Dagblaðið Vísir - DV - 07.08.2013, Side 17

Dagblaðið Vísir - DV - 07.08.2013, Side 17
Neytendur 17Miðvikudagur 7. ágúst 2013 Allt að 200.000 króna sparnaður Eiga að krefjast endurútreikninga n Lántakar með bílasamning hjá Lýsingu Þ eir neytendur sem eru með til­ tekna gerð bílasamninga við Lýsingu hf. eru hvattir til að gera kröfu um endurútreikn­ inga. Þetta kemur fram á heimasíðu Neytendastofu en þar segir að með ákvörðun nr. 34/2010 hafi stofnun­ in úrskurðað að Lýsing hafi brotið gegn lögum um neytendalán með því annars vegar að tilgreina ekki í samn­ ingi að íslenskur hluti höfuðstóls væri verðtryggður og hins vegar með því að tilgreina ekki að vextir af þeim hluta samningsins væru breytilegir og við hvaða aðstæður og með hvaða hætti þeir gætu breyst. Samningurinn sem um ræðir sé blandaður á þann hátt að 50 pró­ sent sé í erlendri mynt og 50 prósent í íslenskum krónum. Snéru bæði at­ riðin að íslenska hluta samnings­ ins en í hægri haus samnings komi fram að um sé að ræða samning í er­ lendri mynt en ekki sé tekið fram að íslenskur hluti hans sé verðtryggður. Í 4. grein samningsins komi fram að 50 prósent hans sé í íslenskum krónum en ekki að sá hluti sé verðtryggður eða hver grunnvísitala samningsins er. Bent er á að Hæstiréttur hafi kom­ ist að sömu niðurstöðu með dómi nr. 672/2012 en samkvæmt þeim dómi skuli Lýsing endurgreiða viðkomandi neytanda verðbætur sem greidd­ ar höfðu verið af samningnum og breytilega vexti umfram það sem til­ greint var í samningnum. Lýsing sendir frá sér tilkynningu þar sem skorað er á þá sem telja sig hafa samið um lægri kjör en markaðs­ kjör á þeim hluta lánsins sem er í ís­ lenskum krónum að gera skriflega athugasemd fyrir 1. september næst­ komandi og óska eftir leiðréttingu á greiðslum. Neytendastofa segir að vilji Lýs­ ing ekki verða við kröfum neytenda megi leita með ágreininginn fyrir úr­ skurðarnefnd í viðskiptum við fjár­ málafyrirtæki, sem hýst er hjá Fjár­ málaeftirlitinu, eða fyrir dómstóla. n Svona er best að geyma ávextina n Án þess að nota plastfilmu eða plastílát Á vexti er vel hægt að geyma án þess að plastílát komi við sögu. Flestar tegundir geymast ágætlega við stofuhita, sum­ ar ættu að vera á svalari stað og aðrar er best að setja í bréfpoka. Hér má sjá geymsluaðferðir fyrir nokkr­ ar tegundir. Leiðbeiningarnar birtust í Washington Green Grocer. gunnhildur@dv.is Melónur Heilar melónur geymast best á svölum, þurrum stað og fjarri sólarljósi og má geyma þær þannig í allt að tvær vikur. Melónur sem búið er að skera ættu að vera í ísskápnum, helst í opnu íláti. Ferskjur Eins og flesta ávextir með steini þá skal einung­ is geyma þær í ísskáp ef þær eru þroskaðar. Ef þær eru enn harðar er betra að hafa þær á eldhús­ borðinu. Jarðarber Það fer illa með þau að vera í raka. Best er að setja þau í bréfpoka og í ísskápinn. Athugið pokann annan hvern dag, hvort hann sé orðinn rakur og skipt­ ið þá um. Apríkósur Hafið á svölum stað eða á eldhús­ borðinu. Ef þær eru orðnar vel þroskað­ ar er best að setja þær í ís­ skáp­ inn. Kirsuber Setjið í loftþéttar umbúðir. Ekki þvo þau fyrr en rétt áður en þeirra er neytt því allur raki ýtir undir myglumyndun. Fíkjur Fíkjur eru ekki hrifnar af raka svo það er ekki góð hugmynd að setja þær í lokað ílát. Bréfpoki virkar vel til að draga í sig rakann en best er að láta þær liggja á diski í ísskáp. Þannig geymast þær í allt að viku. Passið bara að láta þær ekki liggja ofan á hver annarri. Ber Ekki gleyma að ber eru viðkvæm og því mikilvægt að stafla þeim ekki of mikið. Bréfpoki er góð­ ur til að geyma þau í. Ekki þvo fyrr en rétt fyrir neyslu. Nektarínur Hafið þær í ísskáp ef þær eru orðnar þroskaðar. Takið þær út einum til tveimur dögum áður en ætlunin er að neyta þeirra. Þannig mýkjast þær við stofuhitann. Epli Best er að geyma þau á svölum stað í allt að tvær vikur. Til að láta þau endast enn lengur er best að setja þau í pappakassa og inn í ísskáp. Bílasamningar Lýsingar Neytendastofa telur að Lýsing hafi brotið gegn lögum um neytendalán.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.