Dagblaðið Vísir - DV - 10.06.2013, Side 22

Dagblaðið Vísir - DV - 10.06.2013, Side 22
22 Menning 10. júní 2013 Mánudagur Tónlistin ómar í Þingvallakirkju n Tónlistarhátíðin Þriðjudagskvöld í Þingvallakirkju haldin sjöunda árið í röð T ónleikaröðin Þriðjudags­ kvöld í Þingvallakirkju hefst á morgun, þriðjudaginn 11. júní. Þetta er sjöunda árið sem þessi tónleikaröð er haldin. Á tónleikunum á þriðjudag mun Laufey Sigurðardóttir leika einleiks­ verk á fiðlu eftir Johann Sebastian Bach og eiginmaður hennar, Þor­ steinn frá Hamri, les ljóð. Fagrir tónar Skipuleggjandi hátíðarinnar er Einar Jóhannesson, klarinettuleik­ ari með Sinfóníuhljómsveit Ís­ lands. Tengsl hans við kirkjuna og sveitina aftur í ættir urðu þess valdandi að hann ákvað að fylla kirkjuna með fögrum tónum yfir sumartímann. „Móðursystir mín, hún Guðbjörg Einarsdóttir frá Kárastöðum í Þing­ vallasveit, var organisti í kirkjunni og afi minn hreppstjóri. Þannig að ég er tengdur þessum stað. Bæði til­ finningalega og einnig fjölskyldu­ böndum. Þegar móðursystir mín dó fyrir sjö árum, kom til tals að stofna minningarsjóð um hana sem tengd­ ist kirkjunni og að efla tónlistarlífið.“ Sungið undir berum himni Það sem byrjaði sem lítil hátíð hefur undið upp á sig. „Á fyrstu hátíðinni fékk ég vini mína og kollega til að spila á orgel­ ið. Kirkjan er mjög lítil. Tekur bara 50 manns í sæti og þess vegna þarf ég í raun að passa mig að aug­ lýsa hátíðina ekki of mikið. Þegar sönghópurinn Voces Thules söng í kirkjunni þurftum við að fara út og syngja undir berum himni. Það var dásamleg stund.“ Meðal þeirra sem fram koma í sumar er tréblásturstríó skip­ að þeim Einari, Rúnari Vilbergs­ syni og Peter Tompkins sem spila munu verk eftir Mozart og fleiri þann 18. júní. Þann 25. júní mun sönghópurinn Voces Thules koma fram og svo heldur dagskrá­ in áfram til 9. júlí. n Íslenskt skáld Í frönsku feni n Leikur hlutverk íslensks listamanns n Meiri lúxus en í íslensku leikhúsi S næbjörn Brynjarsson leik­ húslistamaður leikur um þessar mundir í sýningunni Swamp club (Mýrarklúbb­ urinn) sem frumsýnd var á hinni virtu leiklistarhátíð Vienna Festwochen í Vín. Verkið er eftir franska leikhópinn Vivariumstudio sem Snæbjörn kynntist hér á landi. Kynntist hópnum á Íslandi „Ég kynntist Philippe Quesne, sem er aðalhugmyndasmiður hóps­ ins, þegar hann sýndi á lókal 2008. Þá var Vivarium studio að „meika það“, það er að segja, voru að ná athygli fyrir utan Frakklands í fyrsta sinn, og ég var nýkominn úr skipti­ námi í París og var fenginn til þess að vera túlkur fyrir þau. Þetta var bara svona týpískt aðstoðarmanna starf þar sem ég hentist eftir pizz­ um en endaði reyndar á sviðinu í stutta stund.“ Fékk barnabókaverðlaun Snæbjörn útskrifaðist úr Fræði og framkvæmd við Listaháskóla Ís­ lands. Hann kallar sig leikhúslista­ mann og rithöfund. Hann deildi ís­ lensku Barnabókaverðlaununum með félaga sínum Kjartani Yngva Björnssyni fyrir bókina Hrafnsauga á síðasta ári. Og hefur bæði skrifað leikrit og sett á svið gjörninga. Það er reynsla hans í bókaskrifum sem nýtist vel í sýningu Vivarium­ studio hópsins. Í verkinu ræðir Snæbjörn meðal annars um Hrafns­ auga og framhaldið sem Snæbjörn og Kjartan vinna nú að á herrasetri í Transilvaníu. Leikur listamann „Mitt hlutverk