Dagblaðið Vísir - DV - 21.01.2014, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 21.01.2014, Blaðsíða 19
Skrýtið 19Vikublað 21.–23. janúar 2014 Framleiðsla hafin á byssu fyrir konur n Nefnd eftir fórnarlambi n Deilt um hvort konur séu öruggari með byssur Y firvöld á Indlandi hafa sett á markað byssu sem er hönnuð fyrir konur. Byssan er nefnd eftir konunni sem var hópnauðgað í Nýju- Delí í desember árið 2012 og lést af áverkum sínum. Er því haldið fram að byssan muni hjálpa konum að verja sig en gagnrýnendur hafa stig- ið fram og sagt byssuna vera móðg- un við minningu fórnarlambsins. Fjallað var um málið á vef breska ríkis útvarpsins, BBC, í síðustu viku en þar var byssan sögð vera létt og auðveld í notkun og með viðarskafti sem á að heilla augað. Þeir sem kaupa byssuna fá hana í dumbrauð- um skartgripakassa. „Indverskum konum líkar við skraut,“ sagði Abdul Hameed, yf- irmaður hergagnaverksmiðju Ind- lands, við BBC. Byssan er nefnd Nirbheek sem er samheiti yfir nafnið Nir- bhaya sem ind- verskir fjölmiðlar gáfu fórnarlambi hópnauðgunar- innar. „Við trú- um því að konur verði óttalaus- ar með þessa byssu,“ sagði Ha- meed. Starfsmenn verksmiðjunn- ar höfðu unnið að hönnun byssu fyr- ir kon- ur fyrir árásina í Nýju -Delí. Vinnan komst á flug eftir þessa hrottafengnu árás þar sem fórnarlambinu var nauðgað og misþyrmt með járnstöng áður en því var fleygt út úr strætisvagni á ferð. 230 þúsund krónur Hameed heldur því fram að byssan muni gera mögulega nauðgara frá- hverfa því að ráðast á konur vegna þess að þeir geti með engu móti vit- að hvaða kona er með byssuna á sér. Byssan kostar sem nemur 230 þús- und krónum og hafa tíu byssur verið keyptar þegar þetta er ritað. Tilkoma þessarar byssu hef- ur vakið upp umræður á Indlandi um hvort konur séu ör- uggari séu þær vopnaðar skotvopni. Ram Krishna Chaturvedi, lögreglu- stjóri borgarinnar Kanpur, telur svo vera. „Þetta er góð hugmynd. Ef þú ert með skráð vopn þá eykur það sjálfstraust þitt og vekur ótta í huga glæpamanna,“ sagði Chaturvedi við BBC. Á meðal þeirra kvenna sem vilja kaupa Nirbheek-byssuna er húsmóðirin og nemandinn Prati- bha Gupta. Hún segir byssuna hins vegar full dýra fyrir sig og það sé erfitt að verða sér út um leyfi fyrir henni en hún tekur fram að byssan gæti fært henni ákveðið vald. „Ef manneskjan fyr- ir framan mig veit að ég er með byssu þá er hún hikandi við að nálgast mig. Byssan verður fylgis- maður minn, vinur minn og styrk- ur,“ sagði Gupta við BBC. Skömmu eftir nauðgunina í Nýju-Delí lögðust stjórnvöld í vinnu við að gera konur öruggari á Indlandi. Ný lög um nauðg- anir voru innleidd í landið, lög- reglumönnum fjölgað og settar upp hjálparlínur fyrir konur í nokkrum borgum. Fjölmargar kon- ur sóttu sjálfsvarnarnámskeið og var piparúði hamstraður í landinu. Ásamt þessu sóttu margar um byssu leyfi. Ein á 22 mínútna fresti Þrátt fyrir þessar aðgerðir berast enn skelfilegar fregnir af hópnauðgun- um í landinu, nú síðast af danskri konu sem var á ferðalagi í landinu þegar hópur manna réðst á hana og nauðgaði henni. Talið er að einni konu sé nauðgað á 22 mínútna fresti í landinu að meðaltali. Framleiðendur Nirbheek telja því markað fyrir þessa byssu sem framleidd er fyrir konur, en ekki eru allir sammála því. Binalakshimi Nepram er stofn- andi samtaka kvenna sem lifðu af skotárásir. Hún segir það vera á ábyrgð stjórnvalda að tryggja öryggi kvenna í landinu. „Það er fáránlegt að heyra að ríkið ætli að vígbúa konur. Með þessu er ríkið að viðurkenna að það hef- ur brugðist indverskum kon- um,“ sagði Nepram við BBC. Nepram segir þessar byssur ekki tryggja öryggi kvenna í landinu. „Okkar rannsóknir sýna fram á að manneskja er tólf sinnum líklegri til að látast í skotárás ef hún er vopnuð.