Dagblaðið Vísir - DV - 10.06.2013, Side 3

Dagblaðið Vísir - DV - 10.06.2013, Side 3
Fréttir 3Mánudagur 10. júní 2013 í byrjun apríl 2011 fékk ég nóg, ég var ítrekað búinn að biðja bank- ann um að sameina tvö lán og yfirdrátt upp á rúmar þrjár millj- ónir og lengja lánið til 20 ára,“ segir Sverrir Sverrisson sem er kominn í nauðungarsöluferli með eign sína í Grímsnesi. Bankinn tók ekki vel í óskir Sverris varðandi lán- in, sem hann vildi gjarnan borga og reyndi að finna leiðir til þess. „Í maí 2011 tók ég þá erfiðu ákvörðun að hætta að borga. Ég átti ekki þrjár miljónir og þrjúhundruð þúsund og lánin bara hækkuðu og hækkuðu. Voru í raun óborgan- leg, þetta var orðið martröð allan mánuðinn.“ Málið tekið fyrir í vikunni Nokkrum dögum eftir að Sverr- ir tók ákvörðunina fór honum að líða betur. Hann fór að vinna í hug- myndum sínum, en hann er með einkaleyfi á hlut sem hann fann upp. Telur hann að ef vel gengur þá fari fjárhagurinn að vænkast. Hvorki sýslumaðurinn á Sel- fossi né Arion banki hafi hins vegar sýnt honum mikið umburðarlyndi. Finnst honum sem sýslumaðurinn, Ólafur Helgi Kjartansson, hafi brot- ið á sér og er búinn að kæra aðgerð- ir hans til lögreglu. Málið verður tek- ið fyrir hjá Héraðsdómi Suðurlands á miðvikudag. Á föstudag greindi DV frá mál- um Páls Valgeirssonar og kollega hans, Brynjars Ragnarssonar, sem hafa kært sýslumennina í Hafnarf- irði og á Selfossi, vegna framgöngu þeirra í nauðungarsölumálum. Fékk ekki að mótmæla Sverrir mætti til fyrirtöku í nauð- ungarsölumálinu hjá sýslumannin- um á Selfossi í lok nóvember á síð- asta ári. Þar sagðist hann ætla að mótmæla fyrirtökunni en var hins vegar rekinn á dyr og sagt að ekk- ert myndi gerast í hans máli fyrr en í apríl árið 2013. Eftir áramótin komst Sverrir í kynni við áðurnefndan Brynjar í gegnum Facebook, en íbúðin hans var boðin upp í mars á þessu ári. Þrátt fyrir að Brynjar væri sjálfur í nauðungarsöluferli bauðst hann til að hjálpa Sverri með sín mál. Fór hann til að mynda með hon- um á fyrsta uppboðið ásamt fleir- um. „Þegar við vorum kallaðir inn vísaði ég til 73. greinar um rétt minn til að leita úrlausnar héraðsdómara um ágreining við nauðungarsöluna og vildi fá að höfða mál fyrir dómi til þess að stöðva hana án tafar,“ segir Sverrir. Sýslumaður bar það undir gerðar beiðanda sem óskaði eft- ir því að uppboðið héldi áfram. Þá var Sverrir spurður hvort hann vildi bóka eitthvað og hann svaraði því játandi, vildi láta bóka töluvert. „Þetta var farið að taka tíma og mörg mál sem biðu. Sýslumaður spurði hvort við gætum ekki farið aftast í röðina svo hann gæti klárað hinar fyrirtökurnar. Það gátum við ekki sætt okkur við, svo fyrsta upp- boðinu var frestað um fjóra daga.“ Bannaði vitni Þá bættust fleiri félagar Sverr- is í hópinn, honum til stuðnings. Hann segir sýslumann þó í fyrstu hafa ætlað að banna félögum hans að koma, en hann gaf sig með það. Fékk Sverrir að þá loksins að bóka andmæli og fékk fjögurra daga frest til viðbótar til að kynna sér gögn og leita sér aðstoðar lögmanns. Fyrir- takan fór vel fram að sögn Sverris og bauð Ólafur Helgi félögum hans að koma aftur sem vitni. „Fjórum virkum dögum síð- ar mætti ég svo aftur með vinum mínum til hans, með bréf frá mín- um lögmanni og kæru til Neyt- endastofu. Brást sýslumaður hinn versti við og neitaði mér um að taka með mér vitni í fyrirtökuna. Ólafur sýslumaður fullyrti að ég hefði ætlað að koma með lögmann sem var alrangt hjá honum og auð- velt að sýna fram á í gerðarbók.