í sýningunni er að vera íslenskur listamaður. Ég er kominn til að vinna að skáldsögu í swamp club, og útskýri fyrir þeim að ég sé að vinna að fantasíuskáld­ sögu,“ segir Snæbjörn. Hann segir sýninguna stóra í snið­ um og afar framsækna. Hann býst því ekki við að íslensk leikhús hafi bol­ magn til að taka hana til sýninga. „Fagurfræðilega er sýningin hins vegar mjög athyglisverð. Það er ekki verið að reyna að kalla fram tilfinn­ ingaleg viðbrögð frá áhorfendum. Hún snýst ekki um að kalla fram hlátur eða grátur. Í staðinn er fók­ usinn á myndrænu hliðina, mikið af vísunum í málverk eftir Brueghel og Bosch til dæmis og svo eru ein sex tungumál töluð í sýningunni. Af­ byggingin er algjör.“ Mikill lúxus Spurður hvernig reynsla það sé að frumsýna á jafn virtri leikhúshátíð og Vienna Festwochen segir Snæ­ björn: „Jú, þetta er rosalegt. Miklu meiri „lúxus“ en maður á að venj­ ast í íslensku leikhúsi. Á köflum er maður rosaleg stjarna þó maður sé í aukahlutverki innan sýningar­ innar. Það er undarlegt þegar lista­ gagnrýnendur í Austurríki vitna í mann.“ n Leiklist Símon Birgisson simonb@dv.is „Það er undar- legt þegar lista- gagnrýnendur í Austurríki vitna í mann Snæbjörn Brynjarsson Leikur íslenskan listamann í Vín. Úr sýningunni Swamp thing Framsækin og risastór sviðsmynd. Einar Jóhannesson Skipuleggur tónlistarhá- tíðina Þriðjudagskvöld í Þingvallakirkju. Andrés Önd þrítugur Ein frægasta persónan úr Disn­ ey sögunum, Andrés Önd, heldur upp á 30 ára afmæli sitt á Íslandi um þessar mundir. Í tilkynningu frá Eddu segir að ekkert mynda­ sögublað sé vinsælla hér á landi en Andrés Önd og að Disney Syrpan — með Andrési í aðalhlut­ verki, sé vinsælasta efni til útleigu á bókasöfnum hér á landi. Andrés hélt upp á 30 ára afmæli sitt í Smára lind inni um helgina en Walt Disney lýsti stjörnunni eitt sinn á þennan veg: „Andrés er yfirgengi­ legur gaur, ókurteis og uppstökk­ ur, en öllum þykir vænt um hann, líka mér.“ Útvarpsleikhúsið verðlaunað Útvarpsleikhúsið hlaut á dögun­ um Norrænu útvarpsleikhúsverð­ launin fyrir verkið Opið hús, eftir Hrafnhildi Hagalín, í leikstjórn Kristínar Eysteinsdóttur. Verkið var jólaleikrit Útvarpsleikhússins en dómnefndir á Norðurlöndun­ um völdu milli sex norræna verka. Þetta er í annað skipti á þremur árum sem Útvarpsleikhúsið hefur hlotið þessi verðlaun. Í hitteðfyrra hlaut það verðlaunin fyrir Djúp­ ið. Með hlutverk í Opnu húsi fara Kristbjörg Kjeld, Erlingur Gísla­ son, Bergur Þór Ingólfsson, Unnur Ösp Stefánsdóttir, Björn Thors og Ellert A. Ingimundarson. Hallur Ingólfsson samdi tónlistina við verkið en Einar Sigurðsson sá um hljóðvinnslu. Veröld hræð- ir ferðamenn Veröld hefur gefið út tvær bækur með draugasögum og fornbók­ menntum fyrir erlenda ferða­ menn. Bækurnar heita: Icelandic Ghost Stories og Icelandic Literat­ ure of the Vikings. Í tilkynningu frá Veröld segir að draugar hafi lifað góðu lífi á Íslandi og vakið ótta og skelfingu gegnum aldirnar. Í bók­ unum sé að finna þekktustu og áhrifaríkustu draugasögurnar úr íslenskum þjóðsögum. Pétur Már Ólafsson valdi sögurnar og Philip Roughton þýddi. Í bókinni um Ís­ lendingasögurnar fjallar Ármann Jakobsson prófessor um Eddu­ kvæðin, sögurnar og önnur mið­ aldarit.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.