Dagblaðið Vísir - DV - 08.05.2013, Síða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 08.05.2013, Síða 4
4 Fréttir 8. maí 2013 Miðvikudagur F ramsóknarflokkurinn og Sjálfstæðisflokkurinn eiga nú í stjórnarviðræðum. Eitt af þeim málum sem flokkarn­ ir þurfa að ræða er aðild að Evrópusambandinu og viðræður þar að lútandi. Báðir flokkarnir ályktuðu á landsfundum sínum nú eftir ára­ mót að Íslandi væri best borgið utan sambandsins. Framsóknarflokkurinn ræddi lítið um aðildarviðræðurnar í kosninga­ baráttunni. Hið sama átti við um Sjálf­ stæðisflokkinn. Í ályktun Framsóknar frá landsfundi flokksins segir að ekki verði haldið lengra í viðræðum við ESB nema að undangenginni þjóðar­ atkvæðagreiðslu. Sjálfstæðisflokk­ urinn ályktaði hins vegar að aðildar­ viðræðunum yrði hætt og þær ekki teknar upp að nýju fyrr en að undan­ genginni þjóðaratkvæðagreiðslu. Forðast þjóðaratkvæðagreiðslu Skiptar skoðanir eru um það hvort einfaldlega sé hægt að setja aðildar­ viðræðurnar á ís án þess að gefa upp hvenær eigi að hefja þær að nýju. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknar, sagði í Silfri Egils um þar síðustu helgi að honum þætti eðlilegt að þjóðin veitti um­ boð sitt til aðildarviðræðnanna með þjóðaratkvæðagreiðslu. Sumir innan Framsóknar halda því hins vegar fram að nýrri ríkis­ stjórn beri engin skylda til þess að halda þjóðaratkvæðagreiðslu um áframhald viðræðna. Ekki frekar enn fráfarandi ríkisstjórn hafi borið skylda til að halda þjóðaratkvæða­ greiðslu um hvort hefja ætti aðildar­ viðræður árið 2009. Stuðningur við Framsókn og Sjálfstæðisflokkinn í nýafstöðnum kosningum sýni að ekki sé vilji fyrir því hjá Íslendingum að klára aðildarviðræðurnar við ESB. Undir þetta tók Sigríður Á. Andersen, varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins, í Silfri Egils síðasta sunnudag. Ekki er þó víst að Íslendingar sætti sig við slík sjónarmið. Þannig telja flestir eftir á að hyggja að betra hefði verið fyrir fráfarandi ríkisstjórn Sam­ fylkingarinnar og Vinstri grænna að halda þjóðaratkvæðagreiðslu í upp­ hafi kjörtímabilsins árið 2009 um það hvort sækja ætti um aðild. Sam­ fylkingin hélt einmitt uppi þeim rök­ um að hið mikla fylgi flokksins árið 2009 hafi sýnt að Íslendingar vildu sækja um aðild að ESB. Vandræðalegt ef þjóðin vill áframhald viðræðna Þeir sem DV ræddi við eru sam­ mála um að þjóðaratkvæðagreiðsla um aðildarviðræðurnar sé ekki efst á óskalistanum hjá Framsókn og Sjálfstæðisflokki. Því sé líklega vilji fyrir því innan beggja flokka að fresta slíkri þjóðaratkvæðagreiðslu sem lengst. Ýmsar ástæður liggja að baki því. Umræður um ESB fyrir þjóðar­ atkvæðagreiðsluna myndu reyna á Íslendinga og skapa deilur í sam­ félaginu sem er ekki vinsælt í upp­ hafi kjörtímabils nýrrar ríkisstjórnar. Ef meirihluti kjósenda myndi síð­ an samþykkja áframhald aðildarvið­ ræðna myndi það veikja stöðu ríkis­ stjórnar sem væri á móti aðild. Það myndi hvorugur þessara flokka vilja. Það yrði síðan óheppilegt fyrir flokkana að vera í aðildarviðræðum án þess að hafa nokkurn áhuga á að­ ild að ESB. Má gera ráð fyrir að rík­ isstjórn með slíka ásýnd yrði að athlægi erlendis. Rætt hefur verið um að halda þjóðaratkvæðagreiðslu um málið innan næstu 12 mánaða. Því verður áhugavert að sjá hvernig þessir flokkar landa ESB­málinu að því gefnu að þeir nái að mynda ríkis­ stjórn á næstunni. Uppfyllum ekki skilyrði EES Varðandi áframhald viðræðna við ESB þá er ekki víst að margir Ís­ lendingar átti sig á þeirri stöðu sem upp gæti komið ef aðildarviðræðun­ um yrði slitið einhliða af okkar hálfu eða viðræðurnar settar á ís í nokk­ ur ár. „Um leið og þú slítur aðildar­ viðræðunum þá detta