“ Sverrir fór því einn í fyrirtökuna og sýslumaður lét hann kvitta fyrir því að hann hefði uppfyllt leiðbein- ingarskyldu sína. „Þú ferð ekki neitt“ Þegar uppboðið hélt svo áfram nokkrum dögum síðar mætti Sverrir aftur með félaga sína með sér og var búinn að gefa þeim skrif- legt umboð til að tala fyrir hans hönd. Einn þeirra sem var með í för var Bjarni Harðarson, fyrrverandi þingmaður, en hann var einnig við- staddur uppboðið hjá Páli. „Maður sá strax að þetta var að fara í tóma vitleysu. Fór sýslumaður yfir um- boð vitna og talsmanna minna og þegar eitt af mínum vitnum leið- rétti sýslumann varð hann æfur og bað aðstoðarkonu sína að hringja í lögreglu og var hún komin innan 3 mínútna.“ Þá neitaði sýslumaður að bóka athugasemdir sem gerðar voru. Þegar Bjarni Harðarson benti Ólafi Helga á að hann yrði að bóka athugasemdirnar þá bað hann lög- reglumann um að vísa Bjarna út. Þá sagði annar viðstaddur: „Ólafur, þú vísar engum út, við förum bara út .“ „Þá stóðu hinir strákarnir upp og sögðu við erum farnir, tökum ekki þátt í svona skrípaleik. Sat ég eftir í nokkrar sekúndur meðan ég var að meta stöðuna, en varð það svo ljóst að að það eina í stöðunni væri að kæra sýslumanninn á Sel- fossi.“ Þegar ég stóð upp kallaði Ólafur Helgi á eftir mér: „Þú ferð ekki neitt“. Ég sneri mér þá við og sagði við hann: „Ólafur Helgi – ég mun kæra þig til lögreglu,“ sem ég svo gerði.“ Sverrir er því enn í nauðungar- söluferli en leggur ekki árar í bát. Hann ætlar með málið alla leið fyr- ir dómstólum. n Hætti að borga Það varð Sverri ofviða að greiða af lánum sínum og mætti hann takmörk- uðum skilningi hjá bankanum. Fleiri kæra sýslumann Hús Páls Valgeirssonar var boðið upp í apríl á þessu ári af sýslumanninum á Selfossi. Hann hefur nú kært Ólaf Helga Kjartansson sýslumann til lögreglu. Félagi hans, Brynjar Ragnars-son, er búinn að kæra sýslumanninn í Hafnarfirði fyrir svipaða aðgerð. „Lánin bara hækkuðu og hækkuðu“ 18 Fréttir 7.–9. júní 2013 Helgarblað Þ annig var að á haustmánuð- um 2010 fannst okkur hjón- unum að mælirinn væri full- ur, hvað varðaði óhóflegar vaxtagreiðslur og afborgan- ir af lánum okkar hjá Arion banka,“ segir Páll Böðvar Valgeirsson. Þau voru með verðtryggð húsnæðislán hjá bankanum, sem hann telur jafn ólög- leg og gengistryggðu lánin. „Þetta eru okurlán sem hvergi þekkjast. Þessi lán hækka bara eitthvað út í loftið og þú veist ekkert hvað þú kemur til með að borga eftir 40 ár.“ Hjónin settu sig bæði í samband við bankann og Umboðs- mann skuldara til að greiða úr sínum málum, en það eina sem þeim bauðst, var að fara í svokallaða sértæka skuldaaðlögun. Páll segir að það hefði hins vegar þýtt skuldafangelsi það sem þau ættu eftir ólifað. Þau ákváðu því að taka áskorun Hagsmunasam- taka heimilanna um greiðsluverkfall og hættu að borga af lánunum. Húsnæði Páls á Selfossi var selt Arion banka á tíu milljónir króna á uppboði þann 23. apríl síðastliðinn. Sjálfur telur Páll að eignin myndi fara á tæpar 30 milljónir króna á almenn- um markaði. Bjarni Harðar gerði athugasemd Uppboðið vakti mikla athygli á sín- um tíma, en það var tekið upp og myndbandið sett á Youtube. Fjöl- margir voru viðstaddir þegar sýslu- maður bauð eignina upp, einstak- lingar frá Hagsmunasamtökum heimilanna, Samstöðu, Rafstöðvar- bræðrum og Heimavarnarliðinu. Þá var Bjarni Harðarson, fyrrverandi þingmaður, einnig á staðnum. Hann hafði sig frammi og gerði „stórfellda athugasemd við leiðbeiningaskyldu stjórnvalds,“ eins og hann orðaði það. Myndbandið var meðal annars birt á DV.is. Uppboðið var „skrípaleikrit“ Páll hefur nú, ásamt Brynjar Ragnars- syni, kært aðgerðina og aðra áþekka sem sýslumaðurinn í Hafnarfirði framkvæmdi. Kæran hljóðar upp á ell- efu hegningarlagabrot, auka annarra lögbrota og fara þeir fram á opinbera rannsókn á fullnustugjörðum sýslu- mannsembættanna. Í kærunni segir að grunur leiki á að fulltrúar embætt- isins og opinberir starfsmenn á veg- um tiltekinna sveitarfélaga, hafi brotið af sér í starfi. Þeir segjast hafa farið ítarlega yfir málin, leitað álits lögmanna og sér- fræðinga á ýmsum sviðum að og niðurstöðurnar séu sláandi. „Það er athugunarefni hvern- ig sýslumönnum er hleypt eins vörg- um á fólk út um allt land á meðan ekki er búið að dæma í þessum verð- tryggingarmálum. Það er algjörlega óásættanlegt. En fólkið í landinu er að vakna til vitundar um að það getur stoppað þetta, eða hægt á þessu, með því að fara fram á það á einhverju stigi máls að því verði vísað til héraðsdóms. Það sveik í raun og veru sýslumaður- inn mig um,“ segir Páll sem kallar upp- boðið „skrípaleikrit“. Vildi stefna bankanum Líkt og sjá má á myndbandsupptök- unni af uppboðinu þá virðist það tvisvar gerast að Ólafur Helgi Kjart- ansson, sýslumaður á Selfossi, ætli að fresta uppboðinu, fyrst til níu sama kvöld og svo um sex vikur. Þegar Ólafur talaði um frestinn í fyrra skiptið höfðu nokkrir viðstadd- ir reynt að leggja orð í belg og kröfð- ust þess að Páll fengi að lesa sjálfur upp andmæli sín en ekki bara leggja þau fram skriflega. Það virtist fara í taugarnar á sýslumanninum sem sagði að fyrra bragði: „Þá frestum við þessu uppboði til klukkan níu í kvöld.“ Sagðist Ólafur hafa talið að þeir menn sem þarna væru vissu um hvað málið snérist og ítrekaði svo: „Það er ekkert mál að fresta þessu uppboði til klukk- an níu í kvöld.“ Á þeim tímapunkti taldi Páll sig hafa fengið nokkurra klukkustunda frest til þess að stefna Arion banka. En slík stefna hefði að öllum líkindum gef- ið honum enn meiri tíma. Þrátt fyrir að hafa varla sleppt orðinu um að hann ætlaði að fresta uppboðinu til kvölds hélt Ólafur áfram með aðgerðina. „Ég er að veita þér frest, já“ Kona viðstödd spurði þá hvort upp- boðinu hefði ekki verið frestað til níu um kvöldið og hvort það væri þá ekki hægt að stefna bankanum í dag. Þá svaraði Ólafur: „Afstaða bankans ligg- ur fyrir og því er engin ástæða til að fresta þessu.“ En fulltrúi frá bankan- um hafði óskað eftir því að uppboðið héldi áfram. Eftir að fulltrúinn hafði boðið tíu milljónir króna í eignina fóru raddir viðstaddra um frest að verða hávær- ari. Þá virðist Ólafi skyndilega snúast hugur, tekur upp gögn og talar um sex vikna frest. Páll spyr hvort Ólafur sé að veita honum frest og hann svarar: „Ég er að veita þér frest, já.“ Í kjölfarið klöppuðu viðstaddir fyrir sýslumann- inum og frestinum sem þeir töldu að Páll hefði fengið. Páll var að vonum sáttur og bauð Ólafi í kaffi og flatkökur sem hann afþakkaði þó. Allir héldu að uppboðinu hefði verið frestað Í kjölfarið hélt hann hins vegar áfram með uppboðið, öllum að óvörum. Spurður út í frestinn sem hann var að veita sagði hann það misskilning að hann hefði verið að fresta uppboð- inu. „Fresturinn var samþykkisfrestur, takist að leysa málið á þessum tíma. Uppboðið fer fram, en nauðungarsölu lýkur ef ekki tekst að leysa málið,“ út- skýrði sýslumaður fyrir viðstöddum. Þá var Bjarna Harðarsyni nóg boð- ið og gerði athugasemd við leiðbein- ingaskyldu