Dagblaðið Vísir - DV - 10.06.2013, Side 14
F
orseti Íslands er kominn á kaf
í pólitík. Í þingsetningarræðu
sinni afhjúpaði forsetinn með
tvennu móti afstöðu sína til að-
komu þjóðarinnar að ákvörðunum
um mál, sem hann er sjálfur andvígur.
Ósannindi
Í fyrsta lagi lýsti forsetinn þeirri
skoðun, að ekki væri þörf fyrir nýja
stjórnarskrá, heldur dygði að gera
breytingar á gildandi stjórnarskrá frá
1944, sem nokkrum sinnum hefði ver-
ið „endurbætt í breiðri sátt“.
Forsetinn hallar réttu máli. Stjórn-
arskrárbreytingarnar 1942 og 1959
voru gerðar gegn harðri andstöðu
Framsóknarflokksins á Alþingi eins og
forsetinn ætti að vita. Svo harðar voru
deilurnar, að ekki greri um heilt milli
Framsóknarflokksins og Sjálfstæð-
isflokksins um margra ára skeið að
loknum þeim átökum í bæði skiptin.
Eðlilegt er og sjálfsagt, að menn takist
á um nýja stjórnarskrá, sem kveður á
um, að allir sitji við sama borð.
Í annan stað var haldin þjóðar-
atkvæðagreiðsla 20. október s.l.,
þar sem 67% kjósenda lýstu stuðn-
ingi við frumvarp Stjórnlagaráðs að
nýrri stjórnarskrá. Ekki bara það: 73%
kjósenda lýstu einnig stuðningi við
ákvæðið um beint lýðræði, svo að til-
tekið hlutfall atkvæðisbærra manna
geti krafizt þess, að mál fari í þjóðarat-
kvæðagreiðslu.
Forseti Íslands virðist ekki skeyta um
niðurstöður þjóðaratkvæðagreiðslunn-
ar, ekki frekar en fyrrverandi þingflokkar
Framsóknar og sjálfstæðismanna, sem
stöðvuðu ásamt öðrum framgang nýju
stjórnarskrárinnar á Alþingi fyrir þing-
lok í vor. Þó lágu fyrir opinberar og skrif-
legar yfirlýsingar meirihluta þingmanna
um, að þeir styddu frumvarpið og vildu
afgreiða það fyrir þinglok í samræmi við
niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslunnar
20. október.
Sama virðingarleysi gagnvart vilja
fólksins í landinu markar ummæli
forsetans um samningaviðaræður Ís-
lands við ESB. Þjóðinni hefur verið
lofað, að hún fái að greiða atkvæði um
aðildina, og þá væntanlega á grund-
velli fyrirliggjandi samnings. Öðruvísi
geta margir kjósendur ekki myndað
sér skoðun á málinu. Stjórnarskrár-
frumvarpið kveður skýrt á um, að
framsal fullveldis eins og til dæmis við
aðild Íslands að ESB verða kjósend-
ur að samþykkja í bindandi þjóðar-
atkvæðagreiðslu. Skoðun Alþingis
skiptir þá ekki máli, þar eð þjóðin er
yfirboðari þingsins. Forseti Íslands
gerir lítið úr nauðsyn þess að ljúka
aðildarsamningum við ESB og virðist
því kæra sig kollóttan um þetta loforð
fyrrverandi ríkisstjórnar og einnig um
þjóðarviljann, þegar þar að kemur.
Alþingi er hvorki heppilegur né
eðlilegur vettvangur umfjöllunar um
mál, sem kjósendur leiða til lykta í
þjóðaratkvæðagreiðslum. Um slík mál
er eðlilegra að fjalla úti í þjóðfélaginu
en inni á Alþingi. Það stafar af því, að
Alþingi getur eins og dæmin sanna
misbeitt valdi sínu til að taka ráðin af
kjósendum. Forsetinn bítur höfuðið
af skömminni með því að segja: „Al-
þingiskosningarnar skiluðu mikilvæg-
um boðskap um stjórnarskrána“ án
þess að minnast einu orði á þjóðarat-
kvæðagreiðsluna 20. október.
