Dagblaðið Vísir - DV - 08.05.2013, Síða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 08.05.2013, Síða 15
Í maí 2008 kom aldraður prófessor frá Chicago í fyrirlestrarferð til Ís- lands. Hann tók strax eftir miklum fjölda byggingarkrana í Reykjavík og sá þar skýr merki gríðarlegrar fast- eignabólu sem var ein birtingarmynd þess að hrun væri í aðsigi. Reyndar kvað hann svo fast að orði í fyrirlestri sínum að segja stóru íslensku bank- ana „nánast dauða“ og að forystu- menn þeirra „stjórnuðust annaðhvort af græðgi, fáfræði eða hvoru tveggja“. Fimm mánuðum síðar hrundi stærsti banki landsins og allt fjármálakerfið í leiðinni. Við það tækifæri birti sami prófessor grein í Mogganum þar sem hann sagði það „ólíklegt að nýir leið- togar sem væru valdir af handahófi úr símaskrá gætu valdið jafn miklum efnahagslegum glundroða og [þá]ver- andi stjórnvöld“. Síðan eru liðin nokkur ár og tvenn- ar alþingiskosningar. Það hefði eflaust vakið heimsathygli ef nýir alþingis- menn og ráðherrar hefðu valist af handahófi úr símaskrá eða þjóðskrá. Þó hlýtur að teljast ólíklegt að slíkt fyrirkomulag hefði notið stuðnings meirihluta þjóðarinnar. Óvissan væri einfaldlega of mikil og öryggistilfinn- ing fólks af skornum skammti. Þess í stað var gamla leiðin far- in sem skilaði 27 nýjum alþingis- mönnum í nýafstöðnum kosningum á grundvelli gildandi kosningalaga. Margt af þessu ágæta fólki er reyndar tiltölulega óþekkt meðal almennings og var lítt áberandi í kosningabarátt- unni. Það breytir þó ekki því að flest hljótum við að óska þeim velfarnað- ar í starfi og vona það besta. Miklir sameiginlegir hagsmunir eru háðir því að vel takist til með lagasetningu á Alþingi. En eitt helsta verkefni þessa fólks verður óhjákvæmilega að auka tiltrú manna á stjórnmálin og störf þingsins. 20. október 2012 Óhjákvæmilegt er þó að rifja upp síð- ustu þjóðaratkvæðagreiðslu þar sem kjósendum bauðst að svara sex spurn- ingum sem flestar vörðuðu stjórn- skipan og kosningar. Það sýndi sig að afgerandi stuðningur var við auk- ið persónukjör í alþingiskosningum en tæp 79 prósent kjósenda eru því fylgjandi. Einnig reyndist yfirgnæf- andi stuðningur vera við jafnt vægi atkvæða alls staðar að af landinu sem tveimur þriðju hlutum kjósenda hugnast vel. Þjóðin var beinlínis spurð álits og niðurstaðan skýr. Því hlýtur sú spurning að vakna hvort nýafstaðn- ar alþingiskosningar séu lögmæt- ar þar sem að kosningalög voru ekki uppfærð á grundvelli þjóðaratkvæða- greiðslunnar og endurspegla því ekki skýran vilja meirihlutans. En hvaða áhrif hefði það haft á sætaskipan nýkjörins þings ef kosn- ingalögum hefði verið breytt eins og ástæða var til? Það er erfitt að segja til um það. Augljóslega hefði þing- mönnum landsbyggðarkjördæmanna þriggja fækkað umtalsvert. Í stað 28 hefðu þeir líklegast orðið 22. Að sama skapi hefði þingmannatala Fram- sóknarflokksins lækkað þar sem flokk- urinn nýtur meira fylgis á landsbyggð- inni heldur en á suðvesturhorninu. Ekki er ólíklegt að Framsóknarflokk- urinn hefði fengið 15 þingmenn í stað 19 og er þá eftir að taka með í reikn- inginn hver áhrif aukins persónukjörs hefðu verið á niðurstöður kosning- anna. Ef kjósendum hefði verið uppálagt að merkja við einstaka frambjóðend- ur á lista eins