Dagblaðið Vísir - DV - 21.01.2014, Side 21
Umræða 21Vikublað 21.–23. janúar 2014
S
íðastliðinn sunnudags
morgun vildi svo til, að bæði
í þætti Sigurjóns Egilsson
ar á Bylgjunni og í þætti
Gísla Marteins á ríkissjón
varpinu sátu fyrir svörum tveir af
forystumönnunum í ríkisstjórn
arsamstarfinu. Báðir voru spurð
ir sömu spurningar um hvað liði
hugsanlegri þjóðaratkvæðagreiðslu
um framhald viðræðna Íslands við
Evrópusambandið. Báðir svöruðu
skýrt og afdráttarlaust og voru al
gerlega sammála. Þetta voru þau
Vigdís Hauksdóttir, formaður fjár
laganefndar, og Sigrún Magnús
dóttir, formaður þingflokks Fram
sóknarflokksins. Hvorugar gripu
til þess ráðs að fara loðmullulega
kringum viðfangsefnið eins og kettir
í kring um heitan graut. Báðar gáfu
þær skýr og afdráttarlaus svör. Báð
ar sögðu þær að þjóðaratkvæða
greiðsla um framhald viðræðna
væri ekki á dagskrá hjá ríkisstjórn
inni. Til hennar myndi ekki koma.
Líka íhaldið
Þessar tvær framsóknarkonur eru
síður en svo einu forystumenn ríkis
stjórnarinnar, sem svo skýrt hafa
talað. Það hefur líka sjálfstæðis
þingmaðurinn Birgir Ármannsson
gert, formaður utanríkismálanefnd
ar. Einnig ritstjóri Morgunblaðsins,
Davíð Oddsson, sem örugglega hef
ur ráðið einna mestu um myndun
núverandi ríkisstjórnar og áherslu
efni hennar. Þó utanríkisráðherrann
hafi verið margsaga um hin marg
víslegustu efni eru síðustu ummæli
hans afdráttarlaus. Engin þjóðarat
kvæðagreiðsla um áframhald við
ræðna. Engar viðræður á hans vakt.
Besti kosturinn?
Í báðum flokkunum, Framsóknar
flokki og Sjálfstæðisflokki, eru stórir
minnihlutar sem líta svo á að ljúka
eigi aðildarviðræðum við ESB og
bera niðurstöðuna undir þjóðarat
kvæði. Sá er eindregið þeirra vilji
því þeir telja að ef kostur sé á að
ild með ásættanlegum kjörum
þá ráði það algerum úrslitum um
framtíðarvelferð þjóðarinnar og
um lausn á annars illleysanlegum
vandamálum eins og nær ókleifum
múr gjaldeyris hindrana og reglu
bundins gengishruns. Í hópi þessa
stóra minnihluta eru meðal annarra
flestir forystumenn í atvinnurekstri
þjóðarinnar; nærfellt allir aðr
ir en útgerðarmennirnir, sem eiga
Morgunblaðið. Sá hópur hefur fram
til þessa verið mikils ráðandi í báð
um stjórnarflokkunum, einkum
Sjálfstæðisflokknum, en nú er ekkert
á þá hlustað. Jafnvel hæðst að þeim
á opinberum vettvangi umfjöllunar.
Atkvæðin tryggð
Til þess að tryggja núverandi
stjórnar flokkum atkvæði og atfylgi
þessa hóps og annarra þeirra, sem
fylgt hafa stjórnarflokkunum en
fylgja þeim ekki í fjandskapnum við
ESB, voru fyrir kosningar gefin út
þau loforð, að gengið yrði til þjóðar
atkvæðagreiðslu um hvort samn
ingum við ESB yrði fram haldið og
niðurstaða þeirrar atkvæðagreiðslu
yrði látin ráða. Formaður Sjálfstæð
isflokksins var algerlega ótvíræð
ur í því loforði. Gaf meira að segja
í skyn að vel mætti hugsa sér slíka
atkvæðagreiðslu samfara sveitar
stjórnarkosningum, sem fram eiga
að fara eftir nokkra mánuði. Einn
áberandi flokksmanna hans, Bene
dikt Jóhannesson, fullyrti í grein í
Fréttablaðinu að því loforði væri
óhætt að treysta. „Sjálfstæðismenn
efna loforð sín,“ sagði hann. Fyrr
verandi formaður flokksins, Þor
steinn Pálsson, skrifar vikulega
pistla í Fréttablaðið þar sem hann
hermir margnefnt loforð upp á arf
taka sinn í formannsstólnum. Nú
verður gengið til margumræddra
sveitarstjórnarkosninga eftir fáa
mánuði. Samkvæmt ítrekuðum yf
irlýsingum hvers forystumanns rík
isstjórnarsamstarfsins á fætur öðr
um verður hvorki þá né heldur síðar
efnt loforðið sem þeir Benedikt og
Þorsteinn segja að ekki verði svikin
Og hvað þá?
