Dagblaðið Vísir - DV - 10.06.2013, Page 18
18 Sport 10. júní 2013 Mánudagur
Risaslagur í Kaplakrika
n Lokaleikir sjöttu umferðar Pepsi-deildar karla í kvöld
Þ
rír síðustu leikirnir í sjöttu
umferð Pepsi-deildar karla
í knattspyrnu fara fram í
kvöld, mánudag, og með fullri
virðingu fyrir leikjum Keflavíkur og
Fram og Breiðablik og Víkinga frá
Ólafsvík er lítil spurning að risaslag-
ur FH og KR í Kaplakrika er leikur
dagsins.
Þessi tvö lið hafa eldað grátt silfur
lengi vel og leikmenn beggja meðvit-
aðir um að bæði lið eru talin vera þau
líklegustu til að hampa Íslandsmeist-
aratitlinum í haust. Svo er einnig
núna samkvæmt spám þjálfara fyrir
Íslandsmótið en þar er FH spáð titl-
inum en KR öðru sætinu.
Tölfræðin sýnir líka að áhorfend-
ur geta átt von á mörkum því fara
þarf hvorki meira né minna en tólf
ár aftur; til ársins 2001 til að finna
markalausa viðureign þessara stór-
velda. Gildir þá einu hvort litið er á
úrslit í bikarkeppni, deild eða meist-
arakeppni KSÍ.
Á síðustu leiktíð steinlágu Hafn-
firðingarnir í Kaplakrika fyrir Vest-
urbæjarstrákum og KR hafði einnig
sigur í heimaleik sínum gegn FH
sem verður að teljast frábær árang-
ur hjá KR með tilliti til þess að FH
tapaði aðeins þremur leikjum allt
síðasta tímabil. Það kom þó ekki
að sök að lokum enda lauk FH því
keppnistímabili með miklum bravúr
og enduðu tímabilið sem meistar-
ar heilum þrettán stigum á undan
næsta félagi.
Bæði lið eru taplaus í Pepsi-
deildinni hingað til. Bæði hafa unnið
fjóra leiki og gert eitt jafntefli og
markatala beggja er líka svipuð. Það
er því ekkert í spilunum annað en
frábær leikur framundan og úrslit
hans gætu skipt sköpum þegar fram
líða stundir. n
albert@dv.is
Þ
ar kom loks að því. Sumar-
ið 2013 kemst Arsenal loks
í hóp stórliða Evrópu eft-
ir langa og erfiða bið stuðn-
ingsmanna. Þá ályktun er
hægt að draga ef „stórlið“ er skilgrein-
ingin á félagsliði sem getur eytt eins
miklum peningum í leikmenn og
laun þeirra og félög á borð við Real
Madrid, Barcelona, Bayern München
eða Manchester-félögin tvö.
Tími til kominn
Arsenal er sannarlega komið í þenn-
an hóp ef marka má viðtal við stjórn-
arformann liðsins, Ivan Gazidis, þar
sem hann viðurkennir að stjórnin
hafi haldið mjög fast um budduna
núna um margra ára skeið en nú loks
sé fjárhagurinn orðinn með þeim
hætti að óhætt sé að taka næsta skref.
Það skref sé að gefa þjálfara liðsins þá
fjármuni sem hann óskar eftir. Liðin
sé sú tíð, loksins, að helstu stjörnur
liðsins hverfi á braut sökum þess að
Arsenal ræður ekki við að greiða þau
laun sem farið er fram á. Segir Gazidis
að peningana fái Arsene Wenger nú
strax í sumar og segir engu skipta
hvaða laun hvaða stjörnuleikmaður
fari fram á; liðið ráði við það.
Efnilegt
Gazidis, sem er í fróðlegu viðtali við
Telegraph í Bretlandi, fullyrðir að
eftirleiðis verði Arsenal á sama báti
peningalega og Manchester United.
„Stjórnin tók þá ákvörðun fyrir tíu
árum að byggja nýjan og glæsilegan
heimavöll en vildum jafnframt fara
afar varlega í annan kostnað. Þess
vegna höfum við þurft að horfa á eft-
ir góðum leikmönnum og þjálfarinn
fengið minni fjármuni til kaupa en
nauðsynlegt var. Nú erum við loks að
sjá fyrir endann á aðhaldi og getum
farið að skoða kaup á leikmönnum
sem hingað til hefur verið útilokað
fyrir okkur að reyna við.“
Wenger áfram?
Umræða um hvort Arsene Wenger
verði áfram þjálfari liðsins hafa ver-
ið háværar þessa leiktíðina þó dregið
hafi úr þeim eftir frábæran lokasprett
hjá liðinu í deildinni. Wenger á að-
eins eitt ár eftir af samningi við liðið
en Gazidis segir stjórnina vilja hafa
Frakkann áfram og menn séu von-
góðir um að hann framlengi í nokkur
ár í viðbót. Hann segir Wenger í raun
hafa haldið Arsenal meðal toppliða
í Evrópu með aðra hönd fyrir aft-
an bak. „Það er nánast sama hvaða
mælistiku menn nota. Arsene hefur
náð betri árangri með liðið en hægt
var að vonast eftir miðað við það sem
félagið hefur eytt í leikmenn. Við
erum ekki í vafa um að með meira
fjármagni til að halda þeim leik-
mönnum sem fram úr skara auk þess
að geta boðið í sterkustu leikmenn-
ina mun staða Arsenal bara vænkast
hér eftir.