og vilji stóð til eða jafn- vel að kjósa persónur þvert á lista, er næsta víst að niðurstöður kosning- anna hefðu verið mjög frábrugðnar því sem gildandi kosningalög skiluðu. Hér er því sett spurningarmerki við lögmæti kosningalaganna og þ.a.l. kjörinna fulltrúa á Alþingi. Nú er spenningur- inn komin í botn Þetta tekur einhverja daga Eyþór Ingi og félagar flugu til Svíþjóðar á þriðjudag. – RÚVBjarni Benediktsson telur að línur vegna stjórnarmyndunarviðræðna skýrist eftir helgi. – mbl.is Þjóðin kaus ekki stóriðjustjórnSpurningin „Ég er glaður yfir því að Björt framtíð og Píratar náðu sætum á þingi.“ Kevin Brinch 25 ára nemi „Það er vorilmur af því eins og af jörðinni.“ Valdimar Tómasson 41 árs skáld „Mér líst frekar illa á það.“ Bergur Sigurvinsson 60 ára kennari „Þetta er ekki sú stjórn sem ég óskaði mér.“ Jón Karl Leósson 67 ára „Þetta er ásættanlegt.“ Sigurður Héðinsson 17 ára nemi Líst þér á stjórnar- samstarf Fram- sóknar og Sjálf- stæðisflokks? 1 Sterkustu leggöng í heimi Tatyana Kozhenikova hefur náð góðum árangri með grindarbotnsæfingum. 2 Hirti 105 þúsund á mánuði í leigutekjur af húsnæði sem hann hafði hætt að greiða af Skuldavandræði Ingvars Arnar hafa vakið athygli. 3 Fundust á lífi tíu árum eftir að þeim var rænt Þrjár ungar konur sem hurfu í Cleveland fyrir rúmum áratug eru fundnar. 4 Nýr forstjóri þarf að greiða milljarð Hans Frímann, nýr forstjóri Auðar Capital, var dæmdur til greiða slitastjórn Kaupþings rúman milljarð í fyrra. 5 „Brosti og skríkti um leið“ Sjötta barn Hrafns Gunnlaugssonar er komið í heiminn. 6 Kynnti systur sína fyrir stúlkunni sem hún eignaðist á meðan hún var í haldi Móðir Amöndu, konu sem var numin á brott í Cleveland en fannst á þriðjudag, missti aldrei vonina. 7 Væsir ekki um Bjarna og Sigmund Davíð Sigmundur Davíð og Bjarni Ben funda stíft í bústað föður Bjarna við Þingvallavatn. Mest lesið á DV.is N ú er vika liðin síðan 5.000 manna græn ganga liðaðist um götur Reykjavíkur til að hvetja nýkjörið Alþingi til góðra verka í umhverfismálum og til að minna á að þingið hefur ekki umboð til að fram- fylgja virkjanastefnu á kostnað nátt- úrunnar. Á því kjörtímabili sem nú er að hefjast verða teknar ákvarðanir um mörg verðmæt náttúrusvæði, t.d. Mývatn, Skjálfandafljót, Aldeyjarfoss, Hágöngur, Jökulsárnar í Skagafirði, Urriðafoss, Skaftá, Hólmsá og svæði á Reykjanesskaga. Landskipulagsstefna sem gerir ráð fyrir háspennulínu og virkjunum á hálendinu mun koma til afgreiðslu hjá Alþingi og fyrir liggur krafa um stórar háspennulínur, m.a. á Reykjanesskaga, í Skagafirði og víðar á Norðurlandi. Þrátt fyrir þetta voru umhverfis- mál lítið rædd í nýliðinni kosningabar- áttu. Athyglin beindist öll að tillögum um skulda- og skattalækkanir. Um þær var kosið. Skoðanakannanir sýna að fleiri eru andvígir fjölgun virkjana og álvera en fylgjandi. Í nýlegri könnun Capacent Gallup reyndust 44 pró- sent aðspurðra andvíg virkjanafram- kvæmdum í Bjarnarflagi við Mývatn en 30,5 prósent fylgjandi. Í sömu könnun sagðist rúmt 51 prósent vera því and- vígt að fleiri álver verði reist hér á landi en 31 prósent var því hlynnt. Andstað- an við fjölgun álvera hefur aukist á undanförnum árum því að samkvæmt könnun Gallup árið 2008 sögðust 42 prósent henni andvíg