Dagblaðið Vísir - DV - 08.05.2013, Page 23
Lífsstíll 23Miðvikudagur 8. maí 2013
Gervikærustur slá í gegn
n Valkostur fyrir hégómagjarna karlmenn
G
ervikærustur á internetinu
njóta nú síaukinna vinsælda
í Bretlandi og Bandaríkjun-
um. Fjöldi vefsíðna býður
upp á þjónustu kvenna sem þykj-
ast vera unnustur einmana eða hé-
gómagjarnra karla. Stuart Heritage,
pistlahöfundur á Guardian, seg-
ir frá reynslu sinni, en skömmu eft-
ir að hann fjárfesti í gervikærustu á
Facebook skildi hún eftir skilaboð
á veggnum hans þar sem stóð: „Ég
man eftir öllu sem þú sagðir. Geggj-
að, lol ;)“. Þetta harmar hann inni-
lega: „Nú halda allir að ég hafi fall-
ið fyrir konu sem segir lol. Þetta er
skelfilegt. Það gæti tekið orðspor
mitt mörg ár að braggast.“ Af þessu
má ljóst vera að gervikærustur á
internetinu eru tvíeggja sverð.
Því hefur verið haldið fram að
gervikærustugeirinn þrífist á öfund.
Menn kaupi þjónustu þeirra til að
gera konur sem þeir hafa augastað
á hrifnari af sér. Gervikærusturnar
grípa til ýmissa ráða. Stundum gefa
þær viðskiptavinum undir fótinn á
Twitter eða breyta hjúskaparstöðu
sinni á Facebook. Sumar ganga jafn-
vel svo langt að hringja í viðskipta-
vini sína þegar þeir eru í vinnunni til
þess eins að þeir geti hrópað: „Ég er
í vinnunni, elskan mín!“ og skellt á.
Á meðal þeirra sem bjóða upp á
þjónustu á borð við þessa er fyrir-
tækið Fiverr, en þar kostar allt að-
eins fimm dollara. Þar finnast gervi-
kærustur af öllum stærðum og
gerðum sem bjóðast til að leika ýmis
hlutverk og skrifa furðulegustu hluti
á Facebook-veggi viðskiptavinanna.
Pistlahöfundurinn á Guardian segist
hafa orðið fyrir miklum vonbrigð-
um með þá þjónustu sem honum var
veitt. Enginn virtist hafa tekið eftir
ástarævintýrum hans, að undan-
skildum einum Facebook-vini sem
spurði hvort hann væri að slá sér upp
með internettrölli. n
johannp@dv.is
Gervikærustur Konur
sem þykjast vera unnustur
manna á Facebook njóta
síaukinna vinsælda.
Vorverkin í garðinum:
Bera áburð á
blóm og gras
„Nú er tíminn til að raka saman
sölnuð lauf frá liðnu hausti og
greinastubba sem fallið hafa í
grasið. Í leiðinni er gott að raka
upp mosa en hann er laus í gras-
inu núna. Þeir sem ekki nenna
að raka upp mosann geta leigt
sér mosatætara og farið yfir gras-
ið með honum. Hann gatar flöt-
ina og rífur mosann
upp,“ segir
Steinunn
Reynis-
dóttir,
garðyrkju-
fræðingur hjá
Garðheimum.
DV bað Steinunni
að gefa garðeigendum nokkrar
hugmyndir um hvernig þeir gætu
notað næstu daga til að vinna í
garðinum sínum.
„Í öðru lagi er komin tími til að
bera áburð á grasfleti. Hægt er að
nota annaðhvort lífrænan áburð
eða þann tilbúna. Hver og einn
velur fyrir sig það sem honum
hugnast að nota.
Í þriðja lagi þarf að hreinsa
ofan af blómabeðum og klippa
niður dauða stöngla svo ný lauf-
blöð sem eru að reyna að skjóta
upp kollinum fái næga birtu.
Þegar búið er að hreinsa ofan af
beðunum er gott að bera áburð á
blómabeðin. Annaðhvort lífrænan
eða tilbúinn.
Í fjórða lagi er hægt að nota
helgina til að klippa tré, runna og
rósir. Oft þarf að fjarlægja hluta
af stórum trjám til þess að þau
fái betri birtu. Stundum þarf líka
að klippa til að hleypa birtu að
krónum trjáa. Það sama gildir um
runna og rósir, það þarf að klippa
þá svo sólargeislar vors og sumars
nái að leika um þá.
Í fimmta lagi er í lagi að planta
trjáplöntum í pottum út í garð.
Fyrstu sumarblómin eru á leið í
verslanir en það er kannski aðeins
of snemmt að planta þeim út. Það
fer þó eftir veðri,“ segir Steinunn.
Að spræna eða
ekki spræna
Þ
etta er ekkert feimnismál,
segir Þorgrímur Þráins-
son léttur í bragði spurður
hvað honum finnist um
það að pissa sitjandi. „Ég
hef hvatt karla til þess að pissa sitj-
andi, fyrst og fremst vegna þess
sóðaskapar sem fylgir því þegar
menn eru sprænandi út um allt.