Óhætt að svíkja?
Gangi það eftir – verði loforðið ekki
efnt – þá er það einfaldlega vegna
þess, að forysta beggja flokka tel
ur sér það vera óhætt því hvorki
Benedikt né Þorsteinn né for
ystumennirnir í íslensku atvinnu
lífi muni hvort eð er nokkurn tíma
annað gera en að halda áfram að
kjósa Flokkinn – hvort heldur sem
er Framsókn eða Sjálfstæðisflokk. Í
næsta pistil sínum ætti Þorsteinn að
velta upp sinni sýn á það. Er það rétt
mat hjá félögum hans í forystunni
að óhætt sé að gleyma loforðinu
sem honum og skoðanabræðrum
hans var gefið því þeir hvorki geti né
vilji bregðast við? Þeir fylgi Flokkn
um fremur en sannfæringunni? Úr
slit málsins eru algerlega í höndun
um á þessum tiltölulega stóra hópi
viðræðusinna í bæði Framsóknar
flokknum og Sjálfstæðisflokknum.
Þá fyrst þegar og ef flokksforystan
telur vera ástæðu til þess að óttast
þá mun hún standa við loforðið,
sem hún gaf þeim. Fyrr ekki. Í því
tafli á svartur nú leik. Fellir hann
kónginn – og gefst upp eins og for
ystan býst við? Eða teflir hann til
vinnings? Hvað segja þeir Benedikt
og Þorsteinn? Sífellt styttist í sveitar
stjórnarkosningar. Umþóttunartím
inn styttist. Þögn er samþykki – við
mat forystunnar. n
Svartur á leik
Sighvatur Björgvinsson
Fyrrverandi ráðherra
Kjallari
„Þó utanríkisráð-
herrann hafi verið
margsaga um hin marg-
víslegustu efni eru síð-
ustu ummæli hans af-
dráttarlaus.
Forystu konur í Framsókn Sigrún Magnúsdóttir og Vigdís Hauks Mynd Sigtryggur Ari
Í
Fréttablaðinu í liðinni viku birt
ist örlítil frétt, með fyrirsögninni
Ójöfnuðurinn hættulegastur. Þar
er bent á að meginviðfangsefni
alþjóðlegrar efnahagsráðstefnu
nú í vikunni eru skaðleg áhrif auk
ins ójöfnuðar og bent á að hin ógn
vekjandi gjá sem er á milli ríkra og
fátækra í heiminum sé einn mesti
áhættuþáttur efnahagslífs heimsins.
Í aðdraganda efnahagshrunsins,
ekki hvað síst á Íslandi, jókst mis
skipting og ójöfnuður hröðum
skrefum. Kaupgeta allra versnaði
síðan gríðarlega við hrunið. Fyrri
ríkisstjórn reyndi að tryggja afkomu
þeirra tekjulægstu betur en þeirra
sem meira höfðu og auka jöfnuð.
Tekið var upp þrepaskattkerfi og sett
var sérstök framfærslutrygging fyrir
þá sem lifðu eingöngu á greiðslum
frá Tryggingastofnun ríkisins. Skatt
ar voru hækkaðir á hærri tekjur og
þeir nýttir til að verja betur kjör
þeirra lægst launuðu.
Of mörg heimili undir
lágtekjumörkum
Strax eftir hrun var sett á stofn
„velferðarvakt“ á vegum velferðar
ráðuneytisins, með aðkomu fjöl
margra aðila. Í lokaskýrslu í des
ember síðastliðnum bendir vaktin
á að eftir hrun hafi á langflestum
sviðum tekist vel að sporna gegn
alvarlegum afleiðingum krepp
unnar. Börnum líði almennt vel
á Íslandi og jafnvel betur en fyrir
hrun. Engu að síður er brýnt að
vekja athygli á að þó Ísland standi
vel í alþjóðlegum samanburði þá
sé með öllu óásættanlegt að sjá
hve mörg heimili eru undir lág
tekjumörkum en talið er að allt
að tíunda hvert barn búi á heimili
undir þessum mörkum.
