Dagblaðið Vísir - DV - 10.06.2013, Blaðsíða 19
Sport 19Mánudagur 10. júní 2013
n Tap landsliðsins gegn Slóveníu setur strik í HM-reikninginn
M
eð sigri í leik sínum gegn
Slóveníu á föstudaginn
var hefði íslenska lands-
liðið í knattspyrnu náð,
tímabundið, efsta sætinu í E-riðli
með tólf stig. Þess í stað henti
landsliðið frá sér gullnu tækifæri
og er sem stendur í þriðja sæti
síns riðils með níu stig. Erlendir
veðbankar telja nú bæði Albaníu
og Noreg mun líklegri en Ísland
til að komast áfram úr riðlinum á
Heimsmeistarakeppnina í Brasilíu
á næsta ári.
Svisslendingar sem léku gegn
Kýpur degi síðar en hin liðin í riðl-
inum mörðu 1–0 sigur og eru því
enn taplausir í efsta sætinu með
fjórtán stig eða þremur betur en
Albanir í öðru sætinu og með mun
betri markatölu. Aðeins það lands-
lið sem endar efst í riðlinum fer
rakleitt á HM í Brasilíu en það lið
sem nær öðru sæti lendir í um-
spilsleik við annað landslið sem
náð hefur sama sæti í öðrum riðli
um farseðilinn.
Næsti landsleikur Íslands er
á útivelli í Sviss í haust áður en
landslið Albaníu og Kýpur koma
hingað og lokaleikur Íslands er svo
í Noregi gegn heimamönnum um
miðjan október.
Ef marka má veðbanka eru Ís-
lendingar að blekkja sig ef þeir
telja raunhæfar líkur á að taka
þátt í Heimsmeistarakeppninni
næsta sumar. ESPN tók um helgina
saman spár ýmissa veðbanka og ef
mark er á þeim takandi eru það
Svisslendingar sem sigra riðilinn
og Norðmenn enda í öðru sætinu.
Líkurnar eru yfirgnæfandi, 95,2
prósent, að Sviss komist á HM að
mati veðbanka og þeir sömu gefa
Norðmönnum 17,7 prósenta lík-
ur meðan Albanía fær aðeins 9,3
prósent líkur og Ísland með 5,8
prósent líkur. Hvorki Slóvenía
né Kýpur eru talin eiga minnstu
möguleika, sem gerir tapið á föstu-
daginn var enn súrara en ella fyrir
stuðningsmenn landsliðsins. n
albert@dv.is
Fór úr axlarlið Aron
Einar þurfti að yfirgefa völlinn
snemma í síðari hálfleik.
Tveir heitir
mega fara
Tveir af skæðari sóknarmönnum
í spænska boltanum hafa opin-
berlega fengið staðfestingu á að
þeir megi fara frá liðum sínum ef
samningar nást. Annar er David
Villa, skytta Barcelona, sem hef-
ur ekki átt marga góða daga eftir
að hann kom úr löngu fríi vegna
meiðsla og fengið fá tækifæri
með liði sínu. Hinn er argent-
ínski landsliðsmaðurinn Gonzalo
Higuaín hjá Real Madrid en for-
ráðamenn vilja hann nánast burt
sem fyrst til að rýma fyrir nýjum
stjörnum. Og stjarna hefur Higu-
aín aldrei verið þó duglegur sé
fyrir framan markið. Mikill áhugi
er á þeim báðum eins og gefur að
skilja.
Skot úr
óvæntri átt
Jose Mourinho er ekki óvanur
hörðum umræðum, skotum og
skætingi frá fólki en það heyrir til
undantekninga að virtur leikmaður
höfuðandstæðinganna Barcelona
láti í sér heyra vegna stjórnunar-
stíls Mourinho hjá Real Madrid
liðna leiktíð. „Lið Mourinho nú
og Real Madrid þegar þeir voru
hvað bestir um aldamótin með
Zidane og Roberto Carlos innan-
borðs meðal annarra eru tvö ólík
félagslið,“ segir Xavi í spænsku dag-
blaði. „Klassíska liðið átti völlinn
gegn öllum félagsliðum og lék með
stíl og ástríðu. Það var enginn stíll
yfir neinu hjá Mourinho í vetur og
þannig er bara ekki hægt að reka
stórlið á borð við Real.“
Keane ekki
búinn á því
Frændur okkar frá Færeyjum
lærðu það um helgina í lands-
leik við Írland á útivelli að gamla
kempan Robbie Keane, sem er
þó aðeins 32 ára gamall ennþá, er
enn í fullu fjöri og gott betur þó
hann sprikli nú vestur í Banda-
ríkjunum en ekki í ensku úrvals-
deildinni. Keane skoraði öll þrjú
mörk Íranna í 3–0 sigri á Færeyj-
um og varð um leið leikjahæsti
knattspyrnumaður Írlands með
126 landsleiki að baki. Keane er
að gera það mjög gott vestanhafs
með L.A. Galaxy þar sem hann
hefur nælt sér í fyrirliðabandið og
þykir fara vaxandi sem leikmaður.
