Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 07.08.2013, Qupperneq 8

Dagblaðið Vísir - DV - 07.08.2013, Qupperneq 8
8 Fréttir 7. ágúst 2013 Miðvikudagur A rion banki er stærsti eig- andi fjölbýlishúsalands í Urriðaholti í Garðabæ eft- ir að eigendaskipti hafa átt sér stað á félaginu sem heldur utan um eignarhaldið á því, Urriðalandi ehf. Dótturfélag Arion banka, Landey ehf., er nú stærsti eig- andi landsins í gegnum dótturfélag með 41 prósents hluts en félag í eigu Oddfellow-reglunnar á Íslandi átti áður 65 prósent í félaginu á móti 35 prósentum sem voru í eigu bræðr- anna Sigurðar Gísla og Jóns Pálma- sona í gegnum félagið Viskustein. Oddfellow-reglan á nú 38 prósent í félaginu á móti 21 prósenti sem er í eigu Viskusteins. Verktakafyrirtækið Íslenskir aðal- verktakar kom að uppbyggingu, og fyrirhugaðri uppbyggingu, í Urriða- holti í gegnum dótturfélag sitt Ár- mannsfell sem Arion banki yfirtók eftir hrunið 2009 vegna skulda þess við bankann. Ármannsfell keypti fjölbýlishúsalóðir á svæðinu og hugðist byggja á þeim. Í árslok 2009 skuldaði Ármannsfell nærri 13 millj- arða króna. Ástæðan fyrir innkomu Arion banka í Urriðaland er því sú að verktakafyrirtækin sem áttu lóðirnar fóru á hliðina og bankinn yfirtók þær. Fengu lóðirnar gefins Ólafur H. Ólafsson, stjórnarformaður Urriðaholts og félagi í Oddfellow- reglunni, segir að Urriðaholt hafi staðið hrunið ágætlega af sér. „Urriða holt stendur vel og hefur staðið vel þó ekkert hafi selst af íbúð- um síðastliðin fjögur ár. Í hruninu eignuðust fjármálafyrirtæki margar fjölbýlishúsalóðir á svæðinu. Til þess að það væru ekki margir aðil- ar að vinna að skipulagi á svæðinu og til að það kæmu ekki upp hags- munaárekstrar á milli einstaka aðila var ákveðið að leita til Arion banka, sem var stærsti eigandi lóða þarna, og það varð úr að stofnað var sérstakt félag utan um fjölbýlishúsalóðirnar,“ segir Ólafur en Oddfellow og Sigurð- ur Gísli og Jón halda eftir óbreyttum eignarhlutum í félaginu sem heldur utan um einbýlishúsalóðir á svæð- inu, Urriðaholti ehf. Ástæðan fyrir því að Oddfellow- reglan er stærsti hluthafi Urriðaholts er sú að reglan fékk gefinst mikið magn lóða á Urriðaholtssvæðinu um miðbik síðustu aldar. „Já, það voru 57 Oddfellowar sem gáfu þetta land til reglunnar á sínum tíma.“ Oddfellow fjármagnar svo líknarstarf sitt með sölu á lóðunum. Stórtækar hugmyndir Urriðaholt ehf. var stofnað árið 2005 vegna fyrirhugaðrar uppbyggingar nýs íbúða- og atvinnuhverfis í Urriðaholti í Garðbæ, rétt við Kaup- tún, þar sem í dag er að finna verslun IKEA á Íslandi – sem einmitt er í eigu Sigurðar Gísla og Jóns Pálmasona. Þá voru Oddfellow-reglan og Sigurður Gísli og Jón einu eigendur félagsins. Á heimasíðu Urriðaholts er að finna greinargóðar upplýsingar um ætlaða uppbyggingu í hverfinu sem bæði átti að hýsa fjölda íbúða og eins 90 þúsund fermetra af atvinnu- húsnæði. Dótturfélag Urriðaholts, Náttúrufræðihús ehf., reisti einnig hús fyrir Náttúrufræði stofnun í Urriðaholti og flutti