Dagblaðið Vísir - DV - 21.01.2014, Síða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 21.01.2014, Síða 8
Vikublað 21.–23. janúar 20148 Fréttir K arlmaður á sextugsaldri, Stefán Þór Jansen, var í lok nóvember síðastliðinn dæmdur af Héraðsdómi Reykjavíkur í 15 mánaða óskilorðsbundið fangelsi fyrir kyn­ ferðisbrot gegn barni. Ekki liggur ljóst fyrir hvort Stefáni verði vikið úr starfi hjá Hagstofu Íslands en hann var sendur í ótímabundið leyfi þegar dómurinn féll og segir starfs­ mannastjóri Hagstofunnar að málið verði endurskoðað þegar endanleg niðurstaða fæst í málið. Greiddi fyrir kynmök Stefán er fæddur árið 1962 og starfar sem fagstjóri á efnahagssviði Hag­ stofu Íslands. Brotið sem hann er dæmdur fyrir átti sér stað í febrúar 2011 en þá átti hann í samskiptum á netinu við stúlku undir lögaldri og fékk hana til að hitta sig í kynferðis­ legum tilgangi gegn greiðslu. Stefán sótti stúlkuna á bifreið sinni og fór með hana á heimili sitt þar sem hann sleikti kynfæri hennar og greiddi henni 25 þúsund krónur fyrir. Stefán neitaði sök við þing­ festingu og eins við upphaf aðal­ meðferðar málsins en í þinghaldi þann 21. nóvember játaði hann sök að hluta til með því að viðurkenna ákæruefnið rétt, nema hvað varð­ aði aldur brotaþola. Stefán kvaðst hafa haldið að stúlkan væri tæplega 18 ára gömul og sagði hann stúlk­ una hafa sagst vera 17 ára að verða 18 þegar hann spurði hana um ald­ ur í tölvusamskiptum þeirra. Hann sagði það aldrei hafa hvarflað að sér að hún væri yngri, en þegar brotið var framið var stúlkan ekki orðin 14 ára. Gekk ekki úr skugga um aldur brotaþola Í október 2011 tók dómsformaður skýrslu af brotaþola og var skýrslu­ takan tekin upp á myndband. Í dómnum kemur fram að það sé álit dómsins að á þeim tíma hafi ekki verið hægt að slá því föstu, svo óyggjandi væri, að stúlkan væri yngri en 15 ára. Auk þess var endur­ rit af tölvusamskiptum Stefáns og stúlkunnar eitt sönnunargagna í málinu, en þar kemur fram að þegar Stefán spurði stúlkuna um aldur sagðist hún vera 17 ára að verða 18. Hins vegar er Stefáni metið það til gáleysis að hafa ekki gengið úr skugga um aldur stúlkunnar og var hann því sakfelldur af ákærunni. Stefán hefur ekki hlotið dóm áður og við ákvörðun refsingar hans var tekið tillit til þess að hann játaði sakir samkvæmt ákæru að hluta til auk þess sem hann hafði þegar greitt stúlkunni skaðabætur og kostnað lögmanns hennar. Var niðurstaðan því sú að hann skuli sæta 15 mánaða fangelsisvist. Sendur í leyfi Stefáni hefur ekki vikið frá störfum hjá Hagstofunni en hann var send­ ur í ótímabundið leyfi þegar dómur­ inn féll. „Hann er í fríi, hann var sendur í ótímabundið leyfi,“ segir Ólafur Arnar Þórðarson, starfsmannastjóri Hagstofu Íslands, í samtali við blaðamann. Hann segir þá stað­ reynd að Stefán sé starfsmaður Hagstofunnar ekki koma dómnum að neinu leyti við en að hann hafi þó verið sendur í ótímabundið leyfi um leið og yfirmönnum stofnunarinnar varð kunnugt um dóminn. „Við sjáum bara hvernig þetta fer. Það er væntanlega einhver áfrýjunarfrestur og eitthvað slíkt og það náttúrlega borgar sig í svona málum, eins og öllum öðrum, að vera yfirvegaður og sýna ekkert