Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 21.01.2014, Qupperneq 4

Dagblaðið Vísir - DV - 21.01.2014, Qupperneq 4
Vikublað 21.–23. janúar 20144 Fréttir Kæru Baldurs vísað frá Mannréttindadómstóll Evrópu hefur vísað frá máli Baldurs Guðlaugssonar, fyrrverandi ráðuneytisstjóra í fjármála- ráðuneytinu. Baldur var dæmdur í tveggja ára fangelsi í nóvember 2011 vegna inn- herjasvika og brota í opinberu starfi. Seldi Baldur hlutabréf sín í Landsbankanum skömmu fyrir hrun bankans. Dómurinn yfir Baldri var síðan staðfestur í Hæstarétti árið 2012. RÚV greindi frá því á mánu- dag að lögmaður Baldurs, Karl Axelsson, hefði staðfest að máli Baldurs hjá Mannréttindadóm- stólnum hafi verið vísað frá. Er málinu þar með lokið. Í lífshættu Ungur karlmaður, sem slasað- ist í bílslysi við Fornahvamm í Norðurárdal um síðustu helgi, er enn í lífshættu. Honum er haldið sofandi í öndunar- vél á gjörgæslu Landspítal- ans. Pilturinn, sem er átján ára, var ökumaður bifreiðar sem lenti í árekstri við flutningabif- reið sem var að koma úr gagn- stæðri átt á Vesturlandsvegi við Fornahvamm í Norðurár- dal fyrir rúmri viku. Stúlka sem var farþegi í bílnum, Anna Jóna Sigurbjörnsdóttir, lést í slys- inu. Á sunnudag rúntuðu vinir, skólafélagar og aðrir bæjarbúar í minningu hennar. Síðastliðinn sunnudag hefði hún orðið sautján ára og því fengið bílpróf. Lögðu til sjö milljarða mark Fimmtíu milljarða talan komin frá þingmanni Framsóknarflokksins, Frosta Sigurjónssyni E nginn lagði til hærra en sjö milljarða frískuldamark vegna sérstaks bankaskatts í álitum sem skilað var til efnahags- og við- skiptanefndar. Nefndin ákvað hins vegar, með óljósum leiðum, að leggja til að markið yrði 50 millj- arðar króna, eða sjöfalt hærra en þær hugmyndir sem komið höfðu fyrir nefndina. Bent hefur verið á að markið komi sér sérstaklega vel fyrir einn viðskiptabanka af fjór- um, MP banka, sem sparar sér hátt í þrjú hundruð milljónir króna á árinu, miðað við síðasta birta árs- reikning bankans. Flestir spari- sjóðir á landinu, ef ekki allir, koma einnig vel frá skattinum vegna frískuldamarksins, sem virkar eins og skattleysismörk. Upphæðin kom frá Frosta Upphæðin fimmtíu milljarðar kemur fram í breytingartillögu sem efnahags- og viðskiptanefnd lagði fram við tekjuaðgerðarfrumvarp ríkisstjórnarinnar í tengslum við fjárlög 2014. Engin skýring er gef- in á hvernig upphæðin var fundin út en í samtali við DV um helgina sagði Frosti Sigurjónsson, formað- ur nefndarinnar, að fimmtíu millj- arða tölunni hafi verið velt upp í nefndinni en að fyrst hafi verið talað um að frískuldamarkið yrði ein- hvers staðar á bilinu þrír til hund- rað milljarða. Frosti hefur áður sagt að talan hafi komið frá fjármála- og efnahagsráðuneytinu en því vísaði Bjarni Benediktsson ráðherra á bug í kvöldfréttum Stöðvar 2 um helgina og sagði að starfsmenn ráðuneyt- isins hafi lagt fram útreikninga um áhrif skattsins en ekki nefnt neina tölu. Fundað var um málið í efnahags- og viðskiptanefnd á mánudag eft- ir að fjallað hafði verið um málið í fjölmiðlum. Viðurkenndi Frosti á þeim fundi að talan hefði sannar- lega orðið til í meðförum meirihluta nefndarinnar á málinu en ekki frá fjármálaráðuneytinu eins og hann hafði áður haldið fram. Klæðskerasniðið fyrir MP