stofnunin þangað inn árið 2010. Þá áttu einnig að vera skólar, íþróttamannvirki og ýmiss konar samfélagsþjónusta í hverfinu og var gerður sérstak- ur samnningur við Garðabæ vegna þessarar þjónustu. Fyrstu íbúum hverfisins átti þar að auki að vera tryggður aðgangur að golfklúbbi, Oddi. Á heimasíðu Urriðaholts má finna undirritaðan samstarfssamn- ing fyrirtækisins við Garðabæ, frá árinu 2006, sem lýsir samkomu- laginu um uppbyggingu svæðisins. Af heimasíðu Urriðaholts verður að segjast að starfsemi félagsins hafi verið til fyrirmyndar hvað varðar hugmyndir og gagnsæi. Hrunið hægði á Íslenska efnahagshrunið setti hins vegar strik í reikninginn hjá Urriða- holti og hefur hægt á uppbyggingu á svæðinu. Um miðjan júlí síðastliðinn var hins vegar greint frá því á heima- síðu fyrirtækisins að hafnar væru framkvæmdir á fimmtán litlum fjöl- býlishúsum í Urriðaholti sem í eiga að vera 103 íbúðir. Jón Pálmi Guðmundsson, fram- kvæmdastjóri Urriðaholts, segir að- spurður að staðan á verkefninu í Urriðaholti sé góð miðað við aðstæð- ur. „Við höfum hvergi vikið frá þeim hugmyndum sem við vorum með í upphafi en þetta tafðist út af mark- aðsástæðum. Þetta er svo bara að fara í gang aftur. Allt sem við stóðum fyrir í upphafi stendur ennþá, bæði skipulagslega, umhverfislega og frá öllum hliðum séð,“ segir Jón Pálmi. Tóku 250 milljóna arð Urriðaholt hefur aukið umtalsvert við skuldir sínar eftir hrunið 2008 og er helsta ástæðan fyrir því sú að fyrir- tækið fjármagnaði byggingu nátt- úrufræðihússins. Skuldir félagsins námu einungis rúmlega 365 milljón- um árið 2009 en voru komnar upp í tæpar 950 milljónir króna árið 2010 og nærri 1.300 milljónir króna árið 2011. Árið 2008 voru skuldir félags- ins einungis rúmlega 200 milljónir króna. Það ár greiddi Urriðaholt út 250 milljónir króna til hluthafa sinna, Oddfellow-reglunnar og bræðranna Sigurðar Gísla og Jóns. Sú arðgreiðsla byggði á 440 milljóna króna hagnaði ársins á undan, 2007. Strangar reglur Áðurnefndur Ólafur H. Ólafsson, stjórnarformaður Urriðaholts og fé- lagi í Oddfellow-reglunni, segir að arðgreiðslan hafi byggt á hagnaði ársins á undan. „Það var heimild til þess samkvæmt lögum að greiða út arð. Það voru til peningar í sjóði til að greiða út arð því það hafði gengið vel hjá okkur þarna. Oddfellow-reglan fékk 65 prósent af þessu,“ segir Ólaf- ur eða 162,5 milljónir króna. Ólafur segir að þessir fjármunir hafi verið ávaxtaðir enda séu mjög strangar reglur sem gilda um hvernig haga eigi ávöxtun og styrkveitingum á fjármunum Oddfellow-reglunnar. Hann segir að eitthvað af arðinum hafi verið gefið í styrki en að megn- ið af peningunum sé í ávöxtun. „Það eru mjög strangar reglur sem gilda um hvernig Oddfellow-reglan má nýta söluhagnað og arð af lóðunum. Við megum ekki bara bruðla þessu út og suður. Það er bara ákveðinn hluti af hagnaði og arði sem er gefinn út í styrki strax – það þarf að gæta þess að halda höfuðstólnum óhreyfðum. Það eru kannski ekki allir sem gera sér grein fyrir því en Oddfellow-reglan