bakaðar í nokkrar mínútur í ofni við 180–200°C. Nauðsynlegt er að fylgjast með kökunum vel þar sem bökunartími er misjafn eftir stærð og þykkt. Ekki gleyma að gera lítið gat efst á kökuna til þess að þræða snæri eða borða. Þá er hægt að hengja kökurnar upp. Glassúr Það er einfalt og þægilegt að búa til glassúr, en hann er þó hægt að kaupa til- búinn í búð. Best er að nota frekar þykkan glassúr til að skreyta kökurnar og ekki er vitlaust að setja hann í plastpoka, klippa lítið gat á eitt horn pokans og nota sem rjómasprautu. Hér er ágætis uppskrift að glassúr. n 100 gr flórsykur n ¼ tsk. vanilludropar Nokkrir dropar sjóðandi vatn og matar- litur þangað til þeirri þykkt er náð sem er ákjósanleg. Ef glassúrinn er of þunnur þá má bæta við flórsykri. Skemmtilegt spil fyrir alla aldurshópa n Teiknararnir Hugleikur, Halldór og Lóa bregða á leik Texti Halldórs Baldurssonar við mynd Hugleiks 4 potta af mjólk ½ normalbrauð Stóra dós af Ora-fiskbúðingi Grænar baunir 3 pela af rjóma Hálfan sekk af rófum og hamsatólg fyrir afganginn. Texti Hugleiks við mynd Lóu „Velkomin í mennta- málaráðuneytið. Má ég bjóða þér kannabis?“ S krípó er nýtt borðspil eft- ir höfunda Fimbulfambs. Í þessu sprenghlægilega spili hafa skemmtileg- ustu skopmyndateiknar- ar landsins lagt til teikningarnar en þátttakendur semja brandar- ana. DV fékk teiknarana Hugleik Dagsson, Halldór Baldursson og Lóu Hlín Hjálmtýsdóttur til þess að semja brandara fyrir hvers annars teikningar. „Mér fannst þetta svo skemmtileg hugmynd að ég sló bara til,“ segir Lóa um tilurð spilsins. Hún er mikill aðdáandi spilsins Fimbulfambs en höf- undarnir eru þeir sömu. „Ég spila enn Fimbulfamb með ungri frænku minni, hún er svo flink í spilinu. Það er svo gaman að spili sem er fyrir alla aldurshópa og þeir yngri og eldri eiga jafna möguleika á sigri,“ segir hún. kristjana@dv.is Texti Halldórs við mynd Sigmúnds „Þremillinn!! … Var þetta Lindsay Lohan!?!“ Texti Hugleiks við mynd Sigmúnds „Ég hata þjóðhátíð í Eyjum“ Texti Lóu við mynd Halldórs Baldurssonar „Ekki þreyta litlu putt- ana þína á tölvuspilinu því þú þarft að bera á mig kremið á eftir.“ Lóa bregður á leik „Það er gaman að spili sem er hannað fyrir alla aldurshópa,“ segir Lóa sem bregður hér á leik í vinnustofu sinni. Mynd KoLFinna MjöLL

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.