en 38 prósent fylgjandi. Í þessu ljósi er óhætt að full- yrði að þjóðin kaus sér ríkisstjórn til að minnka byrðarnar en ekki til að fjölga álverum. Formaður Sambands ungra sjálf- stæðismanna birti merkilegt uppgjör við stóriðjustefnuna í Morgunblaðinu í gær. Þar færir hann sannfærandi rök fyrir því að stóriðjustefnan falli ekki að stefnu hægrimanna. Rökin voru kunn- ugleg. Stóriðja nýtur óeðlilegrar ríkis- ábyrgðar og skattafyrirgreiðslu. Kostn- aður fellur á ríki og sveitarfélög, t.d. við uppbyggingu innviða. Uppbygging stóriðju leiðir til hærra vaxtastigs vegna þensluáhrifa. Ruðningsáhrif skaða aðrar atvinnugreinar. Orkufyr- irtækin eru of skuldsett. Of mörg egg eru komin í sömu körfuna og lækk- un álverðs gæti lagt miklar byrðar á skattgreiðendur. Í útvarpsviðtali sagð- ist formaður SUS hafa fengið mikil og jákvæð viðbrögð við greininni innan úr Sjálfstæðisflokknum, sér í lagi frá ungu fólki. Fleiri hægrimenn hafa tekið í svip- aðan streng. Þannig sagði Pétur Blön- dal t.d. í ræðu á Alþingi að hann teldi að álið væri orðið það stór hluti af efnahagslífi Íslands að það væri ekki skynsamlegt að bæta þar við. Forystu- menn úr atvinnulífinu taka í svipaðan streng. Jón Ágúst Þorsteinsson, fram- kvæmdastjóri og stofnandi Marorku, sagði í viðtali að í efnahagsmálum þyrfti skammsýni að víkja fyrir fram- tíðarsýn: „Sá hluti atvinnulífsins sem tengist nýtingu á auðlindum, hvort sem það er sjávarútvegur eða stóriðja, takmarkast við auðlindirnar sjálf- ar. Hagvöxtur og atvinnusköpun til framtíðar litið getur ekki verið drifinn áfram af auðlindanýtingu, nema að litlu leyti.“ Hilmar Bragi Janusar- son, fyrrverandi framkvæmdastjóra hjá Össuri, hefur sagt að til að bæta lífskjör hér á landi til frambúðar verði Íslendingar frekar að leggja rækt við nýsköpun en hinar hefðbundnu grunngreinar sem alfarið byggja á frumnýtingu auðlinda. Hilmar sagðist kalla þessa gömlu ofuráherslu á auð- lindahagfræði „súpukjötshagfræði“: „Slík hugmyndafræði gengur um of á auðlindir landsins og þurreys þær, hvort heldur er með virkjunum eða of- veiði.“ Jón Sigurðsson, forstjóri Össur- ar, hefur minnt á að gæta þurfi að því að risavaxin verkefni, t.d. í orkufrekum iðnaði, geri ekki illt verra með ruðn- ingsáhrifum. Þá hefur Finnbogi Jóns- son, fyrrverandi framkvæmdastjóri Framtakssjóðs Íslands, sagt að störf í stóriðju séu þau dýrustu í heimi og skapa mætti mun fleiri störf við ný- sköpun fyrir sama fé. Um 5.000 manns tóku þátt í grænni göngu 1. maí, meirihluti þjóðarinnar er andvígur stóriðjustefnu, formaður Sambands ungra sjálfstæðismanna afneitar henni og sá hluti atvinnulífs- ins sem á ekki beinna hagsmuna að gæta mælir með brotthvarfi frá súpu- kjötshagfræði. Vonandi berast þessi skýru skilaboð inn á borð þeirra sem vinna nú að myndun nýrrar ríkis- stjórnar. Umræða 15Miðvikudagur 8. maí 2013 Hugmyndin var mín Sigurður Valtýsson átti hugmyndina að þeirri fléttu að hækka hlutafé Exista. – Vísir Kjallari Guðmundur Hörður Guðmundsson „Stór­ iðja nýtur óeðlilegrar ríkis­ ábyrgðar og skattafyrirgreiðslu „Því hlýtur sú spurning að vakna hvort nýaf­ staðnar alþingis­ kosningar séu lög­ mætar Eru kosningalögin lögmæt? Kjallari Sigurður Hreinn Sigurðsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.