Dagblaðið Vísir - DV - 10.06.2013, Side 11
Fréttir 11Mánudagur 10. júní 2013
veg rosalega mikið á móti ESB.
Eina skiptið sem ég hef heyrt hann
tala um utanríkismál er þegar hann
býsnast, heldur reiður, yfir helvítun-
um í Brüssel, eitthvað svona
blablablabla. Nú þarf Gunnar Bragi
að skilgreina stöðu Íslands í heim-
inum og þarf að taka frumkvæðið af
forseta Íslands sem er á fullu núna
að skilgreina stöðu Íslands. Ólafur
Ragnar er svo mikill refur að hann
skynjar að það er tómarúm núna
þar sem utanríkisráðherra hefur
ekki tekið þetta frumkvæði. Gunn-
ar Bragi þarf að hrifsa til sín þetta
frumkvæði. Hann er búinn að segja
hvað Ísland ætlar ekki að gera; nú
þarf hann að segja hvað Ísland ætl-
ar að gera.“
Með orðum sínum um hvað Ís-
land ætlar ekki að gera á þingmað-
urinn við að eitt það fyrsta sem
Gunnar Bragi gerði eftir að hann
varð ráðherra var að gefa það út að
hlé yrði gert á aðildarviðræðum við
Evrópusambandið. Síðan þá hefur
Sigurður Ingi Jóhannsson, landbún-
aðar- og sjávarútvegsráðherra, sagt
að spurningin um hvort Ísland haldi
áfram aðildarviðræðum við ESB
verði ekki lögð í dóm þjóðarinnar
í þjóðaratkvæðagreiðslu. Möguleg
innganga Íslands í ESB hefur með
öðrum orðum verið sett á ís.
Sagður vera ljúfmenni
Þrátt fyrir að viðmælendur DV ef-
ist um þekkingu og áhuga Gunnars
Braga á utanríkismálum þá eru allir
viðmælendur blaðsins sammála um
að hann sé fínn náungi. Einn af þing-
mönnunum sem DV ræddi við segir:
„Ég kann ágætlega við hann – hann
er ágætis félagi – en ég hef ekki mikið
álit á honum. Þetta er ljúfmenni í eðli
sínu, ágætis maður.“
Annar þingmaður segir að gott
hafi verið að leita til Gunnars Braga
þegar hann var þingflokksformað-
ur og hefur viðkomandi ekkert nema
gott um hann að segja: „Ég hef ekk-
ert nema gott af samskiptum við
Gunnar Braga að segja: Hann er lip-
ur og viðræðugóður og hjálplegur og
sanngjarn myndi ég segja. Svo getur
hann verið ágætlega skemmtilegur.
Af þeim þingmönnum Framsóknar-
flokksins sem voru á þingi á síðasta
kjörtímabili þá var best að leita til
hans með einhver mál eða erindi.
Hann er maður sem reynir að leysa
hluti.“
Sami þingmaður tekur þó í
sama streng og aðrir viðmælend-
ur blaðsins þegar hann er spurður
um hæfni Gunnars Braga til að vera
utan ríkisráðherra: „Það kom mér
vægast sagt á óvart þegar hann var
skipaður utanríkisráðherra. Eins og
hann var upplagður þingflokksfor-
maður og gæti örugglega verið fínn í
einhverju ráðuneyti þá hentar utan-
ríkisráðuneytið honum ekki. Ég átta
mig ekki á því og held að þar sé full-
mikið í fang færst. En ef þeir ætla ekki
að halda viðræðunum við Evrópu-
sambandið áfram þá verður ósköp
lítið að gera í því ráðuneyti,“ segir
þingmaðurinn.
Þriðji þingmaðurinn segir að
Gunnar Bragi sé vinalegur náungi.
„Það er gott að spjalla við hann og
eiga við hann samskipti. Nema að
hann er svolítið ör og á það til að
rjúka upp út af engu. Oft er það van-
hugsað hjá honum; hann mætti
stundum telja upp að tíu áður en
hann æsir sig. En í grunninn er hann
ágætis náungi. Mér finnst það ekki
ríma við karakter hans hvað hann er
þröngsýnn varðandi ákveðin mál, til
dæmis Evrópusambandið.“
Bíður erfitt verk
Gunnar Bragi hefur samt náð langt
á stuttum þingmannsferli: Hann
var þingflokksformaður Fram-
sóknarflokksins á síðasta kjör-
tímabili og er nú orðinn ráðherra.
Uppgangur Gunnars Braga bend-
ir til að hann sé maður sem kunni
að bjarga sér að mati eins þing-
manns: „Hann bjargar sér. Hann
var þingflokksformaður í fjögur ár.
En það er ekki þannig að það lýsi
af honum einhverjar djúpar gáf-
ur. Sennilega er hann bara nokkuð
góður stjórnandi og reddari. Það
er nú það sem hann hefur fengist
við ef þú lítur yfir starfsferilinn hjá
honum.“
Þrátt fyrir það bíður Gunnari
Braga erfitt verk: Hann þarf að
setja sig vel inn í utanríkismálin
og koma sér upp sýn á því hvern-
ig hann vilji túlka stöðu Íslands
næstu árin. Líkt og kemur fram
hér eru ýmsar efasemdarraddir
sem telja að Gunnar Bragi eigi ekki
mikið erindi í utanríkisráðuneytið.
