Dagblaðið Vísir - DV - 10.06.2013, Side 10

Dagblaðið Vísir - DV - 10.06.2013, Side 10
10 Fréttir 10. júní 2013 Mánudagur Þ egar Gunnar Bragi Sveins- son utanríkisráðherra var sveitarstjórnarmaður Fram- sóknarflokksins í Skagafirði var talað um það í sveitinni að hann tæki enga ákvörðun án þess að ráðfæra sig við Þórólf Gísla- son kaupfélagsstjóra KS. „Hann kom alltaf með Nýja-Testamentið frá Þórólfi og það á ekki síður við í dag,“ segir aðili sem þekkir vel til stjórn- málastarfs í Skagafirði. Þetta var áður en Gunnar Bragi settist á þing árið 2009 og utanríkis- ráðherrann núverandi var oddviti framsóknarmanna í sveitarstjórn- inni Skagafirði. Árið 2009 söðlaði Gunnar Bragi um og bauð sig fram til Alþingis sem fyrsti þingmaður Fram- sóknarflokksins í Norðvesturkjör- dæmi. Sú viðleitni Gunnars Braga að ráðfæra sig við Þórólf hefur held- ur ekki, að sögn, breyst mikið eftir að hann settist á þing. Kaupfélag Skagfirðinga er lang- stærsta og öflugasta fyrirtækið í Skaga firði og er með meira en 700 manns í vinnu. Umsvif kaupfélags- ins ná frá sölu matvæla í kaupfélags- búðinni á Sauðarkróki til framleiðslu landbúnaðarvara og fiskveiða í gegn- um dótturfélagið FISK Seafood, eitt stærsta útgerðarfyrirtæki landsins. Kaupfélag Skagfirðinga á því gríðar- legra hagsmuna að gæta í sjávar- útvegs- og landbúnaðarmálum en einnig í utanríkismálum þar sem innganga Íslands í Evrópusam- bandið gæti breytt samkeppnisum- hverfi útgerðarfyrirtækja og fram- leiðenda á landbúnaðarvörum til muna. Ef Ísland gengur í Evrópu- sambandið má ætla að fiskveiðiskip frá öðrum Evrópusambandslöndum muni halda til veiða hér við land auk þess sem önnur Evrópusambands- ríki munu geta flutt ódýrari landbún- aðarafurðir til landsins. Innganga Ís- lands í Evrópusambandið gæti því komið sér illa fyrir Kaupfélag Skag- firðinga, þó vitanlega velti áhrifin á þeim samningum sem Ísland nær við sambandið. Vann hjá kaupfélaginu Taugin á milli Gunnars Braga og Þór- ólfs er kannski ekki óeðlileg þegar litið er til þess að áður en Gunnar Bragi snéri sér að stjórnmálum vann hann á verslunarsviði Kaup félags Skagfirðinga. Íbúi á Sauðarkróki hef- ur orðið: „Þórólfur hefur haldið utan um hann, passað upp á hann. Hann er alinn upp í skjóli kaupfélagsins.“ Eftir að Gunnar Bragi hætti störf- um hjá kaupfélaginu árið 2002 var hann framkvæmdastjóri bensín- og veitingasölunnar Ábæjar á Sauðár- króki til ársins 2007, samhliða því að taka þátt í sveitarstjórnarmálum. Tengsl Gunnars við Þórólf Gísla- son og Kaupfélag Skagfirðinga eru því umtalsverð og segir einn þing- maður að það orð hafi farið af hon- um á Alþingi að hann gangi erinda kaupfélagsins: „Hann er sagður vera á Alþingi á vegum Þórólfs Gíslasonar kaupfélagsstjóra. Ég held að það sé satt. Þannig að hann sé ekki í pólitík alveg á eigin vegum og auðvitað er það alltaf slæmt þó svo að vinskapur og tengsl séu mikilvæg þá er vont ef þau eru bara á annan veginn.“ Annar þingmaður segir að hann hafi fengið það á tilfinninguna í sam- skiptum sínum við Gunnar Braga að Kaupfélag Skagfirðinga hafi mik- il áhrif á hann. „Ég hef engar beinar sannanir fyrir þessu. Þetta er nátt- úrulega bara mjög sterk tilfinn- ing sem maður hefur. Mér finnst kaup félagsstjórinn vera fullmikið á bak við hann. Margt í málflutningi Gunnars Braga, eins og mikil íhalds- semi í sjávarútvegs- og landbúnaðar- málum, virðist vera fulllitað af hags- munum kaupfélagsins. Ég held að það vanti dálítið upp á að Gunnar Bragi öðlist pólitískt sjálfstæði. Minn ótti er sá að í embætti muni hann al- farið láta stjórnast af þessum öflum í kringum hann.