Dagblaðið Vísir - DV - 08.05.2013, Side 6

Dagblaðið Vísir - DV - 08.05.2013, Side 6
K arlmaður á sextugsaldri fannst látinn í blokkaríbúð á Blómvangi á Egilsstöðum á þriðjudagsmorgun. Þegar lögreglan kom á vettvang var ljóst að andlát mannsins hefði ekki borið að með eðlilegum hætti. Sam­ kvæmt heimildum DV var aðkoman slæm. Þeir lögregluþjónar sem komu fyrstir á staðinn yfirgáfu íbúðina strax og biðu eftir tæknideild. Jónas Vilhelmsson er yfirlögreglu­ þjónn á Eskifirði. „Það kemur út­ kall frá fjarskiptamiðstöð í morgun til lögreglunnar á Egilsstöðum, sem fer á vettvang og finnur þar látinn mann,“ sagði hann í samtali við DV á þriðjudag. „Það virðist sem þetta sé voveiflegt andlát, þannig að lög­ reglumennirnir bakka út og kalla til rannsóknarlögregluna á Eskifirði.“ Fjölskyldufaðir í haldi lögreglu Karlmaður er í haldi lögreglu grunað­ ur um að hafa ráðið manninum bana. Hann er hálfþrítugur fjölskyldufaðir með konu og barn. Samkvæmt upp­ lýsingum frá heimamönnum var hann aðkomumaður, nýfluttur í bæ­ inn. Á smáauglýsingasíðu á Facebook má sjá hvar hann óskar eftir leiguíbúð á Egilsstöðum í febrúarlok og kerru til leigu skömmu síðar. Hinn látni var einnig nýfluttur á Egilsstaði en hann var að sögn ljúf­ lingsmaður sem öllum líkaði vel við. Hann var úr sveitinni og hafði búið einn með móður sinni, en flutti í bæ­ inn eftir andlát hennar. Hann lætur ekki eftir sig börn. Mennirnir bjuggu í sömu blokk en ekki er vitað til þess að þeir hafi tengst að öðru leyti. Lögreglan á Eskifirði staðfesti í samtali við DV að meintur gerandi hafi valdið ónæði á mánu­ dagskvöld. Lögreglan hafði þá af­ skipti af manninum í kjölfar kvart­ ana nágranna en ekki þótti ástæða til þess að handtaka hann. Samkvæmt heimildum DV hafði maðurinn bank­ að upp á hjá nágrönnum sínum og beðið um áfengi og tóbak. Nágranni hringdi í Neyðarlínuna Það var svo um átta leytið á þriðju­ dagsmorgun sem nágranni þeirra hringdi í Neyðarlínuna þegar hann sá hinn látna liggja hreyfingarlausan í íbúð sinni. Samkvæmt heimildum DV fannst hann látinn á svölunum en lögreglan sveipaði svalirnar grænu klæði á meðan rannsókn fór fram. Ljóst er að hinn látni lést aðfara­ nótt þriðjudags en lögreglan hefur ekki viljað veita upplýsingar um hvernig það gerðist og eins er ekki vitað hvað lá að baki meintu ódæðis­ verki. Þá liggur ekki fyrir hvort vitni hafi verið að atburðinum en lögreglan leitar að þeim sem geta gefið upplýs­ ingar um málið. Fimm lögreglumenn farnir austur Lögreglan á Eskifirði fer með rann­ sókn málsins ásamt lögreglunni á Seyðisfirði en lögreglan á höfuð­ borgarsvæðinu hefur einnig verið þeim til aðstoðar og sent fimm menn á svæðið. Maðurinn sem er í haldi lög­ reglunnar hafði ekki verið yfirheyrður formlega seinnipart þriðjudags þótt rætt hafi verið við hann. Formleg yfir­ heyrsla fer ekki fram fyrr en tækni­ deild lögreglunnar á höfuðborgar­ svæðinu hefur lokið störfum. Honum hefur verið úthlutaður verjandi. Á þriðjudagskvöld lá ekki fyrir hvort farið yrði fram á gæsluvarð­ hald yfir manninum en ákvörðun um það verður væntanlega tekin á mið­ vikudagsmorgun, ef ekki fyrr. „Það er einn maður, sem við eigum eftir að yfirheyra, í haldi hjá lögreglunni. Við erum að vinna þessa hefðbundnu vinnu, leitum eftir vitnum,“ sagði Jónas á þriðjudag. Þýskur meina­ tæknir dvelur nú á Egilsstöðum og hjálpar til við rannsókn málsins. n 6 Fréttir 8. maí 2013 Miðvikudagur Skattkerfið einfaldað n Verðtryggingin er eitt stærsta ágreiningsefni Sigmundar og Bjarna V ið erum sammála um mikilvægi þess að einfalda skatt kerfið og gera það skilvirkara. Þetta sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugs­ son, formaður Framsóknarflokksins, um stjórnarmyndunar viðræðurnar við Bjarna Benediktsson. „Við