framan í þig spurningar eins og hvort Ísland ætli sér að vera innan evrópska efnahags­ svæðisins með áframhaldandi fjár­ magnshöft. Þá fer Evrópusambandið að spyrja um svör um áætlun um hvernig eigi að afnema gjaldeyris­ höftin,“ sagði einn viðmælandi DV í úttekt um helstu stefnumál nýrrar ríkisstjórnar sem birtist í blaðinu fyrir helgi. Árni Páll Árnason, for­ maður Samfylkingarinnar, lét hafa eftir sér í samtali við DV fyrr í vetur að ekki væri hægt að setja íslensku krónuna á flot aftur nema með því að ganga í ESB. Einungis þannig gætu Íslendingar aftur uppfyllt skilyrði samningsins um evrópska efnahags­ svæðið (EES) er snýr að frjálsri för fjármagns. „Áframhaldandi hömlur á útflæði fjár í einhverri mynd inn­ an ramma EES, eða að við einfald­ lega förum úr EES og höldum slíkum hömlum,“ sagði hann aðspurður hvað Ísland gæti gert ef Íslendingar höfnuðu aðild að ESB. Inn í þetta spila líka áform um afnám gjaldeyrishafta sem bæði Framsókn og Sjálfstæðisflokkur hafa á stefnuskrá sinni. „Í því sam­ hengi voru gjaldeyrishöftin sam­ þykkt af aðildarþjóðum EES­samn­ ingsins þrátt fyrir að þau gangi gegn anda samningsins. Hins vegar er nauðsynlegt til lengdar að losa höft­ in. Ekki mun ganga til lengdar að vera með altæk höft á útstreymi fjár­ magns og vera samtímis innan EES­ svæðisins. Íslendingar þurfa því að gera heiðarlega tilraun til að losa höftin. Það kann að reynast flókið og þurfa tíma en hitt er ekki í boði, að hverfa frá verk efninu,“ sagði Már Guðmundsson seðlabankastjóri í sér riti um valkosti Íslands í gjaldmið­ ils­ og gengismálum sem kynnt var í september 2012. Ljóst er að nýrri ríkis stjórn bíða ærin verkefni í efna­ hagsmálum þar sem gjaldmiðlamál Íslendinga skipta líka miklu máli. n Ræðast við Sigmundur Davíð og Bjarni Ben eru taldir vilja forðast þjóðar­ atkvæðagreiðslu um áframhald á ESB­viðræð­ um. Niðurstaðan gæti orðið þeim óheppileg. Annas Sigmundsson blaðamaður skrifar annas@dv.is n Kæmi illa út ef þjóðin vildi halda áfram viðræðum um Evrópusambandið Þjóðaratkvæði á ís Hvalveiðar: Mótmæla harðlega „Það er í hæsta máta sérkenni­ legt að sérhagmunir eins aðila gangi fyrir almannahagsmun­ um auk þess sem veiðarnar eru stundaðar í algjörri andstöðu við okkar helstu viðskiptalönd,“ segir í ályktun stjórnar Ferða­ málasamtaka Íslands þar sem samtökin mótmæla harðlega þeirri ákvörðun Kristjáns Lofts­ sonar, framkvæmdastjóra Hvals hf., að hefja hvalveiðar að nýju. „Þær ósjálfbæru hvalveiðar sem hér eru stundaðar ganga í berhögg við skilgreininguna á sjálfbærri nýtingu auðlinda og eru jafnframt stundaðar í al­ gjörri andstöðu við ályktanir ferðaþjónustunnar, m.a. á að­ alfundum SAF undanfarin ár,“ segja samtökin. „Ferðaþjónustan og stjórn­ völd hafa staðið sameiginlega að vönduðu markaðsátaki, Ísland allt árið, sem er að skila veru­ legri fjölgun ferðamanna, þ.á.m. metfjölda í hvalaskoðunarferðir. Tilgangur þessa verkefnis var að fjölga heilsársstörfum og styrkja stoðir atvinnugreinarinnar,“ bæta samtökin við og segja að hvalveiðar í óþökk annarra þjóða muni skaða orðspor landsins með „ófyrirsjáanlegum afleiðingum“. „Fyrir liggur að hvalaskoðun um land allt skilar mun meiri verðmætum til þjóðarbúsins en hvalveiðar munu nokkru sinni gera. Ferðamálasamtök Íslands benda á að eina leiðin til sjálf­ bærrar nýtingar hvalastofnanna hér við land er að sýna þá með ábyrgum hætti erlendum og innlendum ferðamönnum. Það er, hvalirnir eru mun meira virði lifandi en dauðir.“ Ferðamálasamtök Íslands skora því á stjórnvöld að hlutast til um málið – til að meiri hags­ munum verði ekki fórnað fyrir sérhagsmuni Kristjáns Lofts­ sonar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.