Dagblaðið Vísir - DV - 21.01.2014, Síða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 21.01.2014, Síða 3
Vikublað 21.–23. janúar 2014 Fréttir 3 Eitt stærsta gjaldþrotið Guðmundur á Núpum skuldaði 3,8 milljarða þegar hann vildi greiðsluaðlögun G jaldþrot Guðmundar A. Birgissonar, sem oftast er kenndur við Núpa í Ölfusi, er eitt af stærri gjald- þrotum einstaklinga hér á landi. Hann var umsvifamik- ill í fjárfestingum fyrir efnahags- hrunið haustið 2008 og var áber- andi athafnamaður. Árið 2011 sótti Guðmundur um greiðsluaðlögun hjá umboðsmanni skuldara en var neitað. Hann sótti þá aftur um greiðsluaðlögun en var hafnað að nýju. Hann kærði báðar niðurstöð- urnar. Skuldir Guðmundar námu 3,8 milljörðum króna. Auglýst hef- ur verið eftir kröfum í þrotabúið og ekki ljóst hversu háar kröfur verða gerðar. Stjórnaði milljarðasjóði frænku sinnar Guðmundur var einn sjóðsstjóra Sonja Foundation, minningarsjóðs Sonju Zorilla, einnar auðugustu konu Íslands, sem lést árið 2002. Sjóðurinn nam milljörðum króna en Sonja efnaðist á fjárfestingum í Bandaríkjunum. DV greindi frá því árið 2009 að átta dögum eftir að hús Sonju, sem var frænka Guð- mundar, rann inn í minningarsjóð- inn hafi hann fært það yfir á sitt eig- ið nafn. Skömmu eftir bankahrunið flutti hann svo húsið yfir á sam- býliskonu sína. Það var ekki eina fasteignin sem færð var yfir á nafn hennar heldur hátt í tuttugu aðrar einnig. Lítið hefur spurst til sjóðsins eft- ir að hann var stofnaður en hlutverk hans átti að vera að styrkja langveik börn á Íslandi og í Bandaríkjunum. Í bókinni Ríkir Íslendingar voru eignir Sonju metnar á 9.500 millj- ónir króna, eða tæpa tíu milljarða króna, árið 2001, ári áður en sjóð- urinn var stofnaður. Guðmundur hefur ekki viljað tjá sig um sjóðinn þegar eftir því hefur verið leitað. Áberandi í viðskiptalífinu Guðmundur átti eignarhlut í mörg- um áberandi fyrirtækjum áður en hann lenti í fjárhagsvandræðum í kjölfar hrunsins og má meðal annars nefna HB Granda, Hótel Borg, Bang & Olufsen á Íslandi og Sláturfélag Suðurlands. Hann var einnig einn af forsvarsmönnum Lífsvals sem keypti talsvert af jörð- um fyrir hrun. Lífsval endaði í fangi Landsbankans árið 2012 eftir að bankinn hafði árið áður farið fram á nauðungarsölu á fjórum jörðum í eigu félagsins. Í upplýsingum sem kærunefnd um greiðsluaðlögun birti í kjölfar þess að Guðmundur kærði synj- un um greiðsluaðlögun kom fram að hann var með tugmilljónir í mánaðarlaun fyrir hrun. Árið 2008 var hann með 85 milljarða tekjur á mánuði eftir skatta en strax eft- ir hrun, árið 2009, voru tekjurn- ar komnar niður í fimm milljón- ir á mánuði. Árið 2010 var hann svo með rúmar tvær milljónir á mánuði. n Aðalsteinn Kjartansson adalsteinn@dv.is Upp og niður Guðmundur var áberandi fyrir hrun og fjárfesti víða. Nú er hann gjaldþrota. n Málið enn hjá ríkissaksóknara n Óviðkomandi aðilum blandað inn í mál Tony Omos S tefanía Óskarsdóttir, lektor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, telur að það geti haft alvarlegar afleiðingar fyrir Hönnu Birnu ef ekki tekst að svara stóru spurningunum í leka- málinu með fullnægjandi hætti. „Ef ríkissaksóknari kýs að fara áfram með þetta þá hlýtur þetta að verða stórmál fyrir Hönnu Birnu,“ segir hún. Stefanía er fyrrverandi vara- þingmaður Sjálfstæðisflokksins og því má ætla að hún þekki ágætlega til innan hans. Hvaða áhrif telur hún að trúnaðarbresturinn hafi á stöðu Hönnu Birnu innan flokks- ins? „Nú eru mörg ár síðan ég hef starfað með Sjálfstæðisflokknum, svo það er erfitt fyrir mig að svara þessu. En ég held að viðbrögð ráð- herra skipti talsverðu máli,“ segir Stefanía og bendir á að svara þurfi þeim spurningum sem vaknað hafa vegna lekans. Eins og DV hef- ur áður greint frá hafa svör ráðu- neytisins verið mótsagnakennd og loðin. Aðstoðarmaður Hönnu Birnu hefur viðurkennt að skjalinu hafi verið lekið út úr ráðuneytinu en Hanna Birna sjálf hefur ítrek- að synjað beiðnum DV um viðtal. Hins vegar hefur hún hringt í rit- stjóra og gert því skóna að blaða- menn eigi við geðræn vandamál að stríða. Hanna Birna og Þórey Vil- hjálmsdóttir, aðstoðarkona henn- ar, hafa haldið því fram að DV sé í pólitískri herferð gegn ráðherra. Hvað finnst Stefaníu um það þegar fólk í valdastöðum lýsir umfjöllun um sig með þessum hætti? „Það er auðvitað eðlilegra að svara rök- um með rökum. Svona tal um póli- tískar árásir koma oftast bara út eins og viðkomandi geti ekki svar- að fyrir sig. Sigmundur og stjórn- arliðar töluðu mikið á þennan veg fyrst eftir að þeir tóku við, en mér sýnist þeir vera að hætta þessu. Stjórnmálamenn verða auðvitað að þola að fjölmiðlar sinni eftirlits- skyldu sinni,“ segir hún en tekur jafnframt fram að hún hafi ekki kynnt sér framvindu lekamálsins í þaula. Gæti orðið stórmál fyrir Hönnu Birnu Brýnt að spurningum verði svarað með tæmandi hætti Íslensk kona nafngreind í minnisblaði ráðuneytis Heimilisprýði Hallarmúla - Sími 553 8177 - heimilisprydi@simnet.is www.brunstad.no / www.heimilisprydi.is Verð 850.000 kr. Tilboð 680.000 kr. Meðan birgðir endast Pan sófaborð Úrval af norskum sófaborðum Verð 135.000 kr. Gæða sófar frá Ítalíu Evo 3+2

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.