Sex prósenta líkur á að komast á HM
A
nnað risamót ársins í
golf inu er framundan
vestan hafs þegar Opna
banda ríska meistaramót-
ið fer fram á Merion vell-
inum í Pennsylvaniufylki. Mótið,
eitt og sér, stendur alltaf fyllilega
undir væntingum en að þessu
sinni er aukið krydd á kökunni
því það verður hér sem þeir Tig-
er Woods og Sergio Garcia hittast
fyrsta sinni eftir að sá síðarnefndi
lét orð falla sem margir túlkuðu
sem hreina kynþáttafordóma í
garð Woods.
Afsökunarbeiðni krafist
Sergio Garcia hefur ekki átt marga
sæla daga síðan hann lét þau orð
falla í sjónvarpsviðtali að hann
yrði himinlifandi með að fá Tiger
Woods í mat til sín meðan á Opna
bandaríska mótinu stæði. Þar
myndi hann bjóða upp á steiktan
kjúkling. Ástæða spurningarinnar
var sú mikla óvild sem ríkir og hef-
ur ríkt milli þessara tveggja heims-
frægu kylfinga um áraraðir. Blásið
var í þá neista á Players meistara-
mótinu fyrr í vor þegar þeir tve-
ir börðust um efsta sætið allt fram
á sautjándu braut á lokadeginum
þegar sá spænski gerði í brækur og
missti af lestinni.
Óvíst er hvort Garcia vissi af
því þegar hann lét þessi orð falla
að orðatiltækið steiktur kjúkling-
ur var löngum notað af kynþátta-
höturum um þá sem voru dekkri á
hörund en þeir hvítu sem ríkjum
réðu í Suðvesturríkjum Bandaríkj-
anna fyrr á öldum. Woods sagði
ummælin meiðandi og í sama
streng tók Golfsamband Banda-
ríkjanna og fjöldi annarra einstak-
linga innan golfs og utan enda
vakti málið mikla athygli um heim
allan. Garcia fyrir sitt leyti viður-
kenndi mistök sín strax en hef-
ur fram til þessa ekki gefist færi á
að biðja Woods afsökunar í eigin
persónu.
Halda Woods og Garcia aðskildum
Bandaríska golfsambandið tekur í
það minnsta enga áhættu að mál-
ið blási meira út en orðið er og skýrt
er frá því á vef Sports Illustrated
að þess hafi sérstaklega verið gætt
að Woods og Garcia yrðu ekki ná-
lægt hvor öðrum fyrstu tvo dagana
á Opna bandaríska. Woods byrjar í
holli með þeim Adam Scott og Rory
McIlroy meðan García spila við
hlið Stewart Cink og Padraig Harr-
ington. Annars eru skráðir til leiks
allir helstu og bestu kylfingar heims
eins og vera ber á stórmóti en það
er Webb Simpson sem hefur titil að
verja að þessu sinni.
Woods sagður sigurstranglegur
Hvað sem öðru líður á ekki að koma
á óvart að það er Tiger Woods sem
sigrar mótið að mati veðbanka og er
þar langefstur á blaði. Kappinn hefur
byrjað árið frábærlega og hefur sjálf-
ur sagt sig spila betur en nokkru sinni
áður. Aðrir sem þykja eiga möguleika
eru Rory McIlroy sem ólíkt Woods
hefur átt hörmulegt tímabil hing-
að til og er víðs fjarri þeim McIlroy
sem ógnaði á hverju einasta móti á
síðasta ári. Þar á eftir þykja vænleg-
ir Adam Scott og Phil Mickelson áður
en Sergio Garcia kemur til sögunnar
samkvæmt vefnum Golfodds.com.
Garcia sjálfur vakti furðu í heima-
landinu þegar hann sagðist vera úr-
kula vonar um að vinna stórmót á
ferli sínum og eftirleiðis væri best að
reyna að ná öðru til þriðja sætinu.
Nýlega sagðist hann hafa séð eftir
þessum ummælum en ljóst má vera
að hann hefur ekki þá trú á sjálfan sig
sem er nauðsynleg til að hampa titli
í þeim fjórum golfmótum sem stærst
þykja og merkilegust. n
Albert Örn Eyþórsson
blaðamaður skrifar ritsjorn@dv.is
Aukið krydd
í tilveruna
n Munu sættir takast á milli Garcia og Woods á Opna bandaríska?
Elda grátt silfur Köldu hefur andað á milli Sergio Garcia og Tiger Woods, eftir að sá fyrrnefndi gerði sig sekan um það sem flestir túlka
sem kynþáttahatur í garð Woods.