Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 17.04.2013, Qupperneq 23

Dagblaðið Vísir - DV - 17.04.2013, Qupperneq 23
Fólk 23Miðvikudagur 17. apríl 2013 Þ að hefur nú verið þó nokkur áhugi eftir RFF. En við erum að vega og meta. Við viljum fara inn í réttu búðirnar,“ segir fatahönnuðurinn Guðmundur Jör- undsson sem á föstudaginn í síðustu viku opnaði búðina JÖR að Lauga- vegi 89 þar sem seldur er fatnaður sem hann hannar undir sama nafni. Íslendingar hafa tekið opnun búðarinnar fagnandi og vel hef- ur verið látið af hönnun hans sem frumsýnd var á RFF. Að sögn Guðmundar var tals- verður undirbúningur fyrir opnun- ina. „Já, þetta tók nú sinn tíma. En hefði svo sem alveg getað unnist hraðar, við opnuðum í raun um leið og allar vörur voru komnar í hús. Þá small allt saman inni í versluninni um leið. Langi Seli (Axel Hallkell Jó- hannesson) hannaði verslunina og gerði það listilega vel og leiddi alla vinnu,“ segir Guðmundur. Hann er ekki einn að baki merkinu þrátt fyrir að vera hönnuður þess og andlit út á við. „Við erum tveir í þessu, enda gæti ég aldrei nokkurn tímann gert þetta einn. Við Gunnar Örn Petersen stofnuðum JÖR saman en Gunnar er menntaður lögfræðingur og starf- aði sem slíkur áður en hann vatt sér í JÖR ævintýrið,“ segir hann. Guðmundur hannaði áður fyr- ir Kormák og Skjöld og vakti mikla athygli fyrir hönnun sína þar. Eftir að hann fór frá þeim félögum og yfir í eigin rekstur hóf hann einnig að hann kvenfatnað, líkt og sjá mátti á Reykjavík Fashion Festival nú á dögunum. „Það hefur verið tekið mjög vel í dömulínuna, en hún kem- ur í sölu í haust. Þannig að við sjá- um kannski fyrst þá hvernig þetta gengur. En frá og með næsta hausti verðum við alltaf með tvær kven- línur á ári og tvær fyrir herra,“ segir Guðmundur. viktoria@dv.is n Erlendir aðilar áhugasamir um JÖR n Nýja búðin vinsæl „Erum að vega og meta“ Nóg að gera Mikill áhugi er fyrir nýju línunni hans Guðmundar. Erlendir aðilar hafa haft samband og vilja selja JÖR. MyNd sigtryggur ari Að verða „langamma“ „Þessi litla rófa er að gera mig að langömmu! Ekki seinna vænna – ég er nú að detta í þrítugt! Til hamingju Tóta og Depill í næsta húsi – höhömm …“ skrifar Manu- ela Ósk Harðardóttir undir mynd sem hún birti á Instagram-síðu sinni. Á myndinni heldur hún á kettinum sínum og hafði þá ný- lega komið í ljós að köttur dóttur hennar er kettlingafullur og því er Manuela að verða „langamma“ eins og hún segir sjálf frá. „Eða ég fjarlægi þig“ Ritstjóri menn.is sagði á Facebook- síðu sinni frá skemmtilegri uppá- komu sem hann varð fyrir í World Class Laugum þegar Kári Stefáns- son kom upp að honum og spurði hvort hann ætti mikið eftir. Helgi sagði svo vera. „Þá gekk hann alveg upp að mér, þannig rétt mátti muna rakvélarblaði á milli andlita okkar. K:„Þú verður að hætta í þessu tæki núna,“ sagði hann ógnandi. H: „Nei það geri ég ekki.“„Þú gerir það með fúsum og frjálsum vilja - eða ég fjarlægi þig.“ Við horfðum nú djúpt í augu hvor annars - og ég spurði: „Ertu að meina þetta?“ Þá spratt sá gamli fram í mikinn hlátur,“ seg- ir Helgi á síðunni og Kári svaraði: „Nei, ég er ekki að því – en mað- ur verður að gera eitthvað til að skemmta sér hérna.