bráðlæti. Við viljum náttúrlega ekki að neinn skaðist í neinu bráðlæti,“ segir Ólafur. Endurskoða stöðuna Ólafur segir að staða Stefáns innan stofnunarinnar verði endurskoðuð þegar endanleg niðurstaða liggur fyrir, svo sem þegar í ljós kemur hvort Stefán hyggist áfrýja dómnum til Hæstaréttar. „Þetta er náttúrlega ömurlegt mál. En eins og ég segi þá er hann bara í fríi núna, ótímabundnu leyfi, og svo kemst væntanlega endan­ leg niðurstaða í þetta og þá hljótum við að ræða við hann um það,“ segir Ólafur. „Þessi mál hans snúa ekki að vinnunni og það að hann vinni hjá okkur kemur þessu náttúrlega ekkert við. Það er hins vegar þannig að þegar þessu máli er lokið þá hljóta menn náttúrlega að skoða þá stöðu sem upp er komin. En það væri eðli­ lega óskynsamlegt í máli allra starfs­ manna að bregðast við án þess að öll kurl séu komin til grafar.“ Stefán er, líkt og fyrr segir, í leyfi og náðist ekki í hann við vinnslu fréttarinnar. Grunur um einelti Dómurinn yfir Stefáni féll þann 29. nóvember síðastliðinn og í des­ ember voru nokkrir starfsmenn Hagstofunnar sendir til vinnusál­ fræðings vegna gruns um einelti í garð Stefáns. Þetta staðfestir Ólafur. „Já, það kom upp grunur um ein­ elti,“ segir hann, en tekur fyrir að það hafi tengst hinum nýfallna dómi. „Við erum náttúrlega með ein­ eltisstefnu eins og okkur ber að hafa, líkt og öllum öðrum stofnun­ um, og þegar svona grunur kemur upp þá fer eineltisteymi af stað til að kanna hvort að einelti sé til stað­ ar. Það er það sem var gert og það var mjög ánægjulegt að metið var af utan aðkomandi sérfræðingum að það væri ekki um einelti að ræða og þá er búið að hreinsa loftið hvað það varðar.“ n n Starfsmaður Hagstofu dæmdur n Einelti gegn honum rannsakað Fagstjóri braut gegn barni Hörn Heiðarsdóttir horn@dv.is „Við viljum náttúrlega ekki að neinn skaðist í neinu bráðlætiRústaði íbúðinni Lögreglan á Selfossi handtók í liðinni viku mjög ölvaðan karl­ mann í húsi sem hann átti engin tengsl við. Enginn var í húsinu þegar maðurinn kom þar inn en miklar skemmdir höfðu ver­ ið unnar á innanstokksmunum. Við yfirheyrslu bar maðurinn við minnisleysi og hafði enga hug­ mynd hvernig hann komst inn í húsið. Hann var látinn sofa úr sér í fangageymslu. Tíu umferðaróhöpp urðu í Árnessýslu í vikunni og minni háttar slys á fólki í þrremur þeirra. Sautján ökumenn voru kærðir fyrir umferðarlagabrot. Rak sígarettu í trýni Nökkva n Hundurinn titraði og skalf n Óvinnufær og við æfingar K arlmaður á þrítugsaldri hefur verið dæmdur til að greiða 80 þúsunda króna sekt og tæpa hálfa milljón í málskostnað fyrir að reka logandi sígarettu í trýni fíkniefnahundsins Nökkva. Það var í júní í fyrra sem Nökkvi og tveir lögreglumenn voru við fíkniefnaeftirlit á dansleik í fé­ lagsheimili Patreksfjarðar. Nökkvi sýndi sakborningi áhuga og vildi þefa af honum. Þessu tóku lög­ reglumennirnir sem svo að Nökkvi merkti fíkniefnalykt af manninum. Þegar maðurinn tók eftir Nökkva beygði hann sig niður og virtist ætla að klappa hundinum, en þess í stað rak hann logandi sígarettu í trýnið á hundinum. „Svo glóð úr henni þyrlaðist yfir andlit hunds­ ins,“ segir í málsskjölum. Þegar maðurinn var fluttur á lögreglustöð