Svik
Sú staðreynd, að Alþingi heyktist á að
afgreiða nýju stjórnarskrána fyrir þing-
lok í vor, undirstrikar vandann, sem
við er að glíma. Vandinn birtist með-
al annars í því, að Alþingi leyfði sér að
taka fram fyrir hendurnar á kjósendum
í stjórnarskrármálinu. Þvílíkt hefur ekki
gerzt í slíku stórmáli í okkar heims-
hluta að minnsta kosti frá stríðslok-
um 1945, svo að ég viti, nema einu
sinni. Það var í Færeyjum 1946, þegar
Færeyingar ákváðu í þjóðaratkvæða-
greiðslu að fara að dæmi Íslendinga
frá 1944 og lýsa yfir sjálfstæði frá Dan-
mörku. Lögþingið í Þórshöfn staðfesti
niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslunn-
ar, en danski kóngurinn rauf þá þingið
og boðaði til nýrra kosninga, þar sem
andstæðingar sjálfstæðis höfðu sigur.
Þjóðaratkvæðagreiðslan var því í reynd
að engu höfð. Munurinn á Færeyjum
þá og Íslandi nú er, að svikin í Færeyj-
um bárust að utan.
Málflutningur forseta Íslands og
ýmissa alþingismanna bendir til, að
ESB-málið gæti hlotið sömu örlög á
Alþingi og nýja stjórnarskráin. Það
er engu líkara en forsetinn og ýmsir
aðrir treysti því ekki, að þjóðin segi
nei við ESB-aðild, þegar þar að kem-
ur. Þeir vilja ráða ferðinni og virðast
telja sig hafna yfir kjósendur milli
alþingiskosninga. Við því þarf að
bregðast.
Sandkorn
N
ýja ríkisstjórnin virðist ætla að
setja eins lítið púður og hún get-
ur í utanríkismál þjóðarinnar.
Nú þegar hefur nýr utanríkis-
ráðherra, Gunnar Bragi Sveins-
son, gefið það út að hlé verði gert á við-
ræðum Íslands við Evrópusambandið
og varaformaður Framsóknarflokksins,
Sigurður Ingi Jóhannsson, hefur sagt að
sú ákvörðun að hætta viðræðunum verði
ekki lögð í dóm þjóðarinnar. Umsókn Ís-
lands um aðild Íslands að Evrópusam-
bandinu hefur samt ekki verið dregin til
baka ennþá þó einungis tímaspursmál sé
hvenær það verður gert miðað við um-
mæli Gunnars Braga og Sigurðar Inga.
Umsóknin um aðild Íslands mun, mið-
að við þetta, daga uppi í Brüssel án þess
að þjóðin fái nokkru sinni að segja hug
sinn að sambandsaðild í þjóðaratkvæða-
greiðslu. Svo þarf að hefja allt ferlið upp á
nýtt í framtíðinni ef Evrópusinnuð ríkis-
stjórn kemst til valda.
Ákvörðun ríkisstjórnarinnar um að
hætta viðræðunum við Evrópusam-
bandið gengur þvert á þá stefnu Fram-
sóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins,
sem flokkarnir héldu á lofti fyrir síðustu
kosningar, að ákvörðunin um hvort
hætta ætti aðildarviðræðunum eða ekki
yrði lögð fyrir þjóðina í atkvæðagreiðslu.
Ríkisstjórnin hefur hins vegar ákveðið,
einhliða og án samráðs við þjóðina,
ákveðið að hætta viðræðunum án þess
að þjóðaratkvæðagreiðsla fari fram.
Á sama tíma og ríkisstjórnin tek-
ur þessar ákvarðanir þá liggur fyrir að í
utanríkisráðuneytið hefur verið settur
þingmaður sem hefur afar takmarkaða
þekkingu á utanríkismálum, Gunn-
ar Bragi Sveinsson, líkt og fjallað er um
annars staðar hér í blaðinu. Í einni af
þingræðunum sem Gunnar Bragi hélt
um utanríkismál á síðasta þingi, eftir að
hafa setið í utanríkismálanefnd allt kjör-
tímabilið, hafði þingmaðurinn þetta að
segja um málaflokkinn almennt séð:
„Varðandi hlutverk utanríkisráðuneyt-
isins vil ég í upphafi segja að ég hygg að
það væri hollt fyrir margan þingmann-
inn að sitja eins og einn vetur í utanríkis-
málanefnd og kynna sér utanríkismálin
og utanríkisþjónustuna. Ég held að við
sem sökkvum okkur ofan í vinnu sem
tengist utanríkismálum skiljum mjög
fljótt mikilvægi þess að öflug utanríkis-
þjónusta sé rekin af Íslands hálfu.“
Þrátt fyrir þessi orð Gunnars Braga