Einn af þingmönnunum sem
DV ræðir við segir að Gunnar Bragi
þurfi að tala með öðrum hætti en
hann hefur gert um utanríkis-
mál þegar hann ræðir við erlenda
ráðamenn. „Gunnar Bragi þarf að
setjast niður með kollegum sín-
um í Evrópu og þá gengur ekk-
ert þetta leigubílstjóratal um að
allt sé að fara til helvítis í Evrópu.
Það er auðvitað ekki allt í klessu í
Evrópu: Það eru bara vandamál
og úrlausnarefni sem þarf að leysa
eins og gengur. Þessi utanríkis-
pólitík sem hann hefur stundað,
ristir ekki mjög djúpt og nær ekki
mjög langt í þeim samræðum sem
hann er að fara að eiga við erlenda
kollega sína. Hann verður að geta
rökstutt mál sitt með einhverjum
hætti og átt kurteisleg samskipti
við okkar vina- og nágrannaþjóð-
ir. Þetta verður erfitt fyrir Gunnar
Braga. Hann á svolítið langt í land
með að sanna að hann eigi erindi í
þetta ráðuneyti“
Einn af viðmælendum DV er
mjög svartsýnn og segir um verk-
efni Gunnars Braga: ,,Ég held að
þetta eigi eftir að verða alveg ótrú-
lega skrautlegt með þennan dreng.
Ég held að þetta eigi eftir að verða
mjög erfitt; þjóðin situr bara og
bíður eftir því hvað eigi að gerast.
Ég held að þessi strákur eigi bara
eftir að fara illa út úr þessu.“
Aðrir viðmælendur DV eru þó
ekki eins svartsýnir og þessi og
benda til dæmis á að Valgerður
Sverrisdóttir hafi um margt stað-
ið sig ágætlega í utanríkisráðu-
neytinu þrátt fyrir að margir hafi
efast um að hún ætti nokkurt er-
indi þangað og að þekking hennar
á utanríkismálum hafi í grunninn
ekki verið mikil. „Hann fær núna
nokkra mánuði til að sanna hvað í
honum býr.“ n
„Þetta verður erfitt
fyrir Gunnar BraGa“
n Þingmenn bera Gunnari Braga Sveinssyni vel söguna n Tengsl hans við Kaupfélag Skagfirðinga þykja óheppileg„Ég held að ég geti
fullyrt að Gunnar
Bragi þekki ekki mikið
til utanríkismála
Fær aðgang
að einkunnum
Íslensk erfðagreining hefur fengið
aðgang að stafsetningareinkunn-
um allra nýnema MR frá árinu
1966. Til stendur að bera einkunn-
irnar saman við upplýsingar úr
ættfræðigrunni fyrirtækisins í
þeim tilgangi að finna einstaklinga
sem verður boðið að taka þátt í
rannsókn á arfgengi lesblindu.
Um nokkurra ára hríð hafa vís-
indamenn Íslenskrar erfðagrein-
ingar rannsakað lestrarerfiðleika
og telja þeir sig hafa fundið erfða-
vísi sem gæti verið lykillinn að les-
blindu.
Niðurstöður úr stafsetningar-
prófum MR-inga munu reynast
Íslenskri erfðagreiningu vel við
þessar rannsóknir. Haustið 2011
fór Kári Stefánsson, forstjóri Ís-
lenskrar erfðagreiningar, þess á
leit við skólanefnd MR að fyrir-
tækið fengi aðgang að gögnum
um árangur nemenda í stafsetn-
ingu. Skólanefndin samþykkti að
veita fyrirtækinu upplýsingarnar,
ef Vísindasiðanefnd og Persónu-
vernd legðu blessun sína yfir það.
Vísindasiðanefnd gaf leyfi sitt vor-
ið 2012 og nú hefur Persónuvernd
veitt leyfi fyrir því að niðurstöður
stafsetningarprófa úr MR aftur til
ársins 1966 séu keyrðar saman við
niðurstöður arfgerðargreiningar
þeirra sem veitt hafa víðtækt sam-
þykki fyrir slíkum rannsóknum.
Verkefnið fer þannig fram að
kennitölur og einkunnir eru send-
ar til Þjónustumiðstöðvar rann-
sóknarverkefna. Þar eru upp-
lýsingarnar dulkóðaðar og loks
keyrðar saman við ættfræðiupp-
lýsingar Íslenskrar erfðagreiningar,
sem einnig eru dulkóðaðar. Þannig
fær fyrirtækið aldrei aðgang að
persónurekjanlegum upplýsingum
um þátttakendur.
Laminn af lög-
reglumönnum
Dvölin í tyrkneska fangelsinu var
matröð ein að sögn Davíðs Arn-
ar Bjarnasonar sem handtekinn
var í vor á flugvelli í Tyrklandi og
sendur í fangelsi fyrir að reyna
að smygla fornminjum úr landi.
Ítrekað var ráðist á Davíð á með-
an hann var í haldi að því er fram
kom í viðtali hans í fréttum Stöðv-
ar 2 og varð það honum til happs
að Þjóðverji og Serbi komu hon-
um til aðstoðar. Davíð þjáist enn
af meiðslum sem hann hlaut í
átökum við aðra fanga. Sömuleið-
is varð hann fyrir barsmíðum frá
lögreglumönnum á flugvellinum
við handtökuna. Davíð svaf lítið
sem ekkert fyrstu vikuna í varð-
haldinu sökum ótta við að á hann
yrði ráðist og voru aðstæður all-
ar í klefanum ömurlegar. Þá var
læknisaðstoð lítil sem engin og
verðir gengu um með byssur og
léku sér að því að ógna honum.