Dagblaðið Vísir - DV - 08.05.2013, Qupperneq 12
12 Erlent 8. maí 2013 Miðvikudagur
Sagður hafa nauðgað táningsstúlku
n Fjölmiðlamaðurinn Eddy Shah svarar til saka í Bretlandi
F
jölmiðlaeigandinn fyrrverandi,
Eddy Shah, tók þátt í þríkanti
með vændiskonu og tán-
ingsstelpu snemma á tíunda
áratugnum, að því er fram kom
fyrir dómi í Bretlandi á þriðjudags-
morgun. Hann og vændiskonan eru
saman sökuð um að hafa neytt stúlk-
una til kynferðismaka á hinum ýmsu
hótelum. Stúlkan, sem var fjórtán
ára þegar misnotkunin hófst, leysti
haustið 2011 frá skjóðunni, 20 árum
eftir að meintri misnotkun lauk.
Í kjölfar þessa voru þrír hand-
teknir; fjölmiðlamaðurinn Eddy
Shah, sem í dag er 69 ára, vændis-
konan Susan Davies, og þáverandi
kærasti hennar, Anthony Pallant,
en þau eru bæði ríflega fimmtug í
dag. Shah er þekktur fyrir að hafa
stofnað dagblaðið Today árið 1986.
Þremenningarnir hafa allir
staðfastlega neitað sakargiftum og
saka meintan brotaþola um lygar.
Gillian Eherton, saksóknari í mál-
inu, hefur bent á að sem fullorðnir
einstaklingar hafi þau Eddy og
Susan misnotað yfirburðastöðu
sína gagnvart táningi og misþyrmt
henni kynferðislega. Susan Davies
hafi staðið fyrir ofbeldinu en hún
hafi um árabil starfað sem fylgd-
ar- og vændiskona. „Hún lætur
siðferðið ekki þvælast fyrir sér,“
hafði saksóknari á orði um Susan
Davies.
Vitnisburður stúlkunnar gefur
til kynna að Susan hafi lengi haft
þetta á prjónunum. Í einni kynlífs-
senunni hafi Susan sagt við stúlk-
una að hún hafi stefnt að þessu frá
því stelpan var barnung. Í réttar-
höldunum kom fram að Susan hafi
komið hópkynlífinu í kring til að
ganga í augun á fjölmiðlamann-
inum. Stúlkan hafi ítrekað streist
á móti en að lokum látið undan
hótununum. Þau hafi svo margoft
neytt hana til kynlífs. Misnotkun-
inni lauk þegar stúlkan var 15 ára.
Réttarhöldunum er ólokið.
baldur@dv.is
F
oreldrar mínir kenndu mér
að ef ég legði hart að mér í
námi yrði það ávísun á betra
líf en þau hafa átt,“ segir
Laura Sanz, 35 ára Spánverji,
við BBC. Hún er búsett í Madrid og
er atvinnulaus eins og meira en sex
milljónir Spánverja. Ungt fólk segist
nú unnvörpum ætla að flýja landið,
enda slagar atvinnuleysið í þeim
aldurshópi í hátt í 60 prósent.
Eurostat hefur birt nýjar tölur
yfir atvinnuleysi á evrusvæðinu,
sem saman stendur af sautján
löndum. Aldrei fleiri íbúar á svæð-
inu hafa verið án atvinnu, eða 19,2
milljónir manna í mars. Í Grikk-
landi og á Spáni er ástandið verst.
Þar er atvinnuleysið um 27 prósent.
Annars staðar er ástandið betra
og í sumum evrulöndum ágætt. Í
Austur ríki er atvinnuleysi til dæmis
ekki nema 4,7 prósent. Það er því
ekki sama hvert horft er.
„Á Spáni er engin tækifæri
að finna“
„Ég vann með háskólanáminu
mínu og lauk fínum gráðum,“
heldur Laura áfram. „Ég fluttist
meira að segja til Bretlands um tíma
til að læra ensku, sem er nauðsyn-
leg í nánast hvaða starfi sem er.“ Nú
hefur hún lokið námi og lífið ætti að
brosa við henni. En veruleikinn er
annar. Hún er atvinnulaus eins og
flestir sem hún þekkir. „Erfiðið var
til einskis, því á Spáni er engin tæki-
færi að finna. Ég er umkringd fólki
í sömu stöðu og ég. Næstum allir
vinir mínir, á aldrinum 25 til 40 ára,
eru án atvinnu.“
Sergio Munoz er 25 ára efnaverk-
fræðingur, enn búsettur á Spáni.
Hann hefur leitað að vinnu í níu
mánuði. „Þegar þú ferð í atvinnu-
viðtal veistu að þúsund aðrir hafa
sótt um sömu stöðu. Til að fá starfið
þarftu að skara fram úr þeim öllum,“
segir hann og bætir við: „Þú þarft
eiginlega að vera guð til að fá vinnu
á Spáni.“ Hann hyggst flytja burt og
reyna fyrir sér í öðru landi, eins og
sumir vina hans hafa gert. Einn fékk
vinnu í Kína en annar á Englandi, í
Leeds. Sjálfur ætlar Sergio að flytja
til Þýskalands og freista gæfunnar.
