Dagblaðið Vísir - DV - 21.01.2014, Page 25

Dagblaðið Vísir - DV - 21.01.2014, Page 25
Vikublað 21.–23. janúar 2014 Neytendur 25 E inungis munar rúmum 9 krónum á lítraverði á heimagerðu sódavatni og Bónus sódavatni sem selt er í 2 lítra flöskum, að því gefnu að umbúðunum sé skilað til endurvinnslu. Útreikningarnir miðast við að notast sé við Wasser­ maxx­ eða Sodastream­tæki. Tvö merki eru mest áberandi á markaðnum þegar kemur að því að búa til sódavatn heimafyrir, Wassermaxx annars vegar og Soda­ stream hins vegar. Sodastream var breytt fyrir um það bil 5 árum en margir eiga eldri tæki og eru þau enn þjónustuð. Jafnframt má stundum finna þau á nytjamörk­ uðum eins og Góða hirðinum og kosta þau oft á milli 1.500 og 2.000 krónur. DV gerði verðsamanburð á bæði tækjum og áfyllingum og kom í ljós að lítill munur er á verði Sodastream­ og Wassermaxx­ tækjanna. Ódýrasta sódavatnið er búið til í eldri gerðum Sodastream, að því gefnu að áfylling á hylkin sé keypt hjá Vífilfelli. Nokkrar mismunandi tegund­ ir eru til af Sodastream­tækjun­ um og kosta þau frá 8.995 krónum til 29.995 króna í Elko en gashylkin þarf að kaupa sérstaklega og kosta þau 4.650 krónur. Tækjunum fylgja eins lítra flöskur en hægt er að fá minni flöskur líka. Tvær gerðir eru seldar af Wassermaxx og kosta þau 19.999 krónur og 24.990 krón­ ur en tækjunum fylgja bæði 1 lítra flöskur og gashylki. Búa þarf til 119 lítra af sódavatni áður en ódýrara Wassermaxx­tæk­ ið er farið að borga sig. Þannig þarf að kaupa meira en 238 flöskur af 0,5 l. Egils sódavatni í Bónus áður en það borgar sig að kaupa tæk­ ið. Fyrir dýrara tækið eru þetta 145 lítrar af sódavatni eða 297 flöskur, en verðið miðast við að umbúðirn­ ar sé sendar í endurvinnslu. Ef miðað er við Bónus sódavatn þarf að búa til 1.436 lítra af sóda­ vatni svo ódýrara Sodastream­tæk­ ið borgi sig eða kaupa 718 2 lítra flöskur. Þetta getur því tekið dágóð­ an tíma að borga sig, en hjá þeim sem drekka mikið sódavatn er þetta fín leið til lengri tíma litið. n Löður er með á allan bílinn Við erum á sex stöðum á höfuðborgarsvæðinu www.lodur.is - Sími 544 4540 Rain-X býður upp á fullkomna yfirborðsvörn Rain-X verndar bílinn, eykur útsýni og öryggi Hreinn bíll eyðir allt að 7% minna eldsneyti U m 150 prósenta verðmunur er á sama sælgæti, í sömu verslun, eftir því hvað það er kallað og hvernig um­ búðirnar líta út. Þannig kosta 150 grömm af Möndlum frá sælgætis­ gerðinni Freyju 349 krónur í einni af verslunum Olís á meðan 150 gramma poki af sama sælgæti, merktum Icelandic Lava Sparks, kostar meira en tvöfalda þá upp­ hæð eða 879 krónur. Það er rúm­ lega 150 prósentum hærra, en kílóverð á sælgætinu með erlend­ um merkingum er 5.860 krónur. Fyrirtækið Iceland Treasures selur sælgætið með erlenda nafn­ inu en það var stofnsett gagngert til framleiðslu minjagripasælgætis hérlendis. Auk fyrrnefndra vara selur fyrirtækið Icelandic Puffin Eggs, Icelandic Lava Pebbles og Icelandic Northern Lights. Þá var Icelandic Horse Doo Doo, eða hrossatað, framleitt fyrir heimsmeistaramót íslenska hests­ ins í Þýskalandi í fyrra. Icelandic Puffin Eggs