Dagblaðið Vísir - DV - 08.05.2013, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 08.05.2013, Blaðsíða 2
Rándýrt úr gert upptækt Héraðsdómur Reykjaness hefur dæmt karlmann til að greiða rúmlega sjö hundruð þúsund króna sekt og til að sæta upptöku á Hublot-arm- bandsúri. Maðurinn var stöðv- aður á Keflavíkurflugvelli í apríl í fyrra við komuna frá London. Í fórum hans fannst armbands- úr af gerðinni Hublot og var verðmæti þess metið á 2,8 milljónir króna. Var maðurinn í kjölfarið ákærður fyrir tolla- lagabrot þar sem hann gerði tollgæslunni ekki grein fyrir úr- inu. Maðurinn játaði sök í mál- inu og samþykkti einnig kröfu ákæruvaldsins um upptöku á úrinu. Maðurinn þarf að greiða sektina innan fjögurra vikna, ella sæti fangelsi í 45 daga. 2 Fréttir 8. maí 2013 Miðvikudagur S tórt svæði á Esjunni er orðið hálfgert drullusvað eftir mik- inn átroðning göngufólks utan merktra gönguleiða. Svæðið sem orðið hefur verst úti nefnist Einarsmýri, en fólk vílar ekki fyrir sér að ganga þar yfir þrátt fyrir að jörðin sé opið sár á stóru svæði. Til stendur að lagfæra Einarsmýri og útbúa þar merkta gönguleið til að koma í veg fyrir frek- ari átroðning. Skógrækt Reykjavíkur hefur fengið framkvæmdaleyfi til verksins en það strandar á fjárskorti. „Við höfum þetta leyfi en það þýð- ir ekki að við förum í aðgerðir strax. Það fer eftir því hvernig okkur tekst að fjármagna framkvæmdina,“ segir Helgi Gíslason, framkvæmdastjóri Skógræktar Reykjavíkur sem hefur umsjón með verkefninu. Eins og staðan er í dag er fjármagnið ekki í augsýn en búið er að sækja um styrki til nokkurra aðila. Hægt að fara í einfaldar aðgerðir „Þetta svæði er orðið mjög leiðinlegt en það er ekki óyfirstíganlegt að laga þetta. Það væri hægt að fara í góð- ar og tiltölulegar einfaldar aðgerð- ir sem myndu koma þessu í miklu betra horf.“ Helgi segir kostnaðinn við að- gerðirnar ekki þurfa að vera mikinn en það setji vissulega strik í reikn- inginn hve hátt uppi í fjallinu umrætt svæði sé. Kostnaðurinn liggur ekki fyrir en hann fer mikið eftir því hvaða úrlausnir verður farið í. Hugmynd- irnar eru tvær að sögn Helga, annað- hvort að brúa svæðið eða fara í jarð- vegsflutninga. „Svo höfum við verið að ræða það hérna innanhúss að leggja einhverja vinnu í hönnun á stígnum. Þetta er notað svo mikið og við viljum auð- vitað að þetta verði smekklegt, geti þjónað sem flestum og falli vel inn í landið. Við vitum allavega að það er ekki sama hvernig þetta er gert.“ Bresk sjálfboðaliðasamtök sjá um endurbætur Esjan er óumdeilanlega eitt vin- sælasta útivistarsvæði höfuðborgar- búa og fjöldi fólks gengur reglulega á fjallið. Þá verður Esjan sífellt vinsælli meðal erlendra ferðamanna. Það er því nauðsynlegt að viðhald á göngu- stígum sé gott og þeir vel merktir til að koma í veg fyrir eyðileggingu gróðurs. „Menn hafa velt því fyrir sér hvernig best sé að byggja þetta upp sem gott útivistarsvæði. Það er mikið búið að planta í Esjuna og svo er búið að vinna töluvert af fínum stígum út frá Mógilsá,“ segir Helgi. Pokasjóður hefur síðustu árin verið einn helsti stuðningsaðili Skóg- ræktar Reykjavíkur og fjármagn úr honum hefur verið notað til að viðhalda göngustígum á Esjunni. Þá koma bresk sjálfboðaliðasamtök, British Volunteers, reglulega hingað og lagfæra með handafli neðri hluta göngustígsins. Að sögn Helga kemur hópur frá samtökunum hingað til lands í lok maí til að lagfæra það sem runnið hefur úr stígnum í vetur og undirbúa hann fyrir sumarið. „Svo erum við að smá lengja endurbæturnar á honum upp fjallið, en eftir því sem stígurinn lengist þá þarf meira viðhald á honum. Og það fer meiri tími í það,“ útskýrir Helgi sem telur þó ekki hægt að fresta framkvæmdum við Einarsmýri mikið lengur. Kallar eftir fjármagni „Það verður að taka þetta svæði í gegn og vonandi tekst okkur að fá stuðningsaðila til að klára þetta. Landsnet hefur boðið sig fram til að hjálpa okkur með vinnuflokk og það hjálpar verulega mikið.