gefur um eina milljón til líknarmála á hverri viku. Þetta eru yfir 50 millj- ónir á ári sem reglan gefur til líknar- mála,“ segir Ólafur. Ekki náðist í Sigurð Gísla Pálma- son við vinnslu fréttarinnar. n Fengu arð upp á 250 milljónir n Eigendaskipti á Urriðaholti í Garðabæ n Arion stærsti eigandinn Fengu tæpar 90 milljónir Sigurður Gísli Pálmason og Jón bróðir hans fengu nærri 90 milljóna arð út úr Urriðaholti árið 2008. Mynd SigTryggur Ari glæsilegt hverfi Hugmyndirnar um Urriðaholtshverfið eru glæsilegar og á það að vera bæði undir íbúða- og atvinnuhúsnæði. Hér sést tölvumynd af hluta hverfisins. Ingi Freyr Vilhjálmsson fréttastjóri skrifar ingi@dv.is „Við megum ekki bara bruðla þessu út og suður Ný nautaskrá Nautaskrá sumarsins 2013 er nú komin út. Þar með er löng bið nautgriparæktenda á enda. Í skránni eru ítarlegar upp- lýsingar um sex glæsileg og vöðvamik- il naut, hverra sæði er meira en þyngdar sinnar virði í gulli. Nautin sem um ræðir eru: Sandur frá Skeiðháholti á Skeiðum, Rjómi frá Heggsstöðum í Andakíl, Dúll- ari frá Villingadal í Eyjafjarðar- sveit, Húni frá Syðra-Hóli í Skaga- byggð, Toppur frá Kotlaugum í Hrunamannahreppi og Lögur frá Egilsstöðum í Héraði. Sá síðast- nefndi var, af umsjónarmönn- um skrárinnar, valinn nautsfaðir. Ástæðuna má að líkindum rekja til þess, að dætur Lagar eru mjög góðar í mjöltum og skapið sér- lega gott. Segja misskiptingu vaxa óáreitta: „Við siglum hraðbyri inn í nýtt 2007- ástand“ „Ýmislegt bendir til þess að mis- skipting sé að aukast í samfé- laginu og við siglum hraðbyri inn í nýtt „2007-ástand“,“ segir á vef Starfsgreinasambands Íslands í grein sem nefnist Misskipting og kjaraviðræður en þar kemur fram að upplýsingar úr álagn- ingaskrám gefi til kynna launa- skrið meðal þeirra hæst launuðu og gögn Hagstofunnar staðfesta umtalsvert launaskrið innan fjár- málageirans síðastliðin tvö ár. „Einhverjir miðlar hafa túlkað það sem svo að laun hafi hækk- að á almenna vinnumarkaðn- um en þegar betur er að gáð leit- ar launaskriðið á gamalkunnar slóðir, í fjármálageirann fyrst og fremst,“ segir í grein á vef Starfs- greinasambandsins en þar kem- ur fram að það launaskrið sem er nú á meðal þeirra hæst launuðu sé ekki í takt við þá stemningu sem var í samfélaginu eftir hrun. „Það verður ekki lagt á herð- ar þeirra sem eru með lægstu launin að axla ábyrgð á verð- bólgunni á meðan misskipt- ingin vex óáreitt. Þessu verður haldið til haga þegar komið er að kjaraviðræðum í haust og vetur en aðildarfélög Starfsgreinasam- bandsins vinna nú kröfugerðir fyrir samningana.“ Samkvæmt Starfsgreinasam- bandinu eru lágmarkslaun á íslenskum vinnumarkaði fyrir starfsfólk sem unnið hefur fjóra mánuði eða lengur 204 þúsund krónur á mánuði. Eftir skatta og önnur gjöld eru útborguð laun tæplega 168 þúsund krónur á mánuði. „Þó flestir séu á hærri launum þá má fyrir þessa upp- hæð kaupa vinnuframlag í heilan mánuð og getur það varla talist hátt verð.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.