Dagblaðið Vísir - DV - 08.05.2013, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 08.05.2013, Blaðsíða 20
20 Menning 8. maí 2013 Miðvikudagur Evrópusinnar spila í Hörpu Evrópudagurinn svokallaði verður haldinn hátíðlegur á Íslandi laugar- daginn 11. maí næstkomandi. Af því tilefni stendur Evrópustofa fyrir hátíðartónleikum í Eldborgarsal Hörpu. Fram koma Ungsinfónía Evrópusambandsins og söngvar- ar frá Evrópsku óperumiðstöðinni. „Þetta er annað árið sem Evrópu- stofa stendur fyrir sérstökum tón- leikum í tilefni dagsins. Dagskráin að þessu sinni er undir írskum áhrifum, í tilefni þess að frændur vorir Írar fara um þessar mundir með formennsku í ráðherraráði Evrópusambandsins,“ segir Bryndís Nielsen, framkvæmdastýra Evrópu- stofu. Tónleikarnir verða haldnir í Eldborgarsalnum og er aðgangur ókeypis. Gjörningaklúbb- urinn í Feneyjum Gjörningaklúbburinn er í hópi 60 listamanna og -hópa sem taka þátt í myndlistarsýningunni Personal Structures á Feneyjatvíæringnum í ár. Sýningin verður opnuð þann 1. júní og nefnist verk Gjörninga- klúbbsins Þriðja víddin. Í tilkynn- ingu frá hópnum segir að verkið sé unnið inni í glæsilegri 15. aldar höfn við Canal Grande; sé flókinn strúktúr, búinn til úr ógrynni skærlitra nælonsokkabuxna, sem smjúgi um ganga og sali.Það eru þær Eirún Sigurðardóttir, Jóní Jónsdóttir og Sigrún Hrólfsdóttir sem mynda Gjörningaklúbbinn en hópurinn hefur starfað saman frá 1996. Fulltrúi Íslands á Feneyjat- víæringnum er Katrín Sigurðar- dóttir en auk Gjörningaklúbbsins mun Ragnar Kjartansson einnig koma fram á hátíðinni. Það er því nægt framboð af íslenskum lista- mönnum á þessum stærsta mynd- listaviðburði heims. Leikstjórinn Baltasar Kormákur er við tökur í Berlín á nýjum þætti fyrir HBO-sjónvarpsstöð- ina þar sem reynt er að fanga andrúmsloft kalda stríðsins. Í einkaviðtali við DV segir hann frá Hollywood-kvikmyndinni sem hann hafnaði, undirbúningi á tökum á Grafar þögn, fjarver- unni frá fjölskyldunni og fyllerís ævintýri í Berlín. Baltasar endurreisir Berlínarmúrinn Í slenski leikstjórinn Baltasar Kormákur er staddur í Berlín til að mynda fyrsta þáttinn í nýrri sjón- varpsþáttaröð sem nefnist Trúboð- inn eða The Missonary og er fram- leiddur af HBO- sjónvarpsstöðinni. Um risavaxna framleiðslu er að ræða og hefur Baltasar til dæmis látið byggja eftirlíkingu af hluta Berlínarmúrsins í Búdapest. Valur Gunnarsson hitti Baltasar á tökustað í Berlín. Trabantar standa meðfram götunni Karl-Marx Allé. Ung kona pantar kaffi á Babette‘s Kosmetik Salon, verður síðan taugaóstyrk og hleypur í burtu. „Þú átt eftir að borga,“ kallar starfsmaður, en það er ekki hann sem hleypur á eftir. Það eru útsendarar Stasi sem veita henni eftirför. „Klippa,“ kallar Baltasar Kormákur. Leikararnir raða sér upp og senan er endurtekin. Og svo aftur og aftur. Þau hafa ver- ið hérna síðan hálf átta í morgun og það er komið fram yfir há- degi. Enga þreytu er þó að sjá á mannskapnum, það er gert stutt matarhlé og síðan er haldið áfram þar til hersingin flytur sig yfir á Alexanderplatz til að halda áfram að mynda á meðan birta endist. Þunnur Baltasar í klóm Stasi „Ég fór í ferðalag til Austur- Berlínar með leiklistarskólanum skömmu fyrir fall múrsins. Ég var draugþunn- ur og leit ekkert út eins og myndin í passanum mínum, svo ég var hand- tekinn í tollinum og allur bekkurinn varð að bíða. Ég fékk því aðeins að kynnast því hvernig þetta var austan- tjalds. Það var eins og dregið væri fyrir sólu um leið og komið var yfir og allur matur var hálf undarlegur á bragðið,“ segir Baltasar. En varla var það aðeins reynsla Baltasars af austurþýskum landa- mæravörðum sem gerði það að verk- um að framleiðendur töldu Balta vera rétta leikstjórann í verkið. „Satt að segja var smá austantjaldsfílingur í gangi þegar ég var að alast upp á Ís- landi,“ segir Baltasar. „Það voru mikil höft og áhrif að austan. Þegar Skag- firðingar syngja Áfram veginn eru þeir í raun að syngja gamalt rúss- neskt þjóðlag. Það var þetta and- rúmsloft sem ég reyndi að hluta til að fanga í Mýrinni, og framleiðendun- um leist vel á þá mynd.