Dagblaðið Vísir - DV - 21.01.2014, Side 16

Dagblaðið Vísir - DV - 21.01.2014, Side 16
Vikublað 21.–23. janúar 201416 Fréttir Erlent Breyskir í pólitík F rancois Hollande Frakklands- forseti hefur haldið við sjón- varps- og leikkonuna Juile Gayet í tvö ár. Það var eigin- kona hans fyrrverandi og barnsmóðir, Ségoléne Royal, sem kynnti þau, að því er franska slúður- blaðið sem greindi fyrst frá fram- hjáhaldinu greindi frá á dögunum. Blaðið greindi frá því að Hollande hefði átt í sambandi við leikkonuna frá því árið 2011. Sambýliskona Hollande, blaða- konan Valerie Trierweiler, var lögð inn á sjúkrahús eftir að hafa heyrt af framhjáhaldi bóndans, skömmu áður áður en blaðið birti umfjöllun sína þann 10. janúar. Haft hefur ver- ið eftir fjölskylduvinum að hún hafi tekið „einum of margar töflur“ í þeirri viðleitni sinni að hjálpa sér að með- taka fregnirnar. Hún hafi fengið vægt taugaáfall og hafi illa verið fær um að standa í lappirnar. Bendluð við glæpasamtök Parið notaði íbúð sem leikkonan leigði til að hittast. Myndir náð- ust af fröken Gayet og forsetanum á gamlársdag, þar sem þau gengu inn í íbúðina í suðurhluta Parísar. Hollande var með hjálm á höfði. Það var í síðasta sinn sem þau notuðu þá íbúð til að hittast. Enn syrti í álinn hjá forsetanum þegar fregnir af því bárust að íbúðin sem þau notuðu undir ástafundina tengdist skipulögðum glæpasam- tökum. Það vakti upp spurningar um öryggi forsetans. Forsetinn útilokar málshöfðun Julie Gayet hefur höfðað skaðabóta- mál á hendur tímaritinu Close, sem birti fréttina fyrst. Hún hefur far- ið fram á að fá átta milljónir í bætur, auk málskostnaðar, því umfjöllunin sé árás á einkalíf hennar. Sjálfur hefur Hollande útilokað málsókn en hann er ekki sagður hafa heimsótt sambýl- iskonu sína á sjúkrahúsið. Hann mun vilja slíta sambandi sínu við blaða- konuna. Líklegt verður að teljast að honum verði að þeirri ósk sinni. Ástfangnir þjóðhöfðingjar Hollande er alls ekki fyrsti þjóðhöfð- inginn sem skrikar fótur á sleipu svelli ástarinnar. Hér fyrir neðan eru rifj- uð upp nokkur af eftirminnilegustu framhjáhöldum samtímans. n n Francois Hollande ekki sá fyrsti til að falla í freistni n Sjáðu frægustu ástarsamböndin Hollande og leikkonan Staða: Forseti Frakklands Ár: 2014 Síðasta nafnið á lista þeirra stjórnmálamanna sem hafa gerst uppvísir að framhjáhaldi er Frakklandsforseti Francois Hollande. Hann er sagður hafa haldið framhjá konu sinni með leikkonunni Julie Gayet. Gayet, sem er tveggja barna móðir, er þekkt sjónvarpskona í heima- landinu og hefur komið fram í meira en 50 kvikmyndum. Clinton og Monica Staða: Bandaríkjaforseti Ár: 1998 Einn frægasti skandall síðari tíma, af þessum toga, er án vafa samband Bills Clinton Bandaríkja- forseta við lærlinginn Monicu Lewinsky. Fréttir af kynferðis- legu sambandi þeirra komu upp á yfirborðið árið 1998. „I did not have a sexual relations with that woman,“ er líklega sú setning sem Clinton er þekktastur fyrir að hafa látið út úr sér. Í bobba Hollande vill hætta með sambýliskonu sinni. Það verður líklega fremur auðsótt. Mynd ReuteRS Baldur Guðmundsson baldur@dv.is Kennedy og Monroe Staða: Bandaríkjaforseti Ár: 1962 Ástarsamband Marilyn Monroe og John F. Kennedy var líklega dauðadæmt frá upphafi. Kenn- edy var lofaður þegar eldheitt ástarsamband þeirra hófst en Monroe er sögð hafa verið æst í að verða eiginkona forseta. Það tókst henni ekki og upp úr sambandinu slitnaði. Erfitt ku hafa verið að slökkva í glóðum ástarbálsins og skyndilegt fráfall Monroe, þetta sama ár, skildi Kennedy eftir í djúpri ástarsorg árum saman. Hitler og Eva Staða: Kanslari Þýskalands Ár: Sambandið varði í nær 40 ár Hvern hefði grunað að maðurinn sem ber ábyrgð á því að hafa hafið síðari heimsstyrj- öldina og staðið fyrir miskunnarlausum aftökum á gyðingum væri fær um að elska. Undir harðneskjulegu yfirbragði og köldu augnaráði leyndist elskhugi sem átti í ástarsambandi við Evu Braun. Sagan segir að foringi Nasistaflokksins hafi ekki viljað giftast Evu því hann hafi óttast að með því að sýna á sér mýkri hliðar myndi hann missa virðingu fylgjenda sinna. Konurnar hans Berlusconi Staða: Forsætisráðherra Ítalíu Ár: Fjölmörg Sambönd ólíkindatólsins Silvios Berlusconi við konur hafa margoft komið upp á yfir- borðið. Hann er mikill kvennabósi , eiginleiki sem oft hefur komið honum í bobba. Hann hefur verið vændur um að hafa stundað kynferðislegar athafnir við jafnréttisráðherr- ann Mara Carfagna, „hjartaþjófinn“ Ruby (Karima El Mahroug), fyrirsætuna Noemi Letizia og vændiskonuna Patriziu D‘Addario. Díana og Al-Fayed Staða: Prinsessa af Wales Ár: 1997 Díana prinsessa af Wales var dýrkuð og dáð af flestum. Díana, sem giftist Karli prins árið 1981, átti í áralöngu ástarsambandi við Dodi Al-Fayed, son Mohamed Al-Fayed, eiganda lúxusverslana Harrods. Díana skildi endanlega við Karl 1996 en hafði í mörg ár átt samskipti við Fayed. Hermt er að þau hafi ætlað að opinbera trúlofun sína daginn eftir banaslysið hörmulega í París, 1997. Kóngurinn og fráskilda konan Staða: Englandskonungur Ár: 1936 Bretar stóðu á öndinni árið 1936 þegar Eðvarð Englandskonungur sagði af sér embætti til að giftast hinni tvífráskildu Wallis Simpson. Slíkt var fáheyrt og vakti athygli um gjörvalla heimsbyggðina, enda hafði hann aðeins gegnt konungdómi í 326 daga. Bretar vildu ekki tvífráskilda konu fyrir drottningu og settu honum stólinn fyr- ir dyrnar. Eðvarð konungur valdi ástina og eftirlét bróður sínum, Albert, konungsríkið. Nehru og Edwina Staða: Forsætisráðherra Indlands Ár: 1947 Ástarsamband Jawaharlal Nehru, fyrsta forsætisráð- herra Indlands, og Edwinu Mountbatt- en, eiginkonu Louis Mountbatten lávarðar, og síðasta varakonungs Indlands, er eitt það umtalaðasta í sögunni. Þó Nehru væri giftur voru persónutöfrar hans slíkir að konur létu hann ekki óáreittan. Opinberlega viðurkenndu þau tvö aldrei annað en að samband þeirra væri platónskt. Almenningur var annarrar skoðunar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.