Dagblaðið Vísir - DV - 10.06.2013, Side 22
22 Menning 10. júní 2013 Mánudagur
Tónlistin ómar í Þingvallakirkju
n Tónlistarhátíðin Þriðjudagskvöld í Þingvallakirkju haldin sjöunda árið í röð
T
ónleikaröðin Þriðjudags
kvöld í Þingvallakirkju hefst
á morgun, þriðjudaginn 11.
júní. Þetta er sjöunda árið
sem þessi tónleikaröð er haldin.
Á tónleikunum á þriðjudag mun
Laufey Sigurðardóttir leika einleiks
verk á fiðlu eftir Johann Sebastian
Bach og eiginmaður hennar, Þor
steinn frá Hamri, les ljóð.
Fagrir tónar
Skipuleggjandi hátíðarinnar er
Einar Jóhannesson, klarinettuleik
ari með Sinfóníuhljómsveit Ís
lands. Tengsl hans við kirkjuna
og sveitina aftur í ættir urðu þess
valdandi að hann ákvað að fylla
kirkjuna með fögrum tónum yfir
sumartímann.
„Móðursystir mín, hún Guðbjörg
Einarsdóttir frá Kárastöðum í Þing
vallasveit, var organisti í kirkjunni
og afi minn hreppstjóri. Þannig að
ég er tengdur þessum stað. Bæði til
finningalega og einnig fjölskyldu
böndum. Þegar móðursystir mín dó
fyrir sjö árum, kom til tals að stofna
minningarsjóð um hana sem tengd
ist kirkjunni og að efla tónlistarlífið.“
Sungið undir berum himni
Það sem byrjaði sem lítil hátíð
hefur undið upp á sig.
„Á fyrstu hátíðinni fékk ég vini
mína og kollega til að spila á orgel
ið. Kirkjan er mjög lítil. Tekur bara
50 manns í sæti og þess vegna þarf
ég í raun að passa mig að aug
lýsa hátíðina ekki of mikið. Þegar
sönghópurinn Voces Thules söng
í kirkjunni þurftum við að fara út
og syngja undir berum himni. Það
var dásamleg stund.“
Meðal þeirra sem fram koma
í sumar er tréblásturstríó skip
að þeim Einari, Rúnari Vilbergs
syni og Peter Tompkins sem
spila munu verk eftir Mozart og
fleiri þann 18. júní. Þann 25. júní
mun sönghópurinn Voces Thules
koma fram og svo heldur dagskrá
in áfram til 9. júlí. n
Íslenskt skáld Í frönsku feni
n Leikur hlutverk íslensks listamanns n Meiri lúxus en í íslensku leikhúsi
S
næbjörn Brynjarsson leik
húslistamaður leikur um
þessar mundir í sýningunni
Swamp club (Mýrarklúbb
urinn) sem frumsýnd var
á hinni virtu leiklistarhátíð Vienna
Festwochen í Vín. Verkið er eftir
franska leikhópinn Vivariumstudio
sem Snæbjörn kynntist hér á landi.
Kynntist hópnum á Íslandi
„Ég kynntist Philippe Quesne, sem
er aðalhugmyndasmiður hóps
ins, þegar hann sýndi á lókal 2008.
Þá var Vivarium studio að „meika
það“, það er að segja, voru að ná
athygli fyrir utan Frakklands í fyrsta
sinn, og ég var nýkominn úr skipti
námi í París og var fenginn til þess
að vera túlkur fyrir þau. Þetta var
bara svona týpískt aðstoðarmanna
starf þar sem ég hentist eftir pizz
um en endaði reyndar á sviðinu í
stutta stund.“
Fékk barnabókaverðlaun
Snæbjörn útskrifaðist úr Fræði og
framkvæmd við Listaháskóla Ís
lands. Hann kallar sig leikhúslista
mann og rithöfund. Hann deildi ís
lensku Barnabókaverðlaununum
með félaga sínum Kjartani Yngva
Björnssyni fyrir bókina Hrafnsauga
á síðasta ári. Og hefur bæði skrifað
leikrit og sett á svið gjörninga.
Það er reynsla hans í bókaskrifum
sem nýtist vel í sýningu Vivarium
studio hópsins. Í verkinu ræðir
Snæbjörn meðal annars um Hrafns
auga og framhaldið sem Snæbjörn
og Kjartan vinna nú að á herrasetri
í Transilvaníu.