“ Stasi hér og þar og alls staðar Charles Randolph er fyrrverandi pró- fessor í heimspeki við háskólann í Vín og er handritshöfundur þátt- anna. Hann hefur einnig reynslu af gamla Austur-Þýskalandi, en faðir hans var trúboði í Vestur-Berlín. „Í alvöru,“ segir Charles Randolph á ís- lensku þegar hann er kynntur til leiks. Þetta er frasi sem flestir á settinu virð- ast kunna. „Ég þekki þetta umhverfi vel, en faðir minn var ekki að vinna fyrir CIA,“ segir hann. „Þetta var á þeim tíma þegar eðli leyniþjónustustofn- ana var að breytast. Þær voru ekki lengur fyrst og fremst að vinna við upplýsingaöflun, heldur voru farnar að stunda beinar aðgerðir.“ Berlínarmúrinn hefur þó ekki verið endurreistur í heimaborg Randolphs, heldur í Búdapest, þar sem umhverfið hefur breyst minna síðan á dögum kalda stríðsins. Baltasar ferðast á milli borganna tveggja, en í Berlín hefur hann meðal annars kynnt sér þau fjölmörgu söfn sem fjalla um tímabilið og skoðað leifar múrsins. „Það voru til fjórar kynslóðir af Berlínarmúrnum og þær koma allar fyrir í þáttunum,“ segir Randolph. Erfitt að vera lítið heima Næsta dag heldur Baltasar til Prag til að kynna Djúpið og þá til Bandaríkj- anna til að klára tökur á sinni næstu mynd, Two Guns með Mark Wahl- berg og Denzel Washington, sem væntanleg er í haust. En hvernig er að vera svona lítið heima? „Pálmi sonur minn hefur verið með mér hérna á tökustað, svo ég reyni að þræða þetta saman. Það er ekki alltaf auðvelt að vera í burtu í fjóra, fimm mánuði í einu, en það er ekki hægt að kvarta undan sjálfskip- uðum aðstæðum eða því að vera að gera það sem maður vill vera að gera.“ Næsta mynd hans verður þó vænt- anlega tekin á Íslandi. „Ég er að von- ast til að gera Grafarþögn eftir sögu Arnalds Indriða næst, eða þá mynd um mesta mannskaða sem hefur orðið á Everestfjalli og hefur verið lengi í bígerð. Líklegast verður hægt að taka stóran hluta hennar á jöklun- um á Íslandi, að minnsta kosti er ekki nógu mikið súrefni á Everest sjálfu til að taka hana þar.“ Sagði nei við ævitekjum Baltasar segist þurfa að hafna verk- efnum í hverri viku. Sumu er erfitt að segja nei við, eins og því að leikstýra Villiöndinni fyrir norska þjóðleikhús- ið. „Það eru bara svo margir klukku- tímar í sólarhringnum,“ segir hann. Verkefnin eru þó af ýmsum toga. „Mér voru boðnir meiri peningar en margir fá um ævina fyrir að leikstýra Fast and the Furious 7, og það er erf- iðara en ég hefði haldið að segja nei þegar slík tilboð fara að koma inn. Oftast er það hjartað sem ræður för, en ég er líka að reyna að byggja upp feril. Það sem er áhugaverðast er að fá fjármagn til að gera stórar mynd- ir sem eru líka innihaldsríkar, eins og til dæmis Everest. Þetta eru verkefnin sem leikstjórar slást um, jafnvel þótt minni laun séu í boði. Markmiðið er að gera áhugaverðar myndir sem tekst að ná til áhorfenda líka. Ég hef lítinn áhuga á að gera einungis harðkjarna „art house“ myndir og þegar ég geri leikhús vonast ég líka til að ná til fólks frekar en að gera pólitískan einleik í kjallara sem enginn sér.“ Dýralæknadraumar leiddu til Hollywood En hvað myndi Baltasar 9. áratugar- ins, draugþunnur í tollinum í Austur- Berlín, finnast um að vera kominn aftur til Berlínar að endurskapa and- rúmsloft kalda stríðsins? Valur Gunnarsson Viðtal Dansarar skoða stöðu konunnar Lokasýning nemenda í sam- tímadansi við Listaháskóla Íslands fer fram í Þjóðleikhúsinu þann 14. og 15. maí næstkomandi. Frum- flutt verða tvö ný íslensk dansverk. Annað þeirra heitir Eyja og fjallar um stöðu konunnar innan sam- félagsins; hvernig konan bregst við þeim kröfum sem gerðar eru til hennar í samfélagi hraða og áreitis. Hitt verkið heitir Áferð. Þar notuðu nemendur dýnur til að leiða sig áfram í sköpunarferlinu; sköpunargleðin var útgangspunkt- ur nemendanna og veganesti. Frumflutt verður tónlist við bæði verk og tónlistin flutt á sviðinu. Aðgangur á viðburðinn er ókeyp- is og hægt að panta miða í Lista- háskóla Íslands. Leikur sér með tímabilið Hluti þáttarins er tekinn upp í Búdapest.Á tökustað Þátturinn gerist á tímum kalda stríðsins.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.