Dagblaðið Vísir - DV - 08.05.2013, Page 25

Dagblaðið Vísir - DV - 08.05.2013, Page 25
Fólk 25Miðvikudagur 8. maí 2013 Hætt saman n Chris Brown sleit sambandinu C hris Brown og Rihanna eru hætt saman, einu sinni enn, en nú virðist það vera Brown sem vildi slíta sam- bandinu. Brown sagði frá sambands- slitunum í viðtali við ástralska út- varpsþáttinn The Kyle and Jackie Show. Hann sagði þó að hann myndi ávallt elska hana. „Ég lít þannig á þetta að ég muni alltaf elska þessa konu. Fólk er ólíkt og hefur ólíkar vonir og þarfir. Og hún er mjög ung og ég get ekki verið að hugsa um framtíðina með ein- hverri sem er svona ung. Ég er ungur líka svo ég get ekki verið að festa mig í þessu núna. Ég þarf að horfa fram á við og reyna að vera eins góður maður og ég get í stað þess að hugsa um hver stendur við hlið mér.“ T ónlistarsagan væri ef til vill nokkuð öðruvísi hefði bandaríska söngkonan Cher aldrei fæðst. Móð- ir Cher, Georgia Holt, sem er 86 ára lýsti því yfir í sjónvarps- þætti á dögunum að hún hafi íhug- að alvarlega að fara í fóstureyðingu þegar hún gekk með söngkonuna vinsælu. Í þættinum sagði Georgia frá því að hún hafi verið komin til læknis sem átti að framkvæma fóst- ureyðinguna þegar hún fékk bak- þanka. „Ég man að stóllinn sem ég sat í á læknastofunni var krómaður og svitinn af mér lak niður stólinn. Svo opnuðust dyrnar og læknirinn sagði að röðin væri komin að mér. Ég snéri mér að móður minni sem sat við hlið mér og sagði að ég gæti þetta ekki,“ sagði Georgia sem var tvítug þegar hún eignaðist Cher. Georgia var bláfátæk og þurfti hún að senda Cher tímabundið í fóstur þegar hún var barn. Íhugaði fóstureyðingu n Móðir söngkonunnar Cher var bláfátæk í æsku Lauryn Hill í steininn S öngkonan Lauryn Hill, sem gerði garðinn frægan með hljómsveitinni Fugees á tíunda áratug liðinnar aldar, hefur ekki átt sjö dagana sæla að undanförnu. Lauryn var dæmd í fangelsi á dögunum vegna skattaskuldar og þarf hún að sitja inni í þrjá mánuði. Að þeim mánuðum liðnum tekur við þriggja mánaða stofufangelsi. Lauryn, sem hefur unnið til fjölmargra verð- launa á glæstum ferli sínum, greiddi ekki skatt af hagnaði sínum á árunum 2005 til 2007. Hagnaður hennar á þessu tímabili nam um einni millj- ón dala, eða tæpum 117 milljónum króna á núverandi gengi. Lauryn átti yfir höfði sér allt að þriggja ára fangelsi vegna málsins en dómari ákvað þó mildari refsingu. Þá var það metið henni til refsilækkunar að hún hafði greitt talsverða upphæð inn á skuldina. Skötuhjúin Það hefur ýmislegt gengið á hjá þeim í gegnum tíðina. n Dæmd fyrir að greiða ekki skattaskuld www.birkiaska.is Minnistöflur Bætir skammtímaminnið. Nýtist fólki sem er undir álagi og fæst við flókin verkefni. Hentar vel fyrir eldri borgara, lesblinda og nemendur í prófum. Dregur úr streitu, eykur ró og bætir skap. Evonia er hlaðin bæti- efnum sem næra hárið og gera það gróskumeira. Myndirnar hér til hliðar sýna hversu góðum árangri er hægt að ná með Evonia. Evonia www.birkiaska.isFyrir Eftir Evonia eykur hárvöxt með því að veita hárrótinni næringu og styrk. Betri apótekin og Lifandi markaður www.sologheilsa.is Bílaverkstæði Varahlutaverslun Smurstöð Dekkjaverkstæði Bremsur, spindilkúlur, stýrisendar, o.fl., o.fl. Allar gerðir bætiefna fyrir vél, drif og gírkassa www.bilaattan.is Allt á einum stað www.birkiaska.is Bodyflex Strong vinnur gegn stirðleika og verkjum í liðamótum og styrkir heilbrigði burðarvefja líkamans. 2 hylki tvisvar á dag í tíu daga. Síðan er hægt að minnka skammt í 2 hylki á dag. Inniheldur hvorki laktósa, ger, glúten né sætuefni. Bodyflex Strong

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.