Dagblaðið Vísir - DV - 10.06.2013, Side 26
26 Fólk 10. júní 2013 Mánudagur
„Opinn og skemmtilegur“
n Darren og Árni hittust í skógræktinni í Fossvogi síðasta sumar
H
ann er eins og Ameríkanar eru
gjarnan, opinn og skemmti
legur. Hann er fljótur að hugsa
og mjög áhugasamur um um
hverfisvernd,“ segir Árni Finnsson for
maður Náttúruverndarsamtaka Ís
lands um kynni sín af bandaríska
leikstjóranum, Darren Aronofsky.
Leikstjórinn hafði samband við
Árna síðasta sumar þegar hann
var staddur hér á landi við tökur á
myndinni Noah. „Þá var hann og
tökuliðið statt í skógræktinni í Fossvogi
þar sem þeir voru með nokkurs konar
búðir. Ég sagði honum frá starfi sam
takanna og lét hann fá efni á ensku til
að líta yfir, síðan þá höfum við verið í
sambandi.“
Á blaðamannafundi á Hótel Marína
um helgina tilkynnti Darren að hann
hygðist styðja við bakið á Náttúru
verndarsamtökum Íslands. Aronofsky
sagðist með þessu vilja borga til baka
þá miklu velvild sem honum hefði ver
ið sýnd þegar hann gerði kvikmyndina
um Nóa hér á landi og sagði að Ís
lendingar og þeir ferðamenn sem hing
að kæmu ættu að sýna íslenskri náttúru
sömu virðingu og öðrum listaverk
um. Vildi hann hvetja til þess að halda
náttúrunni sem víðast ósnortinni, í því
væru verðmætin fólgin.
Aronofsky vildi ekki gefa upp hversu
mikið hann væri að styrkja samtökin
en að þetta væri með fjárframlögum.
Árni segir stuðning Darren skipta tölu
verðu máli. „Já, þetta mun skipta miklu
máli og það er líka gaman að athygli
hans skuli beinast að ósnortinni nátt
úrunni.“
Darren sem er leikstjóri verðlauna
mynda á borð við Black Swan, The
Wrestler, The Fountain og Requim for
a Dream, hefur verið upptekinn af um
hverfismálum í fjölmörg ár. Eftir fram
haldsskólanám í Brooklyn fékk hann
leið á tilbreytingarsnauðu borgarlíf
inu og fór til Kenýa með samtökum
sem fræða og rannsaka ástand jarðar.
Í Kenýa rannsakaði hann vatnsból fyrir
dýr, sumarið á eftir fór hann til Alaska og
stundaði rannsóknir á selum. Í Alaska
segist hann hafa orðið fyrir djúpstæðri
upplifun þegar hann sá í fyrsta skipti
jökul. „Það tengdi mig umhverfismál
um fyrir lífstíð og gaf mér tengingu við
jörðina,“ hefur Darren sagt.
Eftir vinnu með samtökunum, nam
hann við Harvard skóla og náði seinna
gráðu í leikstjórn frá American Film
Institute. Fyrsta mynd hans, Pi, sló
hreinan tón og frægðarferill hans hefur
legið þráðbeint upp á við síðan. n
Vill borða fylgjuna
n Kim Kardashian kemur stöðugt á
óvart. Nú langar hana til að borða
fylgjuna eftir að hún hefur fætt
frumburð sinn. Þetta vill hún gera
til þess að verða unglegri, en fjöl
skylda Kim mun ekki vera sam
mála þessu uppátæki hennar.
Beyoncé slær á
kjaftasögur
n Hin 31 árs gamla söngdrottn
ing mætti í afmæli Kanye West
um síðustu helgi og klæddist afar
aðsniðnum tvískiptum kjól sem
sýndi flatan maga hennar. Sögu
sagnir um að hún
gangi með annað
barn sitt hafa
flogið fjöll
um hærra á
undanförnum
vikum. Ekkert
hefur verið stað
fest í því máli.