höfum rætt efnahagsmálin í víðu samhengi, í samhengi við skulda­ mál og kjarasamninga, og nú stefnum við á að ræða skuldamál heimilanna,“ segir Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokks, um viðræðurnar. Sumir hafa gagnrýnt áform um að afnema þrepaskiptingu í skattkerf­ inu enda þýði slík breyting að skattur lækki á tekjuhærri einstaklinga. Að­ spurður um þessa gagnrýni segir Bjarni: „Það er röng túlkun á tillögum okkar í skattamálum. Það sem ég hef mestan áhuga á eru skatta­ og vaxta­ bætur, sem koma ekki hátekjufólki best,“ segir hann. Áherslur Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins eru mismun­ andi varðandi skuldamálin en Bjarni leggur áherslu á að lækka skatta og auka þannig ráðstöfunarfé, en Sig­ mundur Davíð hefur viljað beina leið­ réttingu á verðtryggðum húsnæð­ islánum. Sigmundur Davíð vill enn fremur afnema verðtrygginguna, en það hefur Sjálfstæðisflokkurinn ekki viljað. Því er verðtryggingin að öllum líkindum stærsta samningsefnið, að undanskildum ráðherrakaplinum. „Við höfum rætt ráðherraskipan lítil­ lega,“ staðfestir Bjarni. Samhljómur er hjá honum og Sig­ mundi Davíð um mikilvægi þess að lágmarka verðtrygginguna, og vísar Sigmundur í ályktun af landsfundi Sjálfstæðisflokksins þar sem áhersla var lögð á að tryggja framboð óverð­ tryggðra lána til lengri tíma. „Það hafa verið ólíkar áherslur en við höfum verið sammála um þetta, þótt við séum ósammála um hversu langt eigi að ganga.“ n Ræða saman Bjarni og Sigmundur hafa fundað stíft undanfarna daga og meðal annars rætt lítillega um ráðherraskipan. MyNd PReSSPhotoS.Biz Eldur kom upp í strætó Vegfarendur á Hverfisgötu ráku upp stór augu þegar þeir sáu eldglæður aftan í strætisvagni á þriðjudagsmorgun. Vegfarandi sem varð vitni að þessu sá eldinn koma upp í vagninum þar sem hann var á horni Bankastrætis og Lækjargötu laust fyrir klukkan níu um morguninn. Vagninn var hins vegar ekki stöðvaður fyrr en hann var kominn langleiðina upp Hverfisgötuna, en þá höfðu veg­ farendur reynt að gera bílstjóra vagnsins viðvart um eldinn.Greið­ lega gekk að slökkva eldinn eftir að vagninn hafði verið stöðvaður. Eftir því sem best er vitað urðu engin slys á farþegum strætis­ vagnsins en ekki náðist í Reyni Jónsson, framkvæmdastjóra Strætó, vegna málsins. Hvorki lögreglan né slökkvi­ liðið á höfuðborgarsvæðinu gat veitt upplýsingar um málið. Jón Steinar í meiðyrðamál við Þorvald Meiðyrðamál Jóns Steinars Gunn­ laugssonar, fyrrverandi hæstarétt­ ardómara, gegn Þorvaldi Gylfa­ syni var tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur á þriðjudag. Telur Jón Steinar að Þorvaldur hafi haft uppi ærumeiðandi ummæli í grein sem hann skrifaði í ritröð háskólans í München í mars í fyrra. Jón Steinar vill meina að Þorvaldur hafi sakað hann um að misfara með vald sitt sem dómari við Hæstarétt. Á Þor­ valdur, samkvæmt Jóni Steinari, að hafa haldið því fram að Jón Steinar hafi samið í leynd kæruskjal vegna stjórnlagaráðskosninganna sem fór að endingu fyrir Hæstarétti þar sem Jón Steinar var dómari. Verjandi Þorvaldar fór fram á að kallað yrði til vitni við aðalmeðferð málsins en lögmaður Jóns Steinars var ekki samþykkur þeirri kröfu. Dómarinn í málinu ætlar að taka sér vikufrest til að ákveða hvort hann leyfi vitni við aðalmeð­ ferð málsins. Harmleikur á Egilsstöðum n Ungur fjölskyldufaðir í haldi lögreglu n Aðkoman var slæm „Það er einn mað- ur, sem við eigum eftir að yfirheyra, í haldi hjá lögreglunni. Rannsókn stendur yfir Lögreglan á Eskifirði fer með rannsókn málsins ásamt lög- reglunni á Seyðisfirði. Voveiflegt andlát Þegar lögreglumenn komu að manninum yfirgáfu þeir íbúðina og biðu eftir tæknideild. Myndir: AuSturfrétt/GunnAr

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.