Dagblaðið Vísir - DV - 08.05.2013, Page 14

Dagblaðið Vísir - DV - 08.05.2013, Page 14
Sandkorn F átt getur komið í veg fyrir að Krónustjórn Bjarna Benedikts­ sonar og Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar verði að veruleika. Margir ala með sér þá von að með þeirri stjórn verði kom­ ið til móts við heimili landsins og fólki gert kleift að komast betur af. Og það er ástæða til að ætla að Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur muni standa við stóru kosningaloforðin. Stærsta mál þeirra félaga verður að efla hag einstaklinga og vinda ofan af stjórnlausu bruðli í ríkisrekstrinum. Ótal mörg tækifæri eru til þess að taka til hendinni í stofnunum ríkisins þar sem hver silkihúfan trónir upp af annarri. Um áratugaskeið hefur spill­ ing grafið um sig hjá hinu opinbera. Vinstristjórnin ber þar minnsta sök. Það eru flokkarnir sem voru á und­ an. Stærsta ábyrgð á óráðsíu í ríkis­ rekstrinum ber Sjálfstæðisflokkurinn af þeirri ástæðu að hann hefur boðað allt annað. Sem dæmi má nefna Ríkisút­ varpið sem blómstraði við ríkisjötuna undir stjórn menntamálaráðherra Sjálfstæðis flokksins. Í stað þess að taka RÚV af auglýsingamarkaði og marka stofnunianni takmarkað svið var hlaðið undir hana á kostnað fjölmiðla á frjáls­ um markaði. Tilgangurinn með því að efla fjölmiðlarisann var augljóslega sá að koma flokknum upp valdatæki. Og þessi hugsun gegnsýrði ríkiskerfið. Dómarar, flokknum þóknanlegir, voru skipaðir og dómskerfið þannig eyði­ lagt. Vinir flokksins fengu vinnu. Siðvæðing Íslands þarf að eiga sér stað. Bjarni og Sigmundur Davíð hafa tækifæri til að brjóta upp spillinguna sem ríkt hefur í íslenskum stjórnmál­ um. Það gerist með því að gera ráðn­ ingu starfsmanna ríkisins faglega en ekki byggja á annarlegum sjónarmið­ um. Grundvallarhugsunin þarf að vera byggð á virðingu fyrir fjármunum al­ mennings. Þá er ekki síður tækifæri til að breyta umræðuhefðinni í íslenskum stjórnmálum þar sem hnefar hafa verið á lofti. Sigmundur hefur boðað breytta tíma með samráði við pólitíska andstæðinga. Nú er tækifærið til að skapa stjórnmálunum trúverðugleika með nýrri hugsun og heilindum. Það er beinlínis skylda Bjarna að fara að yfir lýstri stefnu flokks síns og efla hag einstaklinga og skera niður, sem kostur er, í ríkisrekstri. Sumt er augljóst en í öðrum tilvikum þurfa að koma til kerfisbreytingar og samruni stofnana. Tækifærin eru óþrjótandi. Takist þeim félögum að koma skikk á rekstur ríkisins eru líkur á því að þeim takist að færa almenningi betri lífskjör með lækkun skatta og skuldaniður­ fellingum. Jafnframt er augljóst að án niðurskurðar hjá ríkinu er útilokað að lækka skatta eins og lofað var. Og þá hrynja loforðin eins og spilaborg og fylgi flokkanna fer sömu leið og gerðist hjá fráfarandi stjórnarflokkum. Næstu mánuðir verða spennandi. Það verður fylgst með hverju fótmáli félaganna sem horfa til Krónustjórnar. Þeir hafa næstu mánuði til að sanna einlægni sína til að vinna að hag almennings og bæta fyrir syndir forveranna. Fegurð formannsins n Sigmundur Davíð Gunn- laugsson, formaður Fram­ sóknarflokksins, er óðum að vinna hug og hjörtu landsmanna eftir stórkost­ legan kosningasigur. Nú er svo komið að fólk speglar gjarnan fegurðina í for­ manninum. Tannhvalur, mjaldur nánar tiltekið, sem