Dagblaðið Vísir - DV - 10.06.2013, Side 6
6 Fréttir 10. júní 2013 Mánudagur
Þingmenn fá 800
Þúsund á mánuði
n Nefndarformenn fá meira n Stór hluti launa felst í sporslum
S
igmundur Davíð Gunn-
laugsson, forsætisráðherra,
fær rúmar 1,2 milljónir
króna í laun á mánuði frá
skattgreiðendum. Flestir
þingmenn fá í kringum 800 þús-
und krónur á mánuði, þegar allar
greiðslur eru taldar.
Til samanburðar eru heildar-
mánaðarlaun verkafólks á almenn-
um vinnumarkaði áætluð 393 þús-
und krónur á mánuði samkvæmt
upplýsingum frá ASÍ. Sambærileg
launatala fyrir félagsmenn BHM
sem starfa hjá ríkinu eru 513 þús-
und krónur. Inni í þessum launa-
tölum er bæði yfirvinna og vakta-
álag. Dagvinnulaunin eru því
nokkru lægri. Þingfarakaup Al-
þingismanna, það er mánaðar-
launin þeirra, er 630 þúsund krón-
ur á mánuði. Alþingismenn fá ekki
greitt sérstaklega fyrir yfirvinnu.
Raunar hafa þeir afar óreglulegan
vinnutíma, stundum er hann úr
hófi langur en þess á milli eru ró-
legri tímar. Ráðherrar og For-
seti Alþingis eru svo með talsvert
hærri laun, eða liðlega 1,1 millj-
ón á mánuði. Þá er starfskostnað-
ur, ferðakostnaður og ýmis annar
kostnaður ótalinn.
Fáir á strípuðum taxta
Mikill meirihluti þingmanna fær
meira en 630 þúsund krónur á
mánuði. Varaforsetar þingsins,
formenn fastanefnda og formenn
þingflokka fá 15 prósent álag. Föst
laun þeirra eru því 724 krónur á
mánuði.
Varaformenn nefnda 10 pró-
sent álag, föst mánaðarlaun þeirra
nema 693 þúsund krónur.
Hver fastanefnd þingsins hef-
ur á að skipa öðrum varaformanni.
Hann fær greitt 5 prósent álag.
Föst mánaðarlaun annars varafor-
manns eru 661 þúsund á mánuði.
Þeir alþingismenn sem eru for-
menn stjórnmálaflokka sem eiga
þrjá þingmenn eða fleiri á þingi,
og eru ekki jafnframt ráðherr-
ar, fá 50 prósent álag eða 945 þús-
und á mánuði. Katrín Jakobs-
dóttir, formaður VG, Guðmundur
Steingrímsson, formaður Bjartr-
ar Framtíðar og Árni Páll Árnason,
formaður Samfylkingarinnar, eru í
þessum launaflokki.
Aðrar greiðslur
Alþingismenn eiga rétt á 78 þús-
und krónum í fastan ferðakostn-
að á mánuði. Í reglum um þing-
farrakostnað segir að upphæðin
eigi að standa undir ferðakostnaði
í næsta nágrenni og starfsstöðvar.
Alþingismaður á rétt á að fá endur-
greiddan kostnað sem hlýst af starfi
hans gegn framvísun reikninga.
Hámarkið er ein milljón króna á
ári. Raunar getur alþingismaður
valið að fá fasta starfskostnaðinn
sem fasta mánaðarlega greiðslu og
nemur hún 84 þúsund krónum á
mánuði en þá dregst staðgreiðsla
af upphæðinni. Kjósi þingmaður
að fá mánaðarlegar greiðslur þá
getur hann framvísað reikning-
um fyrir greiddum starfskostnaði
og koma samþykktir reikningar til
lækkunar á skattstofni við næstu
útborgun hans. Þegar þetta leggst
við þingfararkaupið eru mánað-
arlaunin komin upp í 792 þúsund
krónur á mánuði.