“ Þó sú að- stoð sé kærkomin fyrir Skógræktina dugir hún skammt þegar fjármagnið til framkvæmdanna vantar. „Það er auðvitað kostnaður við hönnun, sem þarf að vera aðkeypt þjónusta og efniskostnaður. Svo ef það þarf ein- hverjar vélar og tæki. Og ef það verð- ur farið í brúargerð – þetta kostar allt saman.“ Helgi vill fá að kalla eftir fjár- magni til framkvæmdanna, enda sé það hagur allra að koma í veg fyrir að svæðið fari verr en orðið er. „Það væri óskaplega gleðilegt ef það væri hægt að taka Einarsmýrina í sumar og koma skikki á hana,“ segir hann að lokum. n Sólrún Lilja Ragnarsdóttir blaðamaður skrifar solrun@dv.is Esjan Er Eitt drullusvað n Göngufólk treður niður Einarsmýri n Lagfæringar stranda á fjárskorti Útivistarsvæðinu við Esjuna er viðhaldið bæði af Skógrækt Reykjavíkur og Skógrækt ríkisins og í sjónmáli eru frekari framkvæmdir til að gera svæðið betra til útivistar. Björn Traustason, landfræðingur hjá Rannsóknarstöð Skógræktar ríkisins við Mógilsá, hefur fengið styrk úr Fram- kvæmdasjóði ferðamannastaða til að stika út nýjar gönguleiðir austan við Mógilsá. „Hugmyndin með því er akkúrat sú að reyna að minnka álagið á aðalstígn- um og dreifa því yfir nýtt svæði í Esjunni. Það er verið að reyna að bjóða upp á fleiri möguleika,“ segir Björn. Þá er ýmislegt fleira í skoðun varðandi bætt aðgengi og öryggi göngufólks á Esjunni. Björn tekur sem dæmi kletta- beltið þar sem ýmis slys hafa orðið á fólki síðustu misseri, þar þurfi að gera einhverjar ráðstafanir. Slíkar framkvæmdir yrðu þó mjög kostnaðarsamar og líklega ekki á döfinni alveg á næstunni. Til stendur þó að gera heildarúttekt á því sem þarf að gera á Esjunni og verður það samstarfsverkefni Skógræktar ríkisins og Reykjavíkur. Frekari göngustígagerð í sjónmáli Hugmyndin er að dreifa álaginu Einarsmýri Eins og sjá má að myndunum þá er svæðið orðið mjög illa farið. Fólk hik- ar ekki við að ganga þar yfir þrátt fyrir að það sé opið sár. „Það verður að taka þetta svæði í gegn og vonandi tekst okkur að fá stuðningsaðila til að klára þetta. Kallar eftir fjármagni Helgi Gíslason, framkvæmdastjóri Skógræktar Reykjavíkur, segir nauðsynlegt að fara í lagfæringar á Einarsmýri sem fyrst. Mikil fjölgun gistinótta Gistinætur á hótelum í mars voru 163.200 og fjölgaði um 22 pró- sent frá mars í fyrra. Þetta kemur fram í tölum sem Hagstofa Íslands birti á þriðjudag. Þar kemur fram að gistinætur erlendra gesta hafi verið um 79 prósent af heildar- fjölda gistinátta í mánuðinum en þeim fjölgaði um 26 prósent frá sama tíma í fyrra. Jafnframt fjölg- aði gistinóttum Íslendinga um 10 prósent. Á höfuðborgarsvæðinu voru 115.700 gistinætur á hótelum í marsmánuði og fjölgaði þeim um 11 prósent frá sama mánuði í fyrra. Gistinóttum fjölgaði um- talsvert á Austurlandi og voru þar 6.000 gistinætur í mars samanbor- ið við 2.100 í mars 2012. Á sam- anlögðu svæði Vesturlands og Vestfjarða voru 6.200 gistinætur í mars eða tvöfalt fleiri en í mars 2012. Á Norðurlandi voru 11.300 gistinætur í mars sem er 80 pró- senta aukning frá fyrra ári. Á Suðurnesjum voru um 7.000 gistinætur í mars en það samsvar- ar til 36 prósenta aukningar frá sama mánuði í fyrra. Á Suðurlandi voru 17.200 gistinætur á hótelum til samanburðar við 13.100 í mars 2012. Gistinætur á hótelum í janú- ar, febrúar og mars voru 391.600 til samanburðar við 309.077 fyrir sama tímabil árið 2012. Gistin- óttum erlendra gesta hefur fjölg- að um 31 prósent samanborið við fyrsta ársfjórðung árið 2012 á meðan gistinóttum Íslendinga hefur fjölgað um 10 prósent.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.