heldur sig á Steingrímsfirði, varð til þess að heimamað­ ur sagði að hann væri „þétt­ vaxinn, hvítur og sakleysis­ legur, og minni þannig á formann Framsóknar­ flokksins“. Hanna Birna velur n Vangaveltur um hugs­ anlega ráðherra eru nú einn helsti samkvæmisleik­ urinn. Hjá Sjálfstæðis­ flokknum er nokkuð ljóst að Bjarni formaður Benedikts- son verður annaðhvort forsætisráð­ herra eða fjármálaráðherra. Óljóst er hvaða ráðherrastól Hanna Birna Kristjánsdóttir tekur en hún á næsta val. Þriðji ráðherra Sjálfstæðis­ flokksins verður væntan­ lega Illugi Gunnarsson, einn helsti efnahagssérfræðingur flokksins, og vopnabróðir formannsins. Árni Páll valtur n Mjög hefur hitnað undir Árna Páli Árnasyni, formanni Samfylkingar, eftir stórtap í nýafstöðn­ um kosn­ ingum. Það styrkir ekki stöðu hans að svo virð­ ist sem lítill áhugi sé á að fá Samfylkinguna í ríkis­ stjórn. Menn eru þegar farn­ ir að ræða um mögulegan arftaka hans. Beinast liggur við að Katrín Júlíusdóttir vara­ formaður taki við. En menn staldra einnig við nafn Sigríð- ar Ingu Ingadóttur sem hefur það fram yfir Katrínu að hafa ekki setið í ríkisstjórn. Andóf í Rituhólum n Það ríkir seint friður í kringum baráttujaxlinn Árna Johnsen sem nú hefur látið af þing­ mennsku. Árni hefur staðið í fjölda deilumála til dæmis um byggingu Þor­ láksbúðar í Skálholti. Mikið æsingamál er komið upp í Breiðholti vegna íbúa Rituhóla sem grisjuðu skóg í leyfisleysi til að tryggja útsýni. Árni býr í grennd við átakasvæðið en er alsaklaus af andófi að þessu sinni. Þetta var erfitt Smælaði strax framan í heiminn Erla Bolladóttir sá verkið Hvörf sem er byggt á Guðmundar- og Geirfinnsmálunum. – DV Hrafn Guðlaugsson eignaðist sitt sjötta barn fyrir skömmu. – DV Syndir forveranna„Og þá hrynja loforðin eins og spilaborg É g: Sæll. Maður sér þig ekki á hverjum degi. Mér sýnist þú hafa það fínt? Kunningi: Blessaður. Ég er fínn. Ég: Hrunflokkarnir er að komast til valda. Ertu sáttur? Kunningi: Æ góði … Ég nenni ekki að standa í því lengur að finna söku­ dólga. Þetta er svona „blame game“ sem hefur ekki lengur neina þýðingu. Er ekki verið að draga einhverja útrásarvíkinga fyrir dóm sem græddu á daginn og grilluðu á kvöldin? Er ekki búið að dæma Geir og Baldur og …? Ég meina, þetta er kannski ekki full­ komið en hver nennir að vera með harðlífi út af þessu um allan aldur? Ekki ég. Hér er verk að vinna og ég þarf að einbeita mér að því að ná dampi eftir hrunið. Verst með þessi helvítis gjaldeyrishöft og skuldir rík­ issjóðs. Þetta er hrikalegur dragbítur. Níutíu milljarða króna vaxtakostnaður á ári. Við gætum rekið Landspítalann tvisvar sinnum í heilt ár og átt fyrir rekstri framhaldsskólanna einnig. Ég: Hvað með sambandið á milli gjörða og ábyrgðar? Hverjir græddu og vörpuðu tapinu yfir á herðar almenn­ ings? Voru það kannski einhverjir sjallar og frammarar sem nú eru að fara að taka við stjórn landsins? Kunningi: Heyrðu. Ert þú einn af þessum bitru og reiðu mönnum? Þetta er alveg ferlega þreytt tugga. Hvernig væri nú að allir væru bara vinir í skóg­ inum. Við breytum ekki fortíðinni. Svo er þetta allt nýtt fólk á þingi með hreina samvisku. Þetta virkaði ekki hjá Jóhönnu og Steingrími og við eigum að vera sátt um 300 milljarðana. Ég: Þú sérð að þetta gengur allt í hringi. Gamla settið