Leikur listamann
„Mitt hlutverk í sýningunni er að
vera íslenskur listamaður. Ég er
kominn til að vinna að skáldsögu
í swamp club, og útskýri fyrir þeim
að ég sé að vinna að fantasíuskáld
sögu,“ segir Snæbjörn.
Hann segir sýninguna stóra í snið
um og afar framsækna. Hann býst því
ekki við að íslensk leikhús hafi bol
magn til að taka hana til sýninga.
„Fagurfræðilega er sýningin hins
vegar mjög athyglisverð. Það er ekki
verið að reyna að kalla fram tilfinn
ingaleg viðbrögð frá áhorfendum.
Hún snýst ekki um að kalla fram
hlátur eða grátur. Í staðinn er fók
usinn á myndrænu hliðina, mikið af
vísunum í málverk eftir Brueghel og
Bosch til dæmis og svo eru ein sex
tungumál töluð í sýningunni. Af
byggingin er algjör.“
Mikill lúxus
Spurður hvernig reynsla það sé að
frumsýna á jafn virtri leikhúshátíð
og Vienna Festwochen segir Snæ
björn: „Jú, þetta er rosalegt. Miklu
meiri „lúxus“ en maður á að venj
ast í íslensku leikhúsi. Á köflum er
maður rosaleg stjarna þó maður
sé í aukahlutverki innan sýningar
innar. Það er undarlegt þegar lista
gagnrýnendur í Austurríki vitna í
mann.“ n
Leiklist
Símon Birgisson
simonb@dv.is
„Það er
undar-
legt þegar lista-
gagnrýnendur í
Austurríki vitna
í mann
Snæbjörn Brynjarsson Leikur
íslenskan listamann í Vín.
Úr sýningunni Swamp thing
Framsækin og risastór sviðsmynd.
Einar Jóhannesson
Skipuleggur tónlistarhá-
tíðina Þriðjudagskvöld í
Þingvallakirkju.
Andrés Önd
þrítugur
Ein frægasta persónan úr Disn
ey sögunum, Andrés Önd, heldur
upp á 30 ára afmæli sitt á Íslandi
um þessar mundir. Í tilkynningu
frá Eddu segir að ekkert mynda
sögublað sé vinsælla hér á landi
en Andrés Önd og að Disney
Syrpan — með Andrési í aðalhlut
verki, sé vinsælasta efni til útleigu
á bókasöfnum hér á landi. Andrés
hélt upp á 30 ára afmæli sitt í
Smára lind inni um helgina en Walt
Disney lýsti stjörnunni eitt sinn á
þennan veg: „Andrés er yfirgengi
legur gaur, ókurteis og uppstökk
ur, en öllum þykir vænt um hann,
líka mér.“
Útvarpsleikhúsið
verðlaunað
Útvarpsleikhúsið hlaut á dögun
um Norrænu útvarpsleikhúsverð
launin fyrir verkið Opið hús, eftir
Hrafnhildi Hagalín, í leikstjórn
Kristínar Eysteinsdóttur. Verkið
var jólaleikrit Útvarpsleikhússins
en dómnefndir á Norðurlöndun
um völdu milli sex norræna verka.
Þetta er í annað skipti á þremur
árum sem Útvarpsleikhúsið hefur
hlotið þessi verðlaun. Í hitteðfyrra
hlaut það verðlaunin fyrir Djúp
ið. Með hlutverk í Opnu húsi fara
Kristbjörg Kjeld, Erlingur Gísla
son, Bergur Þór Ingólfsson, Unnur
Ösp Stefánsdóttir, Björn Thors og
Ellert A. Ingimundarson. Hallur
Ingólfsson samdi tónlistina við
verkið en Einar Sigurðsson sá um
hljóðvinnslu.
Veröld hræð-
ir ferðamenn
Veröld hefur gefið út tvær bækur
með draugasögum og fornbók
menntum fyrir erlenda ferða
menn. Bækurnar heita: Icelandic
Ghost Stories og Icelandic Literat
ure of the Vikings. Í tilkynningu frá
Veröld segir að draugar hafi lifað
góðu lífi á Íslandi og vakið ótta og
skelfingu gegnum aldirnar. Í bók
unum sé að finna þekktustu og
áhrifaríkustu draugasögurnar úr
íslenskum þjóðsögum. Pétur Már
Ólafsson valdi sögurnar og Philip
Roughton þýddi. Í bókinni um Ís
lendingasögurnar fjallar Ármann
Jakobsson prófessor um Eddu
kvæðin, sögurnar og önnur mið
aldarit.