Það er því engin tilviljun að
fyrsta tillaga velferðarvaktarinnar
í lokaskýrslunni er að: „Stjórnvöld,
ríki og sveitarfélög setji fram heild
stæða tímasetta aðgerðaráætlum
um hvernig vinna skuli bug á fá
tækt á Íslandi“ og því er fylgt eftir
með tillögu um að tryggja betur en
nú er gert velferð og afkomu efna
lítilla barnafjölskyldna, sérstak
lega einstæðra foreldra og barna
þeirra.
Farsæld – reisn og virðing
„Samstarfshópur um enn betra
samfélag“, sem Velferðarsvið Reykja
víkurborgar ýtti af stað með full
trúum frá Rauða krossi Íslands,
Hjálpar stofnun kirkjunnar, fulltrú
um Háskóla Íslands og fleirum gaf út
á síðastliðnu ári skýrsluna Farsæld
þar sem bent er á nýjar leiðir í bar
áttunni gegn fátækt.
Skýrslan kemst að þeirri niður
stöðu að þrátt fyrir að meginþorri
landsmanna búi við góðar aðstæður,
lífskjör og hagsæld, þá sé of stór
hluti landsmanna í erfiðri stöðu og
njóti ekki ásættanlegra lífsgæða.
Skýrslan leggur áherslu á að ís
lensk þjóð eigi að gera sáttmála um
að bæta lífsgæði þess hóps sem býr
við lökust kjörin. Leggja ber áherslu
á að vinna gegn fátækt með já
kvæðri nálgun, stuðningur samfé
lagsins verði ekki í formi ölmusu
heldur stuðli að mannlegri reisn
og virðingu og efli hvern og einn til
þátttöku í samfélaginu. Allir þurfa
að leggjast á eitt til að bæta ástandið,
einstaklingar, ríki, sveitarfélög, at
vinnulífið og félagasamtök.
ný ríkisstjórn verður
að breyta um stefnu
Þrátt fyrir fagrar yfirlýsingar og ræð
ur er fátt í fjárlögum ríkisins fyrir
árið 2014 og þeim áherslum sem
ný ríkisstjórn hefur kynnt og verk
um hennar hingað til, sem bendir til
að úrbætur fyrir þá tekjulægstu, þá
sem búa við fátækt, verði forgangs
verkefni. Það er sameiginlegt verk
efni okkar allra að sjá til þess að há
tíðarræðurnar breytist í aðgerðir til
að bæta kjör þeirra sem minnst hafa
og að hindra að ójöfnuður aukist að
nýju á Íslandi.
Þar er lögfesting Barnasáttmála
Sameinuðu þjóðanna, vinna vel
ferðarvaktarinnar og skýrslan um
Farsæld góður grunnur til að byggja
á samfélagssáttmála um að eyða fá
tækt á Íslandi. n
Hættulegar afleiðingar ójöfnuðar
guðbjartur Hannesson
þingmaður Samfylkingar
Kjallari „Börnum líði
almennt vel á
Íslandi og jafnvel betur en
fyrir hrun.
Könnun
gekk Björn
Bragi of langt?
17,5%
14,9%
12,2%
11,5%
43,9%
n Nei, þetta var mjög fyndið n Nei,
þetta var allt í lagi n Alveg sama
n Já, hann þarf að biðjast afsökunar
n Já, þetta var mjög ósmekklegt
Spurningin
Hver er bestur
í handbolta-
landsliðinu?
„Ég veit ekkert hvað þeir heita, ég veit
bara að þeir vinna.“
Savie Sahadeo
42 ára sjoppudama
„Aron Pálmarsson. Það skiptir engu
máli hvort hann er meiddur eða ekki;
hann er alltaf bestur.“
Lara Acosta
22 ára nemi
„Aron.“
Ilmur Kristjánsdóttir
10 ára nemi
„Aron.“
Karlotta Karlsdóttir
10 ára nemi
„Aron Pálmarsson er bestur.“
Margrét Ólafsdóttir
hótelþerna
Ég ætlaði að
segja upp
Margrét Erla Maack um uppsögnina á RÚV. – DV
Ég var illa upplögð
og ósofin
Jónína Benediktsdóttir fyrir dómi vegna ölvunaraksturs. – DV.is
Þú rændir hann áhyggjuleysinu sem eiga
að vera hans sjálfsögðu mannréttindi.
Ársæll níelsson, íbúi við Álftamýri í opnu bréfi sem hann skrifaði til manns sem reyndi að nema son hans á brott. – DV.is