stjórnvaldsins. „Þú lætur gerðarþolanda vera grandalausan um það að hann misskilur allt það sem þú ert að segja,“ sagði Bjarni. Hann benti sýslumanni jafnframt á að gerðarþol- andi og aðrir viðstaddir væru ekki lög- lærðir og því væri ekki hægt að ætlast til að þeir þekktu lagabókstafinn út í gegn. „Við skildum það öll sem svo að uppboðið yrði ekki haldið,“ bætti Bjarni við. Páll tekur undir orð Bjarna í sam- tali við DV og vissi því ekki hvaðan á sig stóð veðrið þegar húsið var slegið Arion banka fyrir 10 milljónir króna. „Svívirða hvernig maður var niðurlægður“ Þegar nauðungarsöluferlið fór í gang vissi Páll í raun ekki hvernig það gengi fyrir sig og skorti upplýsingar um hvernig best væri að bera sig að. Hann gerði því ýmis mistök sem hann myndi ekki gera í dag. Páll viðurkennir að hann hafi flask- að á því að mæta þegar málið var tek- ið fyrir hjá sýslumanninum. „Ég er bú- inn að læra eitt og annað í þessu ferli. Fólk skyldi alltaf mæta í fyrirtöku, í fyrsta uppboð, mótmæla og láta í sér heyra. Krefjast þess að málið fari fyrir héraðsdóm.“ Þrátt fyrir að Páll virðist bera sig vel á upptökunni af uppboðinu, þá var það honum mjög erfitt, enda ver- ið að bjóða upp heimili fjölskyldunn- ar til margra ára og æskuheimili barna hans. „Þetta var svívirða, hvernig mað- ur var niðurlægður, þó maður reyndi að bera sig vel. Ég sveif í gegnum þetta og mundi ekkert eftir þessu, eins ein- kennilega og það hljómar. Ef ekki hefði verið þarna frábærlega gott fólk, 25 til 30 manns, þá hefði ég gjörsam- lega verið hakkaður í spað. En þarna fékk ég þann stuðning sem ég þurfti, stuðning til að standa í lappirnar og standa uppi í hárinu á þessu and- styggðarvaldi.“ Vill ekki að lánin hverfi Það var ekki að ástæðulausu sem Páll ákvað að taka áskorun um greiðslu- verkfall. „Maður var búinn að basla við að halda áfram endalaust. Svo er saga á bak við hvert heimili, þau eru mis- þung. Ég var kominn í þá stöðu að ég hugsaði, á ég ekki bara að láta bank- ann gossa? Láta hann ekki vera í fyrsta sæti og sjá frekar um að borga nauð- þurftir áður en ég greiði bankanum.“ Páll lítur ekki svo á að hann hafi misst húsið sitt, enda býr hann enn- þá í því. „Ég er ekkert búinn að tapa því, ég er að berjast fyrir því að þessi nauðungarsala verði dregin til baka og fer með þetta mál alla leið. Arion banki á húsið að nafninu til, en ég bý í húsinu mínu.“ Hann vill að það komi skýrt fram að hann er ekki krefjast þess að lánin hans verði felld niður. „Að sjálfsögðu borgar maður rétta skuld, en ekkert meira en það og allt sem er umfram lögmæt mörk ber að fella niður. „Þú talar ekki við neinn einstakling sem er í sömu stöðu og ég er í, sem ætlast til þess að lánin þeirra hverfi. Það þekki ég og veit. Fólk er einungis að óska eftir því sé sýnt eitthvað rétt- læti í þessum málum,“ segir Páll að lokum. Yfir 130 nauðungarsölur í Árnessýslu á árinu Í samtali við Sunnlenska frétta- blaðið í byrjun maí sagði Ólaf- ur sýslumaður að ástandið væri óvenju slæmt um þessar mundir, hvað nauðungarsölur varðar. En þeim fjölgaði mikið á vormánuð- um. Hann sagði endanlegar sölur vera orðnar 130 á árinu í Árnes- sýslu. Er það mjög mikið miðað við að þær hafa verið um 200 á ári síð- astliðin ár. Ólafur sagði þróunina einna helst skýrast af uppsöfnun á frestuðum málum. Uppboðsbeið- endur hafa í flestum tilfellum verið fjármálastofnanir. n Sólrún Lilja Ragnarsdóttir blaðamaður skrifar solrun@dv.is n Kæra sýslumenn í Hafnarfirði og á Selfossi n Heimili fjölskyldunnar boðið upp Uppboðið var „skrípaleikrit“ Talaði um frest Á myndbandsupp- tökunni heyrist það skýrt að Ólafur Helgi Kjartansson, sýslumaður á Selfossi, talar tvisvar um að fresta uppboðinu. „Það er ekkert mál að fresta þessu uppboði til klukkan níu í kvöld. Ólafur Helgi Kjartansson „Ef ekki hefði verið þarna gott fólk, 25 til 30 manns, þá hefði ég gjörsamlega verið hakk- aður í spað.