um mikilvægi utanríkisþjónustunnar –
sem báru þess reyndar merki að hann
sjálfur væri blautur á bak við eyrun að
kynnast utanríkismálum í fyrsta sinn
– tekur ríkisstjórnin þá ákvörðun ein-
hliða, þvert á fögur fyrirheit, að hætta
viðræðunum við Evrópusambandið
án þess að þjóðin segi hug sinn á þeirri
ákvörðun. Þessi ákvörðun þýðir reynd-
ar að starfsemi utanríkisráðuneytisins
mun verða minni í sniðum á þessu kjör-
tímabili þar sem ráðuneytið hefur varið
mikilli vinnu á liðnum árum í aðildar-
umsóknina og viðræðurnar við Evrópu-
sambandið, líkt og einn þingmaður segir
í samtali við DV í dag: „En ef þeir ætla
ekki að halda viðræðunum við Evrópu-
sambandið áfram þá verður ósköp lítið
að gera í því ráðuneyti.“
Nú þegar liggur því fyrir, á þessum
stutta líftíma ríkisstjórnarinnar, að tvær
veigamiklar ákvarðanir hafa verið tekn-
ar sem sýna áhugaleysi ríkisstjórnarinn-
ar á utanríkismálum og alþjóðasamstarfi
í gegnum Evrópusambandið: Fyrst er
skipaður utanríkisráðherra sem hvorki
hefur þekkingu né áhuga á málaflokkn-
um og sem hefur oft talað gegn aðild Ís-
lands að Evrópusambandinu opinber-
lega án þess að fyrir liggi samningur við
sambandið – „Það evrusnuð sem Sam-
fylkingin vill troða upp í þjóðina er orðið
tætt og illa lyktandi“ – og stór hluti af
vinnu starfsmanna utanríkisráðuneytis-
ins síðastliðin ár verður kastað fyrir róða
án samráðs við þjóðina vegna þeirrar
bjargföstu sannfæringar Framsóknar-
flokksins að Ísland eigi ekki heima í sam-
bandinu. Samt liggur enginn samningur
fyrir sem hægt er að taka afstöðu til – lík-
lega er öll þessi andstaða við ESB byggð á
þjóðmenningarlegum rökum.
Á hliðarlínunni fylgjast alþjóða-
sinnarnir Bjarni Benediktsson og Illugi
Gunnarsson bara með — þessir gömlu,
yfirlýstu stuðningsmenn ESB og upptöku
evru — þrátt fyrir að á landsfundi flokks-
ins hafi verið samþykkt ályktun þess efnis
að þjóðin ætti að fá að kjósa um áfram-
hald viðræða við Evrópusambandið. Ut-
anríkismálin og inngangan í Evrópusam-
bandið eru tabú í Sjálfstæðisflokknum
þar sem enginn þorir að lýsa yfir stuðn-
ingi við sambandið af ótta við ritstjóra
Morgunblaðsins.
Viðleitni ríkisstjórnarinnar í utanríkis-
málum virðist frekar vera sú að draga eigi
úr samskiptum við erlend ríki og heldur
að torvelda þau en hitt. Að minnsta kosti
liðkar sú ákvörðun að hætta snögglega
aðildarviðræðunum við Evrópusam-
bandið, og væntanlega draga umsókn-
ina til baka eftir áralangt ferli, ekki fyrir
samskiptum á milli Íslands og þeirra
þjóða sem eru í sambandinu. Þá dregur
þessi ákvörðun umtalsvert úr hlutverki
utanríkisráðuneytisins sem séð hefur um
stóran hluta vinnunnar við aðildarum-
sóknina.
Ein afleiðingin af ákvörðun ríkis-
stjórnarinnar er því sú að hún getur
skorið niður í utanríkisráðuneytinu þar
sem vinnan við umsóknarferlið mun
ekki lengur fara fram. Þannig mun verða
minna vinnuálag á nýjum utanríkisráð-
herra sem getur þá einbeitt sér að öðr-
um málaflokkum en vinnunni við um-
sóknarferlið. Minna utanríkisráðuneyti,
og minni samskipti Íslands við útlönd
í gegnum ráðuneytið, munu nauðsyn-
lega verða afleiðing þessara breytinga.
Með tímanum verður svo kannski hægt
að gera utanríkisráðuneytið að sérstakri
deild í innanríkisráðuneytinu og þannig
enn frekar að skera niður í málaflokkn-
um. Þá munu formenn Framsóknar-
flokksins og Sjálfstæðisflokksins líka
losna við það erfiða verkefni að skipa ein-
hvern sem utanríkisráðherra í ríkisstjórn
þar sem áhuginn á utanríkismálunum er
af afar skornum skammti og vænlegast er
að gefa umheiminum langt nef.