eru hvítar kúlur með súkkulaði og lakkrísfyllingu sem framleiddar eru hjá Kólus. Kólus selur þær ekki í neytendaum­ búðum heldur selur í heildsölu á nammibari og víðar. Vörur Iceland Treasures eru einnig seldar í Fríhöfninni í Flug­ stöð Leifs Eiríkssonar þar sem al­ gengt verð á 150 gramma poka er 699 krónur á meðan algengt verð íslensks sælgætis í sömu pakkn­ ingum er 233 krónur eða þriðj­ ungur af því sem erlenda sælgætið kostar. n fifa@dv.is Sælgæti tvöfaldast í verði Þrefalt dýrara að kaupa Möndlur sem heita Icelandic Lava Sparks Möndlur Icelandic Lava Sparks eru í raun möndlur frá Freyju, markaðssettar fyrir ferðamenn. Heimagert sódavatn lengi að borga sig n Verðkönnun á sódavatnstækjum n Sparnaður til lengri tíma litið Auður Alfífa Ketilsdóttir fifa@dv.is Hvað er í bíó? Einfaldari leit að bíósýningum með nýrri heimasíðu „Hugmyndin var að það væri ekkert drasl í kring, þetta væri minimalískt og verkefnið var einfalt, sjá hvað væri í bíó.“ Þetta segir Hugi Hlynsson en heima­ síða hans hvaderibio.is fór í loft­ ið í lok desember. Þar má með einföldum hætti komast að því hvað er í bíó en notendur geta aðlagað upplýsingar á síðunni að eigin þörfum á örskotsstund, valið kvikmyndahús, sýningar­ tíma og eins er hægt að leita eft­ ir einkunnum sem myndunum hafa verið gefnar á kvikmynda­ vefnum imdb.com. „Gögnin koma frá apis. is,“ segir Hugi. „Þetta eru sömu gögn og birtast und­ ir bíóflipan­ um á kvikmyndir. is. en með nútímalegri hönnun sem virkar til dæmis mjög vel á símum.“ Síðan er afrakstur áfanga í vefforritun í Háskóla Íslands sem Ólafur Sverrir Kjartans­ son hafði umsjón með nú á haustönn. „Ég hef fengist aðeins við vefforritun áður þannig að ég ákvað að reyna að gera mitt besta í áfanganum og tók þetta verkefni aðeins lengra en gert var ráð fyrir. En ég skilaði þessu verkefni sem sagt og svo var ég yfir jólin að dunda mér við að fínpússa síðuna og klára hana og ákvað svo að henda henni í loft­ ið,“ segir Hugi sem segir umferð um síðuna aukast stöðugt. Á síðunni er að finna upp­ lýsingar um sýningar í Sambíóunum Álfabakka, Kringlunni, Egilshöll, Akur­ eyri og Keflavík, Bíói Paradís, Smárabíói, Laugarásbíói, Háskólabíói og Borgarbíói. Eftir að mynd hefur verið valin er jafnframt hægt að sjá hvar hún er í sýningum og hvenær. Tæki n Wassermaxx, gashylki innifalið (Byggt og búið): 19.999 kr. n Wassermaxx stál, gashylki innifalið (í Byggt og búið): 24.990 kr. n Sodastream Jet + gashylki: 13.645 kr. n Sodastream Source + gashylki: 24.645 kr. Áfylling fyllingar n Wassermaxx: 2.880 kr. 60l. (Byggt og búið) n Sodastream: 2.895 kr. 60l. (Elko) n Sodastream (eldra): 1.100 kr. 20l.(10-11) n Sodastream (eldra): 565 kr. 20l. (Vífilfell) Lítraverð n Wassermaxx: 48 kr. n Sodastream: 48,25 kr. n Sodastream (eldra)10-11: 55 kr. n Sodastream: Vífilfell: 28,25 kr. n Bónus sódavatn 2 l (Bónus): 57,5 kr. (129/2 – 14 kr. skilagjald af umbúðum) n Egils sódavatn 0,5 l (Bónus): 216 kr (2x122 kr. – 2x14 kr. skila- gjald af umbúðum) Tekur tíma Sparnaðurinn kemur varla fram fyrr en eftir nokkra mánuði.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.