banka? Spurningar hafa vaknað um frískuldamarkið vegna þess hversu hagstætt það er fyrir MP banka. Stjórnendur bankans eru tengdir ríkisstjórninni bæði í gegnum Sigmund Davíð Gunn- laugsson forsætisráðherra og Bjarna. Sigurður Atli Jónsson, forstjóri MP banka, er kvæntur Nönnu Margréti Gunnlaugs- dóttur, systur Sigmundar Davíðs, og Sigurður Hannesson, náinn ráðgjafi forsætisráðherra og for- maður hóps um höfuðstólslækk- un verðtryggðra húsnæðislána, er framkvæmdastjóri hjá bankan- um. Þá er annar tveggja aðstoðar- manna Bjarna fyrrverandi fram- kvæmdastjóri hjá bankanum. Í svari við fyrirspurn DV til for- sætisráðherra fyrir helgi hafn- aði aðstoðarmaður hans, Jó- hannes Þór Skúlason, því að Sigmundur Davíð hafi komið ná- lægt ákvörðuninni um frískulda- markið og hafnaði því að tengsl ráðherrans við stjórnendur MP banka, hvort sem er núverandi eða fyrrverandi, hafi haft áhrif á ákvörðunina. Þá benti hann á að hópurinn sem Sigurður leiddi hafi ekki komið með neinar tillög- ur varðandi fjármögnun skulda- aðgerðanna. n Aðalsteinn Kjartansson adalsteinn@dv.is Formaðurinn Frosti er formaður efnahags- og viðskiptanefndar þingsins sem lagði til breytinguna á bankaskattinum og frítekjumarkið. Mynd SigtryggUr Ari Þ inghald í máli karlmanns sem ákærður er í svokölluðu „shaken baby“-máli verður opið samkvæmt niðurstöðu Hæstaréttar. Sem kunnugt er hefur ríkissaksóknari ákært mann- inn, Scott James Carcary, fyrir stór- fellda líkamsárás. Hann er sakaður um að hafa að kvöldi 17. mars 2013, á heimili sínu „hrist dóttur sína sem þá var 5 mánaða gömul, svo harka- lega að stúlkan hlaut mikla innanbast- blæðingu í hægra heilahveli, mikinn heilabjúg með útflöttum heilafelling- um, bráða taugasímaáverka í heila, innanbastblæðingu í kringum sjón- taug í hægra auga, miklar blæðingar í sjónhimnu hægra auga og að nokkru leyti í vinstra auga, blæðingu inn á hjartahimnu við hjartaoddinn, mar í handarkrikum, á upphandleggj- um, baki, vinstri vanga, vinstra eyra, hnakka, vinstra læri og hægri kálfa, en stúlkan lést nokkrum klukkustundum síðar af völdum áverkanna,“ að því að fram kemur í ákæru. Í fyrirtöku málsins fyrir Héraðs- dómi Reykjavíkur á mánudag var hart tekist á, sérstaklega á milli dómara og verjanda mannsins. Fyrir hið fyrsta voru skjöl sem verjandi, Víðir Smári Petersen, lagði fram á ensku. Það þótti ekki rétt að leggja þau fram sem dómskjöl, heldur urðu þau að fylgja greinargerð lögmannsins sem fylgi- skjöl eða þá að verða þýdd. Að auki gerði Víðir þá kröfu að einkaréttarkröfu móður barnsins yrði vísað frá þar sem hún hefði ekki verið lögð fram við þingfestingu og að verj- anda hefðu ekki borist gögn um einka- réttarkröfuna, önnur en ákæruna. Þessu mótmæltu bæði ríkissaksóknari og réttargæslumaður móður barns- ins. Óhætt er að segja að dómari máls- ins hafi snuprað verjandann og var mjög ósáttur við frávísunarbeiðni lög- mannsins. „Þetta eru ótrúlegir útúr- snúningar,“ sagði dómarinn. Málinu hefur nú verið frestað en búast má við því að aðalmeðferð fari fram á vor- mánuðum. n astasigrun@dv.is „Ótrúlegir útúrsnúningar“ Scott James Carcary er ákærður fyrir að hafa hrist barnið sitt Miklir áverkar Telpan hlaut mikla áverka og hefur faðir hennar nú verið ákærður.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.