Húsnæðis- og dvalarkostnaður
Landsbyggðarþingmenn fá mánað-
arlega greiddar 125 þúsund krón-
ur í húsnæðis og dvalarkostnað.
Þeir sem halda tvö heimili það er
bæði í kjördæmi sínu og á höfuð-
borgarsvæðinu geta fengið 40 pró-
sent álag og fá þá 175 þúsund krón-
ur á mánuði. Þingmaður sem býr
utan höfuðborgarsvæðisins og fer
milli heimilis og Alþingis daglega
um þingtímann á rétt á að fá endur-
greiddar allar slíkar ferðir.
Bílaleigu- og leigubílar
Alþingismenn sem nota eigin bif-
reiðar vegna starfa sinna fá greitt
kílómetra gjald samkvæmt regl-
um ferðakostnaðarnefndar. Þeim er
heimilt að nota bílaleigubíla til að
skjótast á fundi í eigin kjördæmi ef
það er hagkvæmara en vera á eigin
bíl. Ef þeir fara fljúgandi á einhvern
áfangastað eiga þeir rétt á að taka
bílaleigubíl. Þá fá þingmenn endur-
greiddar leigubílanótur ef þeir þurfa
að nota leigubíla vegna starfa sinna.
Á ferðum erlendis á vegum Alþingis
fá þingmenn greiddan hótelkostnað
samkvæmt reikningi og hálfa dag-
peninga samkvæmt reglum ferða-
kostnaðarnefndar.
Ýmis hlunnindi
Þingmenn geta fengið allt að 40
þúsund krónur til að kaupa á
farsíma. Þá fá þeir endurgreiddan
símakostnað. Þeir fá tölvu til afnota
ásamt tilheyrandi fylgibúnaði. Þá fá
þeir endurgreiddan kostnað vegna
funda sem þeir halda eða sækja,
ráðstefnukostnað heima og erlend-
is svo og námskeiðskostnað.
Þeir fá bækur, fréttablöð, tímarit
og ritföng endurgreidd. Það sem
furðu vekur er að þingmenn fá
endurgreiðslur vegna móttöku
gesta, blómakaupa og gjafa. Há-
markið á þessum greiðslum má ekki
nema hærri upphæð en 25 þúsund
krónum á mánuði að jafnaði.
Skattfrelsi
Að frátöldu þingfararkaupi og
starfs kostnaði eru allar greiðslur til
þingmanna fyrir kostnaði sem hlýst
af þingsetu undanþegnar tekju-
skatti. n
Jóhanna Margrét Einarsdóttir
blaðamaður skrifar johanna@dv.is
Sporslur Alþingismenn fá ýmsar
greiðslur sem almennt launafólk á
vinnumarkaði fær ekki, má þar nefna
fastan mánaðarlegan ferðakostnað
og endurgreiðslur vegna móttöku
gesta, blómakaupa og gjafa.
Óbreyttur þingmaður
Þingfararkaup 630.000 kr.
Ferðakostnaður 78.000 kr.
Starfskostnaður 84.000 kr.
Samtals. 792.000
Formaður nefndar
Þingfararkaup 630.000 kr.
15 prósent álag 94.000 kr.
Ferðakostnaður 78.000 kr.
Starfskostnaður 84.000 kr.
Samtals. 886.000 kr.
Engar heillaóskir
„Ég hef stofnað mörg mismunandi
fyrirtæki og hef tekið þátt í rekstri
ýmissa fyrirtækja. Mér hafa alltaf
borist heillaóskir í tölvupósti,
smáskilaboðum eða símhringing-
um, en þegar ég stofnaði Wow air
fékk ég engar slíkar kveðjur, bara
samúðarkveðjur,“ segir fjárfestir-
inn Skúli Mogensen í viðtalið við
danska blaðið Børsen.