Það er líka miklu þægilegra! Ég hef
ekki rætt um það að pissa sitjandi
eða standandi út frá heilsusjónar-
miðum. Mér finnst þetta almenn
kurteisi.“
Standandi þvaglát og sænsk
stjórnmál
Fræg er orðin tillaga
sveitarstjórnar mannsins sænska
Viggos Hansen sem lagði það til
fyrir ári að allir karlmenn pissuðu
sitjandi þyrftu þeir að nota salerni
í umdæmisskrifstofu Södermand-
land. Sveitarstjórnin gaf sér ár til
að afgreiða tillöguna og hefur ekki
enn fengist niðurstaða í málinu.
Hansen studdi tillögu sína þeim
rökum að með því að skikka karla
til að pissa sitjandi megi auka
hreinlæti og bæta heilsu. Sagði
hann að rannsóknir sýndu að með
því að pissa sitjandi mætti minnka
hættu á vandamálum í blöðruháls-
kirtli og bæta kynlífið.
„Engar rannsóknir virðast styðja
það afdráttarlaust að betra sé að
pissa sitjandi,“ segir Vilhjálmur Ari
Arason heimilislæknir. „Það hefur
ekki verið hægt að sýna fram á að
blaðran tæmist betur þótt menn
sitji,“ segir hann. „Sumum karl-
mönnum finnst þeir tæma blöðr-
una betur sitjandi en öðrum ekki.“
Strýkur yfir klósettið
Nýlega kvartaði Jón Jónsson, tón-
listarmaður og ritstjóri, í leiðara
Monitor yfir óhreinlæti vinnufélag-
anna á salerninu. „Ég hef nánast
alla tíð passað mig að strjúka yfir
klósettið með pappír til að tryggja
að ég skilji ekki eftir mig dropa.
Þetta geri ég líka til dæmis á kló-
settinu í vinnunni bara til að ganga
úr skugga um að aðkoman verði
sem best fyrir þann sem á eftir mér
kemur. Og hér kem ég mér loks að
efninu því almenningssalerni eru
mér ofarlega í huga þessa vikuna.
Vissulega er fólk sem fær borgað
fyrir að þvo þau en hafa ber í huga
að fólkið kemur ekki eftir klósett-
ferð hjá hverjum og einum.“
Hönnun salerna ábótavant
En vilja karlmenn pissa sitjandi?
Þorgrímur segist ekki geta svarað
þeirri spurningu en telur þó eldri
karla síður vilja láta segja sér fyrir
verkum. Þá sé hönnun salerna fyrir
karla á opinberum stöðum ekki til
þess fallin að þeir geti tekið upp þá
iðju í stórum stíl. „Ég skil sjónar-
mið karla sem fara út að skemmta
sér og geta hreinlega ekki sest. Því
meira sem talað er um þetta, því
meiri líkur eru á því að við séum
að ala upp nýja kynslóð með bætt-
ari siði.“ n
n Þorgrímur Þráinsson hefur lengi hvatt karla til að pissa sitjandi
Mæður gegn
standandi
þvagláti
n Telja sprænuna
sundra fjölskyldum
Þótt ótrúlegt megi virðast þá eru
nokkur samtök starfrækt sem hafa
það að sínu eina baráttumáli að karlar
pissi sitjandi.
Í Bandaríkjunum eru þekktust
samtökin, MAPSU, Mothers Against
Peeing Standing Up. Þau framleiða
veggspjöld, merki, töskur, hatta og
boli með áróðri fyrir því að karlar
setjist á setuna.
Samtökin bjóða körlum að fá sér
sæti á klósettsetunni og ganga svo
langt að segja að standandi þvaglát
karla sundri fjölskyldum. „Hver þrífur
klósettið á þínu heimili?“ spyrja sam-
tökin á heimasíðu sinni mapsu.com.
„Mamma þín? Konan þín?“
Karlmenn eiga að
pissa sitjandi Þor-
grímur Þráinsson segir
það almenna kurteisi
karla að pissa sitjandi.
Kristjana Guðbrandsdóttir
blaðamaður skrifar kristjana@dv.is
Ritstjóri kvartar undan sóðaskap
Jón Jónsson, hinn geðþekki tónlistarmaður
og ritstjóri Monitor, skrifaði nýlega pistil um
sóðalegar klósettferðir vinnufélaganna.
Ekki óhollt að
deila snuði
Árum saman hafa heilbrigðis-
starfsmenn ráðlagt foreldrum að
sleikja hvorki né stinga upp í sig
snuði barna. Hingað til hefur það
verið talið skaðlegt í ljósi þess að
börnin smitist af sýklum úr for-
eldrunum, en ný rannsókn bendir
til hins gagnstæða. Á mánudaginn
síðastliðinn greindi tímaritið Pedi-
atrics frá því að börn sem deildu
snuðum sínum með foreldrunum
væru líkleg til að þróa með sér
færri ofnæmi en önnur. Jafnframt
drægi þetta úr líkunum á exemi
og astma. Niðurstöðurnar eru í
takt við vísbendingar sem fram
hafa komið um að hollt sé fyrir
ungbörn og ónæmiskerfi þeirra
að komast í tæri við sýkla. Við
það þrói líkaminn með sér öflugri
varnir gegn ýmsum kvillum.