Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 08.05.2013, Qupperneq 16

Dagblaðið Vísir - DV - 08.05.2013, Qupperneq 16
algengt verð 239,60. 240,50 kr. algengt verð 237,40. 236,30 kr. höfuðborgarsv. 237,30. 236,20 kr. algengt verð 237,60. 238,50 kr. algengt verð 239,90. 236,50 kr. Melabraut 240,40. 236,40 kr. Eldsneytisverð 7. maí Bensín Dísilolía Þjónustuperla n Færanlega bílaþvottastöðin Bílaspa fær lofið. „Ég mæli með Bílaspa.is en hann er þvílíkur snillingur sem rekur fyrirtækið. Hann mætir þangað sem bíllinn er og þrífur með umhverfisvæn- um efnum og gufu. Af hverju gufu? Nú til að spara vatn. Alger snilld og maðurinn er þjónustuperla. Það er svo ótrúlega gaman að hitta fagmenn og geta rætt um bílaþrif af ástríðu.“ Enginn að þrífa borðin n Culiacan á Suðurlandsbraut fær lastið að þessu sinni en við- skiptavinur sendi DV eftirfar- andi: „Ég fékk ágætismat þrátt fyrir að hafa beðið allt of lengi í röð eftir matnum. Það sem ég vil lasta er að það var enginn til að þrífa salinn. Öll borð voru óhrein með diskum og tilheyr- andi ennþá á og enginn að þrífa þau. Við þurftum að biðja um að borð yrði þrifið svo að við gætum sest niður og það var þá það eina sem var þrifið. Það vantaði greinilega annan starfs- mann. Það er ekki mjög heill- andi að koma inn á stað, borga 2.000 krónur fyrir mat og allt skítugt í kringum mann.“ DV náði tali af vakt- stjóra sem viður- kenndi að svona hefði staðan ver- ið. „Okkur þykir þetta afskap- lega leiðinlegt en það er víst bara staðreynd að svona var þetta hjá okkur um daginn. Við reynum að bæta úr þessu.“ Lof og last Sendið lof eða last á neytendur@dv.is 16 Neytendur 8. maí 2013 Miðvikudagur Sýklalyf við verkjum í mjóbaki n Kemur í veg fyrir fjölmargar skurðaðgerðir A llt að 40 prósentum þeirra sem þjást af krónískum verkj- um í mjóbaki gætu feng- ið lækningu með því að taka sýklalyf. Um þetta er fjallað á Guardian en þar segir frá tímamóta- rannsókn sem danskir vísindamenn framkvæmdu. Niðurstöður rannsóknarinnar, sem birtust í European Spine Journal, sýna fram á að stórt hlut- fall af þrálátum verkjum í mjóbaki er tilkomið vegna bakteríusýkingar. Skurðlæknar víða um heim eru nú að endurskoða hvernig þeir meðhöndla slíka sjúklinga. Danskir vísindamenn, sem stóðu að rannsókninni, tóku sýni úr sjúk- lingum til að leita að sýkingum. Næst- um helmingur sjúklinga reyndist jákvæður og meira en 80 prósent voru með bakteríuna propionibact- erium acnes sem er betur þekkt fyrir að valda unglingabólum. Hún þrífst við hárrætur og í sprungum í tönn- um en getur borist inn í blóðrásina við tannburstun. Venjulega veldur hún ekki skaða en getur þó gert það hjá þeim sem þjást af brjósklosi. Við brjósklos bregst líkaminn við á þann hátt að litlar æðar myndast inni á milli hryggjarliða og með þessum æðum kemst bakterían inn, vex þar og veldur bólgum og skemmdum í nálægum hryggjarliðum. „Þetta mun ekki hjálpa þeim sem þjást af venjulegum bakverkjum, að- eins þeim sem þjást af krónískum verkjum í mjóbaki,“ segir dr. Hanne Albert í samtali við Guardian. „Þetta mun gagnast þeim sem eru frá vegna verkja og hjálpa þeim að eiga eðli- legra og betra líf en þeir gátu vonað.“ Einn af færustu skurðlæknum Bretlands segir uppgötvunina þá mestu sem hann hafi orðið vitni að á sínum ferli og segir áhrif hennar á læknisfræði eiga nóbelsverðlaunin skilið. „Þetta er stórt. Við erum að tala um að sennilega helmingur allra skurð- aðgerða vegna bakverkja verði óþarf- ur þar sem hægt verður að taka sýkla- lyf í staðinn,“ sagði Peter Hamlyn, tauga- og mænuskurðlæknir við há- skólasjúkrahúsið í London. n Þ að getur kostað foreldra allt upp í 50.000 til 100.000 þúsund króna að kaupa afþreyingu fyrir börnin í sumarfríinu. Þetta kemur í ljós í könnun DV á námskeiðum og frístundum sem börnum á höfuð- borgarsvæðinu bjóðast í sumar. Það er töluverður munur á kostn- aði og því gott að skoða hvað er í boði. Til að mynda kostar viku- dvöl í Húsdýragarðinum 22.000 krónur á meðan Borgarbókasafnið býður börnunum ókeypis þátttöku í ritsmiðju. Skólagarðar og smíðavellir eru ódýrasta afþreyingin en þar er ekki um eiginlegt námskeið að ræða. Ýmsir aðilar bjóða upp á námskeið Sveitarfélögin bjóða sum upp á nám- skeið eða aðra afþreyingu og svo virð- ist sem þar megi finna ódýrustu nám- skeiðin. Íþróttafélögin, skátarnir, KFUM og KFUK og fleiri aðilar eru einnig með ýmislegt á sínum snærum. DV hefur tekið saman upplýsingar um nokkur námskeið og verð á þeim á höfuðborgarsvæðinu. Hér eru einung- is dæmi um hvað er í boði og ekki tek- ið mið af því hvers konar afþreying eða námskeið sé í boði, eða hvað sé inni- falið í námskeiðsgjaldi. Á flestum stöð- um er systkinaafsláttur og benda má á að á sumum stöðum er hægt að nota frístundakort barnanna til að lækka kostnaðinn. Það skal tekið fram að mun fleiri námskeið eru í boði en þau sem hér eru nefnd sem ekki er hægt að upp- Mikill verðMunur á suMarafþreyingu n Skólagarðar og smíðavellir ódýrasta afþreyingin n Brjóstsykurgerð, háskólanám og dorg meðal þess sem er í boði Gunnhildur Steinarsdóttir blaðamaður skrifar gunnhildur@dv.is Verkir í mjóbaki Ný tímamótarannsókn sýnir bakteríusýking á oft sök á verkjum í mjóbaki.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.