“ n Jón stóri hefur breytt um lífsstíl n „Þetta var erfitt fyrst“ Þ að gengur bara mjög vel hjá mér, mér hefur ekki liðið betur í mörg ár. Ég var bú- inn að reyna að verða edrú í tvö ár. Mér bauðst síðan að fara til Grundarfjarðar til vinar míns sem hjálpaði mér í gegnum þetta. Það skiptir rosa miklu máli að komast út úr borginni, losna við áreitið og komast í kyrrðina úti á landi,“ segir Jón H. Hallgrímsson, betur þekktur sem Jón stóri. Jón er nýkominn aftur til borgarinnar eft- ir að hafa dvalið tæpar sjö vikur á Grundarfirði þar sem hann þurrkaði sig upp með hjálp góðs vinar síns. Nú fer hann eftir AA-bókinni og seg- ist aldrei hafa verið sælli. Jón hefur rætt opinskátt um handrukkanir, fíkniefni og fleira en segist nú vera kominn á beinu brautina, hann sé allavega búinn að segja skilið við fíkniefni og áfengi en segist ekki vilja tjá sig um rukkanirn- ar. Hann segir að neyslan hafi verið farin að stjórna lífi hans og hann hafi viljað losna. Jón hefur einnig tjáð sig um steranotkun sína en hann seg- ist vera að trappa sig niður af þeim að læknisráði því fráhvörfin séu svo mikil. „Ég hef nú lengi verið að mæta á fundi en ég prófaði að fara í þetta AA-prógramm, sporin og svona, og er alveg búinn að sjá að það er það eina sem virkar,“ segir Jón. Hann segist vera afar hamingjusamur með að vera orðinn edrú. „Þetta var erfitt fyrst, ég svaf eiginlega bara í viku,“ segir hann. Á Grundarfirði sagði hann ekki bara skilið við neysluna heldur breytti hann mataræðinu, fór í fjallgöngur og stundaði íþrótt- ir. „Ég hef ekki verið jafn hamingju- samur lengi. Ég vaknaði á morgn- ana, fékk mér hafragraut, síðan stundaði maður útiveru, fór á æf- ingar og svo lét ég tékka á mér öllum hvort ég væri í lagi. Ég er ótrúlega vel á mig kominn miðað við ald- ur og fyrri störf, ég slapp mjög vel. Ég gæti ekki verið sáttari og þakk- látari en ég er í dag,“ segir hann. „Ég er enn að taka til í hausnum á mér, maður er enn að ná lendingu og venjast þessu öllu,“ segir Jón og viðurkennir að hann reyni að halda sig frá freistingum. Hann umgangist helst vini sem eru á sömu braut og hann og ætli að halda sig frá látun- um í miðbænum. Hann segir alla þá sem hafi viljann að vopni geti kom- ið sér upp úr neyslu. „Ef þú ferð í prógrammið og vilt þetta nógu mik- ið þá er þetta alveg hægt. Það eru gefin loforð í AA-bókinni um að ef þú fylgir þessu prógrammi þá muni það halda,“ segir hann. Móðir Jóns er afar ánægð með son sinn. „Hún hefur alltaf staðið að baki mér eins og klettur og vill að sjálfsögðu ekki sjá son sinn eins og ég var,“ seg- ir Jón sem segist ekki hafa liðið vel í neyslu. „Nei, að sjálfsögðu ekki. Það líður engum vel í mikilli neyslu sem er búinn að vera í neyslu lengi, þetta er ekkert líf. Þannig að ég er ánægður með að hafa sloppið vel út úr þessu. Ég ætla að vona að ég haldi því, ég er heppinn.“ n „ Hefur ekki liðið betur í mörg ár Edrú og alsæll Kominn í útivistina Jón hefur tekið líf sitt í gegn og verið án áfengis og fíkniefna í tæpar sjö vikur. Hann fór til Grundarfjarðar til þess að þurrka sig upp, stundaði þar útivist og fjallgöngur meðal annars.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.