“ Hún segir nafn byssunnar vera móðgun við fórnarlamb hópnauðgunarinn- ar í Nýju-Delí því það hefði ekki haft efni á þessu vopni. „Meðal árslaun eru lægri í landinu en andvirði byssunnar.“ Þá hefur verið bent á að byssur séu ekki leyfðar á op- inberum stöðum í Indlandi. Þurfa til að mynda þeir sem ætla sér inn á opinberar skrifstofur, verslunar- miðstöðvar, kvikmyndahús, leik- hús og markaði, að ganga í gegnum málmleitarhlið til að fá inngöngu. „Ég keypti byssu til að tryggja öryggi mitt, en ég má ekki vera með hana á flestum stöðum. Hún safnar því ryki í læstum skáp heima hjá mér,“ sagði Anita Dua, sem berst fyrir réttindum kvenna í Kanpur, við BBC. n Sögð létt og falleg Nirbheek byssan er ætluð konum og er sögð létt og falleg. Mynd SkjáSkot af vEf BBC Birgir olgeirsson birgir@dv.is Skýr skilaboð Þessi mót- mælandi flutti skýr skilaboð á mótmælum á Indlandi. „Til að varna nauðgun, refsið þeim sem kenna konum um nauðgun.“ Mynd REutERS Ostaperrinn handsamaður Lögreglan í Mayfair-hverfi í Penn- sylvaníu í Bandaríkjunum hefur haft hendur í hári öfugugga sem er sérlega hrifinn af svissneskum ostum. Christopher Pagano, 41 árs, var handtekinn á fimmtudag eftir glæpahrinu en hann hefur ekið um og berað sig fyrir ótal- mörgum konum í Mayfair. Bauð hann þeim pening fyrir að horfa á sig nudda berum kynfærum sín- um upp við svissneskan ost. Hann náðist meðal annars á myndband þar sem kona spyr hann hvers vegna hann sé með ost í bíln- um. „Hann sagði mér að honum þætti gott að setja ost á kynfæri sín,“ sagði sjónarvottur í samtali við NBC News. „Mér líður frekar illa, núna þegar ég veit að þetta var ekki brandari.“ Pagano verður ákærð- ur en fyrir liggur vitnisburður all- nokkurra kvenna. Meðal annars einnar konu, hinnar tvítugu Gabby Chest, en Pagano sendi henni skila- boð í gegnum stefnumótasíðuna OKCupid, þar sem hann bauðst til að borga henni fyrir að vefja sviss- neskum osti utan um getnaðarlim hans, og fróa honum síðan. „Saurga góðan orðstír satanismans“ „Ég hef ætlað að enda líf mitt frá því ég var 25 ára gamall. Því ég mun að endingu deyja, og ég vil taka þá með mér sem saurga góðan orðstír satanismans með mér,“ segir í skila- boðum á Face- book sem lög- reglan í Bangkok segir að Prakarn Harnphanbusa- korn standi á bak við. Prakarn er grunaður um hrottafengið morð á tónlistarmann- inum Samong „Avajee“ Traisattha, sem fannst myrtur á heimili sínu í Bangkok 8. janúar síðastliðinn. Samong var 36 ára og söngvari í dauðametalhljómsveitinni Sur- render of Divinity. „Satan er ekki leikfang. Ekki kalla þig satanista ef þú trúir ekki á hann!!“ segir Prakarn enn fremur. Lögreglan í Taílandi leitar nú að Prakarn. Örlitlir reimleikar „Ég reyndi að orða þetta á örlítið kíminn hátt. En það virðist ekki vera að hjálpa mikið við markaðs- setninguna,“ segir Greg Leeson, 35 ára eigandi 113 ára gamals húss í Dunmore í Pennsylvaníu í Banda- ríkjunum. Leeson og eiginkona hans Sandi settu húsið á sölu og skrifuðu í auglýsinguna að það væru „örlitlir reimleikar“ í því: „En ekkert alvarlegt“. Það hefðu þau betur látið ógert. „Það eru ekkert sérstaklega margir áhugasamir kaupendur að láta sjá sig. Mest- megnis einhverjir ruglhausar,“ segir Greg. Hafa draugabanar og aðrir áhugamenn um hið dulræna ónáðað hjónin upp á síðkastið. Sjálf segist Sandi sannfærð að draugur sé í húsinu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.