Guðlaugur
eftirsóttur
n Í haust mun baráttan um
leiðtogasæti Sjálfstæðis-
manna í Reykjavík ná há-
marki. Þegar hafa þau Júlíus
Vífill Ingvarsson, Kjartan
Magnússon og Þorbjörg Helga
Vigfúsdóttir gefið kost á
sér. Fullyrt er að Guðlaugur
Þór Þórðarsson, óbreyttur
þingmaður, sé nú und-
ir þrýstingi þess hóps sem
fylgdi Vilhjálmi Þ. Vilhjálms-
syni um að færa sig um set.
Þykir þetta vera sterkur leik-
ur fyrir þingmanninn sem
virðist kominn á endastöð í
landspólitíkinni.
Sterkur ráðherra
n Eygló Harðardóttir félags-
málaráðherra hefur komið
sterk inn í ráðherra embætti
sitt. Hún talar skýrt um
ólögleg lán og krefst þess
að fjármálafyrirtæki fari eft-
ir dómum. Eygló er Vest-
mannaeyingur og hefur
búið þar. Nú er breyting þar
á því hún er að selja hús sitt í
Eyjum og flytja í Hafnarfjörð
þar sem hún hyggst leigja.
Spurul Vigdís
n Vigdís Hauksdóttir, al-
þingismaður Framsóknar-
flokks, fékk
ekki ráð-
herrastól
þrátt fyrir
stórsigur í
Reykjavíkur-
kjördæmi
suður. Nú
hefur flokksforystan rétt
henni formannsstól í fjár-
laganefnd. Þetta er hugs-
anlega klókt útspil hjá
Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni
formanni. Vigdís hefur verið
einkar gagnrýnin á fjáraust-
ur hins opinbera og spurul
á ástæður þess að ekki var
skorið niður hér og þar. Nú
mun niðurskurðarhnífurinn
fara á loft.
Mötuneyti
Sigmundar
n Sigmundur Davíð Gunn-
laugsson forsætisráðherra
situr uppi
með þann
húmor að
hann stjórni
mötuneyti
fremur en
ráðuneyti.
Þetta gerð-
ist í kjölfar þess að þing-
mönnum var tilkynnt með
matseðli Alþingis hvaða
dag þing kæmi saman. Sig-
mundur er reyndar mik-
ill áhugamaður um mat
og mötuneyti. Á síðasta
ári lagði hann hart að sér í
megrun á íslenska kúrnum.
Upp úr áformum hans slitn-
aði en viðbúið er að hann
muni taka aftur upp þráð-
inn í samvinnu við mötu-
neyti sitt.
Fyrst og fremst
eruð þið dónar
Hann er eins og
Keith Richards
Skálmöld lætur KMF heyra það. – Facebook Halldór Lárusson trommari um Megas. – DV
Innanríkisstjórnin„En ef þeir ætla ekki
að halda viðræðun-
um við Evrópusambandið
áfram þá verður ósköp lítið
að gera í því ráðuneyti
„Sama virðingarleysi
gagnvart vilja fólks-
ins í landinu markar um-
mæli forsetans um samn-
ingaviðaræður Íslands við
ESB
Forsetinn og lýðræðið
Leiðari
Ingi Freyr
Vilhjálmsson
ingi@dv.is
Aðsent
Þorvaldur
Gylfason
Útgáfufélag: DV ehf. Stjórnarformaður: Þorsteinn Guðnason Ritstjóri: Reynir Traustason (rt@dv.is) Aðstoðarritstjóri: Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir (ingibjorg@dv.is) Fréttastjóri menningar: Símon
Birgisson (simonb@dv.is) Ritstjórnarfulltrúi: Ingi Freyr Vilhjálmsson (ingi@dv.is) Umsjónarmaður helgarblaðs og innblaðs: Kristjana Guðbrandsdóttir (kristjana@dv.is) Framkvæmdastjóri og
vefstjóri DV.is: Jón Trausti Reynisson (jontrausti@dv.is) Sölu- og markaðsstjóri: Heiða B. Heiðarsdóttir (heida@dv.is) Umbrot: DV Prentun: Landsprent Dreifing: Árvakur DV á netinu: www.dv.is
F R J Á L S T, Ó H Á Ð D A G B L A Ð
Heimilisfang
Tryggvagötu 11
Hafnarhvoli, 2. hæð
101 Reykjavík
FRéTTASkoT
512 70 70 DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. Notkun á efni blaðsins er óheimil án samþykkis.
512 7000
512 7010
512 7080
512 7050
AÐALnúmeR
RiTSTJÓRn
ÁSkRiFTARSími
AuGLýSinGAR
14 10. júní 2013 Mánudagur