Britney með hring
Dave Lucado og Britney Spears,
hafa verið að „deita“ frá því í febr
úar á þessu ári. Hringur sem hún
ber á fingri sér hefur vakið athygli
fjölmiðla vestanhafs og er spurn
ing hvort daman sé trúlofuð sín
um heittelskaða.
Þessi hringur er
ekki eins vegleg
ur og síðasti trú
lofunarhringur
hennar sem var
með 3.5 karata
demant.
49 ára hasarkroppur
Súpermódelið, Elle Macpherson,
lítur ekki út fyrir að vera að
nálgast fimmtugt. ,,Fyrir mér
snýst lífið um að hafa gaman. Ég
elska starf mitt og mottóið mitt er,
gerðu það sem þú elskar og
elskaðu það sem
þú gerir“ segir
Elle í samtali
við Daily Mail.
Hún vinnur nú
að nýrri Next
Top Model
þáttaröð á Írlandi.
Stjörnu
fréttir
Íris Björk
Jónsdóttir
M
ikill fjöldi frægra tónlist
armanna sækir Ísland
heim í sumar og tónleika
haldarar munu sveitt
ir þurfa að uppfylla kröf
ur þeirra á tónleikastað. Stjörn urnar
eru miskröfuharðar. Goðið Nick
Cave er til að mynda afar nægju
samur og rólegur og gerir víst litl
ar aðrar kröfur en þær að fólk sé al
mennilegt við hann. Nick á nokkra
ágæta vini á Íslandi, þeirra fremstur
er leikarinn og leikstjórinn Gísli Örn
Garðarsson.
Öðru máli gildir um hina öldnu
Dionne Warwick, poppgoðið sem
margir dá og dýrka. Dionne hef
ur haft það skítt síðustu ár, hún var
nýlega lýst gjaldþrota og skuldar
meira en 10 milljónir dala í skatta.
Viðskotaill á pappír
Það er því kannski ekki skrýtið að
hún virki fremur viðskotaill á papp
írunum en kröfulisti hennar er ansi
langur. Dionne vill alls ekki kóka kóla
og pappadiskar og glös eru á bann
lista. Hún vill fá 2 flöskur af Cristal
kampavíni og alls ekki aðra tegund.
Það er eins gott að tónleikahaldar
ar séu með það á hreinu því á eft
ir fylgja nokkur upphrópunarmerki
og allt skrifað í hástöfum . Þá vill hún
osta, kalt kjöt og ferska ávexti og tek
ur sérstaklega fram að hún vilji hafa
6 öskubakka á svæðinu.
Hlaupormar og svartir sokkar
Eitt stærsta nafnið á tónlistarhátíð
inni Keflavík Music Festival er án
efa breski rapparinn Tinie Tempah.
Kröfur Tempah þykja nokkuð hóg
værar en meðal þess sem rappar
inn vill fá í búningsherbergið er
Yorkshire te, eintak af tímaritinu
The Sun, hlaupormar og síðast en
ekki síst par af svörtum sokkum.
Þann 9. júní mun breska rokk
sveitin Jethro Tull koma fram í
Hörpunni. Ian Anderson og félagar
vilja fyrst og fremst hafa ýmiss konar
drykkjarföng baksviðs, svo sem bjór,
rauðvín, hvítvín, trönuberjasafa,
appelsínusafa og mjólk en það að
auki má kvöldverðurinn þeirra alls
ekki innihalda kjúkling. n
Kröfuharðar stjörnur
Á blaðamannafundi á Hótel Marína Darren Aronofsky hélt langa ræðu um náttúru
Íslands á blaðamannafundi á laugardag.
Darren í Kenýa 1985 Leikstjórinn var ungur að árum þegar hann ákvað að sinna um-
hverfismálum.
n Krefjast meðal annars sex öskubakka, hlauporma og svartra sokka
Dionne vill bara
Cristal kampavín
Kröfulisti Dionne er ekki
langur en afar ítarlegur.
Strákarnir í
Jethro Tull
Vilja alls ekki
kjúkling.