Margir nefndir
Sem endranær er enginn skortur á
leikmönnum sem orðaðir eru við hin
og þessi félagsliðin í úrvalsdeildinni
ensku. Í tilfelli Arsenal er oftast nefnt
nafn sóknarmanns Real Madrid,
Gonzalo Higuaín en Wayne Rooney
hefur líka verið nefndur til sögunn-
ar en hann vill fara frá United. Önn-
ur nöfn sem tengd hafa verið Wenger
eða Arsenal síðustu vikurnar eru As-
hley Williams hjá Swansea, Lukazs
Piszczek hjá Dortmund, Asmir
Begovic hjá Stoke og Etienne Capoue
hjá Toulouse. n
„Arsene hefur náð
betri árangri með
liðið en hægt var að von-
ast eftir miðað við það
sem félagið hefur eytt í
leikmenn.
Albert Örn Eyþórsson
blaðamaður skrifar ritsjorn@dv.is
ArsenAl loks
í hóp risAnnA
n Wenger sagður líklegur að framlengja n Fær fúlgur fjár til að eyða
Arsene Wenger Hvað gerir hinn franski þjálfari nú þegar nánast ótakmarkaðir peningar
standa honum til boða?
Klæðist þessi búningi Arsenal?
Gonzalo Higuaín er talinn vera í sigti hjá
Wenger en það á líka við um Juventus,
meðal annarra.
FH og KR
Leikir FH og KR síðustu árin
2005: KR–FH 0–1 / FH–KR 2–0
2006: KR–FH 0–3 / FH–KR 2–0
2007: KR–FH 0–2 / FH–KR 5–1
2008: FH–KR 2–0 / KR–FH 1–2
2009: KR–FH 1–2 / FH–KR 2–4
2010: FH–KR 3–2 / KR–FH 0–1
2011: KR–FH 2–0 / FH–KR 2–1
2012: KR–FH 2–0 / FH–KR 1–3
Atli Viðar Björnsson Verður í eldlínunni
í Kaplakrika.
Hallæri hjá
Spánverjum
Heims- og Evrópumeistarar Spán-
verja mættu landsliði Haíti um
helgina í vináttuleik og máttu þeir
spænsku teljast nokkuð heppnir
að komast burt með sigur en leik-
urinn endaði 2–1. Það er makalaus
niðurstaða fyrir del Bosque og
hans menn enda Haíti litlum 62
sætum neðar á styrkleikalista FIFA
en Spánn. Vissulega var þjálfar-
inn að leika sér nokkuð með lið
sitt og hvíldi til dæmis bæði Xavi
og Iniesta en allt spænska liðið er
í heimsklassa og verður að klára
svona leiki með mun meiri stæl
en í þessu tilfelli að mati fræðinga
hjá AS og Marca á Spáni. Annars
fer landsliðið ekki langt í næstu
keppnum.
Bale betri
en Neymar
Gamla brýnið John Toshack sem
eitt sinn þjálfaði Real Madrid en
lætur sér nú nægja að þjálfa lið í
Aserbaidsjan stökk fram í sviðs-
ljósið um helgina og lýsti þeirri
skoðun sinni að Gareth Bale sé
mun betri leikmaður en brasil-
íska undrabarnið Neymar sem
Barcelona keypti fyrir skömmu
fyrir góða summu. Kannski hefur
þjóðernisrembingur þarna áhrif
því Toshack, eins og Bale, er frá
Wales en samanburðurinn er í
raun fráleitur og kannski varpar
ljósi á hvers vegna Toshack þjálfar
á steppum Asíu. Neymar er ein-
göngu sóknarmaður meðan Bale
er góður í öllum stöðum aftar á
vellinum og getur bæði skapað og
stjórnað nánast eftir vilja. Neymar
mun aldrei stjórna neinu spili hjá
neinu liði.
Enn meiri
blóðtaka hjá
Newcastle
Í byrjun síðustu leiktíðar var lið
Newcastle ekki ýkja árennilegt
með Demba Ba sem fremsta mann
og heilan herskara af frönskum
landsliðsmönnum í hinum ýmsu
stöðum. Þrátt fyrir gegnheilt lið
gekk meira niður en upp hjá liðinu
og það heppið að forðast fallið
þegar yfir lauk. Nú vill sá einstak-
lingur sem umdeilanlega var ein
aðalsprauta liðsins, Johan Cabaye,
skoða sig um og hefur lýst áhuga
að fara annað og líst vel á að ganga
til liðs við Manchester United.
Talið er víst að Newcastle njóti ekki
hans krafta á næstu leiktíð.