Dagblaðið Vísir - DV - 08.05.2013, Síða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 08.05.2013, Síða 13
í apríl var 1,7 prósent, hefur nefni- lega ekki verið minni síðan í febrú- ar 2010. Sérfræðingar gera sér von- ir um að Seðlabanki Evrópu muni lækka stýrivexti, núna á fimmtu- daginn. Því er jafnvel spáð að vextirnir muni lækka niður í 0,5 prósent. Slíkt hefði þau áhrif að al- menningur og fyrir tæki greiddu minni kostnað fyrir lánin sín. Stærri hluti afborgana færi í að greiða nið- ur höfuðstólinn. Til gamans (ef svo má að orði komast) má nefna að stýrivextir á Íslandi eru nú sex pró- sent. Allir á heimilinu án vinnu En þó atvinnuleysi ungs fólks sé ískyggilega mikið á Spáni er sumt eldra fólk líka illa statt. Hjónin Ang- el Moran og Conchi Leganes eru 53 og 48 ára. Þau hafa verið án atvinnu í heil fjögur ár. Dóttir þeirra, Noelia, 26 ára, er líka atvinnulaus og meira að segja kærasti hennar, 25 ára, mælir göturnar. Heimili þeirra er eitt 1,9 milljóna heimila á Spáni þar sem enginn hefur atvinnu. Þau fá einhverjar bætur frá ríkinu en þurfa að leita á náðir Rauða krossins til að fá mat. Eftir að hafa greitt leiguna er ekkert eftir. „Hitinn hefur verið tek- inn af húsinu okkar og við getum með herkjum borgað fyrir vatnið. Það fer annars allt í leiguna.“ Og dóttirin Noelia er ekki bjart- sýn á framtíðina. „Við kærasti minn getum ekki leigt okkur íbúð saman,“ segir hún. „Við getum ekki eignast börn, við höfum ekki efni á því. Maður þarf að horfa í hvern einasta aur.“n Erlent 13Miðvikudagur 8. maí 2013 Nágrannar frelsuðu þrjár stúlkur n Voru í prísund mannræningja í heilan áratug Þ rjár ungar konur sem hurfu fyrir rúmlega áratug í borginni Cleveland í Bandaríkjunum hafa fundist á lífi og lögreglan hefur handtekið þrjá menn sem eru taldir bera ábyrgð á hvarfi þeirra. Konurnar heita Gina DeJesus, Amanda Berry og Michele Knight. Lögreglustjórinn í Cleveland, Keith Sulver, hefur látið hafa eftir sér að konurnar virðist vera við ágæta heilsu. Fréttir hafa verið sagðar af því að ein þeirra hafi eignast barn á heimili mannræningjanna, fyrir ein- hverjum árum. Lögreglan hefur ekki greint frá því hvernig konurnar fundust en ná- grannar segjast hafa heyrt hróp frá húsinu þar sem þeim var haldið nauð- ugum. Þegar nágrannarnir könnuðu málið hafi þeir náð að opna útidyr og þannig tekist að bjarga konunum út. Fjölmiðlar vestanhafs hafa fengið að heyra símtal Amöndu Berry til neyðarlínunnar, eftir að hún slapp úr húsinu. „Halló, lögreglan. Ég heiti Amanda Berry. Mér var rænt fyrir tíu árum og ég er frjáls. Ég hef verið í fréttunum síðastliðin tíu ár, ásamt Ginu,“ heyrist Amanda segja. Amanda var numin á brott sextán ára að aldri, þann 21. apríl árið 2003. Hún hafði hringt í systur sína til að segja henni að hún fengi far heim úr vinnu. Svo var henni rænt. Ári síð- ar hvarf Gina DeJesus, fjórtán ára, þegar hún var á leið heim úr skóla. Michele Knight hvarf svo þegar hún var 21 árs á heimleið frá frænku sinni 23. ágúst árið 2002. n Lauk námi Laura segir að á Spáni sé fátt um fína drætti hvað atvinnu snertir. Atvinnulaus hjón Angel og Conchi hafa ekki efni á að kynda leiguhúsnæðið sem þau búa í. Flýr til Þýskalands Sergio hefur fengið nóg og ætlar að flytja frá Spáni. 10 Hlutfall atvinnulausra (%) 5 15 20Heimild: Eurostat * Febrúar 2013 ** Janúar 2013 † Desember 2012 27.2** 26.7 17.5 14.5 14.3 14.2 14.1 13.1 12.6 11.5 11.2* 11 10.7 9.9 9.4* 8.4 8.2 8.2 7.8** 7.3 7.2 6.7 6.5 6.4 5.7 5.4 4.7 Grikkland Spánn Portúgal Slóvakía Lettland Kýpur Írland Litháen Búlgaría Ítalía Ungverjal. Frakkland Pólland Slóvenía Eistland Svíþjóð Belgía Finnland Bretland Tékkland Danmörk Rúmenía Malta Holland Lúxemborg Þýskaland Austurríki Eistland Lettland Litháen Lúxemborg Portúgal Grikkland Malta Kýpur Tékkland. Slóvakía Ungverjaland Rúmenía Búlgaría AusturríkiFrakkland Spánn Ítalía Þýskaland Finnland Danmörk Holland Belgía Svíþjóð Bretland Írland Pólland Slóvenía Meðaltal Evrulandanna: 12.1% „Við getum ekki eignast börn, við höfum ekki efni á því. Maður þarf að horfa í hvern einasta aur. Noelia, 26 ára „Erfiðið var til einsk- is, því á Spáni er engin tækifæri að finna. Laura, 35 ára Lausar Hér má sjá tvær af stúlkunum. Þær heita Amanda Berry og Gina DeJesus. Sagan verður flutt á fjölskyldu­ tónleikum Sinfóníunnar í Hörpu laugardaginn 11. maí klukkan 14. GeiS lad iSku r með tón liSt oG u pple Str i á Sö Gun ni fylG ir www.forlagid.is – alvöru bókabúð á netinu Skemmtileg saga í bók og á geisladiski Aldrei meira atvinnuleysi í Evrópu Eurostat áætlar að 26,5 milljónir manna í Evrópusambandinu hafi verið án atvinnu í mars, þar af 19,2 milljónir á Evrusvæðinu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.