Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 08.05.2013, Qupperneq 22

Dagblaðið Vísir - DV - 08.05.2013, Qupperneq 22
22 Fólk 8. maí 2013 Miðvikudagur Gaf Sigmundi lukkuskeifu n „Kýs að hafa trú á þér og þínu fólki“ L istakonan og hönnuðurinn Herdís Stefánsdóttir ákvað að gleðja Sigmund Davíð Gunn- laugsson, mögulega næsta forsætisráðherra landsins, í síð- ustu viku. Hún arkaði heim til hans í strigaskóm, gallabuxum og her- mannabol og færði honum lukku- skeifu sem hún hafði sjálf smíð- að. Herdís segir frá glaðningnum á Facebook-síðu sinni og hvetur Sig- mund til góðra verka. „Ég kaus ekki Framsókn en ég kýs samt að hafa trú á þér og þínu fólki, og síðast en ekki síst treysta á þig,“ segir hún. „Mín ósk er sú að þú kjósir að verða vinsælasti ráðherra allra tíma með því að koma hreint fram við fólkið í landinu og trúa á okkur eins og við munum trúa á þig.“ Herdís biður Sigmund um að fella úr gildi ný lög um lyfjakaup og hlusta á öll þau ólíku sjónarmið sem fram munu koma á þinginu. Hún segist hafa ákveðið að gefa honum skeifuna í grænum poka til að minna Sigmund á einstaka nátt- úrufegurð Íslands og vara hann við frekari stóriðjuframkvæmdum. Það hefur ekki væst um Sigmund Davíð eftir að Framsóknarflokk- urinn vann stórsigur í þingkosn- ingunum þann 27. apríl. Lukku- skeifan er svo sannarlega ekki eini glaðningurinn sem Sigmundur hefur fengið, því eins og fréttamiðlar landsins hafa greint frá síðustu daga hafa Bjarni Benediktsson og Svan- hildur Hólm, aðstoðarkona hans, töfrað fram vöfflur og pönnukökur handa Sigmundi. n johannp@dv.is Þ essi sería er kannski öðru- vísi að því leytinu að hún er aðeins vandaðri, við erum orðnir aðeins sjóaðri,“ segir sjónvarpsmaðurinn Andri Freyr Viðarsson sem hefur undan- farna mánuði unnið að upptökum á annarri þáttaröð af Andralandi. Þáttaröðin verður frumsýnd á RÚV í enda mánaðarins en þetta er fjórða sjónvarpsþáttaröðin sem Andri gerir og hefur sama teymi staðið að baki þeim öllum. Segja má að Andri hafi svo sannarlega heillað landsmenn í þáttunum og eflaust margir sem bíða nýju þáttanna. Þar er af nægu að taka og fá áhorfendur að kynnast ýmsu skemmtilegu. „Ég vona að flest af þessu sé skemmtilegt. Við fáum að kynna okkur félag múslima á Íslandi sem er mjög áhugavert. Ég bjóst nú ekki við að fara nokkurn tímann þangað,“ seg- ir Andri sem er sífellt að kynn- ast nýjum stöðum, siðum og að læra eitthvað nýtt, í hverj- um þætti. „Þarna lærði ég að þeir gera algjört eðalte og þeir eru ekkert smá góðir í borð- tennis. Bara um leið og bæna- kallið er búið þá draga þeir fram borðtennisborðið,“ segir Andri sem viðurkennir að hann hafi ekki haft roð við þeim sem hann spilaði við. „Hann Samir, sem var okkar innsti koppur í búri þarna, var rosalegur í borðtennis. Besti sem ég hef séð,“ segir hann. Í þáttunum fylgdust þeir líka með fitness-hjónum á keppn- isdegi. „Við vöknuðum með þeim sex um morguninn á keppnisdegi, fórum með þeim í brúnkusprautun um morguninn og fylgdum þeim eftir allan daginn alveg þangað til þau kepptu um kvöldið. Þetta er al- veg geðveikur heimur og ég ber miklu meiri virðingu fyrir þessari íþrótt en ég gerði, ég vissi ekkert um fitness áður, en þetta ætti að vera partur af „extreme sports“.