Dagblaðið Vísir - DV - 10.06.2013, Page 17
Neytendur 17Mánudagur 10. júní 2013
Bílaverkstæði
Varahlutaverslun
Smurstöð
Dekkjaverkstæði
Bremsur,
spindilkúlur,
stýrisendar,
o.fl., o.fl.
Allar gerðir
bætiefna fyrir
vél, drif
og gírkassa
www.bilaattan.is
Allt á einum stað
F
yrir fjórum árum tóku tveir
ungir menntskælingar sig
saman og gerðu vísinda-
lega tilraun á endingartíma
McDonald‘s hamborgara.
Þeir Michael Pétur Máté og Baldur
Kolbeinn Halldórsson hófu nám við
Menntaskólann í Reykjavík haustið
2009 en eftir um tveggja mánaða
skólagöngu rákust þeir félagar á hálf-
kláraðan McDonald‘s-hamborgara
í skólanum. Þeir ákváðu að koma
honum fyrir á afviknum stað og settu
hann undir plötu í loftinu á einni af
kennslustofum skólans. Þetta gerðu
þeir í lok október það ár, en líkt og
alþjóð veit hætti skyndibitakeðjan
rekstri hér á landi þann 31. október
2009. Tæplega fjórum árum síðar,
þann 23. apríl 2013, var hamborgar-
inn tekinn niður úr loftinu og ástand
hans athugað.
Tilviljunum háð
Michael segir þá félaga hafa ákveðið
að gera tilraun í kjölfar mikillar um-
ræðu um langan endingartíma ham-
borgara frá fyrirtækinu.
„Við vorum nýbúnir að heyra
þetta með að McDonald‘s ham-
borgarar endist í milljón ár eða eitt-
hvað og langaði því að prófa þetta,“
segir Michael. Tilraunin hafi þó ver-
ið tilviljunum háð því þeir hafi fyr-
ir einfaldlega rekist á hálfklárað-
an hamborgara í nemendaaðstöðu
skólans og langað til að gera eitt-
hvað sniðugt við hann. Þeir hafi svo
hreinlega gleymt honum í öll þessi
ár, enda margt annað að hugsa um
í framhaldsskóla. „Við töluðum oft
um það að við þyrftum nú að fara að
athuga með þennan hamborgara, en
gerðum það aldrei,“ segir Michael og
bætir við að þeir hafi svo loks munað
eftir honum og ákveðið að taka hann
niður síðasta skóladaginn á lokaár-
inu.
Myglaði ekki
Michael segir hinn fjögurra ára
gamla hamborgara hafa litið furðu
vel út. Hann hafi ekkert verið mygl-
aður heldur eingöngu þurrari en
venjulegur hamborgari.
„Hann leit alveg eðlilega út en
hann var bara mun minni því allt
vatn var gufað upp. Hann var frekar
skrælnaður og brauðið var bara eins
og hrökkbrauð.“
Hann segir hamborgarann hafa
verið nokkuð rykfallinn en lyktað
eðlilega og að öðru leyti verið í ágætu
lagi. „Hann var ekkert á leiðinni að
rotna, það var engin mygla. Hann var
ekkert girnilegur en var þannig séð í
góðu standi.“ n
Alveg eins og nýr Eftir að
hafa skoðað hamborgarann
í bak og fyrir fóru Michael og
félagar hans út og kveiktu í
ósköpunum.
Rotnaði ekki
á fjóRum áRum
n MR-ingar gerðu tilraun n Fjögurra ára gamall McDonald‘s hamborgari leit út sem nýr
McDonald‘s
McDonald‘s-skyndibitakeðjan er
síður en svo þekkt fyrir hollan mat og
hefur einstaklega góður endingartími
hamborgara fyrirtækisins oft vakið
heimsathygli.
n Fyrr á þessu ári komst í heimsfréttirnar
þegar í ljós kom að Bandaríkjamaðurinn
David Whipple hafði geymt McDonald‘s-
hamborgara í heil 14 ár og viti menn –
borgarinn var enn sem nýr.
n Árið 2010 stóð ljósmyndarinn Sally
Davies fyrir hinu svokallaða Happy Meal
Art Project. Tilgangur þess var að fylgjast
með rotnunarferli máltíðar með því að
taka mynd af matnum á hverjum degi þar
til hann rotnaði. Davies gafst þó upp eftir
137 daga en þá var enn engan mun að sjá.
n Árið 2010 vakti athygli þegar Julia
Havey, höfundur bóka um megrunarkúra,
sagði frá því að hún hefði gengið með
McDonald‘s-hamborgara í veskinu sínu í
heil fjögur ár og að hann væri enn sem nýr.
n Árið 2008 kom fram á sjónvarsviðið
tólf ára gamall hamborgari sem geymdur
hafði verið af næringarfræðingnum
Karen Hanrahan. Líkt og við var að
búast sá hvorki á hamborgaranum né
frönskunum.
Hörn Heiðarsdóttur
blaðamaður skrifar horn@dv.is
Rotvarnarefni
Rotvarnarefni eru algeng í matvæl-
um í dag. Tilgangur þeirra er að auka
geymsluþol þegar aðrar aðferðir, svo
sem kæling, duga ekki til. Rotvarnar-
efni geta verið náttúruleg, en salt hefur
til að mynda lengi verið notað til varð-
veislu matvæla og einnig sykur. Verk-
smiðjuframleidd rotvarnarefni teljast
til E-efna en þau má nota í litlu magni
í mat og hafa því hvorki áhrif á bragð
né útlit.
Dæmi um algeng rotvarnarefni í
mat eru bensósýra, sorbínsýra, brenni-
steinsdíoxíð og súlfít.
14 ára gamall Það sér varla á þessum ham-
borgara, en hann var keyptur í Utah árið 1999.
„Við vorum nýbún-
ir að heyra þetta
með að McDonald‘s ham-
borgarar endist í milljón
ár eða eitthvað og lang-
aði því að prófa þetta.
Tekinn niður Félagarnir
taka hamborgarann niður,
fjórum árum síðar.