“ Þekkir ekki vel til utanríkismála Skipun Gunnars Braga í starf utan- ríkisráðherra hefur vakið nokkra athygli fyrir margra hluta sakir en þó þingmaðurinn hafi setið í utanríkis- málanefnd á yfirstandandi þingi þá hefur hann ekki verið þekktur sem sérstakur áhugamaður um þann málaflokk, líkt og fram kemur í máli viðmælenda DV. Einn þingmaður segir: „Ég held að ég geti fullyrt að Gunnar Bragi þekki ekki mikið til utanríkismála. Mjög margt sem kom upp í Evrópu- málum á liðnu þingi kom honum mjög á óvart. Hann þekkti Evrópu- sambandið og Evrópumálin ekki vel og virtist, í sannleika sagt, ekki hafa mikinn áhuga á þessum málaflokki. Því miður þá bara verð ég að segja þetta eins og þetta var. En auðvit- að þýðir það ekki að hann verði lé- legur utanríkisráðherra. Það getur verið kostur að ráðherrar séu ekki sérfræðingar á sviði þess ráðuneyt- is sem þeir stýra. Heilbrigðisráð- herra þarf ekki að vera læknir. Góð- ur stjórnmálamaður á að geta tekið við hvaða ráðuneyti sem er.“ Annar viðmælandi DV sem þekk- ir til Gunnars Braga segir að það sé „absúrd“ að Gunnar Bragi hafi verið gerður að utanríkisráðherra. „Þetta er absúrd. Þetta er versta embættið sem hann gat valið sér. Hann fer inn í „djobb“ sem hann hefur ekkert vit á og velur sér aðstoðarmann sem hef- ur heldur ekkert vit á utanríkismál- um. Hvernig stendur á því að Gunn- ar Bragi gerir þetta? Ég bara skil það ekki.“ Aðstoðarmaðurinn sem við- mælandinn vísar til heitir Margrét Gísladóttir, dóttir Gísla Gunnars- sonar, sóknarprests í Glaumbæ í Skagafirði. Einn annar þingmaður segir að fróðlegt verði að sjá fyrstu skýrsl- una sem Gunnar Bragi sendir frá sér um utanríkismál. „Gunnar Bragi er búinn að skilgreina sig sem al- Ingi Freyr Vilhjálmsson ingi@dv.is Nærmynd „Þetta verður erfitt fyrir Gunnar BraGa“ n Þingmenn bera Gunnari Braga Sveinssyni vel söguna n Tengsl hans við Kaupfélag Skagfirðinga þykja óheppileg „Ég hef ekkert nema gott af samskiptum við Gunnar Braga að segja. Ólíklegur utanrík- isráðherra Gunnar Bragi Sveinsson, sem sést hér með Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni við þingsetningu Alþingis á fimmtudaginn, þykir ljúf- ur náungi í viðkynningu. Samþingsmenn hans efast þó um erindi hans í utanríkisráðuneytið. Mynd sigtryggur ari Léttvín fjórum sinnum dýrara Verð á léttvíni getur verið rúmlega 400 prósentum hærra á veitinga- stað en í vínbúðum samkvæmt óformlegri athugun fréttastofu Stöðvar 2. Gerður var samanburð- ur á verði á ellefu tegundum af léttvíni á fjórum veitingastöðum í Reykjavík og kostnaðarverði sams- konar vína í vínbúðum ÁTVR. Lægsta álagningin var 194 prósent en fimm tegundir voru með um og yfir 400 prósent. Stjórnarmaður í Vínþjónasamtökum Íslands segir álagninguna langt frá því eðlilega og formaður Neytendasamtak- anna tekur í sama streng. Telur Alþingi brjóta lög Samkvæmt jafnréttislögum á hlutfall hvors kyns í nefndum á vegum hins opinbera ekki að vera lægra en 40 prósent. Í ný- skipuðum nefndum Alþingis er hlutfallið stundum lægra en 40 prósent. Kristín Ástgeirsdóttir framkvæmda stýra Jafnréttisstofu segir engan vafa leika á því að um sé að ræða brot á jafnréttislög- um. „Fimmtánda grein þeirra laga kveður á um allar opinberar nefndir og ráð og stjórnir. Og Al- þingi er ekkert undanskilið þeim lögum og auðvitað síst af öllu ætti Alþingi að brjóta lög,“ segir Kristín í samtali við RÚV. Formenn þingflokka gera til- lögur um skipan í nefndir en Krist- ín segir að ef þingflokksformenn töluðu saman sín á milli væri hægur vandi að koma í veg fyrir ójafna kynjaskiptingu. Hún segir að Jafnréttisstofa muni gera form- lega athugasemd við þetta mál. Stór hluti túna kalinn Bændur á Norður- og Austurlandi hafa margir hverjir orðið fyrir miklu tjóni af völdum kals í tún- um. Þórarinn Pétursson, formað- ur Landssamtaka sauðfjárbænda, hefur miklar áhyggjur af stöðu mála en hann hefur á síðustu dög- um hitt bændur á þeim svæðum sem verst hafa orðið úti. Nú er svo komið að Bjargráðasjóður er svo til þurrausinn og segir Þórarinn viðbúið að leita þurfi til stjórn- valda og sækjast eftir bótum vegna kalsins. „Við erum náttúrlega með þennan Bjargráðasjóð sem menn hafa heyrt um og er nú svona hálf fjárvana þannig að það er al- veg ljóst að við verðum að biðla til þess opinbera ef við ætlum að bæta mönnum það tjón sem þeir hafa orðið fyrir.“ Einna verst er ástandið í Hörgárdal, Öxnadal og Fnjóskadal á Norðurlandi og í Jökul dal og á Héraði á Austur- landi. Sums staðar eru dæmi þess að meira en 70 prósent túna séu afar illa farin.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.