Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 07.08.2013, Qupperneq 6

Dagblaðið Vísir - DV - 07.08.2013, Qupperneq 6
6 Fréttir 7. ágúst 2013 Miðvikudagur Voru í heimsókn á Íslandi n Ungu stúlkurnar sem létust bílslysi voru fæddar 1997 og 1998 P ólsku stúlkurnar sem létust í bílslysi á sunnudaginn á Suðurlandsvegi, skammt austan við Meðallandsveg, voru í stuttri Íslandsheimsókn hjá móður annarrar þeirra, sem er jafn­ framt frænka hinnar. Móðirin, sem er á fertugsaldri, sat í framsætinu en sambýlismaður hennar, sem er á sextugsaldri, ók bílnum. Þau eru bæði pólskir ríkisborgarar, en búsett á höfuðborgarsvæðinu. Þau slösuð­ ust alvarlega en komust lífs af. Stelpurnar tvær voru fæddar árið 1997 og 1998. Þær voru ekki í bíl­ beltum þegar bílnum var ekið út af veginum, þar sem hann fór nokkrar veltur og hafnaði loksins á hvolfi. Af þeim sökum köstuðust þær báðar út úr bílnum á meðan hann valt. Móð­ irin og sambýlismaður hennar voru í beltum, og er talið að beltin hafi bjargað lífum þeirra. Þau voru út­ skrifuð af gjörgæsludeild Landspít­ alans seint á mánudag og verða kölluð til skýrslutöku von bráðar. Vinur fólksins var í samfloti með þeim og var á bíl beint fyrir aftan þau þegar slysið varð. Hann varð vitni af útafakstrinum. Eldur kvikn­ aði fljótlega í bílnum, eftir að hann staðnæmdist á hvolfi. Maðurinn brást skjótt við og dró sambýlingana út úr brennandi bílnum, í félagi við erlenda ferðamenn sem voru einnig fljótir á vettvang. Ljóst er að um björgunarafrek var að ræða, þar eð stuttu síðar brann bíllinn til kaldra kola. Bjargvættirnir gerðu einnig tilraun til að lífga ungu stúlkurn­ ar við á vettvangi, en án árangurs. Þau voru síðan flutt með þyrlum Landhelgisgæslunnar á slysadeild Landspítalans. Ökumaður hefur stöðu sakborn­ ings, en óvíst er hvort ökumaðurinn hafi gerst brotlegur við umferðarlög eða að öðru leyti sýnt af sér sak­ næma háttsemi við aksturinn. Þetta herma heimildir DV innan lög­ reglunnar. Ættingjar stúlknanna tveggja komu fljúgandi frá Póllandi á mánudagskvöld vegna slyssins og er frekari fregna að vænta á næstu dögum. n K röfuhafar fjögurra eignar­ haldsfélaga sem voru í eigu starfsmanna Glitnis þurfa samtals að afskrifa nærri þriggja milljarða króna kröf­ ur á hendur félögunum. Þetta kem­ ur fram í Lögbirtingablaðinu. Félögin heita Gnómi, Gnollur, AB 135 ehf. og AB 158 ehf. Félögin voru öll tekin til gjaldþrotaskipta í byrjun mars síðast­ liðinn. Um var að ræða eignarhalds­ félög sem stofnuð voru utan um kúlulán Glitnis til þessara starfs­ manna vegna hlutabréfakaupa þeirra í bankanum árið 2008. Íslandsbanki, arftaki Glitnis, er því stærsti kröfuhafi þeirra, líkt og kemur fram í ársreikn­ ingum félaganna. Félögin heita Gnómi ehf. og Gnollur ehf., og voru þau bæði í eigu Jóhannesar Baldurssonar, fyrr­ verandi framkvæmdastjóra fjár­ stýringar og markaðsviðskipta hjá Glitni; AB 135 ehf. sem var í eigu Stefáns Sigurðssonar, fyrrverandi framkvæmdastjóra eignastýringar bankans, og AB 158 ehf. sem var í eigu Inga Rafnars Júlíussonar, fram­ kvæmdastjóra verðbréfamiðlun­ ar Glitnis. Skiptastjóri félaganna fjögurra var Kolbrún Garðarsdóttir. Skulduðu nærri 1.800 milljónir Eignarhaldsfélög Jóhannesar, Gnómi ehf. og Gnollur ehf., skulduðu sam­ tals rúmlega 1.783 milljónir króna og voru engar eignir inni í félögunum á móti þessum skuldum. Kröfurnar í bú Gnóma ehf. námu rúmlega 1.340 milljónum en kröfurnar í bú Gnolls ehf. námu tæplega 443 milljónum króna. Skuldir Gnóma voru auk þess í erlendum myntum. Í ársreikning­ um félaganna kemur fram að skuld­ irnar séu við Íslandsbanka og að veruleg óvissa sé um endurgreiðslu þeirra og rekstrarhæfi félaganna. Jóhannes var ákærður af emb­ ætti sérstaks saksóknara fyrr í sumar í Birkismálinu svokallaða, meintu umboðssvika­ og markaðsmisnotk­ unarmáli sem snýst um lánveitingu Glitnis til eignarhaldsfélags í eigu starfsmanns eignastýringar bankans, Birkis Kristinssonar, sem notað var til hlutabréfakaupa í bankanum síðla árs 2007. Félag Inga Rafnars Júlíussonar skuldaði tæplega 873 milljónir króna og fundust engar eignir í búi þess og félag Stefáns skuldaði rúmlega 294 milljónir króna. Beðnir að setja félögin í þrot Í viðtali við DV um mitt ár 2010 sagði Friðrik Sophusson, stjórnarformaður Íslandsbanka, við DV að þeim til­ mælum hefði verið beint til þeirra fyrrverandi starfsmanna Glitnis sem