Skúli segir að fyrsta árið hafi
vissulega verið erfitt og að rekstr-
artölurnar hafi ekki alltaf gefið til
kynna góða framtíð, en hann segir
það allt vera að breytast. „Fjár-
festar sem litu ekki við okkur eru
byrjaðir að hringja og segjast hafa
áhuga á að vera með,“ segir Skúli
og segir það ánægjulegan við-
snúning og þróun. Skúli segir að
keppinautar Wow air hafi aðeins
verið tveir, Icelandair, sem var
risinn á markaðnum og svo van-
máttugur keppinautur, Iceland
Express. Wow air og Iceland
Express sameinuðust í haust.
Skúli segir að áskoranir reki sig
áfram og áhuginn á því að taka
þátt í að reisa við íslenskan efna-
hag. Hann segist sjá tækifæri í
ferðaþjónustunni og segist telja
að ferðamönnum sem sæki Ísland
heim geti fjölgað umtalsvert á
næstu tíu árum. Allt að tvær millj-
ónir ferðamanna geti komið hing-
að til lands.
„Þetta þýðir að ferðamanna-
iðnaðurinn getur orðið stærri en
sjávarútvegurinn sem hingað til
hefur verið stærsta atvinnugreinin
á Íslandi ,“ segir Skúli.
Varð okkur
„ofviða“
„Þetta tækifæri viljum við þó sér-
staklega nýta til að biðjast afsökun-
ar á því sem úrskeiðis fór hjá okkur
sjálfum,“ segir í tilkynningu frá að-
standendum Keflavík Music Festival.
Undir tilkynninguna rita Ólafur Geir
Jónsson og Pálmi Þór Erlingsson
sem þakka gestum hátíðarinnar fyr-
ir komuna og ekki síður þá hegðun
og umgengni sem lögregluyfirvöld
sáu sérstaka ástæðu til að þakka sér-
staklega.
Þeir segja þó að kappsemi Ís-
lendinga sé meiri en margir ráða við
og eigi það við í þeirra tilviki. „129
tónlistaratriði á einni helgi hefði ver-
ið meiriháttar árangur á okkar litla
Íslandi en varð okkur sem stjórn-
endum ofviða um leið og fyrstu
vandamálin komu upp. Sú staða
vatt síðan upp á sig þannig að erfitt
var að ná til okkar sem aftur orsak-
aði fleiri uppákomur og vandamál.
Á þessu öllu biðjumst við innilegrar
afsökunar,“ segir í tilkynningunni og
vonast þeir til að hátíðin geti orðið
að árlegum viðburði um ókomin ár.
Nýkjörinn forseti Alþingis er ekki á flæðiskeri
staddur fjárhagslega. Hann fær rúmlega
1,1 milljón króna í mánaðarlaun. Einar hefur
setið á Alþingi frá árinu 1991. Ofan á þessa
upphæð bætast greiðslur vegna ferða
kostnaðar, starfskostnaður og ýmis annar
kostnaður.
Árni Páll Árnason fær 50 prósenta álag á
þingfararkaup sitt fyrir að vera formaður
Samfylkingarinnar. Þingfararkaup hans nem
ur því 945 þúsund krónum. Ofan þá upphæð
bætast endurgreiðslur vegna starfskostnað
ar. Aukinheldur fær hann ýmis konar annan
kostnað greiddan, skattfrjálst.
1.100.000 1.100.000 886.000 792.000
Enginn gegnir stöðu formanns hjá Pírötum,
enda trúa þeir á flatan valdastrúktúr.
Birgitta Jónsdóttir, sem líklega er
þekkt asti þingmaður Pírata, er einungis
óbreyttur þingmaður. Það sama gildir um
Jón Þór Ólafsson og Helga Hrafn Gunnars
son, félaga hennar í þingliðinu.
Vigdís Hauksdóttir er formaður fjárlaga
nefndar. Sú staða veitir henni 15 prósenta
álag. Ofan á þá upphæð bætast skatt
frjálsar greiðslur vegna ferðakostnaðar og
starfskostnaður. Þá eru ótaldar ýmsar aðrar
greiðslur sem Vigdís á rétt á á grundvelli
laga um þingfararkaup alþingismanna.
Baldur Eiríksson
blaðamaður skrifar baldure@dv.is