“ (Páll Böðvar Valgeirsson) „Þú talar ekki við neinn einstakling sem er í sömu stöðu og ég er í sem ætlast til þess að lánin þeirra hverfi. Páll Böðvar Valgeirsson n Sverrir kærir sýslumanninn á Selfossi n Lögreglan kvödd á uppboð Sólrún Lilja Ragnarsdóttir blaðamaður skrifar solrun@dv.is „Ólafur Helgi – ég mun kæra þig til lögreglu „Maður sá strax að þetta var að fara í tóma vitleysu. Telur ráðu- neytið óþarft Sigurður Ingi Jóhannsson, sjávar- útvegs- og landbúnaðarráðherra og umhverfis- og auðlindaráð- herra telur mikilvægt að um- hverfismál standi ekki í vegi fyr- ir atvinnumálum. Hann vill láta skoða þann möguleika að færa verkefni umhverfisráðuneytis- ins undir önnur ráðuneyti. Þetta er þvert á orð Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar sem hefur ít- rekað haldið því fram að ríkis- stjórnin leggi áherslu á umhverfis- mál og að ekki standi til að leggja ráðuneytið niður. „Eins og skýrt er kveðið á um í stjórnarsáttmála leggur ríkisstjórnin mikla áherslu á umhverfismál. Það virðist þó henta „eigendum“ málaflokks- ins afskaplega illa. Fyrir vikið var reynt að búa til nýjan veruleika. Fullyrt var að ríkisstjórnin hefði ákveðið að leggja niður um- hverfisráðuneytið.“ Í viðtali við Bændablaðið fyrir helgi og á Sprengisandi á Bylgj- unni á sunnudag talaði Sigurður Ingi hins vegar á öðrum nótum. Inntur eftir því hvort umhverfis- ráðuneytið gæti orðið óþarft í hans huga svarar Sigurður ját- andi„Við erum að skoða hvernig við getum samþætt þetta,“ sagði Sigurður Ingi og taldi að betra væri að ákvarðanir væru teknar í hverju ráðuneyti fyrir sig, en þó með hliðsjón af umhverfisáhrif- um. „Það er mjög mikilvægt að umhverfismálin séu ekki and- stæða atvinnumálanna.“ Hann segir þetta þó ekki þýða að slakað verði á kröfum þegar kemur að umhverfismálum. Guðmundur Hörður Guð- mundsson, formaður Landvernd- ar, kveðst í samtali við DV undr- andi á málflutningi Sigurðar. „Ég trúi því nú varla að þessir flokk- ar hafi það á stefnuskrá sinni að leggja niður umhverfisráðuneytið. Ég veit ekki til þess að það komi fram í neinum stefnuskrám eða samþykktum landsfunda,“ segir Guðmundur og bætir við: „En ef þetta verður niðurstaðan verður því að sjálfsögðu andmælt kröft- uglega.“ Vill skatt á banka Eygló Harðardóttir félagsmála- ráðherra leggur til að tekinn verði upp sérstakur skattur á fjármála- fyrirtæki og fjármálafyrirtæki í slitum. Í bloggfærslu sinni á sunnudag telur hún upp margs- konar útgjöld sem forsvarsmenn ríkisstjórnarinnar hafa lofað, svo sem skattalækkunum, afturköll- un á skerðingu á kjörum aldraðra og öryrkja og loforð ríkisstjórn- arinnar um skuldaniðurfærsl- ur. Eygló telur að einhvers staðar verði að hækka skatta til þess að fjármagna þessi útgjöld og halda aftur af hallarekstri ríkissjóðs. Seg- ir hún að hækkaður skattur á fjár- málafyrirtæki geti skilað um 30–40 milljörðum króna árlega í ríkissjóð „sem ætti vel að dekka fyrirhugað- ar skattalækkanir og aukin útgjöld þar til þær aðgerðir fara að skila sér í auknum umsvifum“.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.