skulduðu bankanum kúlulán að þeir gæfu félög sín upp til gjaldþrota­ skipta. Ástæðan var sú að annars hefði Íslandsbanki þurft að hefja gagnslausar innheimtuaðgerðir gegn félögunum þegar lánin yrðu á gjalddaga auk þess sem slíkar að­ gerðir hefðu einnig falið í sér aukinn kostnað fyrir bankann. Í flestum til­ fellum voru engin verðmæti inni í fé­ lögunum, líkt og komið hefur fram þegar þau hafa verið tekin til gjald­ þrotaskipta. Í viðtali við DV sagði Friðrik að um væri að ræða „hreinsunarstarf“. „Þetta er dálítið ömurleg staða fyrir þetta fólk sem á þessi félög. Það veit að félögin verða gjaldþrota því það liggja milljarða króna skuldir inni í þeim og eignirnar eru engar. Gjald­ þrot þeirra er því óumflýjan legt. Okkur fannst þetta bara þrifalegast svona. Þetta er bara hreinsunar­ starf.“ Ekki allir fyrrverandi starfsmenn Glitnis sem fengið höfðu kúlulán til hlutabréfakaupa í bankanum fylgdu þessum tilmælum og héldu áfram að reyna að semja um skuldir fé­ laga sinna. Þetta átti meðal annars við um Jóhannes Baldursson en í ársreikningi annars félags hans sagði meðal annars: „Unnið er að samkomulagi um uppgjör lánsins og því er óvíst um gjalddaga þess. Ljóst er að eiginfjárstaða félags­ ins getur ekki staðið undir greiðslu lánsins. Rekstrarhæfi félagsins er því háð verulegri óvissu.“ n Afskrifa milljarða hjá Glitnismönnum n Gjaldþrotaskiptum lokið á fjórum félögum sem fengu kúlulán 1.800 milljóna afskrift Tvö eignarhaldsfélög í eigu Jóhannesar Baldurssonar hafa verið gerð upp með afskrift krafna upp á 1.800 milljónir króna. Mynd PreSSPhotoS.Biz Ingi Freyr Vilhjálmsson fréttastjóri skrifar ingi@dv.is „Unnið er að samkomulagi um uppgjör lánsins og því er óvíst um gjalddaga þess Með fíkniefni í strætó Fíkniefnahundurinn Buster heils­ aði upp á farþega í strætó í Hvera­ gerði í liðinni viku. Buster fór ekki fýluferð að þessu sinni því einn far­ þeganna reyndist hafa um það bil tíu grömm af amfetamíni í fórum sínum og var hann handtekinn á vettvangi. Efnin kvað hann ætluð til eigin neyslu. Þá fann Buster, sem fékk sér göngutúr um tjaldsvæði sýslunnar um helgina, fíkniefni í tjaldi á tjaldstæðinu á Flúðum. Um var að ræða fimm grömm af am­ fetamíni sem tjaldbúi kannaðist við að eiga og ætla sjálfur að nota. Leit var gerð í íbúðarhúsi á Selfossi, að undangengnum úrskurði dóm­ ara, og fundust þar þrettán grömm af kannabis, eitthvað af kannabis­ fræjum og lítilræði af LSD. Efnin kvaðst húsráðandi hafa ætlað að selja fyrir verslunarmannahelgi. Fleyta kertum á Tjörninni Frá árinu 1985 hafa íslenskir friðar­ sinnar fleytt kertum í minningu fórnarlamba kjarnorkuárásanna á Hírósíma og Nagasakí 6. og 9. ágúst 1945 og til að leggja áherslu á kröf­ una um heim án kjarnorkuvopna. Um 200 þúsund manns létust í árásunum á borgirnar. „Síðan hafa enn fleiri dáið meðal annars vegna geislavirkni af völdum sprengj­ anna og margir eiga enn um sárt að binda. Friðarsinnar telja mikil­ vægt að komandi kynslóðir dragi lærdóma af kjarnorkuárásunum svo slík vopn verði aldrei fram­ ar notuð,“ segir í tilkynningu frá Samstarfshópi friðarhreyfinga. Í Reykjavík hefst fleytingin klukkan 22.30 föstudaginn 9. ágúst. Safnast verður saman við suðvesturbakka Tjarnarinnar, við Skothúsveg. 70.000 krónum fátækari Alls voru 26 ökumenn kærðir fyrir of hraðan akstur í umdæmi lögreglunnar á Vestfjörðum í liðinni viku. Einn þeirra var með aftanívagn og var mæld­ ur á 108 kílómetra hraða. „Eins og allir eiga að vita er hámarks­ hraði ökutækis með eftirvagn aðeins 80 kílómetrar,“ segir í dagbók lögreglunnar á Vest­ fjörðum og tekið fram að öku­ maðurinn megi búast við 70 þúsunda króna sekt fyrir brot­ ið. Flestir þessara ökumanna voru kærðir í Ísafjarðardjúpi bæði fyrir og eftir hátíðarhöldin á Ísafirði um verslunarmanna­ helgina, en nokkrir voru einnig kærðir fyrir of hraðan akstur innanbæjar á Ísafirði. Fjórir bifreiðaeigendur voru kærðir fyrir að leggja ólöglega á Ísafirði um helgina. Þrír öku­ menn voru kærðir fyrir að virða ekki stöðvunarskyldu á gatna­ mótum, allir á Ísafirði. Fjögur fíkniefnamál komu upp á Ísafirði um helgina, en lítilræði af fíkniefnum fannst á jafnmörgum aðilum sem mega búast við sektum frá 30 þúsund­ um króna. Létust í bílslysi Stúlkurnar voru fæddar árið 1997 og 1998. Ökumaður bílsins hefur fengið stöðu sakbornings.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.