“ Andri prófaði líka að syngja í kór og líkaði vel. „Ég söng með Hinsegin kórn- um og það var rosalega skemmtilegt. Það voru samkynhneigðir að syngja saman og ég,“ segir hann og viður- kennir að hann væri alveg til í að spila með hinu liðinu svo hann gæti fengið að gerast kórfélagi. „Ég vildi óska þess, það er svo gam- an hjá þeim. Ég veit reyndar ekki hvort það sé af því að þetta er hinsegin kór eða hvort það sé alltaf svona gaman hjá kór- um,“ segir hann á gamansöm- um nótum. Andri er þekktur fyrir að kynnast í þættinum fólki sem er óhefðbundið á einhvern hátt. Í þessari þáttaröð er engin breyting þar á og fá áhorfendur meðal annars að kynn- ast íslenskri konu sem safnar skeggi. „Hún er alveg yndisleg. Hún er að vinna í sjoppunni á horninu hjá mér,“ segir Andri og viðurkennir að það hafi kannski verið örlítið vandræðalegt að spyrja hana út í það hvort hún væri að safna skeggi. „Þú getur rétt ímyndað þér. En hún tók vel í það og skammast sín ekki fyrir það. Hún er komin með flott skegg, þú getur tosað í það og farið með höndina í gegnum það.“ Andri slær ekki slöku við því farið verður í upptökur á Andra á flandri í ágúst. „Þá förum við til Færeyja og tökum Andra á flandri í Færeyjum.“ Þættirnir verða sýndir á fimmtudags- kvöldum og fyrsti þátturinn verður frumsýndur þann 23. maí næstkom- andi. n Líf og fjör Nýja þáttaröðin verður frumsýnd seinna í þessum mánuði. Andri er spenntur og segist vera orðinn sjóaðri en áður. n Andri kynnist heimi fitness, múslimum á Íslandi og syngur með Hinsegin kórnum Hittir konu sem safnar skeggi Viktoría Hermannsdóttir blaðamaður skrifar viktoria@dv.is „Hún er komin með flott skegg, þú getur tosað í það og farið með höndina í gegnum það. Fitness Andri kynnist ýmsu í nýju þáttaröðinni. Meðal annars kynnist hann heimi fitness-íþr óttarinn- ar og hér sést hann með tveimur fitness-kep pendum. Berndsen orðinn pabbi Tónlistarmaðurinn Davíð Bernd- sen er orðinn faðir. Davíð og kærasta hans, Guðrún Harðar- dóttir, eignuðust dóttur á mánu- dag. Þetta er fyrsta barn þeirra beggja en þau hafa verið saman um nokkurt skeið. Berndsen hef- ur vakið athygli fyrir tónsmíðar sínar og sent frá sér marga vin- sæla smelli. Guðrún vakti athygli þegar fjallað var í Nýju Lífi um bréf sem Jón Baldvin Hannibals- son sendi henni en hann er mað- ur frænku hennar. Í upptökum Hér sést Andri í upptökum en þær hafa staðið yfir síðustu mánuði. Hér er hann staddur á Laugarásvideó. Made In Iceland Partíið Made In Iceland var haldið í sjötta sinn í Los Angeles á dögunum, en það er framleið- andinn Lanette Phillips sem hefur veg og vanda af þeim samkomum. Phillips er mikil áhugakona um ís- lenska tónlist og hefur unnið ötul- lega að því að koma henni á fram- færi í kvikmyndaborginni. Hún er einn virtasti framleiðandi tónlist- armyndbanda í heiminum. Með- al gesta voru tónlistarmennirnir Sigtryggur Baldursson, Svala Björgvinsdóttir og Pétur Ben sem meðal annars tók lagið í boðinu. Safndiskurinn Made in Iceland VI er líka kominn út en á honum má heyra allt það heitasta í íslenskri tónlist. Gleður Sigmund Herdís Stefánsdóttir listakona hvetur Sigmund Davíð til dáða. Með skegg Andri segir að það hafi verið örlítið vandræðalegt að spyrja hvort konan væri að safna skeggi. Nýtt fólk til LA Ingibjörg Huld Haraldsdóttir leikstjóri og Hilmir Jensson leik- ari hafa verið ráðin til Leikfélags Akureyrar. Ingibjörg mun leik- stýra Sek, nýju verki eftir Hrafn- hildi Hagalín sem frumsýnt verð- ur í október hjá leikfélaginu og að auki mun hún vera aðstoðarleik- stjóri í Gullna hliðinu sem frum- sýnt verður um miðjan janúar. Hilmir mætir til starfa í upphafi næsta leikárs, en hann útskrif- aðist úr leiklistar- og dansdeild Listaháskóla Íslands vorið 2010. Hann hefur leikið í Þjóðleikhús- inu og tók meðal annars þátt í uppsetningu á Vesalingunum, Dýrunum í Hálsaskógi og Macbeth.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.