Hann segir, í viðtali við BBC, að ungt
fólk sé í stórum hópum að missa
von um að fá vinnu í heimalandinu.
Jákvæð teikn á lofti?
Í tölum Eurostat frá því í janúar
kemur fram að atvinnuleysi meðal
ungs fólks er sláandi í Grikklandi og
á Spáni. 59,1 prósent Grikkja, 25 ára
og yngri, er atvinnulaust. Á Spáni
er sama hlutfall 55,9 prósent. Þess-
ar tölur ríma vel við þann veruleika
sem blasir við Lauru, stúlkunni sem
kynnt var til sögunnar hér í upphafi.
Vinir hennar eru upp til hópa at-
vinnulausir. Hún lýsir bæði vonleysi
og gremju. „Við skömmumst okkar
fyrir að horfa upp á foreldra okkar –
sem nálgast lífeyrisaldur – slíta sér
út á hverjum degi á sama tíma og
við sitjum aðgerðalaus heima, gegn
vilja okkar,“ segir hún.
Eins og áður segir er atvinnu-
leysi í hæstu hæðum í evrulöndun-
um sautján. Verbólga hefur þó
hjaðnað niður í 1,2 prósent í apríl
og það vekur með ráðamönnum
vonir um betri tíð. Verðbólgan, sem
Baldur Guðmundsson
blaðamaður skrifar baldur@dv.is
Mæla göturnar
Stærsti hluti ungs fólks á Spáni og í
Grikklandi hefur ekkert fyrir stafni.
„Við getum ekki
eignast börn“
n Aldrei fleiri atvinnulausir á evrusvæðinu n Ungir Spánverjar flýja land„Þú þarft eiginlega
að vera guð til að
fá vinnu á Spáni.
Sergio Munoz, 25 ára
Notaði skeið
til að flýja
Rússneskur fangi, sem dæmdur
var í fangelsi fyrir morð, er talinn
hafa notað skeið til að brjótast
út úr fangelsi. Maðurinn, Oleg
Topalov, slapp úr haldi aðfara-
nótt þriðjudags. Rússneska
blaðið Moscow Times hefur
eftir heimildarmanni innan lög-
reglunnar að fátt annað komi til
greina en skeið hafi verið notuð
til verknaðarins. Samkvæmt frétt
AFP er Matrosskaya Tishina-
fangelsið eitt það rammgerðasta í
Rússlandi og enginn hægðarleik-
ur að sleppa þaðan út. Topalov
er þó fjórði fanginn á um tutt-
ugu árum sem tekst að sleppa úr
fangelsinu. Topalov komst upp á
þak fangelsisins og síðan niður á
lóð þess. Því næst klifraði hann
yfir öryggisgirðingu og lét sig
hverfa út í nóttina.
Létust eftir að
eldgos hófst
Fjórir þýskir fjallgöngumenn og
leiðsögumaður þeirra biðu bana
þegar eldgos hófst skyndilega
á Mayon-fjalli á Filippseyjum
á þriðjudag. Óvíst er hvernig
mennirnir létust en grjóthnull-
ungar þeyttust tugi metra upp í
loftið þegar gosið hófst. Sjö aðrir
göngumenn slösuðust þegar gos-
ið hófst en það stóð yfir í mjög
stutta stund, að því er fram kemur
í frétt breska ríkisútvarpsins BBC.
Leiðsögumaðurinn sem lést var
Filippseyingur en alls voru um
tuttugu manns á fjallinu þegar
eldgosið hófst. „Þetta gerðist
svo skyndilega og fólki var mjög
brugðið,“ segir Jun Marana, sem
býr skammt frá fjallinu.
Sprakk
í loft upp
Olíuflutningabíll sprakk í loft
upp á hraðbraut í úthverfi
Mexíkóborgar á þriðjudag með
þeim afleiðingum að 19 létust
og 36 slösuðust, þar af nokkrir
alvarlega. Sprengingin var
gríðarlega öflug og skemmdust
meðal annars hús skammt frá
staðnum þar sem sprengingin
varð. Einhverjir þeirra sem létu-
st voru íbúar í umræddum hús-
um. Bílstjóri flutningabílsins
komst lífs af úr sprengingunni
en slasaðist mikið.
Samkvæmt breska ríkisút-
varpinu, BBC, er talið að eldur
hafi komið upp í bifreiðinni eftir
að hún lenti í árekstri við aðra
bifreið. Lögregla rannsakar mál-
ið en ekki er útilokað að of mik-
ið eldsneyti hafi verið í flutn-
ingatanki bifreiðarinnar þegar
slysið varð.
Grunaður Stofn-
andi Today á leið
fyrir dómara ásamt
konu sinni.