er að ná sér á flug. Hannes Hólmsteinn segir hrunið eng­ um að kenna og að gráðugir banka­ menn séu fínir ef þeir eru bara hafðir í bandi. Björn Ingi er komin aftur á skjáinn og Halldór Ásgríms vafalaust kominn úr útlegð. Karamba! Eru ekki sérhagsmunagæslumenn komnir að kjötkötlunum í dulargervi saklausra silfurskeiðunga? Hreiðra um sig með­ an tvær skýrslur á vegum Alþingis bíða þess að verða birtar. Önnur um Íbúða­ lánasjóð og hin um fall sparisjóðanna? Þær snerta nú aldeilis einhverja gæð­ inga og aðstöðubraskara ekki satt? Eiga þeir enga ábyrgð að bera? Segðu mér, ef allir eiga að vera vinir í skógin­ um verður þá um leið bannað að ræða íslenska klíkuþjóðfélagið og spillingu? Kunningi: Heyrðu ég nenni þessu ekki. Ég hef fundið hvernig verð­ tryggðar skuldir mínar hækka þegar krónan fellur eins og steinn. Ég finn líka hvernig kaupmátturinn fer til helvítis þegar krónan fellur. Sigmund­ ur Davíð og Frosti ætla að laga þetta og rétta mér tékka eftir nokkra mánuði og það dugar mér. Bjarni ætlar að hjálpa til fyrir ekki neitt. Ég: Nei, ekki alveg. Einar K. og Bjarni ætla að afnema veiðigjaldið sem nú er notað til stuðnings nýsköp­ un í atvinnulífinu og gangagerðar til Norðfjarðar. Sjaldan hefur verið háð jafn blóðug barátta í þágu almenn­ ings og þegar veiðigjaldinu var komið á. Ert þú einn af þeim sem heldur að Steingrímur J. beri ábyrgð á hruninu og tómum buddum? Kunningi: Ha, nei, nei … En bíddu, hver á að borga göngin til Norðfjarðar? Ég: Peningarnir sem Sigmundur Davíð og Bjarni ætla að taka af erlend­ um hrægömmum verða ekki notaðir í þetta. Þeir eiga að renna til heim­ ilanna. Ég spái því að þegar búið er að létta sköttum af útgerðinni og ríka fólkinu verði hinir efnaminni látnir borga, já heimilin almennt. Kunningi: Ríkisstjórnin hefur verið alveg hamslaus í þessum skattamál­ um. Sjáðu tryggingagjaldið. Og svo átti að hækka vaskinn á hótelin bara sísona … Annars er ég orðinn leiður á þessari átakapólitík ykkar. Við verð­ um að gefa Sigmundi Davíð og Bjarna séns jafnvel þótt þeir séu einhverjir forréttindagaurar. Ég: Verða allir vinir í skóginum eft­ ir nokkra mánuði ef tékkinn kemur ekki frá Sigmundi? Má þá aftur hefja upp gagnrýnisraust? Kunningi: Tja … Blessaður, við sjáumst. Átökin á götuhorninu Útgáfufélag: DV ehf. Stjórnarformaður: Ólafur M. Magnússon Ritstjóri: Reynir Traustason (rt@dv.is) Fréttastjóri: Ingi Freyr Vilhjálmsson (ingi@dv.is) Umsjón helgarblaðs: Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir (ingibjorg@dv.is) Umsjón innblaðs: Kristjana Guðbrandsdóttir (kristjana@dv.is) Framkvæmdastjóri og vefstjóri DV.is: Jón Trausti Reynisson (jontrausti@dv.is) Sölu- og markaðsstjóri: Heiða B. Heiðarsdóttir (heida@dv.is) Umbrot: DV Prentun: Landsprent Dreifing: Árvakur DV á netinu: www.dv.is F R J Á L S T, Ó H Á Ð D A G B L A Ð Heimilisfang Tryggvagötu 11 Hafnarhvoli, 2. hæð 101 Reykjavík FRéTTASkoT 512 70 70 DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. Notkun á efni blaðsins er óheimil án samþykkis. 512 7000 512 7010 512 7080 512 7050 AÐALnúmeR RiTSTJÓRn ÁSkRiFTARSími AuGLýSinGAR 14 8. maí 2013 Miðvikudagur Leiðari Reynir Traustason rt@dv.is Kjallari Jóhann Hauksson „Heyrðu. Ert þú einn af þessum bitru og reiðu mönnum?

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.