baðst hann oft af­ sökunar á þessu. „Hann hafi sagt að hann skildi ekki af hverju hann hefði gert þetta,“ sagði annar lög­ reglumannanna fyrir dómi. Fyrir dómi sagði maðurinn að það hefði verið óviljaverk að meiða hund­ inn. Hundurinn Nökkvi var aumur eftir atvikið, skalf og titraði. Enn mun ekki liggja fyrir hvort hann getur starfað sem lögregluhundur eða hvort hann jafni sig, en hann er í æfingum um þessar mundir. Hann mun þó hafa lagast mikið. Héraðsdómur taldi ljóst að mað­ urinn hefði viljandi meitt dýrið. Hann sagði hins vegar ósannað hvort Nökkvi sjálfur hefði orðið fyrir sýnilegum áverkum eða hvort hægt væri að meta sem svo að hann hefði orðið fyrir alvarlegu og varanlegu tjóni. Maðurinn átti sér ekki málsbætur og réðst gegn dýri sem gat ekki varið sig. Maður­ inn á að greiða 80 þúsund krónur í sekt, en sætir fangelsi ef hann greið­ ir sektina ekki innan fjögurra vikna. Hann á að auki að greiða málskostn­ aðinn, alls hálfa milljón. n astasigrun@dv.is Nökkvi Hér má sjá lögreglu- hundana Nökkva, Jökul og Þoku við þjálfun. Nökkvi hefur ekki verið að störfum síðan í júní, en er í þjálfun. MyNd: FacEbook-Síða FélaGS íSlENSkra löGrEGluHuNdaMaNNa Kröfuhafar ósáttir Kröfuhafar föllnu bankanna eru óánægðir með að stjórnvöld hafi ekki haft samband við þá til þess semja um kröfurnar. Segir ráð­ gjafi sem fer fyrir hópi kröfuhafa í bankana að ríkisstjórnin hafi ekki lagalegt umboð til þess að skerða kröfurnar í bankana. „Ríkisstjórn hefur ekki lagalegt umboð til þess að skerða kröfur af þessu tagi,“ segir Barry Russell, ráðgjafi sem fer fyrir hópi kröf­ uhafanna við fréttastofu Reuters. „Og margir þeirra sem eiga kröf­ ur sem voru keyptar á nafnvirði hafa þegar tapað sjötíu prósentum af peningunum sínum. Þetta er óréttlætanlegt.“ Russell segir að íslensk stjórn­ völd hafi ekki viljað ganga að samningaborðinu. Reuters grein­ ir frá því að margir kröfuhafar séu upprunalegir eigendur, og hafi því ekki keypt þær á afslætti líkt og sumir kröfuhafar. Matt Hinds, sem einnig er ráð­ gjafi fyrir kröfuhafahópinn, segir að stjórnvöld hafi ekki rétt út neina sáttarhönd til kröfuhafanna. „Það hefur verið mjög lítið um bein samskipti. Það er augljóst að gagn­ kvæm lausn er í hag beggja aðila. Það myndi hjálpa efnahag Íslands. Við viljum bara að ríkisstjórnin líti á þær lausnir sem við höfum lagt fram,“ segir Hinds við Reuters. „Þegar öllu er á botninn hvolft er erlend fjárfesting eina leið Ís­ lendinga til þess að koma efna­ hagnum í rétt horf,“ segir hann enn fremur. Hjallastefnan eins og Vísindakirkjan „Þetta er pínulítið eins og Vís­ indakirkjan, annaðhvort trúirðu á þetta eða ert rosalega mikið á móti þessu, þetta er pínulítið þannig,“ segir Jóna Benediktsdóttir, bæj­ arfulltrúi Í­listans á Ísafirði, um Hjallastefnuna ehf., fyrirtæki Mar­ grétar Pálu Ólafsdóttur skólastjóra í umræðum á bæjarstjórnarfundi. Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar hef­ ur ákveðið að fresta viðræðum við fyrirtækið um rekstur leikskólans Eyrarskjóls í bænum. Greint er frá þessu á BB.is. Ástæða frestunar­ innar er margþætt en helst er það vegna námskrárgerðar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.